Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 Séra Jón Auðuns: Gamla fólkið — gömlu heimilin Scra Jón Auðuns Mjög er vikið að gömlu fólki og vandkvæðum þess vegna skatt- heimtu stjórnvalda þessa dagana, og þá einkanlega öldruðu fólki, sem býr í eigin íbúð eða húsi en hefur riaumast eða ekki af öðrum tekjum að lifa en ellilífeyri í sivaxandi dýrtíð. Og vafalaust eru margir slíkir í vanda, sem vegna elli eða af öðrum ástæöum geta ekki aflað sér tekna af vinnu. Þetta er þó ekki nýtt vandamál að öllu leyti. Oft varð ég var vandamáls þessa fólks, sem ég hafði skipti af á prestsþjónustuár- um mínum. Oftast var um rosknar eða aldraðar ekkjur að ræða, sem bjuggu í gamla heimilinu og vildu fyrir enga muni við það skilja fyrr en öll ráð væru þrotin, jafnvel þótt þess væri kostur að fara í elliheim- ili eða í þröngbýli til barna. Þetta fólk varð fyrr en nú að velta fyrir sér hverjum eyri áður en út væri gefinn. Svo dóu þessar konur, þetta gamla fólk eftir hálfgert sultarlíf síðari árin en létu eftir sig fasteign, sem síhækkaði í verði og erfingjarnir seldu og tóku drjúgan arf, sem þeir höfðu ekki á nokkurn hátt unnið til en allt þegið áður í gamla heimilinu á uppvaxtar- og skólaárum. Eg velti því oft fyrir mér, hvað hægt væri aö gera svo að þetta fólk fengi sjálft að njóta arðs undir ævilokin af erfiði langrar ævi. Þá varð það, að ég hlýddi á fyrirlestur um þetta efni, sem okkar ágæti vinur, Valdimar Björnsson frv. ráðherra, flutti í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Það kom mér á óvart hvað hann hafði gert fyrir þetta fólk vestra í heimkynnum hans. Hann sendi mér síðar, að beiðni minni, ýtar- lega greinargerð um það, hvað gert væri þar vestra fyrir þá, sem þannig væru staddir, að þeir væru engan veginn efnalausir en byggju við þröng kjör. Þótt allmörg ár séu liðin þykist ég muna meginmál hans nokkuð rétt: Fólk við aldur á þess kost, ef það óskar, að fá að vissu marki lán út á fasteign sína, greidd í áföngum, hjá tryggingafélögum eða lífeyris- sjóðum við vægum kjörum. Lánin falla ekki í gjalddaga fyrr en við andlát lánþega en eiga þá for- gangskröfu í dánarbúið. Þannig er öldruðu fólki, sem flest með regluserhi og sparsemi hefir eign- ast fasteign en hefir litlar sem engar tekjur að marki, gert kleift að njóta sjálft arðs af erfiði liðinna ára og sitja jafnvel til æviloka við sæmilegri kjör í gamla heimilinu, sem flestum er sárt að Lítið barn skilja við fyrr en dauðinn gerir sjálfsagt. Einmitt um þetta fólk hefur mörgum orðið tíðrætt síðustu vikurnar. Vilja ekki einhverjir þeir, sem vald hafa til að setja reglur og lög, gefa þessu gaum? Eg veit að margir þeir, sem eru fátækir þótt þeir eigi góða fast- eign, myndu fagna þeirri lausn, að geta lifað að miklu leyti af eign sinni fremur en styrkjum, sem ýmsum þykir náðarbrauð, þótt sjálfsagðir séu, eins og ellilífeyrir er. Ég held að ég verði að láta þessum orðum fylgja vísu, sem Jón gamli Hlíðarskáld orkti þegar hann frétti andlát Ben. Gröndals. Þá er úti um þennan mann, þannijt lífið Kengur. Nú þarf ekki aft næra hann á náðarmolum