Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 „Aðgerðir SGK bitna einungis á saklausum þriðja aðila” í fréttum MorKunblaðsins undanfarnar vikur hefur verið skýrt frá deilu þeirri er risin er upp milli Sambands grunnskólakennara (SGK) og menntamála- ráðuneytisins, varðandi menntun kennara og hvernig hún skuli metin til launa. Eftir breytingar þær er urðu á kennaramenntuninni fyrir nokkrum árum hafa þessi mál verið nokkuð umdeild. Til þess að vekja athygli á málstað sínum synjuðu kennarar í SGK kennaranemum frá Kennaraháskóla íslands um æfingakennslu, og kom það nokkuð illa niður á skólastarfi þeirra. Blaðamaður Morgunblaðsins brá sér í heimsókn í Kennaraháskólann um daginn og ræddi þá við nokkra kennaranema um þessi mál. „Um tvo ólíka hluti er að ræöa“ Þorsteinn Alexandersson nem- andi á öðru ári sagði að sér fyndist sjálfsagt að meta starfsreynslu að einhverju leyti og að sér þætti eðlilegt að þeir kennarar, sem hefðu mikla starfsreynslu fengju hana metna. „Ég er þó alveg á móti því að gamla kennaraprófið og B.Ed. frá Kennaraháskóla Islands verði metin jafngild, því að þarna er um tvo ólíka hluti að ræða, annars vegar menntun á menntaskólastigi og hins vegar þriggja ára háskóla- nám. Það segir sig líka sjálft að ef prófin væru metin jafngild og maður með gamla kennaraprófið og annar með þriggja ára háskóla- menntun, sem hvorugur hefði lausan aðila sem vopn í kjarabar- áttu þeirra. „Þessar aðgerðir bitna á engan hátt á þeim sem í deilunni standa, heldur einungis á saklaus- um þriðja aðila,“ sagði Þorsteinn. „Að vissu leyti er það þó eðlilegt að menn fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Samt er ekki hægt að líta fram hjá því að í þjóðfélagi okkar í dag er það staðreynd að því meiri menntun sem fólkið hefur, þeim mun betur er það álitið geta sinnt sínu starfi." „Kennurum með gamla prófið fer fækkandi“ Næstan hittum við að máli röskan svein og kaðst hann heita Emil Kristjánsson og vera nemi á fyrsta ári. Hann sagði að svarið við spurningunni: Eiga prófin að SGK? „Mér finnst það mjög illa gert hjá SGK að beita saklausu fólki sem vopni í deilu sinni. Fólki sem hefur ekkert gert og hefur ekkert að segja í þessu máli. Að mínu mati eru þetta alrangar aðgerðir og held ég að SGK hljóti að hafa getað beitt einhverjum öðrum aðgerðum þþessari deilu. Annars hafa þessar aðgerðir ekki bitnað svo mikið á okkur sem erum á fyrsta ári, en þó held ég að eitthvert þras hafi þurft til að við gætum farið í þessa viku skóla- heimsókn sem áætluð var. í þeim skóla er ég fór í varð ég ekki var við neina mótstöðu gagnvart okkur kennaranemum og var okkur ákaflega vel tekið. Þó höfðu ekki allir sömu sögu að segja frá þeim tíma sem það tók sitt kennarapróf. Ég held að hafa verði það til hliðsjónar að þetta fólk átti ekki kost á öðru prófi en það tók, alveg eins og við eigum ekki kost á öðru prófi en því sem við nú tökum, og er ég alveg viss um að ef einhvern tíman á eftir að breyta kennaraprófinu meira í fram- tíðinnni, þá munum við ekki sætta okkur við skert kjör. Prófin sjálf eru þó ekki jafngild sem slík, því að það er augljóst mál að á bak við okkar próf liggur mun meiri menntun. Ég treysti mér þó ekki til að skera úr um það hvor hlið málsins er réttmætari. Aðgerðir þær sem SGK beitir bitna mjög illa á okkur kennara- nemum, það sjá allir. Að mínu mati er það nokkuð óvenjuleg baráttuaðferð sem notuð er í „Leggja ætti meiri áherslu á endurmenntun" Steinunn Kolbeinsdóttir, nemandi á fyrsta ári, sagði einbeitt á svip að sér þætti eðlilegt að kennaraprófin væru jafngild. „Fólkið með gamla kennaraprófið hafði ekki um neitt annað að velja á sínum tíma og ef þessi menntun á eitthvað eftir að breytast í framtíðinni myrfdum við vilja halda okkar rétti, alveg er eins með það fólk, sem hefur gamla