Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 25 FIDE-ÞINGINU OG SKÁKMÓTINU í BUENOS AIRES FRÁ FIDE-ÞINGINU OG SKÁKMÓTINU í BUENOS AIRES áhrifum til þess að stuðningsmenn Friðriks styddu Gligoric, ef báran skvettist á annan veg. Baturinsky sýndi þessu mikinn áhuga, en vildi ekki segja neitt ákveðið. í dag bar þetta útsæði ávöxt. Sovézka sendi- nefndin studdi Friðrik í annarri atkvæðagreiðslu og einnig fleiri stuðningsmenn Sovétríkjanna en við höfðum nokkurn tíman þorað að vona. Sannaðist þar sú vissa okkar að Sovétmenn myndu ekki geta hugsað sér að höfuðstöðvar Alþjóðaskáksambandsins hyrfu úr Evrópu. Nokkur mál voru tekin til umræðu meðan atkvæði annarrar atkvæðagreiðslunnar voru talin. Menn biðu spenntir í sætum sínum og satt að segja var hugurinn alls ekki við þau mál, sem til umræðu voru. Loks komu teljendurnir þrír fram á sviðiö og um leið og við sáutn glaðlegt bros og hýran svip Guðmundar vissum við hvernig farið hafði. Harry Golombek settist niður, tók hljóðnemann og sagði: „Rabell Mendez 34 atkvæði, Friðrik Ólafsson 57.“ Brast þá á langvinrit lófatak og fagnaðarhróp gullu um salinn. Að okkur ís- lendingum flykktust menn til að óska okkur til hamingju og einn þeirra fyrstu var heimsmeistarinn í skák, Anatoly Karpov. Dr. Þessi mikli sigur er ekki aðeins sigur okkar vinsæla stórmeistara, heldur og sigur íslenzkrar skák- hefðar og viðurkenning þess álits sem ísland hefur unnið sér í skákheiminum. Mönnum er í fersku minni heimsmeistaraein- vígið í Reykjavík 1972. Hér er fjöldi skákmanna og blaðamanna, sem þar var, og menn minnast einnig Reykjavíkurskákmótsins á sl. vetri. Það kemur greinilega fram í samtölum við menn að Islandi er treyst til forystu í skákmálum eins og nú hefur bezt sannast í kjöri Friðriks Ólafsson- ar. Urslit forsetakjörsins lágu fyrir klukkan 12:30 í dag að argentínsk- um tíma (15:30 að íslenzkum tíma) og var þá gert fundarhlé, en frambjóðendurnir höfðu yfirgefið salinn eftir að þeir höfðu flutt stutt ávörp í fundarbyrjun. Um miðjan dag var svo haldið áfram og kom þá Friðrik á fundinn. Hann flutti þá ræðu og þakkaði það traust og þá sæmd sem sér hefði verið sýnd. Hann kvað sér ljóst að hann hefði axlað þunga byrði og mikla ábyrgð, en með góðum stuðningi og hjálp þeirra sem vildu Alþjóðaskáksambandinu vel, yrði ok hans létt. Var máli hans tekið með langvinnu lófataki. Einar S. Einarsson forseti Sí sagði eftir kjör Friðriks: „Þetta er mikill fagnaðardagur fyrir okkur íslendinga. Við í skáksambandinu höfum unnið sleitulaust í hálft annað ár að því að ná þessum árangri. Skáksambandið studdi framboð Friðriks Ólafssonar af heilum hug og lagði sig állt fram um að ná sigri. I dag er þessum sigri náð og honum skulum við öll fagna. Fyrir ísland sem skákland og menningarland er þetta stór dag- ur. Okkar framlag í skákheiminum hefur hlotið alheims viðurkenn- ingu og fyrir það erum við þakklátir og vegna þess snortnir. Ég óska Friðrik Ólafssyni alls velfarnaðar í hans nýja og vanda- sama embætti og skáksamband íslands fagnar því að þungamiðja skáklífsins í heiminum hefur nú færzt til Islands." „Vona að ég geti orðið að liði” — segir Sveinn Jóns- son féhirðir FIDE „Þetta er vissulega spennandi viðfangsefni og ég vona að ég geti orðið að liði sem gjaldkeri Al- þjóðaskáksambandsins", sagði Sveinn Jónsson viðskiptafræðing- ur í samtali við Mbl. í gærkvöldi, en síðdegis í gær var Sveinn kjörinn féhirðir Fide. Var Sveinn eini frambjóðandinn í embættið en reglan hefur verið að gjaldkerinn sé samlandi forsetans. „Annars er þetta svo nýtilkomið að eg get fátt sagt að svo stöddu," sagði Sveinn. „Ég átta mig ekki alveg á þessu en línurnar skýrast, þegar Friðrik kemur heim.“ Sveinn Jónsson. Ragnar Arnalds: Vænti fullrar samstöðu stjórnvalda til stuðn- ings Friðriks „Ég fagna auðvitað þessum úrslitum og tel að bæði Friðriki Ólafssyni og Islandi sé mikill heiður gjörður með því að kjósa Friðrik til þessa vandasama starfs og ég vænti þess að full samstaða stjórnvalda verði til þeirrar fyrir- greiðslu, sem þvi fylgir að höfuð- stöðvar alþjóðaskáksambandsins flytjast nú til íslands," sagði Ragnar Arnalds menntamálaráð- herra er Mbl. spurði hann í gærkvöldi um afstöðu ríkisstjórn- arinnar til kjörs Friðriks Ólafs- sonar sem forseta FIDE. Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands íslands, og Högni Torfason varaforseti fylgjast spenntir með talningu atkvæða við forsetakjörið í gær. símamynd ap num við FIDE” Frá Fide-þinginu í Buenos Aires. Símamynd AP sambandsins og voru Boris Spassky og Marina ko'na hans túlkar okkar Islendinganna. A þessum fundi stungum við upp á því, að Sovétríkin og þeirra menn styddu Friðrik Ólafsson svo fremi Gligoric félli út í fyrstu atkvæðagreiðslu en á móti 1 kváðumst við mjrinlg beita ökkar Guðmundur Dorazil, forseti skáksambands Austurríkis og forseti þess Fide- svæðis sem Island tilheyrir, færði Einari S. Einarssyni kampavíns- flösku, sem hann sagði framlag Austurríkis og V-Þýzkalands til fagnaðarhófsins, en með honum var dr. Kinzel, forseti v-þýzka sámBanclsTns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.