lengur. Nú er sem betur fer öðrum augum litið á „náðarmolana“ en gert var á þeirri tíð, en hugur margra sá sami og var, að vilja bjargast af eigin afli meðan unnt er. Eftirgjöf á sköttum í eitt sinn kemur mörgum vel, en hún er engin framtíðarlausn. Sú lausn, sem hér er bent á, nær ekki til allra, fjarri fer því, en nær til margra. Jón Auðuns. • • Orn Eiðsson: „Stjömuíþróttir ” furöulegar fuUyrðingar Það ieikur vart á tveim tungum, að íþróttaiðkun og íþróttastarf er snar þáttur í menningarlífi sér- hverrar þjóðar. Meginmarkmið íþróttahre.vfinga hvers lands er að fá sem flesta til að iðka íþróttir. Vera með í þeirri ánægju, sem það veitir öllum, hvort heldur mark- miðið er að hressa sig til líkama og sálar eða þá með keppni í huga, en sú hliðin snýr venjulega mest að ungu fólki. Iþróttir eiga einnig stóran þátt í að eyða tortryggni þjóða og einstaklinga, en alþjóðleg stórmót skapa oft vináttu og auka þekkingu þjóða í milli. Iþróttasamband íslands var stofnað í ársbyrjun 1912 og á þeim tæplega 67 árum, sem liðin eru síðan sá merkisatburður gerðist, hefur margt áunnist í íþróttamál- um íslensku þjóðarinnar. Tugþús- undir karla og kvenna hafa unnið ómælda sjálfboðavinnu fyrir íþróttahreyfinguna frá upphafi og gert hana að því afli sem hún er í dag. Skráðir íþróttaiðkendur eru 60 þúsund eða um 30% þjóðarinn- ar. íþróttahreyfingin er því fjöl- mennasta félagsmálahreyfing landsins. Islendingar hafa frá fornu fari dáð mjög öll afrek, hvort heldur er á hinu andlega eða líkamlega sviði. Fornsögurnar spegla þessa skoðun og ýmis frábær afrek íslensks íþróttafólks á liðnum áratugum hafa vakið aðdáun, bæði á þeim einstaklingum, sem afrekin unnu, svo og á þjóðinni. A sl. sumri sagði við mig gagnmerkur maður, sem vinnur að landkynningarstarfi, að hann væri þess fullviss, að engin landkynning væri eins góð fyrir ísland og afreksmenn íþróttum. Ég tek heilshugar undir þetta. Þetta hafa stjórnmálaleiðtogar allra landa fyrir löngu komið auga á, nema ef vera skyldi á Íslandi. Framlag ríkisvaldsins til íþrótta- hreyfingarinnar er ótrúlega lágt hér á landi sé miðað við nágranna- löndin og er þó fullt tillit tekið til íbúafjölda og iðkendafjölda. Hér er ekki átt við framlög til íþróttamannvirkja, heldur eingöngu til félagsmálastarfsins. Við erum einnig langt á eftir öðrum þjóðum í íþróttamann- virkjagerð, þó að ýmislegt hafi verið gert á síðustu árum. Og það má fyrrverandi meirihluti sjálf- stæðismanna í Reykjavík eiga, að hann skildi þetta betur en flestir aðilar aðrir. Örsjaldan kemur fyrir, að stjórnmálamenn fjalla um íþrótta- mál í fjölmiðlum. Fyrir rúmum mánuði skrifaði Sigurður E. Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Alþýðuflokksins, kjallaragrein í Dagblaðið, sem bar heitið „Dáðir hinna fáu og pyngjur hinna mörgu“. Fyrrverandi borgarstjóri, Birgir Isl. Gunnarsson, svarar Sigurði með grein í Morgunblað- inu, sem bbar fyrirsögnina „Hvað eru stjörnuíþróttir". Loks skrifar Sigurður aðra grein í Mbl. og fyrirsögn hennar er „Birgir ísleif- ur, stjörnufansinn og hjólastóla- fólkið“. Þær fullyrðingar, sem Sigurður E. Guðmundsson ber á borð í greinum sínum, eru furðulegar og augljóst mál, að hann hefur ekki kynnt sér nægilega vel það, sem hann er að fjalla um. Ég íteka það, að félagsbundnir iðkendur íþrótta á Islandi í dag eru um 60 þúsund eða 30% þjóðarinnar. Meginþungi íþróttastarfsins byggist því á fjöldaþátttöku, þó að ávallt skari einhverjir fram úr, jafnt í íþrótt- um, sem á öðrum sviðum þjóðlífs- ins. Stjórnmálin hafa t.d. sínar stjörnur, einnig listir o.s.frv. í síðari grein sinni er Sigurður seinheppinn, þegar hann fer að skrifa um hlaupastjörnur og hjóla- stólafólkið. íþróttasambandiö hef- ur á undanförnum árum stutt starfsemi fatlaðra á sviði íþrótta með ráðum og dáð. Ekki hafa þó digrir sjóðir verið til staðar, því að íslánd er í sérflokki hvað snertir Magnús Sigurjónsson: Gyllti salurinn í miðborginni hér í Reykjavík var fyrir ekki mörgum árum skemmtilegt, iðandi mannlíf, ekki aðeins á annatíma hversdagsins heldur sérílagi á kvöldin og um helgar. Þá var rúnturinn um Austur- stræti, Hljómskalagarðurinn og ævintýrin fyrir sunnan Fríkirkjuna; skautasvell undir ljóskösturum á Austurvelli á vetrum og Gyllti salurinn á Hótel Borg, en hann var miðjan í þessu glaðværa borgarlífi. Með breyttum háttum og fram- talsleysi hvarf þessi mynd smám saman, og nú má heita að miðborgin sé gersamlega lífvana þegar degi hallar. Þarna sést varla nokkur á ferli frá því verslanir og bankar loka síðdegis og þar til kemur fram ánæsta morgun. Þeir sem á sínum tíma nutu skemmtanalifs miðborgarinnar, sakna nú þessara glöðu ára og harma að ungt fólk skuli ekki þar enn í dag eiga kost á svipuðu skemmtana- og menningarlífi. Eins og fyrr segir var Hótel Borg jafnan miðdepill þessara liðnu daga, og nú fyrir skömmu tók nýr hótelstjóri, Sigurður Gíslason við völdum þar. Sigurður þekkir vel af langri reynslu allt sem að þessum málum lýtur; hann hefur óbilandi trú á að endurvekja megi þá daga þegar allt iðaði af lífi kringum Borgina. Hann hefur ýmsar snjallar hugmyndir um að fá meiri fjölbreyttni í miðborgar- lífið, og í vetur munum við fá að sjá og heyra margt sem gleður auga og eyra. Sigurður lætur ekki sitja við orðin tóm og er þegar byrjaður að hrinda hugmyndum sínum í fram- kvæmd. Ekki var hægt að gera það á smekklegri og menningarlegri hátt en bjóða listamanni að halda málverkasýningu í Gyllta salnum. Síðastliðinn sunnudag þ. 5. þ.m. þegar tjöldin voru dregin frá, gat að líta milli fjörutíu og fimmtíu málverk sem prýða veggi Gyllta salarins, og listamaðurinn var enginn annar en Jakob V. Hafstein. En myndirnar eru í olíu, vatnslitum, tússi og pastek, Það var ekki að sökum að spyrja, saman sagan endurtók sig nú eins og áður, þegar Jakob hefur sýnt, salurinn fylltist af fólki og á fyrsta hálftímanum seldist fjórðungur myndanna. Um myndirnar er það annars að segja að þær eru framúrskarandi fallegar og vel gerðar. Það er mál þeirra sem gerst þekkja að vatns- litamyndir Jakobs séu með því besta sem hér er sýnt, en allar eru Jakoh Hafstein og Sigurður Gíslason hótelstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.