Morgunblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 10
10 MOKUUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANOAR 1976 Þórður Jónsson, Látrum: Það hefir komið fram í opin- berri umræðu, að fiskveiðimál komi okkur bændum ekki við, og látið í það ráða, að um þau hafi íslenzki bóndinn ekki at- kvæðisrétt, því þau varði hann svo lítið. En er það svo? Fisk- veiðar eru það stór þáttur í atvinnulífi þjóðarinnar, og eitt og annað í sambandi við þær, beint og óbeint, svo mikill at- vinnugjafi þjóðinni, að fram- vinda þeirra mála getur ekki verið neinum þjóðfélagsþegni óviðkomandi hvaða stétt sem hann tilheyrir. Eg lít svo á, að landhelgismál okkar sé mál allrar þjóðarinn- ar, og allra stétta hennar, einn- ig okkar bænda. „Landhelgis- stríð“ er sú deila kölluð, sem upp hefir komið milli Breta og Islendinga um útfærslu land- helginnar í 200 mílur. Frá mín- um bæjardyrum séð sem hlut- lausum áhorfanda, að svo miklu leyti, sem hægt er að tala um hlutleysi nokkurs Islendings í þessu máli, þá hef ég skömm á þessari deilu, og tel hana óþarfa, ekkert frekar af Breta hélfu en okkar Islendinga sjálfra. Þar held ég vart verði á milli séð hver verr hagar sér, en deilan er báðum þjóðunum til skammar, eins og hún er framkvæmd. Slíka deilu milli lýðræðisþjóða á að leysa við samningaborðið, og verður ekki annars staðar leyst. Að ætla sér að leysa hana með of- beldi af beggja hálfu á hafi úti, með skotvopnum, ásiglingum milli skipa, og stórkostlegri eyðileggingu veiðarfæra og annarra verðmæta, er ekki sið- menntuðum þjóðum sæmandi, sízt þessum tveimur vina- þjóðum. Ráðamenn okkar íslenzku smáþjóðar ættu að hugleiða frekar hvaða verknað þeir eru í raun og veru að láta fremja í stað þess að semja. Þeir færa landhelgina útí 200 mílur. Það er þjóðinni lífsnauðsyn úr þvi sem komið er, og hefði átt að gerast miklu fyrr, svo tækifæri fengist til þess að Islendingar einir gætu stjórnað friðunar- og ræktunarfiskveiðibúskap inn- an þessara marka. Það er höf- uðatriðið, ef bjarga á fiskstofn- unum frá aldauða. Þetta er sá mikli og réttlætanlegi málstað- ur okkar sem fyrr eða síðar verður viðurkenndur af samfé- lagi þjóðanna. Það sem við Islendingar höf- um illa gert, varðandi fiskveiði- mál okkar og annarra, er meðal annars það, hversu gegndar- lausa rányrkju við höfum sjálf- ir stundað á okkar miðum, allt upp í fjörugrjót, meðan þar var eitthvað að fá. Sú rányrkja hef- ir staðið áratugum saman. Hún gekk af síldarstofnunum svotil aldauðum gekk frá öllum fjörð um og flóum svotil fisklausum, og nú loksins telja fiskifræðing- ar sig hafa fengið visindalegar sannanir fyrir því, að þorsk- stofn okkar verði svotil aldauða á fáum árum, ef ekki verði gerðar róttækar ráðstafanir á stundinni honum til bjargar. Margur fiskimaður og leik- maður, sem mátti horfa uppá þessa rányrkju og aðgerðar- leysi fiskifræðinga og stjórn- valda, óttaðist það, að þegar fiskifræðingar teldu sig hafa þessar vísindalegu niðurstöður og sannanir í höndunum, að þá yrði síðasti þorskurinn dauður á íslandsmiðum, og engu að bjarga. Svo fór þó ekki, þótt litlu munaði. En visindamenn verða að byggja sínar niður- stöður á vísindalegum grunni, annars eru þær ekki teknar til greina. Þegar nú staðreyndirn- ar eru óvefengjanlegar, því það verðum við að álíta hina marg- nefndu skýrslu fiskifræðing- anna, þá er ekkert annað fyrir okkur að gera en fá yfirráð yfir 200 milunum. En að ætla sér að taka þær, svotil með einu pennastriki án nokkurs sam- ráðs eða samninga við aðrar þjóðir, sem verða í bili fyrir hagsmunaskerðingu, því er ég ekki sammála, og tel nánast ekki hægt, þar sem við erum ekki einir i heiminum heldur lítil eyþjóð á mörkum hins byggilega heims norður við heimskautsbaug, og þurfum því mikið á samstarfi og samvinnu við aðrar þjóðir að haida. Bretar, sem löngum hafa sótt á tslandsmið með troll sín allt uppí fjörugrjót meðan þar var