Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 Um 50% aukning útgáfu- verka hjá Máli og menningu Líí'ríki og lífshættir: hafa þó ekki enn verið tekin þeim tökum, sem lífsnauðsyn krefur. Þar kemur einkum til, að afleið- ingarnar eru ekki nema að litlu leyti teknar að bitna á íbúunum persónulega. Ennfremur mega efnahagsleg og önnur þjóðfélags- leg skilyrði, þ.á m. ekki sízt stjórnmálaleg, naumast öndverð- ari vera til þess að þróttmikið viðnám og síðan endurreisn verði við komið, og hefir ekki staðið á framsýnustu lærdóms- og vísinda- mönnum frjálsræðisríkja að viður- kenna þetta. Óréttlátt væri og að láta þess ógetið, að sumir stjórrw- málamenn þeirra hafa tekið í sama streng. I þrælstjórnarheiminum gegnir að því leyti til sama máli, að einnig þar keyrir náttúruránskap- ur og lífríkisspjöll fram úr öllu hófi, að því er þeir staðhæfa, sem gerzt vita. Undantekning er þó ein, þ.e. bölið, sem bílar valda, og er skýring þess afar einföld. Sam- kvæmt fáeinum auðskiljanlegum efnahagslögmálum, getur þjóð undir sósíalisma aldrei komizt af stigi framleiðslukreppu, þannig að neyzlu- og notavarningur til almenningsþarfa, svo að ekki sé minnzt á almenningsóþarfa, verður ávallt af mjög skornum skammti. Þar á móti vegur hins vegar, að sósíalskir framleiðslu- hættir hafa eðli sínu samkvæmt í för með sér óhemjulega sóun, bruðl og fyrirhyggjuleysi. Það á skýringu sína í því auk annars, að hinir ýmsu þrælarekendur þurfa ekki að hafa teljandi áhyggjur af vörugæðum (nema til stríðsrekst- urs), þeim er sett fyrir að skila ákveðnu magni, sem venjulega er ákvarðað ofar framkvæamlegum mörkum, og samkeppni þeirra á millum verður sízt kurteislegri en tíðkast í einkarekstri. Þar við bætist, að náttúruauðlegð er enn gífurleg og vinnuafl kostar aðeins viðhald vöðva, og lítið þarf þess vegna að hugsa um annað en að moka upp eins og lifandi og dauð verkfæri og vélar megna. í stað mengunar sökum ofáts einstakl- inga, sem er orðin kæfandi á Vesturlöndum, kemur ófögnuður- inn sjálfkrafa af völdum kommún- isma í þrælstjórnarríkjunum. Af landfræðilegum ástæðum bætast Vesturlandabúum ómæld feikn af efnislegum sósialisma. Nægir í því sambandi að minna á, að úthöf eru sameiginleg, svo og nokkur innhöf, margar ár og stórfljót, sem eiga upptök sín í „ríkjum vinnandi fólks“, renna um frjálsræðislönd og til sjávar þar. En með þessu er sagan ekki nema u.þ.b. hálfsögð. Þrælstjórn- arríkin hafa t.d. haft gífurleg skemmdaráhrif á öllum milliríkja- og alþjóðaráðstefnum, sem fjallað hafa um samninga og fullnustu þeirra varðandi náttúruvernd og skyld málefni. Vegna rúmleysis er ekki unnt að gera þeirri sakamála- sögu skil í þessum greinarstúf, en ég get ekki stillt mig um að geta þess að ég hlakka verulega til að vinna úr þeim gögnum, sem ég þegar hefi komizt yfir, og ekki síður þeim, sem ég vænti, viðvíkj- andi þessum bálki. Þó skal lítillega drepið á eitt atriði að þessu sinni, þó að það geti ekki gefið nema smækkaða mynd af því, sem fram fer og vænta má í þessum efnum. Atómstöðvar innan Múrs Gagnstætt því, sem gerist á Vesturlöndum, þar sem kjarnorku- framleiðslu er víða tekið með tortryggni, ef ekki beinum fjand- skap, og til hennar einkum gripið af hernaðarlegum ástæðum, þá er hreint ofurkapp lagt á að reisa kjarnvorkuver sem víðast í kúgun- arríkjunum, ekki einungis af hernaðarnauðsyn, heldur skki síð- ur til iðnframleiðslu. Þýzka lýð- ræðislega lýðveldið er þar engin undantekning. Skemmst er af því að segja, að hvergi er farið eftir öryggisreglum, sem reynt er að fylgja í frjálsræðisríkjunum að því leyti, sem reynsla og þekking hrekkur til, enda þótt einnig þar sé víða pottur brotinn. Varla tekur að nefna hátíðlega staðfesta milli- ríkjasamninga, er kommúnistar hafa