Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matfhías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn GuAmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2200.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. FRÁ FIDE-ÞINGINU OG SKÁKMÓTINU í BUENOS AIRES FRÁ I Friðrik Ölafsson forseti Alþjóða skáksambandsins Þegar þær fregnir bárust til íslands í gær, að Friðrik Ólafsson hefði verið kjörinn forseti Alþjóðaskáksambandsins vakti það almennan og innilegan fögnuð. Landsmenn allir hafa fylgzt með skákferli hans og afrek hans hafa stuðlað meir að því en nokkuð annað, á hversu háu stigi skáklistin stendur hér á landi. En árangurinn af þeirri grósku kom m.a. fram í því að heimsmeistaraeinvígi Fishers og Spasskys var haldið hér á sínum tíma. Forsetakjörið er mikill persónulegur sigur fyrir Friðrik Ólafsson, ekki aðeins sem skákmeistara heldur kannski fyrst og fremst sem mann. Með drengskap sínum og prúðmennsku hefur hann unnið sér traust og viðurkenningu skákmanna víðs vegar um heim, eins og stuðningsyfirlýsingar manna á borð við Kortsnoj og Spassky bera glöggt vitni. Þegar Friðrik Ölafsson ákvað að keppa að kjöri sem forseti Alþjóðaskáksambandsins sagði hann m.a.: Eg tel að Alþjóðaskák- sambandið sé komið á villigötur með afskiptum af pólitískum hlutum sem ekki koma skákinni beint við. Einnig hefur sambandið illa vanrækt ýmis málefni skákmanna sjálfra og þessum hlutum hefði ég hug á að kippa í lag og um leið að gera útbreiðslustarfsemi sambandsins sem og alla starfsemi þess sem öflugasta." Af þessu má ljóst vera, að Friðriks Ólafssonar bíða mörg örðug og vandasöm verkefni. Með kjöri hans má vænta þess, að höfuðstöðvar Alþjóðaskáksambandsins flytjist til Islands, en það getur að sjálfsögðu ekki orðið, nema honum verði búin til þess fullnægjandi starfsskilyrði, sem tafarlaust verður að fara að vinna að. Buenos Aires 8. nóvember. Frá Högna Torfasyni fréttaritara Morgunbladsins. FRIÐRIK Ólafsson er orðinn forseti Alþjóðaskáksambandsins. Þetta er dagur íslands í Argentínut Annar sigur íslands í Buenos Aires. Árið 1939 vann ísland Copa Argentina, Argentínubikarinn. í dag unnum við Fide. Þegar þingið kom saman í morgun voru mættir rúmlega 90 fulltrúar eða umboð fjarverandi landa. Loft var lævi blandið, allir frambjóðendurnir voru vongóðir og bjartsýnir um sinn hlut og þrátt fyrir endalausan áróður og ráð og leiðir til að afla einum eða öðrum fylgis, vissi enginn hver staðan var. Almennt var því trúað að Friðrik og Gligoric næðu hærri atkvæðatölu en Rabell-Mendes og því yrði baráttan háð milli þeirra tveggja fyrstnefndu. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Eftir mikið málþóf og eftir lélega fundarstjórn fráfarandi forseta, var loks búið að velja þrjá menn, sem skyldu annast talningu atkvæða. Einn þeirra var Guðmundur G. Þórarinsson, fyrr- um forseti. Skáksambands íslands, og einn af samverkamönnum Friðriks hér á þinginu. Á milli þess sem kosið var voru umræður um ýmis dagskráratriði en loks komu teljendur fram á sviðið og Harry Golombek, framsögumaður teljenda, las upp úrslitin úr fyrstu atkvæðagreiðslu. Þau úrslit komu