Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 15 treysta á það, að íslendingar geti keppt með góðum árangri á þessum sviðum á næstunni, nema þar sem eitthvað alveg sérstakt kemur til. Hins vegar er líklegt, að síðar meir verði nauðsynlegt að keppa í vaxandi mæli á þessum sviðum og því fari að verða tímabært að byrja að undirbua jarðveginn undir það. Mestar líkur eru á þvi, að hægt sé að ná verulegum árangri á sviðum þar sem hægt er að styðjast við verðmætar, innlendar auðlindir, staðsetningu landsins eða sérstakar aðstæður af ein- hverju tagi. Þegar gjaldeyris- tekjurnar í dag eru skoðaðar staðfestist þetta eins og allir sjá. Erfiðara er að tiltaka nánar, hvar hægt er að koma fyrir því vinnuafli, sem æskilegt væri að færa úr láglaunastörfum í hálana- störf, en það eru líklega nokkur hundruð manns á ári hverju. Sjávarútvegurinn hefur tæplega þörf fyrir miklu fleira fólk en nú er, enda er talið, að hann geti stóraukið framleiðsluna með óbreyttu vinnuafli í heild þótt líklegt sé að tilfærsla verði frá Uppbyggingu orku- iðnaðarins þarf að taka föstum tökum eins og gert var við uppbyggingu sjávarútvegsins í upphafi aldarinnar Nægileg reynsla á þessu sviði til að innlendir aðilar geti tekið við forystunni í vaxandi mæli veiðum til vinnslu. Ýmsar smærri greinar, sem styðjast við sérstök skilyrði af einhverju tagi, geta sjálfsagt tekið við nokkrum fjölda, en það verður ekki nægilegt, þannig að brýn þörf verður á nýrri, styrkari stoð undir lífskjör- in hér á landi. Orkulindir eru undirstaða bættra lífskjara Ég er einn úr þeim hópi, sem er þeirrar skoðunar, að nauðsynlegt sé að styðjast við orkulindir landsins í verulegum mæli, ef ná eigi upp örum hagvexti á næstu árum. Það sé undirstaðan, sem aðrir þættir hagvaxtarins hljóti að hvíla á. Byggi ég þessa skoðun á því, að komi bygging orkuvera og orkuiðnaðar ekki til í vaxandi mæli, verði annars vegar ekki nægilega ör tilfærsla vinnuafls út úr ýmsum dæmigerðum láglauna- greinum og hins vegar leiti of mikið vinnuafl og fjármagn í sjávarútveginn, þannig að um áframhaldandi ofveiði verði að ræða. Ef þannig fer, er vonlítið að takast megi að auka hagvöxt að ráði frá því sem nú er. Verðbólga og óhagkvæm ráðstöfun fjár- magns heldur þá áfram og lífskjör íslendinga sitja áfram í sama farinu. Svipuðum skoðunum hefur oft verið haldið fram áður, og mér er ljóst, að orkuiðnaður hefur andbyr hér á landi. Sá andbyr hefur að talsverðu leyti verið af tilfinninga- legum rótum runninn en ávinning af nýjum atvinnuvegum verður hins vegar að meta fyrst og fremst á hagsmunamælikvarða launþega. Af þessum ástæðum tel ég nauðsynlegt að taka nú uppbygg- ingu orkuiðnaðar nýjum, föstum tökum á svipaðan hátt og gert var við uppbyggingu sjávarútvegsins hér á landi í upphafi þessarar aldar og Norðmenn hafa tekið uppbyggingu orkuiðnaðar síns á eftirstríðsárunum. Nægileg reynsla er nú fengin á þessu sviði til þess, að innlendir aðilar geti tekið við forystunni í vaxandi mæli. Ef til vill er vænlegasta leiðin til frambúðar, að stofnað verði öflugt hlutafélag innlendra aðila, sem stefni að stórfram- leiðslu og sölu t.d. á áli og vörum úr því eða öðrum léttmálmum eins og áður hefur verið bent á. í fyrstu þyrfti slíkt einkafyrirtæki að standa í skjóli ríkisvaldsins og jafnframt yrði vafalaust hag- kvæmt að hafa margskonar sam- starf við eitthvert erlent fyrirtæki á þessu sviði, en síðar meir eru öll skilyrði til þess, að hægt væri að standa á eigin fótum eins og nú er í fiskiðnaðinum. Stórfyrirtæki af þessu tagi