gerzt aðilar að, svo alkunn sem virðing þeirra er fyrir eigin orðum og eiðum. Blaðakonan Helga Stötzen varð til þess í haust, sennilega óvilj- andi, að beina athyglinni að umgengni yfirvalda í múrveldinu við öryggisreglur og skuldbinding- ar þeirra í kjarnorkumálum. I kvennablaðinu „Fúr Dich“ skýrði hún svo frá að kjarnorkuverið Rheinsberg hefði raskað líffræði- legu jafnvægi Stechlinvatns. „Daglega sýgur það 480.000 rúm- metra kælivatns úr vatninu, sem í sama magni, nefnilega samsvar- andi einni milljón fullra baðkera, rennur í það aftur tíu gráðum heitara." En vænta má afdrifaríkari fregna úr sömu átt innan tíðar, að því er vestrænir vísindamenn telja — og óttast, og ekki að ástæðu- lausu, þó að þær muni tæplega sjást í innanmúrsblöðum. Óhöpp, slys eða bilanir í kjarnakljúfum kjarnorkuversins „Bruno Leuschner" í grennd Lubmin (880 megavött) og Rheinsberg (80 megavött), sem smíðaðir eru i Rússlandi, hlytu að hafa hroðaleg- ar afleiðingar.. Ástæðan er einkum sú, að hinn öryggistæknilegi út- búnaður þeirra er svo frámuna- lega lélegur, að ekki hefði einu sinni verið litið við að leyfa að setja þá niður í Sambandslýðveld- inu Þýzkaland. Yfirvöld, bæði í Sovétríkjunum og Austur-Þýzkalandi, þvertaka fyrir + að reisa stálstyrkta öryggis- þrýstihjúpa, sem nauðsynlegir eru til að hindra, að geislavirk loftefni, úði og ryk dreifist út í andrúmsloftið, ef slys ber að höndum, og verja kjarnorkuver- in tjóni af völdum skothríðar eða flugvéla, er kynnu að hrapa eða rekast á þau, og + að koma upp kælibúnaði, sem hindra ætti bráðnun fóðringa í kjarnaofni, ef bilun yrði í leiðsukerfum. Strax árið 1973, þegar kjarn- orkuverið „Bruno Leuscher" var reist, mótmæltu norrænir stjórn- arerindrekar tafarlaust þessum hrákasmíðum. Þeir höfðu rök- studdar ástæður til að óttast, að stór landsvæði í Skandinavíu hlytu að verða eitrun að bráð vegna geislavirkni, ef eitthvað bæri út af. Mótmælin reyndust árangurslaus. Kommúnistar svöruðu vífillengj- um einum, og strákuðu sig upp í að fullyrða, að „kjarnorkuverið er reist í algeru samræmi við reglur Alþjóðlegu kjarnorkumálastofn- unarinnar um geislavirknimörk, sem lögfest hafa verið í Þýzka lýðræðislega lýðveldinu." Finnar sem einnig kaupa sovézkan útbúnað til kjarnorku- framleiðslu, voru hins vegar var- kárir. Þeir treystu þrýstivatns- kjarnorkustöð sína „Loviisa-l“ með næstum öllum öryggistækj- um, þ.á m. þrýstiþolhjúp og varakælikerfi. „Okkur fannst allt dótið of ótryggt annars," lét finnskur stjornarfulltrúi hafa eftir sér opinberlega. ■ En múrmönnum stendur á sama. Þeir telja hina vestrænu öryggisreglu, sem keppt er að að halda í heiðri og mælir svo fyrir að koma beri í veg fyrir hinn allra minnsta hugsanlegan skaða, bera vott um heigulsskap. Ef bilanir eða slys yrðu hjá þeim, telja þeir með öllu óhugsandi annað heldur en að starfslið kjarnorkustöðva sinna yrði þeirra vart í tíma og fullfært um að gera nauðsynlegar gagnráðstafanir. Auðvitað er þetta fyrirsláttur. Raunverulega ástæðan er sú, að sósíalismann vantar fjármuni til að tryggja öryggi fanga sinna — og kærir sig kollóttan um líf og limi annarra. Bókmenntafélagið Mál og menn- ing gefur út í ár alls um 35 bækur ef allt er talið og í fréttatilkynn- ingu frá félaginu segir að þetta sé um 50% aukning frá sl. ári. Á síðustu mánuðum ársins verða frumútgefnar um 15 bækur og er aðaiáherzlan lögð á nýjan, íslenzk- an skáldskap. einnig á vandaðar þýðingar erlendra úrvalsskáld- verka bæði handa fullorðnum og börnum. Mál og menning gefur út þrjár nýjar ljóðabækur í ár. Þegar er út komin ljóðabókin Örvamælir eftir Hannes Sigfússon, en jafnframt er væntanleg á næstunni ljóðabókin Virki og vötn eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson þar sem í eru