Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 33 enda í prófkjörum veröi æ harðari og fjármagn og aðstaða virðist skipta of miklu máli. b. Samheldni innan flokksins riðlist og út á við sé hann eins og innbyrðist stríðandi hópur. c. Prófkjörsbaráttan þreyti flokks- menn, ekki sízt á s.l. vetri, þegar haldin voru tvö stór prófkjör í Reykjavík. d. Það verður æ meira áberandi að góðir menn, sem fengur væri að á framboðslista, vilja ekki leggja út í prófkjörsslag og koma því ekki til álita við endanlega gerð listans. e. Prófkjörin tryggja ekki, að ýmsir hópar (t.d. launþegar, bændur) fái þau sæti á framboðslistum, sem nauðsynlegt er. f. Fjöldi manna tekur þátt í próf- kjörum ailra flokka. Þrátt fyrir þessa gagnrýni, er ljóst, að prófkjörin hafa ýmsa kosti og þann kost stærstan, að hér er um að ræða opna, lýðræðislega leið til vals á frambjóðendum. Meðan kosningar eru jafn einskorðaðar við flokkslista og raun ber vitni um hér, þá er ríkari þörf á því að gefa almenningi kost á víðtækum af- skiptum af gerð framboðslista. Æskilegasti kosturinn væri sá, að endurskoða kosningalög á þá leið, að sameina í almennum kosningum flokkslistakosningar og persónu- bundnar kosningar. Nefndin leggur því til, að undinn verði bráður bugur að því að semja tillögur í þá átt, sm reynt verði að ná sem víðtækastri samstöðu um og flokkurinn taki forystu í því máli. Ef kjósendum gefst færi á að kjósa persónubundið í nokkuð ríkum mæli í almennum kosningum, er vel verjandi að þrengja prófkjörin þannig, að þátt- taka takmarkist við skráða flokks- félaga. Meðan slík breyting á kosningalögum nær ekki fram að ganga er nauðsynlegt að kveða nánar á um prófkjör í skipulagsreglum og eru í tillögunum settar fram hug- myndir í þeim efnum. 3. Útbreiðslustarf. 3.1. P'jölmiðlar Eftir kosningar hafa komið fram allháværar raddir um það að flokkurinn ætti ekkert málgagn. Morgunblaðið styður flokkinn að vísu dyggilega í kosningastríði, en hneygist þó æ meir til óháðrar blaðamennsku. Sú spurning hefur því risið upp, hvernig bregðast skuli við. Telja verður óraunhæft að flokkurinn komi sér upp málgagni á borð við dagblað. Slíkt fyrirtæki yrði mjög kostnaðarsamt og vafamál yrði um útbreiðslu slíks flokksmálgagns. Auk þess myndi slík útgáfa dagblaðs að öllum líkindum verða til þess, að önnur blöð teldu sig ekki hafa jafn miklum skyldum að gegna við flokkinn. Reynsla flokksins af útgáfu dagblaðs er og ekki góð, sbr. eignaraðild flokksins að Vísi á sínum tíma, sem varð mikil fjárhagsleg byrði fyrir flokkinn. Sú hugmynd hefur hinsvegar komið upp, hvort flokkurinn geti gefið út málgagn, sem kæmi út reglulega og sé ætlað fyrir flokksmenn og stuðningsmenn. Þar sé stefna flokksins skýrð og upplýsingastreymi fari þar fram á milli flokksmanna. Slík útgáfa mun tíðkast hjá brezka Ihaldsflokknum. Því er lagt til, að sérstökum mönnum verði falið að kanna það mál nánar, athuga um kostnað, dreifingarmögu- leika o.fl. Að öðru leyti telur nefndin mjög nauðsynlegt að flokksmenn bregðist við hinum nýju viðhorfum í blaðaút- gáfu á réttan hátt. Skipuleggja þarf skrif forystumanna flokksins og annarra flokksmanna í dagblöðin. Þá þarf flokkurinn sjálfur að móta < meira sína upplýsingastarfsemi, sbr. nánar í kafla III. Þá er nauðsynlegt að flokkurinn og forystumenn hans leitist við að treysta tengsl sín við þau blöð, sem velviljuð eru flokkn- um. Varðandi ríkisfjölmiðla er nauðsynlegt að koma í veg fyrir að andstæðingarnir, einkum kommúnistar, misnoti þá sér í hag. 3.2. Útgáfustarfsemi Nefndin telur nauðsynlegt að auka útgáfustarfsemi á vegum flokksins. Slik útgáfa þarf aðallega að vera tvennskonar, þ.e. grundvallarrit um stjórnmál svo og bæklingar og dreifirit um