eins og reiðar- slag yfir þingheim allan: Rabell Mendes 31 atkvæði, Friðrik Ólafs- son 30, Svetozar Gligoric 29 atkvæði og einn seðill ógildur. Menn trúðu vart sínum eyrum, að Gligoric skyldi falla út í fyrstu umferð. Því hafði enginn spáð og menn höfðu almennt búizt við því, að baráttan mundi standa á milli hans og Friðriks. Ef til vill var það þetta eina atkvæði, sem var ógilt, sem réði þeim örlögum að Friðrik Ólafsson er í dag forseti Fide því að í raun og sannleika hefði enginn vitað hvor þeirra ætti að falla út á jöfnum atkvæðum, 30 fyrir hvorn. Um það eru reglur Fide alls ekki nógu ljósar og um þetta atriði var spurt áður en atkvæðagreiðsla hófs, en engin skýr svör fengust og var það vafalaust vegna þess að enginn hafði trú á að þessi staða kæmi upp. Loftið var rafmagnað í þing- salnum hér á Sheraton. Það tók menn nokkra stund að átta sig á því að Gligoric, sem hafði verið talinn sterkur frambjóðandi, var búinn að vera og í skyndingi urðu menn að söðla um og gera sér grein fyrir því, hvort Rabell Mendes eða Friðrik Ólafsson ætti að verða næsti forseti Fide. Nú kom í haginn að fulltrúar íslendinga höfðu undirbúið jarð- veginn. Eins og fram kom í viðtali Mbl. við Gligoric fyrir fáum dögum var hann spurður hvort hann myndi styðja Friðrik ef svo ólíklega tækist til að Gligoric sjálfur félli út við fyrstu atkvæða- greiðslu. Gligoric sagði þá fullur sjálfstrausts og öryggis að slíkt gæti aldrei skeð. Þýfgaður um það kvaðst Gligoric persónulega myndu styðja Friðrik ef þessi staða kæmi upp, þar sem hann teldi heppilegra að stórmeistari skipaði forsetaem- bættið. Við þessi orð hefur Gligoric staðið í dag. Hann hefur reynzt heiðursmaður, sem vill standa við orð sín. Og enda þótt hann segist ekki geta talað fyrir munn stuðningsmanna sinna voru það einmitt þeir, sem færðu okkur sigurinn í dag. í rauninni er þetta aðeins framhald af þeim við- ræðum, sem forystumenn Skák- sambands íslands, Einar S. Einarsson forseti og Högni Torfa- son varaforseti áttu í fyrrasumar úti í Evien í Frakklandi eftir aukaþing Fide í Lauzerne í Sviss. Þá ræddum við við Baturinsky, helzta ráðamann sovézka skák- Fyrirlitning Sovét- ríkjanna á manninum Hér á íslandi er ákaflega auðvelt að fara háðulegum orðum um þau almennu mannréttindi, sem rótgróin eru á Vesturlöndum og okkur þykja jafn sjálfsögð og loftið sem við öndum að okkur. Orði eins og þjóðfrelsi er af öfgamönnum og marxistum hampað til þess að gera lítið úr þessu frelsi, — orði, sem Jón Sigurðsson forseti beitti í baráttu sinni fyrir þeim lýðréttindum, sem nú eru orðin að veruleika hér á landi, og helgaði þannig merkingu þess. Orðaskak af þessu tagi er auðvelt, af því að viðkomandi þykist ekki eiga neitt á hættu, af því að hann treystir því að hann fái áfram að njóta lýðfrelsis hinna vestrænu þjóða, — en það lýsir um leið óumræðilegri mannfyrirlitningu og skeytingarleysi fyrir örlögum annarra. Ákall skákmeistarans Viktors Korchnois til þings Alþjóðaskák- sambandsins um að fá fjölskyldu sína til sín svo að hún þurfi ekki að svelta áfram í Sovétríkjunum og búa við tortryggni, reiði og fyrirlitningu stjórnvalda ásamt