Morgunblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1976 7 Stríð undan ströndum lands Glsli Jónsson mennta- skólakennari ð Akureyri ritar svohljóðandi leiðara I vikublaðið Islending: „Ekki verður sagt að friðvænlegt sé á fslandi eða við fsland I upphafi ðrsins 1976. Verkföll eru boðuð, kröfur eru gerðar, það er hótað og hrópað. Mest er þó auðvitað það strlð, sem háð er undan ströndum landsins og allir þekkja. Þvl strlði verður að linna. Yfirlýstur, óumdeildur tilgangur okkar með út- færslu fiskveiðilögsög- unnar er sá að vernda fiskimiðin gegn hóflausri rányrkju, sem margbúið er að minna á. þó að talað hafi verið fyrir daufum eyrum, allt þangað til hin slðbúna, svarta skýrsla sérf ræðinganna vakti menn til vitundar um geigvænlegan háska. Fiskinn ætlum við raunar ekki að friða af mannúð- arsökum eða að gamni okkar. Við ætlum að friða hann fyrir öðrum, svo að við getum sjálfir veitt hann okkur til kviðfylli og kaupeyris. Það heitir á nú- tlmamáli að vernda llfs- hagsmuni okkar. Og nauðsyn þess verður I al- vöru með engu móti neit- að. Fiskveiðideiluna verð- ur þvl að leysa, og enginn efast um úrslitin. Islend- ingar eru I þessu þorska- strlði menn framtlðarinn- ar, brezka sóslalistastjóm- in þar á móti Ihaldið upp- málað. Enginn spyr, HVORT fslendingar muni sigra, heldur HVENÆR. Þetta er aðeins spurning um mánuði, I hæsta lagi ár. Ef ekki væri annað að verja en llfshagsmunina margumtöluðu, mætti ef til vill segja að nokkrir mánuðir til eða frá skiptu skki sköpum I þvl varnar- strlði. En það eru ekki að- eins llfsHAGSMUNIR sem I veði eru. það er annað og meira, MANNSLÍF ERU f HÆTTU. dag eftir dag, viku eftir viku. mán- uð eftir mánuð. Einkum þess vegna þolir lausn landhelgisdeilunnar ENGA bið. Það er hrein og bein guðsmildi, ef ekki verður manntjón I þessu hörmulega strlði áður en friður fæst. Framferði breta er svo furðulegt. að helst er llkj- andi við það, sem haft var eftir erlendum stjórnmála- manni um annað efni: þetta er verra en glæpur, það er glópskuverk! Þetta ER glópska. frá hvaða sjónarmiði sem litið er, öðru en strlðsins. og þó einkum frá sjónarmiði breta sjálfra. Þakklæti. aðdáun og samúð berast hins vegar frá okkur og mörgum útl- frá til Islensku varðskips- mannanna og fjölskyldna þeirra. Landheigisgæslan ver ekki aðeins fiskimiðin, hún heldur vörð um heið- ur og hag (slendinga allra." Sjóndöpur og sauðþrá „En það eru fleiri Islend ingar en varðskipsmenn sem nú heyja baráttu. langvarandi taugastrlð, þótt sú barátta sé ekki básúnuð út um heiminn og kvikmynduð til að svala fréttafýsn manna úti um allar jarðir. f Þingeyj- arsýslum og þá einkum norðursýslunni vestan- verðri heyr fólk hljóðláta. Glsli Jónsson menntaskólakennari linnulausa baráttu við sjálf náttúruöflin. fslenzkt bændafólk æðrast ekki út af smá- munum og tekur löngum með ró þvl sem mótdrægt er. Þvl minnilegri og átak- anlegri eru orð bóndans I Skógum I Axarfirði, þess er hefur stöðugt barizt við ofurefli eyðingarkrafta náttúrunnar