mundi með tímanum styrkja efnahagslegt sjálfstæði og sjálfstraust þjóðarinnar á sama hátt og aðrir atvinnuvegir í innlendum höndum gera í dag, og enginn vafi er á því, að íslendingar hafa nú bolmagn til þess að koma á fót nýju, myndarlegu fyrirtæki. Þetta breytti því ekki, að fyrirtæki í erlendri eigu gætu einnig starfað hér á þessu eða skyldum sviðum. Það er staðreynd aö meö hagstæöum innkaupasamningum hefur okkur tekist aö bjóöa hin vönduöu ITT litsjónvarpstæki á ótrúlega lágu veröi. Auk þess veitum viö yöur hagstæöa greiösluskilmála meö allt ofaní 180.000 kr. útborgun eöa ríflegan staögreiösluafslátt en meö honum er verö á 20 tommu tæki aöeins kr. 450.000 þús. meö fjarstýringu. Viö fullyröum aö betri kaup mun erfitt aö finna. Raunsæ viðhorf nauðsynleg Að lokum er óhjákvæmilegt að koma að áhrifum af stefnu laun- þegasamtakanna á hagvöxt og á möguleikana á að auka hann verulega á næstu árum. Ljóst er, að íslenzkir launþegar og samtök þeirra hafa lagt gífurlega áherslu á að fá hærri tekjur og er ekkert út á það markmið að setja í sjálfu sér. Forystumenn þeirra hafa þó fyrst og fremst stefnt að því að hækka laun sem mest í krónutölu í augnablikinu án þess að gæta nægilega að því, hvaða áhrif sú stefna hefði á hagvöxtinn og þar með hækkun rauntekna launþega, þegar yfir nokkurn tíma er litið. Þessi stefna hefur átt verulegan þátt í verðbólguþróun undanfarna áratugi og sérstaklega nú allra síðustu árin, þótt ýmislegt annað hafi einnig átt þar ríkan þátt. Verðbólgan hefur beint og óbent haft þau áhrif, að hluti af fjárfestingu þjóðarinnar hefur nýst illa eða beinlínis farið í súginn. Óhagkvæm fjárfesting dregur úr hagvexti og þar með vexti rauntekna launþega, þannig að verulega getur munað eins og áður er getið. Frá sjónarmiði margra hagfræðinga er hin öfga- kennda stefna forystumanna laun- þegasamtakanna furðulega skammsýn og nánast óskiljanleg út frá raunverulegum hagsmunum umbjóðenda þeirra. Þetta atriði er nefnt sérstaklega hér vegna þess, að mjög erfitt verður að ná upp hagvextinum á komandi árum, ef ekki verður veruleg breyting á afstöðu og sjóndeildarhring launþegasamtak- anna í kjaramálum. Þess vegna er afar mikilvægt að launþegar og forystumenn þeirra geri sér glögga grein fyrir samhengi þessara mála og þeim möguleMcum, sem kunna að vera á því að stórauka raun- verulegar tekjur launþega á komandi árum. Niðurstaðan af þessum hug- leiðingum er sú, að stórauka megi hagvöxtinn á komandi árum, ef skynsamlega er að staðið, eða úr um 3'A7c á ári nú í a.m.k. 7% á ári lauslega áætað. Þetta þýddi, að þjóðartekjurnar gætu tvöfaldast á um 10 árum í stað 20 ára nú. Ástæðurnar til þess, að hægt væri að ná þessum árangri, eru einkum þessar: Aukning mannafla, mikil fjárfesting, hagkvæmari fjárfest- ing, aukin menntun, framfarir í tækni, aukin tilfærsla mannafla milli atvinnugreina, hagkvæmni af stækkandi framleiðslueiningum og aukinn afrakstur fiskimiða. Undirstöðuatriðið er þó sennilega nýting innlendra orkulinda til iðnaðar. Meginniðurstaðan er hins vegar sú, að ekki sé hægt að auka hagvöxtinn að ráði, nema ríkis- valdið og samtök launþega taki upp nýja, raunsæja stefnu með aukningu framleiðni og þjóðar- tekna að markmiði. ITT Gæöi, þjónusta __myndiðiarL_ KASTÞÓRP Suöurlandsbraut 20 Sími 82733 — 82726 Hafnarstræti 17 Sími 22580 SAMBANDIÐ BYGGINGAVORUR SUDURLANDSBRAUT 32- EINNIG INNAKSTUR FRÁ ARMÚLA29 BAÐSLÁR Badhengi (margir litir). — Hringir fyrir badhengi. — Rennihuröir fyrir böö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.