dægurmál. Slík útgáfa er nauðsynleg á öðrum tímum en fyrir kosningar. { því sambandi þarf að athuga, hvort ekki er mögulegt að flokkurinn kæmi sér upp lítilli prentstofu, sem gæti offsetprentað slíkt efni auk þess, sem ýmsir aðilar, sem vilja halda uppi sjálfstæðri útgáfustarfsemi í þágu flokksins gætu átt aðgang að þeirri prentstofu. Nauðsynlegt er að halda við og við námskeið til að kenna fólki vinnu- brögð í blaðaútgáfu. Slík námskeið væru einkum gagnleg fyrir þá, sem vilja vinna að útgáfu ýmissa stað- bundinna blaða, sem gefin eru út á vegum flokksins. Þá gæti flokkurinn aðstoðað við efnisútvegun slíkra blaða og væri það verðugt verkefni þess, sem færi með útbreiðslumál á vegum flokksins, sbr. nánar um starfsmannahald. 3.3. Önnur útbreiðslustarfscmi. Önnur atriði varðandi útbreiðslu- starfsemi, sem nefndin vill benda á, eru eftirfarandi: Nauðsynlegt er að halda áfram einhvers konar samkomuhaldi í stað héraðsmótanna. Æskilegt er að breyta reglulega um form á slíkum samkömu.m. Nauðsynlegt er að halda uppi skipulegri starfsemi til að komast í samband við einstaka hópa í þjóöfé- laginu. Slík starfsemi verður einkum að vera á vegum flokksfélaganna, en miðstjórnarskrifstofa og skrifstofa fulltrúaráðsins í Reykjavík gætu reglulega útbúið lista yfir verkefni á þessu sviði til leiðbeiningar fyrir félögin og sent út. Athuga þarf endurskipulagningu fulltrúaráðsins í Reykjavík þannig, að hver meðlimur fulltrúaráðsins sé ekki aðeins fulltrúi í umdæmi, heldur einnig á sinum vinnustað, í sínum skóla og á öðrum vettvangi. Nefndin ræddi nokkuð þá misnotk- un, sem oft verður vart við á ýmsum stofnunum ríkisins, einkum skólum. Hjá stórum hópi fólks, sem aðhyllist sósíalisma, helgar tilgangurinn með- alið í stjórnmálabaráttunni. Slíkt fólk misnotar sér því óhikað alla þá aðstöðu, sem það kann að komast í. Nefndin telur rétt að haldið verði uppi skipulagsbundnu starfi til að koma í veg fyrir misnotkun al- mannastofnana. 4. Fjármál flokksins. Ljóst er, að fjárhagur flokksins stendur illa, lausaskuldir eru miklar og reksturshalli verður mikill á þessu ári. Slíkt hlýtur að vera starfsemi flokksins fjötur um fót. Ljóst er, að undanfarin ár hafa frjáls framlög minnkað hlutfallslega. Yfir- umsjón með fjáröflun hefur 14 manna fjármálaráð. Nefndin telur nauðsynlegt að reyna að breikka grundvöll að fjáröflun flokksins. Æskilegt væri, að í gegnum fjármálaráð safnaðist það fjármagn, sem þyrfti til venju- legs reksturs, en happdrætti og þess konar fjársöfnun væri til að standa undir sérstökum átökum, t.d. kosn- ingum. I aukningu styrkarmanna- kerfis liggur mikil vinna, sem vafasamt er að unnt sé að leggja á fjármálaráðsmenn og þyrfti fjár- málaráð að kveðja sér til aðstoðar fleiri menn í því efni. Þá eru í tillögunum settar fram hugmyndir um fjársöfnun til ákveðinna verk- efna svo og að reyna að efla sjálfboðaliðastarf. I nefndinni var mikið rætt um ríkisstyrki til stjórnmálaflokka. Nefndin varð ekki samnjála um það mál, en taldi þó rétt að framlög einstaklinga eða fyrirtækja til stjórnmálaflokka yrðu frádráttar- bær frá skatti. 5. Starfsmannahald og rekstur Sjálfstæðisflokksins. Starfsmannahaldi flokksins er nú hagað sem hér segir: Á skrifstofu miðstjórnar starfa framkvæmda- stjóri, skrifstofustjóri og 3 skrif- stofustúlkur. Á skrifstofu fulltrúa- ráðsins í Reykjavík er framkvæmda- stjóri og skrifstofustúlka. Sérstakur starfsmaður er fyrir verkalýðsráð og fyrir S.U.S., ýmist í heilu eða hálfu starfi. Þá hefur Landssamband Sjálfstæðiskvenna starfsmann ásamt Hvöt í hálfu starfi. Það er galli á skipulagi þessa starfs, að enginn einn aðili skipu- leggur starfið og samhæfir þessa starfskrafta. Starfsmenn hinna ein- stöku samtaka starfa