til þess að verja SÍNA llfshagsmuni, llf sitt og sinna, bæði manna og dýra. Örvænt- ing hans eftir sleitulaust svefnleysi og öryggisleysi vikum saman brýzt út I orðum hans, er hann I blaðaviðtali segist ekki lengur hirða um, þó að fjárhúsið hrynji á hann of- an, þar sem hann er að vinna bústofni slnum björg. Samúð okkar og hlýhugur er ekki slður með þessu fólki en hetj- um hafsins, þó að barátta þess sé ekki forslðuefni heimsblaðanna. Margir deilu meina sér / mikil lukkugæði / Frægum sigri framar er /FRIÐUR og þolinmæði /, orti sr. Benedikt I Bjarnanesi fyrir margt löngu. Kannski er sú bar- átta sem við heyjum innra með okkur um þessar mundir, mikilvægust af öllu baráttan við eigin til- finningar. Við vitum að of- beldi leiðir jafnan af sér ofbeldi, og gjarnt er okkur að gjalda llku llkt, eins og höfundar Hávamála og Gamla testamentisins kenndu. En væri nú ekki athugandi. að svara EKKI glópskuverkum breta með öðrum glópskuverkum? Viðurkennt er að þorska strlðið sé fyrst og fremst taugastrlð. Festa. gát. þolinmæði, þrautseigja, æsingalaus skynsemi, að- eins þetta vlsar okkur veginn til sómasamlegs sigurs I þvl strlði. Eða vilj- um við kannski vera eggj- unarflfl þeirra manna, sem á þurru landi I góðu skjóli fiska I gruggugu vatni. meðan þorskastrlð- ið stendur? Við þekkjum öfl, sem ALLTAF hafa reynt að nota landhelgis- málið til þess að reyna að sprengja okkur út úr varn- arsamvinnu vestrænna þjóða. Jafnvel I fréttum sjónvarpsins heyrðist einu sinni talað um natóskip I Islenskri fiskveiðilögsögu, rétt eins og bresku her- skipin séu hingað komin I umboði eða að ábyrgð At- lantshafsbandalagsins. Á þvi athæfi ber breska stjórnin EIN ábyrgð, og hún er I þessari deilu sjón- döpur og sauðþrá, og bretar verða ekki sigraðir nema með ennþá meira þolii meira úthaldi. Halda menn I raun og veru, að við kæmumst hænufet nær lausn deilunnar, og gætum svo forðað manns- llfum frá háska, með mannalátum eins og slit- um stjórnmálasambands? Sannleikurinn er sá, að fyrsta skilyrði til friðar er þó. að menn talist við EINS OG MENN. Já. sleit ekki Amin Ugandaforseti stjórnmálasambandi við Rússa af minna tilefni? Kaldur karl og fyrirmynd- ar stjórnandi Idi Amin! Hvernig væri annars að norður-þingeyingar slitu stjórnmálasambandi við náttúruna og guð almátt- ugan? Skyldi það ekki geta bjargað bústofnú Jóns I Skógum og flýtt fyrir endurreisninni á Kópaskeri? Petrosjan skákmeistari Sovétríkjanna 1976 Skákþingi Sovétríkjanna 1976 lauk í Erevan í Armeníu á milli jóla og nýárs og urðu úr- slitin þau, að Tigran Petrosjan fyrrverandi heimsmeistari vann nauman sigur, hlaut 10 v. Sigur Petrosjans hefur vafa- laust glatt marga aðdáendur hans, en hann sýndi með þessu, að hann er ekki dauður úr öllum æðum enn. Að vanda sýndi Petrosjan mikið öryggi, hann tapaði aðeins einni skák, gegn Romanischin. Úrslit móts- ins urðu annars em hér segir: 2.• — 5. B. Gulko R. Vaganjan, O. Romanischin og M. Tal 9,5 v., 6.—8. Ju. Balashov, E. Geller og L. Polugajevsky 8,5 v., 9.