kennaraprófið. Mér finnst þó að endurmenntun eigi að vera algengari, og meiri áhersla lögð á hana. Það væri jafnvel rétt að skylda hana að vissu marki. Mér finnst SGK beita mjög óréttlátum aðgerðum í þessari Rætt við nokkra kennaranema um kennaradeiluna — Hvað finnst þér um aðgerðir Ljósm.: Aðalheiður nokkra reynslu hæfu störf við kennslu, þá væri óeðlilegt að þeir stæðu jafnt áð vígi. Þeir hljóta að hafa mismunandi mikla þekkingu á því viðfangsefni, sem þeir eru að taka sér fyrir hendur. Ég vil þó leggja áherslu á það að mér finnst að meta eigi starfs- reynslu meira en nú er gert, en treysti mér þó ekki til að segja í smáatriðum með hverjum hætti það ætti helst að vera. Sjálfsagt er líka að gefa kennurum með gamla kennaraprófið kost á því að afla sér á auðveldan hátt viðbótar- mennunar og á þá menntamála- ráðuneytið að sjá fyrir því.“ Aðspurður sagði Þorsteinn að sér fyndust aðgerðir SGK vera alveg út í hött, og það væri ekki rétt hjá þeim að beita þriðja aðila, sem stendur alveg utan við deil- una, fyrir sig, og það væri ekki drengilegt af þeim að nota sak- vera jafngild? færi eftir því hvernig litið væri á málið. „Það er varla hægt að ætlast til að þeir sem hafa gamla prófið sætti sig við að fá lægri laun, því að þá væri ómögulegt fyrir kenn- ara með sitt hvort prófið að starfa saman á vinnustað, þ.e. í skólan- um.“ „Einnig ber að líta á þá hlið málsins að kennaraprófið í dag er mun lengra nám og þá þurfa menn jafnvel að taka námslán og annað slíkt. Allavega er námið í dag dýrara en það var áður og réttlætir það e.t.v. að nýútskrifað- ir kennarar hafi hærri laun, en munurinn má þó ekki vera of mikill. Kennurum með gamla prófið fer nú fspkkandi, en þeim sem hafa nýja prófið fer fjölgandi og ber að taka tillit til þess að einhverju leyti að mínu mati.“ veru sinni í skólunum að þessu sinni, og sums staðar var allt lokað fyrir þeim.“ „Ég held að þessar aðgerðir, sem einungis bitna á kennaranemum geti haft það í för með sér að reiði skapast í garð kennara og SGK og er það síst til að fá nýútskrifaða kennara í lið með þeim.“ „Aðgerðir SGK bitna mjög illa á okkur“ Helga Tryggvadóttir kvaðst hún heita stúlkan sem við nú tökum tali og er hún nemandi á þriðja ári. „í þessari deilu er spurningin um svo margt. Ef litið er á málið frá sjónarhóli þess fólks, sem hefur gamla kennaraprófið, þá var ekki hægt að velja um annað á þessari deilu, þ.e. að beita saklaus- um þriðja aðila fyrir sig. Kennara- nemar hafa þó á allan hátt reynt að forðast það að skapa óvild innan kennarastéttarinnar, því að þaö gæti heft samstarfið í fram- tíðinni. En þessar aðgerðir SGK eru þó einungis til að skapa sér óvinsældir meðal kennaranema. Ég tel þessar aðgerðir því ekki vel valdar og væri nær að SGK beitti frekar einhvers konar verk- fallsaðgerðum sem eru nú vana- legri aðgerðir í slíkum deilum. Einnig mætti nefna fjöldaupp- sagnir eða annað slíkt, því að ekki er rétt að draga saklaust fólk inn í deilu, sem það á engan hátt hefur orsakað. Ég vona þó að það finnist einhver lausn á þessu leiðindamáli sem fyrst, því að það er nauðsyn- legt' til að starf okkar hér í skólanum tefjist ekki um of.“ deilu og tel ég að það hafi verið rangt hjá þeim að teyma þriðja aðilann inn í deiluna. Kennarar hefðu einfaldlega getað farið sjálfir í verkfall. Þeir vita þó að engin samstaða myndi nást um það meðal þeirra, því að margir eru komnir upp í efstu þrep launastigans og komast ekkert lengra, og þeir myndu aldrei styðja slíkar aðgerðir." „Menntun hefur ekki allt að segja í kennslu" Nú tök.um við tali Hannes Hilmarsson nema á þriðja ári. Eftir nokkra umhugsun sagði hann að sér fyndist að kennara- prófin ættu að vera jafngild, á þeirri forsendu að á þeim tíma sem gamla kennaraprófið var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.