Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 48
 Á leið í skóla gcetid að Verzlið í sérverzlun meö litasjónvörp og hljómtæki. TŒtíédw BUÐIN Skipholti 19; sími 29800 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 Tap gegn Rúmenum í gœrkvöldi ÍSLENZKA karlasveitin tefldi við sveit Rómeníu á Ólympíu- skákmótinu í Argentínu í gærkvöldi. Staðan í viðureign- inni er 2>1 fyrir Rúmeníu en ein skák fór í bið. Skákunum í gær lauk þannig að Helgi og Georghiu gerðu jafntefli í 24 leikjum á 1. borði, Margeir Pétursson tapaði fyrir Ciocaltea í 37 leikjum á 2. borði, Jón L. Anrason gerði jafntefli við Ghitescu í 20 leikjum á 3. borði en Ingvar á biðskák gegn Suba á 4. borði og hefur Ingvar öllu lakara tafl, en ekki er útilokað að hann nái jafntefli. Rúmenarnir eru allir stórmeistarar. Kvennasveitin vann Uruguay 2:1, Ólöf og Guðlaug unnu sínar skákir en Svana tapaði. Er sveitin í 2. sæti í sínum riðli. I varðhaldi grunaður um þjófnaði FYRRVERANDI lögreglu- maður í Reykjavík var úr- skurðaður í allt að viku gæzluvarðhald í gærkvöldi, grunaður um þjófnaði. Maðurinn, sem er rúmlega fimmtugur, var handtekinn í fyrrakvöld, þar sem hann var að stela miðstöðvarofnum og fleiri hlutum úr nýbyggingu í Hafnarfirði. Grunur vaknaði um það að maðurinn kynni hugsanlega að hafa fleiri þjófnaði á samvizkunni og var hann því úrskurðaður í gæzlu- varðhald á meðan rannsókn fer fram hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Maður þessi starfaði um árabil í lögregluliði Reykjavík- ur. í byrjun 1977 var hann ákærður fyrir líkamsárás, fjár- svik og skjalafaL og var honum þá vikið úr lögreglunni, en hann hefur síðan haldið hálfum launum samkvæmt lögum. Þá tengdist maður þessi ávísana- keðjumálinu mikla, sem komst upp um fyrir nokkrum árum, en það mál er nú til meðferðar hjá ríkissaksóknara. Ljósm. Kristján Aslaug og Bergljót Friðriksdætur fylgjast með fréttum af föður sínum í sjónvarpinu í gærkvöldi. „ Vona aðpabba gangi vel í starfinu ” „MÉR LÍZT ofsalega vel á, að urs föður þeirra, Friðriks Ólafs- vera afstaðið," sagði Bergljót. pabbi skuli verða orðinn forseti FIDE“, sagði Áslaug Friðriks- dóttir, sem er níu ára gömul, er Morgunblaðið hafði samband við þær systur Áslaugu og Bergljótu í tilefni kosningasig- sonar stórmeistara. „Eg vonaði það bara og finnst það mjög skemmtilegt. Ég tefli svolítið sjálf, ekkert mikið, mest við pabba.“ „Ég er þó fegin, að þetta skuli „Það er mikill léttir, eftir alla þá spennu og óvissu, sem kosning- unni hefur fylgt. Ég vona aðeins, að pabba gangi vel í starfinu. Sjálf tefli ég ekki og hef lítinn áhuga á skák.“ Kváðust þær hafa kviðið því mjög, hvernig föður þeirra gengi í kosningabaráttunni, en vonað það bezta. Kom það þeim hins vegar á óvart að Gligoric skyldi falla út í fyrri umferð og Mendez komast áfram. Minna fé til að moða úr með hveriu árinu Engu líkara en verið sé að gera grín að almannavarnarnefnd- unum, segir Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarnarráðs FJÁRVEITINGAR til almannavarna hafa sífellt larið lækkandi síðan árið 1964. í fjárlagafrumvarpi því sem nýlega var lagt fram kemur fram að áætlað er að veita liðlega 34 milljónum króna til þessa þáttar öryggismála í landinu á næsta ári. Sé hins vegar fjárveiting til almannavarna árið 1964 reiknuð sem hlutfall af ríkisútgjöldum nam hún 198 milljónum króna. Tvö næstu ár á eftir lækkaði fjárveitingin um 60 milljónir, en 1967 hækkaði hún aftur verulega og nam þá 178.2 milljónum króna sé sama reiknisaðferð notuð. Sfðan hefur það fé stöðugt