eingöngu nýort ljóð og eiga vafalaust eftir að vekja mikla eftirtekt. Fyrir síðustu tvær ljóðabækur sínar, Að laufferj- um og Að brunnum hlaut Ólafur sem kunnugt er Bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs. Þá kemur út innan fárra daga önnur ljóðabók annars konar, FlateyjarFreyr eftir Guðberg Bergsson, ljóðfórnir til Freyslíkneskisins í Flatey ásamt ýmsum hugleiðingum sem skáldið ljóðar á guðinn um heiðinn dóm og kristinn, mannfólkið og þjóðfélagið. Ymsum mun minnisstætt þegar Guðbergur las úr þessum flokki á samkomum Listaskáldanna vondu á sínum tíma. Innan skamms er von á nýrri skáldsögu eftir Ólaf Hauk Símonar- son sem nefnist Vatn á myllu kölska. Þetta er nútíma Reykjavík- ursaga sem á sér stað að hluta í fjölmiðilsumhverfi en meginefni er úrkynjun og hnignun voldugrar Reykjavíkurfjölskyldu. I umsögn á bókarkápu segir að þetta sé hvöss og markviss ádeilusaga og afhjúp- andi samtíðarlýsing. Þá er senn von á nýrri skáldsögu eftir _ Úlfar Þormóðsson sem nefnist Átt þú heima hér? Þetta er nútímasaga sem gerist í dæmigerðum og ef til vill kunnuglegum útgerðarbæ þar sem ríkir í raun fámennisstjórn — eða einræði eins manns í skjóli fyrirgreiðslukerfis. Margt kemur við sögu, meðal annars útsmogin togarakaup erlendis og nýstárlegar bókhaldskúnstir í útgerðarrekstri. í bókarumsögn segir að þessi ísmeygilega skáldsaga sé langbesta verk Úlfars til þessa. Böðvar Guðmundsson sendir frá sér smásagnasafnið Sögur úr seinni strfðum. Þar eru sex sögur margvíslegs efnis, en samtengdar. Böðvar hefur áður gefið út þrjár ljóðabækur, söngva og leikrit, en þetta er fyrsta sagnabók hans. Eitt ritgerðasafn verður gefið út, Uppreisn alþýðu eftir Einar 01- geirsson. Þetta eru greinar frá árunum 1924—’39 og um þau ár. Undanfarið hefur áhugi manna glæðst talsvert á sögu þessa tíma- bils, og verður þetta greinasafn helsta leiðtoga sósíalískrar hreyf- ingar á þessum árum því vafalaust kærkomið. Á síðasta ári hóf Mál og menning útgáfu á ritsafni þeirra verka eftir William Heinesen sem enn hafa ekki verið gefin út á íslensku. Þýðandi er Þorgeir Þorgeirsson. í ár kemur út smásagnasafnið Fjandinn hleypur í Gamaliel (Gamaliels besættelse). Þetta safn gefur fjöl- breytta mynd af sagnagerð hins færeyska ritsnillings, og þess má geta til gamans að aðalpersóna einnar sögunnar er skáldið Einar Benediktsson. Einnig gefur Mál og menning út eina allra merkustu skáldsögu nútíma heimsbókmennta, Ilundrað ára einsemd eftir Kólum- bíumanninn Gabriel García Márquez. GuðbergurBergsson þýðir úr spænsku. Þá eru gefnar út tvær bækur í sagnaflokknum Skáldsaga um glæp. eftir sænsku rithöfund- ana Maj Sjöwall og Per Wahlöö, Maðurinn sem hvarf og Maðurinn á svöiunum. Þetta er flokkur vel gerðra og nýstárlegra lögreglu- sagna sem hefur notið mjög mikilla vinsælda víða um heim. Þýðandi er Þráinn Bertelsson. Af barnabókum má nefna að gefin verður út fyrsta bókin í flokki þriggja bóka Astrid Lindgren um Emil í Kattholti. Vilborg Dag- bjartsdóttir þýðir. Félagi Jesús eftir Sven Wernström fjallar um sögu Krists og skoðar hana í nýju ljósi, Þórarinn Eldjárn er þýðandi. Báðar eru þessar bækur ríkulega og vel myndskreyttar. Þá er gefin út Patrick og Rut eftir K.M. Peyton, framhald sögunnar Sautjánda sum- ar Patricks sem kom út í fyrra og hlaut þýðingarverðlaun Fræðslu- ráðs Reykjavíkur. Þýðandi er Silja Aðalsteinsdóttir. Af endurútgáfum er helst að nefna Þúsund og eina nótt sem gefin er út í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar í þrem- ur veglegum, myndskreyttum bind- um. Baöherbergisskápar ÚKÍAM £ Glæsilegir badskápar Margar geróir og stæróír Byggingavörur Sambandsins Suðurlandsbraut 32 • Simar 82033 82180

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.