félagslegri einangrun kemur hverjum einasta manni við. Hér eru ekki aðeins í húfi örlög fáeinna einstaklinga, heldur er þetta spurningin um það, hvort mannkynið nái því háleita marki að tryggja frelsi einstaklingsins, hvar sem hann býr á hnettinum. I þeirri viðleitni eigum við Islendingar ávallt að vera í fylkingarbrjósti og láta okkar rödd heyrast. Stjömustríð á Alþingi Ineke Bakker var í eær endurkjörinn framkvæmdastjóri Fide. Þessi mynd var tekin af henni og Friðrik Olafssyni er Bakker kom hingaö til lands í fyrrasumar vegna framboðs Friðriks. Umræður utan dagskrár á Alþingi eru orðnar næsta hversdagslegur viðburður, en þó farnar að vekja athygli. Ekki fyrir þá sök, að þar séu mikilsverð mál tekin til umfjöllunar, heldur fyrir hitt, hversu lítilfjörlegar þær umræður eru. Það var dæmigert, þegar 12 alþingismenn fluttu um það langar ræður sl. þriðjudag, hvort rétt væri staðið að ráðningu Magnúsar Torfa Ólafssonar sem blaðafulltrúa ríkisstjórnarinnar eða ekki. Á meðan biðu um 50 mál á dagskrá, en aðeins örfá þeirra voru tekin til umræðu fyrir vikið. Þetta gerist á sama tíma og verðbólgan heldur áfram að magnast, grundvellinum hefur verið kippt undan heilbrigðum rekstri atvinnuveganna og fjárlög hafa verið lögð fram, þar sem milljarða vantar til þess að endar nái saman. Til umræðna utan dagskrár af þessu tagi er vitaskuld stofnað til að láta ljós sitt skína, en útkoman verður sú, að afhjúpað er, að viðkomandi aðilar hafa músarholu fyrir alheiminn. Ennfremur: að á örlagastund fer fram „stjörnustríð" á Alþingi íslendinga. Nú er það að vísu rétt, að nauðsynlegt er að hafa festu í mannaráðningum hjá ríkinu. En það er líka rétt, að ríkisstjórninni veitir ekki af Magnúsi Torfa Ólafssyni. Hann ber af henni sakir umburðarlyndis og pólitísks þroska. Og í þessu sérstaka máli er það aðalatriði, að hæfur maður hefur verið ráðinn blaðafulltrúi ríkisstj órnarinnar. Sigur hjá konunum en karlarnir töpuðu Buenos Aires, 8. nóvember. ÍSLENZKA kvennasveitin vann Púcrtó Rico á öllum borðum í 11. umferðinni, en karlmennirnir urðu að lúta í lægra haldi fyrir Ungverj- um L3. Guðlaug Þorsteinsdóttir vann Castellon, ()löf Þráinsdóttir vann Rodrigues og Svana Samúels- dóttir vann óvænt Paniagva, er hún lék af sér drottningunni í betri stöðu. Guðmundur Sigurjónsson tapaði fyrir Portish, Helgi Olafsson tapaði fyrir Ribli. Margeir Péturs- son gerði jafntefli við Sax og Ingvar Ásmundsson gerði jafntefli við Csom. Eftir 11. umferðir hefur karlasveitin þá 25 vinninga og kvennasveitin er með 7'Æ vinning eftir 4 umferðir í D-riðlinum. Fyrir þessa viðureign höfðu ísland og Ungverjaland teflt átta sinnum saman á Olympíuskákmóti og var staðan 22:10 fyrir Ungverja, þannig að þeir hafa bætt um betur í þessari viðureign. í fyrstu þrjú skiptin: Hamborg 1930, Folkestone 1933 og Stokkhólmi 1937, unnu Ungverjar á öllum borðum. í Moskvu 1956 vann íslenzka sveitin aftur á móti 3:1, í Múnchen 1958 skildu sveitirnar jafnar í Leipzig 1960 unnu Ungverjar 3:1. I Varna 1962 unnu Ungverjar 2.'h:\'h en í Nizza 1974 unnu íslendingar með 2V^:1 ht.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.