eitthvað að hafa, og átt sinn stóra þátt í rányrkjunni, hefir verið smá þokað frá landi eftir því sem ördeyðan færðist útfrá landinu, þó nauðugum, og þá reynt að beita okkur ofbeldi með flotastyrk sínum, þó með þeirri stillingu og yfirvegun sem þeim er meðfædd og við hljótum að meta. I þremur „þorskastríðum" hafa þeir enn ekki skotið neinni kúlu að varð- bátum okkar, frá sínum vel vopnuðu herskipum. En þess í stað virðist þeim nokkuð áhuga- Þórður Jónsson. mál að laska svo fslenzku varð- skipin með ásiglingum að þau verði úr leik. Þessar ásiglingaárásir Bret- anna eru stórhættulegar aðfar- ir varðandi tjón á mönnum og skipum, auk þess sem þær eru brot á alþjóðalögum og reglum á hafinu, sem hljóta fyrr eða síðar að koma fyrir dómstóla. Þess vegna varðar miklu að safna og nýta öll gögn er til falla hverju sinni. Ekki ætla ég þó að setja mig í dómarasæti og dæma, að Bretar eigi alla sök á öllum árekstrunum, til þess hef ég hvorki aðstöðu eða löngun. Mér finnst það einnig alvar- legur hlutur, þegar einn skip- stjóri varðskipa okkar lýsir því yfir í viðtali við Morgunblaðið, að hann víki ekki fyrir Englendingum, það er bending um það, á hversu hættulegt stig þessi deila er komin. Annað dæmi um háska hennar er það, að eitt af varðskipum okkar hefir skotið fallbyssukúlu að brezku skipi sér til varnar. Eftir hverju er beðið af beggja hálfu með að stöðva þessa deilu á hafinu og leysa hana við samningaborðið? Það er til fslenzkt spakmæli: „Sá vægir sem vitið hefir meira." En lítum nánar á málið og fáránleik þessarar deilu: Frá okkar hálfu, þá er það ekki svo, að ef við semjum ekki við Bretann að þá veiði hann ekkert innan 200 mflna mark- anna. Því fer fjarri. Hann veið- ir kannski engu minna en uppá mundi samið. Við þessar ólög- legu veiðar bætist svo það, að við höfum enga stjórn á veiðun- um, við stöndum þvf verr að verndun fiskstofnanna, sem mér skilst þó að sé hjá öllum höfuðatriðið. Þessar staðreynd- ir sjá allir, þótt sumir virðist ekki hafa geð til að viðurkenna þær, og telja samninga ekki koma til greina, og vilja heldur taka afleiðingum deilunnar, það er að mfnu mati ekki ábyrg afstaða. Með þvf að klippa trollin aftanúr togurunum, eru íslenzkir sjómenn látnir leika svo grátt erlenda stéttarbræður sína, að allir sjómenn ef þeir líta í eigin barm, og finna skyld- leika starfsins burtséð frá öllu þjóðerni, hljóta að hafa skömm í þessum aðförum. Enda er strangt tekið á því í okkar refsilöggjöf að spilla eign- um annarra af ásettu ráði, svo þarna erum við að brjóta okkar eigin lög á sóðalegan hátt. Um það má að vísu hafa gamalt máltæki: „Nauðsyn brýtur lög.“ Segja má einnig, að þau veiðarfæri, sem beitt er innan íslenzkrar landhelgi án leyfis, séu upptæk. Þess ber þó að gæta, að engan má beita sektum eða viðurlögum fyrr en hann hefir verið dæmdur að lögum. Það hlutverk íslenzkra varðskipsmanna að spilla veiðarfærum erlendra sjómanna hfýtur að vera þeim mjög ógeðfellt þótt þeir fram- kvæmi það samkvæmt skipun. Og líklegt má telja, að jafn ógeðfellt sé fyrir stjórnendur okkar þjóðar að gefa slíka skip- un, þar sem í fyrstu grein land- helgislaga okkar er kveðið á um að Landhelgisgæzlan skuli hafa með höndum almenna löggæzlu á hafinu umhverfis Island jafnt innan sem utan landhelgi. Allt ber þetta að sama brunni, semsagt þeim, að deila þessi er rekin á röngum stað, á röngum forsendum og gerð hættuleg með því að reyna að leysa hana á hafinu með ofbeldi af beggja hálfu, svo hættuleg, að ekki verður séð fyrir hverju hún kann að valda. Bretar sýna þá gömlu of- beldishneigð i þessari deilu sem þeir eru kunnir fyrir, en ættu þó að hafa lært það af fyrri „þorskastríðum", að þeir hafa engu minni hagnað af því að semja en Islendingar, í stað þess að halda deilunni áfram á þennan hátt sjálfum sér til skaða og vanvirðu. Hér ættu fleiri aðilar að hafa afskipti af en þeir sem deila og í eldlínunni