farið minnkandi, sem til almannavarna hefur verið varið. Guðjón Petersen, framkvæmda- stjóri Almannavarnaráðs ríkisins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að farið hefði verið fram á 64 milljónir króna til almannavarna á næsta ári. Þessi beiðni hefði verið skorin niður um 30 milljónir króna og væru það almannavarna- nefndir úti um land, sem aðhalds- stefnan bitnaði á. Þær fá alls um l'Æ milljón króna til framkvæmda og reksturs samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu, en höfðu sótt um 30 milljónir. — Það virðist í rauninni, sem Félagsmálastofnun Reykjavíkur: Starfsmeim Breiðholtsútíbús neit- uðu að greiða fjárhagsaðstoð BREIÐIIOLTSÚTIBÚ Félagsmálastofnunar Reykjavíkur greiddi ekki út í gær fjárhagsaðstoð sem samþykkt hafði verið að greiða til þeirra sem á þurftu að halda og er fólk kom að vitja f járhagsaðstoðar er það átti von á. var því afhent bréf þar sem greint er frá því að ekki séu til peningar til að greiða fyrirhugaða aðstoð nema að litlu leyti. Starfsmenn Breiðholtsútibúsins rituðu framkvæmdastjóra Félags- málastofnunar og yfirmanni fjöl- skyldudeildar bréf 2. nóv. þar sem sagt var að stoðvaðar yrðu greiðslur 8. nóvember ef ekki fengist aukið fjármagn, og jafnframt að hætt yrði að taka við beiðnum um aðstoð. Til þessara aðgerða kom í gær og leitaði Mbl. til Gerðar Steinþórs- dóttur, formanns félagsmálaráðs, sem upplýsti að fyrir viku síðan hefði verið rætt við borgarritara og óskað eftir meira fjármagni til þessarar aðstoðar, en ekki hefði rætzt úr þeim málum ennþá. Málefni þessi hefðu verið rædd á sameiginlegum fundi allra deilda Félagsmálastofnunarinnar og væri Breiðholtsdeildin sú eina er farið hefði út í þessar aðgerðir og kvaðst Gerður vona að starfsfólkið myndi nefja eðlileg störf þar sem þegar hefði komið nokkurt fé frá borgar- sjóði í gær og mál þessi yrðu rædd á fundi félagsmálaráðs í dag. Sagði Gerður að óskað hefði verið eftir hækkaðri fjárveitingu frá miðjum nóvember og að sér fyndist það nokkurt bráðlæti að hefja þessar aðgerðir strax, þó að vitað væri að margir þyrftu á ýmiss konar fyrirgreiðslu að halda, t.d. aðstoð við fyrirframgreiðslu húsaleigu o.fl. Sjá, Viljum þrýsta á að peningarnir fáist, hls. 5. verið sé aþ gera grín að almanna- varnanefndunum með þvi að veita þeim svo lítið fé, sagði Guðjón Petersen í gær. — Við viljum að nefndunum sé gert kleift að koma upp búnaði á sínu svæði eins og gert er ráð fyrir í lögum um almannavarnir, en hvernig má það vera mögulegt með 17 þúsund króna fjárveitingu eins og t.d. Kópavogur,sagði Guðjón Petersen. Fyrir Almannavarnanefndina í Reykjavík var sótt um 1.5 milljóna fjárveitingu fyrir næsta ár, en i fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 145 þúsundum. Fyrir Nes- kaupstað, Akureyri og Gullbringu- sýslu, Keflavík og nágrenni var sótt um eina milljón króna, en frumvarpið gerir ráð fyrir 96 þúsundum fyrir hvern þessara þriggja staða. Það skal tekið fram að sérstök fjárveiting var í fyrra veitt til Almannavarnanefndarinnar í Mý- vatnssveit og einnig í ár. Fyrir næsta ár er hins vegar ekki um sérstaka fjárveitingu að ræða, en gert er ráð fyrir að Þingeyjarsýsla fái 260 þúsund krónur, sótt var um 2.7 milljónir króna. í V-Skafta- fellssýslu var sótt um 900 þúsund, en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir 87 þúsund krónum. Þannig mætti áfram telja, en hlutföll þess, sem sótt var um og gert er ráð fyrir í frumvarpinu er yfirleitt hið sama alls staðar á landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.