Morgunblaðið - 28.01.1976, Page 5

Morgunblaðið - 28.01.1976, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANUAR 1976 5 Björn E. Hafberg. Tvær bækur ungs höfundar BJÖRN E. Hafberg, 19 ára nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, hefur sent frá sér tvær bækur með ljóðum og smá- sögum, og heitir sú fyrri Að heyra þögnina hljóma, en sú síðari Er- indrekar næturinnar. Báðar bækurnar, sem Björn gefur út sjálfur, eru myndskreyttar og eru höfundar mynda Sara Vilbergs- dóttir og Hallmundur Hafberg, frændi Björns. Þetta eru fyrstu bækur Björns, en hann hefur átt skáldskap i bókinni Frumburður án fæðingarstyrks, sem hann gaf út ásamt skólabræðrum að Núpi í Dýrafirði. I stuttu spjalli við Mbl. sagði Björn að allt væri efnið i bókunum tveim sem bæði væri persónulegt og pólitiskt, fremur nýtt af nálinni, það elzta tveggja ára. Ekið á bíl FÖSTUDAGINN 23. janúar, milli klukkan 9—19, var ekið á bifreið- ina R-38264, sem er Fiat 128, station, hvit að lit. Gerðist þetta við Bergstaðastræti 3. öll vinstri hliðin er dælduð og rispuð. Þeir sem geta veitt upplýsingar um þessa ákeyrslu eru beðnir að hafa samband við rannsóknarlögregl- una, umferðardeild, sími 21100. 5 sækja um stöðu fræðslustjóra í Reykjanesumdæmi HINN 19. desember 1975 auglýsti menntamálaráðuneytið stöðu fræðslustjóra 1 Reykjanesum- dæmi lausa til umsóknar með um- sóknarfresti til 20. janúar 1976. Umsækjendur eru: 1) dr. Bragi Jósepsson, Skipa- sundi 72, Reykjavík 2) Helgi Jónasson, fræðslustjóri Hafnar- fjarðar, Klettahrauni 2, Hafnar- firði, 3) dr. Ingimar Jónsson, kennaraskólakennari, Víghólastíg 22, Kópavogi, 4) Kristín H. Tryggvadóttir, kennari, öldutúni 5, Hafnarfirði, og 5) Sigurður K.G. Sigurðsson, stjórnarráðs- fulltrúi, Álfhólsvegi 91, Kópa- vogi. _______ ______ Sjómannastofa opnuð á Höfn Höfn, Hornafirði, 27. jan. I SINDRABÆ í Höfn hefur verið opnuð sjómannastofa. Er hún opin frá klukkan 20 til 23.30 á hverju kvöldi. Þar er meðal annars sjónvarp, lestrarefni, töfl og spil. Hafnarhreppur sér um rekstur stofunnar. Gunnar Fundu 23 kindur 1 eftirleit Höfn, Hornafirði, 27. jan. NÝLEGA fóru 4 menn í eftirleit í Kollumúla í Staðafellsfjöllum. Fundu þeir 23 kindur og voru þær í góðum holdum. Er mjög óvenjulegt að svo margt fé finnist við leitir svona seint. — Gunnar. Eiga að athuga flugvalla- og flugöryggismál SAMGÖNGURAÐUNEYTIÐ hef- ur skipað nefnd til allsherjar- athugunar á fslenzkum flugvalla- og flugöryggismálum. Nefndin skal einnig gera tillögur um nauðsynlegar úrbætur svo og áætlun um á hve löngum tfma sé raunhæft að stefna að þvf að Ijúka slfkum úrbótum og 1 hvaða röð. I nefndinni eru: Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur, sem er formaður nefndarinnar, Rík- harður Jónatansson flugstjóri, varaformaður, Leifur Magnússon, aðstoðarflugmálastjóri, Guðmundur Snorrason, flugþjálf- unarstjóri og Bárður Daníelsson arkitekt. Dagsbrúnar- menn veita verkfallsheimild FUNDUR í Verkamannafélaginu Dagsbrún, sem haldinn var í fyrradag, samþykkti að veita trúnaðarmannaráði félagsins heimild til að lýsa yfir vinnu- stöðvun Dagsbrúnarmanna í sam- ráði við önnur verkalýðsfélög til að knýja á um nýja kjarasamn- inga. Var þetta samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu. INNLENT Systkin luku málaranámi hjá föður sínum NÝLEGA luku systkinin Bryndfs Friðriksdóttir og Jón Björn Friðriksson á Isafirði sveinsprófi f málaraiðngrein. Þau lærðu hjá föður sfnum Friðrik Bjarnasyni málarameist- ara, en hjá honum hafa 10 nemendur numið málara- iðnina. Bryndis mun vera fyrsti kven- maðurinn á Vestfjörðum sem lýk- ur sveinsprófi í iðngrein innan byggingariðnaðarins. Hún er ein af fáum stúlkum, sem lokið hefur sveinsprófi í málaraiðn hér á landi. Myndin er af málarasvein- unum ásamt föður sinum. Ályktun Fulltrúaráðsins: Friðsamlega lausn fiskveiðideilunnar EFTIRFARANDI ályktun var samþykkt samhljóða á aðalfundi Fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Revkjavik, sem hald- inn var fimmtudaginn 22. janúar að Hótel Sögu: „Fulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík fagnar þeim árangri, sem náðist með samningunum við ■ Vestur- Þjóðverja og aðgerðum ríkis- stjórnarinnar, er leitt hafa til brottkvaðningar brezkra herskipa og njósnaflugvéla úr islenzku fiskveiðilögsögunni. Ljóst er, að aðgerðirnar innan Atlantshafsbandalagsins hafa verið árangursrikar. Fulltrúaráðið hvetur eindregið til þess, að sá tími, sem nú fæst til viðræðna, verði notaður til hins ýtrasta í því skyni að ná fram friðsamlegri lausn á fiskveiðideil- unni og tryggja sem bezt hags- muni Islendinga. Islendingar munu ekki fallast á neina skerðingu á rétti sínum til að halda uppi lögsögu á yfirráða- svæði sínu. Það hefur ávallt legið til grundvallar ákvörðun um samninga við aðrar þjóðir, hvort með samningum sé betur unnt að takmarka veiðar á Islandsmiðum en án samninga. Þessi meginskoð- un verður að ráða ferðinni 1 við- ræðunum við Breta og einnig hitt, að Islendingar verða i hvivetna að haga málflutningi sínum þannig, að tryggt verði að hafréttarráð- stefna Sameinuðu þjóðanna viðurkenni óskoraðan rétt strand- ríkja til yfirráða yfir fiskimiðum sinum innan 200 milna lögsögu." Málsskjölin afhent Öryggisráði SÞ MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi frá utanríkisráðu- neytinu: 1 framhaldi af málskoti Islands til öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna vegna ásiglinga brezkra dráttarbáta á varðskipið ÞÓR hinn 11. desember s.l., en mál þetta var tekið til meðferðar á fundi ráðsins hinn 16. sama mánaðar, afhenti Ingvi Ingvars- son, fastafulltrúi Islands hjá Sameinuðu þjóðunum, forseta öryggisráðsins i gær bréf ásamt öllum málskjölum sjódóms vegna ásiglingarinnar í enskri þýðingu. Bréfi sendiherrans ásamt mál- skjölunum verður nú dreift sem opinberu skjali öryggisráðsins. Þú getur hagnast á að rata á Smiðjuveginn því nú bjóðum við 20% afslátt af öllum framleiðsluvörum fyrirtækisins í eina viku. Að þessari kynningarviku lokinni hefur þú vonandi hagnast verulega — og eftirleiðis ratar þú til okkar á Smiðjuveginn og hefur kynnst hinni glæsilegu verzlun okkar í nýju 1000 m2 húsnæði — og þá eru allir ánægðir, ekki satt? KYMIIVGARVIKA -t-20% en nú erad drífa sig afstaó. Velkpmin á Smidjuveg 6 Opið 1 —6, 1 —7 föstudaga, 10—4 laugardaga. Skeifu húsgögn. Skeifu gæði. Skeifu verð. Skeifu skilmálar. SMIDJJJVEGI6 SÍMI44544

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.