standa, eða þau samfélög þjóðanna, sem báðir deiluaðilar eru aðilar að. Sameinuðu þjóðirnar, á þeim vettvangi að hér eru Is- Hendingar í örvæntingu sinni að reyna að bjarga því sem bjarg- að verður af þorskstofninum með meintum friðunarráðstöf- unum, og þarmeð koma i veg fyrir að gífurlegt afhroð verði á matvælaöflun heimsins með eyðingu mikilvægra fiskstofna sem nú blasir við. Atlantshafs- bandalagið, með hernaðarjafn- vægið hér á norðurslóðum í huga og mikilvægi Islands i því sambandi. Þessir tveir stóraðilar eiga ekki að horfa uppá það án að- gerða, að þessir tveir deiluáðil- ar vinni sér meira tjón efna- hagslega og siðferðilega en orð- ið er. Við Islendingar eigum ekki að vera að steyta þessar aflóga baunabyssur varðskipanna framan í hinn hervædda um- heim, sem alltaf er við sjálfan sig að berjast. Það er honum svo Iítil fyrirhöfn að þurrka okkur út sem þjóð með sínum tólum, ef hann vildi það. Við eigum að fara aðrar leiðir, leið- ir sem menntamenn og sér- fræðingar þjóðarinnar hafa opnað henni með menntun sinni og hæfni, leiðir laga og réttarfars studdar vísindaleg- um rökum. A þeim baráttuvelli á okkar litla þjóð að sækja sin mál, og sækja fast, en leggja vopnin niður, þau fara okkur ekki. Til farsællar lausnar þess- arar deilu, ekki einungis fyrir deiluaðila, heldur einnig fyrir samfélag þjóðanna, er aðeins ein leið, og hefir aldrei verið önnur, samningaleiðin. Höfum hugfast okkar forna spakmæli: „Með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða.“ Látrum á þrettándanum 1976. Landhelgisdeilan séð frá sjónarhóli bónda Kammertónleikar Efnisskrá: Johannes Brahms: Sónata I Es- dúr op. 120, nr. 2 fyrir klarinett og pfanó. Trló f Es-dúr op. 40 fyrir fiðlu, horn og pfanó Tríó f a-moll op. 114 fyrir klarinett, cello og pfanó. Fiytjendur: Philip Jenkins, píanó, Einar Jóhannesson, klarinett, Guðný Guðmunds- dóttir, fiðla, Christina Tryk, horn og Pétur Þorvaldsson, celló. Jóhannes Brahms er eitt þeirra tónskálda, sem bezt ætlar að standast umbyltingar í listsköpun. Margt af því sem fyrir nokkrum árum var talið torkennilegt og of unnið i tón- smiðum hans, er á margan hátt sammerkt ýmsu því sem nútimatónskáld eru að fást við í dag. Stórkostleg vinnu- og leik- tækni veldur því að Brahms er ekki öllum tiltækur og auk þess er stór brotin tónhugsun ekki aðgengileg þeim er líta á tónlist eingöngu sem skemmtandi tóm- stundagaman. Philip Jenkins er mjög góður tónlistarmaður og var leikur hans það, sem að mestu hélt þessum tónleikum saman. Einar Jóhannesson er sérlega efnilegur tónlistar- maður, sem stendur á vegamót- um. Hann hefur nýlokið löngu námi en við hefur tekið barátt- an og þá er hætta á að „rútínan" geti orðið honum fótakefli. „Rútínan" verður mörgum dragþung og oftast vegna þess að fáir sjá út fyrir sviðsmörk vinnuskyldunnar. Leikur Jenk- ins bar í sér neista gleðinnar og hann hefur tækni er gerir honum kleift að leika sér. Aftur á móti var leikur Einars varfærnislegur, sem er skiljan- legt, en mjög vel útfærður og Einar Jóhannesson fágaður. Tækni Einars er nákvæm, en enn sem komið er, eða eftir því sem hægt er að dæma af frammistöðu hans nú, er leikur hans of meðvitaður eða agaður. Þrátt fyrir hlé- drægni Einars var samleikur hans og Jenkins stórkostlegur. Þeir hafa um skeið æft saman og haldið tónleika fyrir norðan. Philip Jenkins. Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Sennilega hefur verið stofnað til þessara tónleika með stutt- um fyrirvara til samæfinga, svo sem heyra mátti á leik annarra þátttakenda. Víða eru tónlinur fiðlunnar, hornsins og cellósins tæknilega erfiðar í þessum verkum og þó einstaka tón- mynstur líti sakleysislega út er ekki auðvelt að fella þau að tónhugsun verksins. Þrátt fyrir ónógan undirbúning var frammistaða Guðnýjar Guðmundsdóttur, Christina Tryk og Péturs Þorvaldssonar þokkaleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.