alveg sjálf- stætt. Nefndin telur það grundvallarskil- yrði þess, að rekstur flokksins og starfsmannahald skili á hverjum tíma beztum mögulegum árangri, að starfsmenn allir verði undir einni stjórn. Framkvæmdastjóri flokksins þarf að hafa skipunarvald yfir öllu starfsfólki flokksins og þurfa við- komandi flokkssamtök að sam- þykkja það. Auðvitað getur hver starfsmaður aðallega haft ákveðið verksvið i þágu einstakra samtaka, en allt starfið þarf þó að samhæfa og skipuleggja í heild. Nefndin telur æskilegt að reynt verði að skipta starfi miðstjórnar- skrifstofu í tvær aðaldeildir, þ.e. rekstrar- og skipulagsdeild. I tillög- unum er helztu verkefna getið í grófum dráttum. Æskilegt er að sinn hvor starfs- maður beri ábyrgð á hvorri deild. Hugsanlegt er að framkvæmdastjóri flokksins stjórni annarri deildinni, en framkvæmdastjóri þingflokks hinni, enda hafi hann þá aðsetur í Valhöll og sé ekki þingmaður. Nefndin telur æskilegt að flokkur- inn geti haft opnar skrifstofur í sem flestum kjördæmum og þar séu launaðir starfsmenn í fullu starfi eða í hlutastarfi. Verkefni þeirra séu skipulags- og útbreiðslumál í kjör- dæminu, t.d. blaðaútgáfa. Slíkt skrifstofuhald þarf að verða fjár- magnað af kjördæmunum sjálfum og ætti það að vera mögulegt í flestum kjördæmum. Slíkar kjördæmisskrif- stofur þurfa að vera undir stjórn framkvæmdastjóra flokksins. Nauðsynlegt er að þingmenn séu í sem nánustu sambandi við skrifstofu miðstjórnar og séu virkir í félags- legri uppbyggingu flokksins. Flokkurinn hefur nú eignast glæsilegt hús og í erfiðri fjárhags- stöðu er það vissulega huggun, að slík eignamyndun skuli hafa orðið hjá flokknum. Nokkur gagnrýni hefur þó komið fram á rekstur hússins og þá aðallega að nýting hússins sé ekki nægilega lífræn. Æskilegt væri að koma fyrir veit- ingaaðstöðu, t.d. í öðrum salnum á 1. hæð, þannig að þar geti orðið lifandi vettvangur sjálfstæðisfólks, sem vill hittast, rabba saman og skiptast á skoðunum án þess að um fyrirfram augiýsta samkomu sé að ræða. Þar væri ennfremur unnt að skipuleggja menningarstarfsemi á vegum flokks- ins. Aðalatriðið er að glæða húsið meira lífi. '•*'■■. ’ ?.V'■ v . -.f Vv’r • ■ ■• ... :■■;;■.■■. •• , ••:■ " > ■■• Ma * ' Skemmtisigling um Evrópu í stað saltfisks NÆR 300 manns hafa pantað far hjá Sunnu í skemmtisiglinguna með Funchal, fiaggskipi Portúgals, en skipið mun sigla með íslendinga milli staða í Evrópu í ágúst n.k. „Fólk hefur fagnað mjög þessum miiguleika," sagði Guðni Þórðarson forstjóri Sunnu í samtali við Mbl. og benti á að ferðin hefði ekki verið auglýst ennþá, en hins vegar hefði verið sagt frá henni í fréttum. Skipið sem er 10 þús tonn, tekur 400 farþega, en áhöfn er 150 manns. Guðni kvað pantanir hafa borizt víðs vegar að af landinu og Jafnvel hafa aflakóngar hringt af miðunum", sagði Guðni, „til þess að panta pláss. Það fer líka vel á því þar sem þessi verð er fyrst og fremst möguleg vegna framleiðslu sjómanna, því það fékkst að taka þetta skip á ieigu þar sem það auðveldar Portúgölum að kaupa meiri saltfisk, frá íslandi. „Sagði Guðni að nú væri svo'mikill saltfiskskortur í Portúgal að fólk biði í löngum röðum þar sem von væri á hnossgætinu, en margar portúgalskar fjölskyldur vilja hafa saltfisk á aðfangádagskvöld jóla. Guðni kvað það gott dæmi um áhuga fólks á þessari ferð, að þeir hefðu ekki verið búnir að fá allar upplýsingar um skipið áður en búið var að hálfpanta ferðina. Funchal er mjög vandað skip, dansksmíðað og eru farþegaíbúðir á 5 þilförum af 7 sem eru í skipinu en lyftur eru milli þilfara. Allar íbúðir eru með sérbaði og er sími og útvarp í hverri íbúð, en hver þjónn um borð sér um tvær íbúðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.