—10. A. Beljavsky og D. Bronstein 7,5 v., 11. M. Dvorosevitsj 6,5 v., 12. L. Alburt 6 v., 13. I. Dorf- man 5,5 v., 14. S. Fu-man 5 v., 15. V. Dorosevitsj 4,5 v., og 16. A. Klovan 4 v. Þetta var mjög vel setið mót og úrslitin sýna glöggt, hve gífurleg breidd er i skáklifinu í Sovétrikjunum: Petrosjan og Tal er hinir einu af „gömlu" meisturunum, sem tekst að halda til fulls í við ungu mennina. Við ljúkum þættinum með því að líta á eina skák frá hendi Petrosjans í þessu móti. Hvitt: T. Petrosjan Svart: A. Beljavsky Sikileyjarvörn. 1. c4 — c5, 2. Rf3 — g6, 3. e4 — Rc6, 4. d4 — cxd4, 5. Rxd4 — Rxd4, (Nýjasta nýtt? Algengast er hér 5. — Bg7). 6. Dxd4 — Rf6, 7. Rc3 (Hvitur hagnast lítið á 7. e5 — Rg8,8. Rc3 — Bg7). 7. — d6, 8. Bg5 — Bg7, 9. Dd2 (Hér er drottningin öruggari en á d4, auk þess sem hvítur vill tryggja yfirráð sín á skálinunni cl — h6). 9. 0-0, (1 skák sinni gegn Polugajevsky í 9. umferð lék Beljavsky hér 9. — Be6 ásamt Hc8 og Da5. Nú velur hann aðra uppbyggingu.) 10. Bd3 — a6, 11. 0-0 — Bd7, 12. Hfel — Bc6, (Til greina kom einnig 12. — Db8 ásamt Hc8 og b5). Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR 13. Hacl — e6, (13. — b5 hefði hvitur svarað með 14. Rd5). 14. b4 — b6,15. Hedl! (Eykur þrýstinginn á d6. Þessi leikur er mun sterkari en 15. Df4, sem svartur hefði svarað með Rh5). 15. — De7?, (Nú nær hvítur öruggu frum- kvæði. Bezt var 15. — Ha7, ásamt Hd7) 16. Df4! (Drottningin flytur sig yfir á kóngsvænginn og veldur þar miklum usla). 16. — Hfd8, 17. a3 — Hac8, 18. Dh4 — a5, 19. h3 — Hc7, 20. f4 — h6, (Vegna hótunarinnar e4 — e5 neyðist svartur til þess að gefa peð) 21. Bxh6 — Bxh6, 22. Dxh6 — axb4, 23. axb4 — Rh5, 24. Be2 — Rf6, 25. Bd3 — Rh5, 26. f5 — Df6, 27. Re2 — De5, 28. fxg6 — fxg6, 29. De3! (Svörtum hefur tekizt að tryggja varnir sínar á kóngs- væng og nú vendir Petrosjan sínu kvæði í kross. Hótunin er Db6). 29. — Hb8, 30. c5! (Afgerandi gegnumbrot). 30. — bxc5, 31. bxc5 — Hd8, (Eða 31. — d5 og hvitur vinnur). 32. cxd6 — Hxd6, 33. Hc5 — Hd5, 34. Hc3 — Hdd7, 35. Hdcl — Bb7, 36. Hxc7 — Hxc7 37. Hxc7 — Hxc7, 38. e5 — Kg7. (Ekki 38. — Dc6 vegna 39. Dg5) 39. Dg5 — Df7, 40. g4 — Df3, 41. Dxg6 — Kf8, 42. gxh5 og svartur gafst upp. GOLFKLUBBUR REYKJAVÍKUR þorrablót) klúbbsins verður haldin n.k. laugardag 3 1 . jan. og hefst kl. 1 9.00. Félagar, mætið vel og takið með ykkur gesti. Miðapantanir og sala hjá Kára Elíassyni í síma 10375 og Ólafi Þorsteinssyni í síma 85044. Skemmtinefndin. Einstaklingsíbuð Til sölu er einstaklingsíbúð á 12. hæð í háhýsi við Austurbrún 4, Reykjavík. Uppl. í síma 75534 daglega næstu daga. — 28440 .............. Til sölu einbýlishúsagrunnur við Sefgarð á Seltjarnarnesi, teikningar liggja frammi á skrifstofunni. Til greina koma skipti á 3ja herb. íbúð. Fasteignasalan Bankastræti 6. HÚS OG EIGNIR Sími 28440 kvöld og helgarsimi 72525. FLUGFREYJUR HJÚKRUNARKONUR Hvílió þreytta fætur í Hvíldar- . sokkabuxum fnáHudson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.