Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 Halldór Jónsson: Um verðbólgulækningar Það er til marks um almennt ííreindarstÍK íslendinga, hversu gaman þeim þykir að prenta upp í blöðum sínum hrósyrði útlendinga um land og þjóð. Sama birtist gjarnan í ræðum stjórnmála- manna okkar f.vrir kosningar, þvílík séní, þjóðskáld, bústólpar, fornkonungar og friðsemdarmenn meiri en Svíar við séum til líkama og sálar. Innanlandsástandið ber þessu fagurt vitni, stéttasamlyndið eins og tært fjallavatn í logni og enginn treður á öðrum. Allt er gert af fyllstu hagsýni og skynsemi undir eftirliti framkvæmdastofnunar- kommissara, hagfræðinga og félagshyggjumanna. Fólkið kaupir hagstæða vöru í verzlun eigin búða og kaupfélaga. Þrautprófuð verð- lagsstjórn í anda Diokletians sálúga Rómarkeisara sér til þess að „hækkun verðlags hér á landi verði ekki meiri en annars staðar gerist í helztu nágranna- og viðskiptalöndum", svo vitnað sé í málefnasamning fyrri ríkisstjórn- ar Ólafs Jóhannessonar frá 1971. Verzlunarmálin Nú er búið að finna út, að þeir sem innflutning stunda á eigin vegum, þ.e.a.s. aðrir en SÍS, Kron og ríkið, steli af fólkinu ótöldum fúlgum. Þetta geri þeir með því að leggja fyrst á vöruna erlendis svonefnda kommissjón, greiði tolla, vörugjald og þessháttar af þeirri álagningu til ríkisins, leggi síðan hin örfáu verðlagsnefndar- prósent þar ofan á, söluskatt 20% þar til viðbótar og þar með fær almenningur útsöluverð, sem er sagt í meðallagi miöað við Norður- lönd. Svo skila þessir herrar kommissjóninni heim og rekstrar- reikningur viðkomandi fyrirtækja réttur af með henni svo þeir geti lifað. Og þá eru allir ánægðir, verðlagsnefnd, neytandinn og inn- flytjandinn, sem býr við frjálst verðlag. Nema þeir sem segja að þeir skili ekki kommissjóninni, stingi henni undan og selji á svörtum eða svoleiðis. Sjálfsagt er eitthvað um það eins og gengur. En væri það regla, því skyldu ekki allar vörur vera ódýrari í KRON og SIS, sem að sjálfsögðu versla ekki upp á þennan máta, og hvers vegna hafa þessir aðilar ekki lagt alla verzlun undir sig vegna hagstæðara verðlags? Getur verið... Nei. Getur verið að sam- keppni hafi áhrif á verðlag? Neytandinn spekúlerar hins vegar of lítið í því, hvernig vöruverð á Islandi byggist upp og hvernig það byggist upp í nágrannalöndunum. Hvað er álagning, tollar og sölu- skattur hér og hvað er þetta þar? Það væri þó fróðlegt að vita hvern þátt „hinar félagslegu þarfir" eiga í vöruverði á Islandi. Já, aumingja verðlagsnefndin Þar sem ekki einu sinni rikis- stjórnin fer eftir tillögum verð- lagsnefndar, sbr. gosið og makarínið og vandséð gagnið af henni sbr. framanskráð, er þá ekki tilvalið sem fyrsta skref í þeirri sparnaðarstefnu seinni ríkis- stjórnar Ólafs að slá þessa nefnd af? Ríkisstjórnin getur stýrt vísitölunni á annan veg eins og dæmin sanna. T.d. með því að auglýsa að hér eftir verði verð á kindakjöti mínus 10.000 kr. pr. kg. Hver mun rekast í því þó að þetta kjöt fáist ekki í búðum sbr. kjarabótakjötið, þegar nóg verður af íslenzkri villibráð á þúsundkall? Nú veit ég ekki, hvort valdhafar treystast til þess að loka fyrir öll viðskipti almennings við útlönd, bréf, telex, síma, ferðalög o.s.frv., svo hægt sé að sjá til þess að menn leggi ekki kommissjón á vörur erlendis. Og geti SIS og KRON ekki skarað fram úr í verðlagningu vara (sbr. yfirlýsingu stjórnar SIS í dag), ef þau fylgja hinum díokletíönsku reglum út í æsar, þá má gera ráðstafanir til þess að vernda borgarann haldi menn að á hann sé hallað. Þetta má gera með því að ríkið setji upp landsfjórð- ungaverzlun, sem sannheiðarlegir hugsjóna- og félagshyggjumenn reki í samkeppni við hinar verzlanirnar. Og ef við viljum hafa sanngirni, þá gerum við þær kröfur einar til þessarar verzlun- ar, að hún verzli fyrir opnum tjöldum greiði sömu gjöld og hafi sömu hlutfallslega fjármagns- i fyrirgreiðslu og önnur verzlun. Svo [ má hver verzla í kapp við annan og þar með búið með okurmafíur og • verðlagsnefnd. Svo má hafa bíla- verkstæði ríkisins, rakarastofu ríkisins, ölgerð ríkisins, tann- læknastofu ríkisins, verkfræði- stofu ríkisins o.s.frv. í hverjum fjórðungi, allt mannað áðurnefndu úrvalsfólki og tryggja þannig framgang hinna háleitu markmiða óg sigur þeirra yfir myrkraöflun- um. Pólitíkin Vandamál okkar Islendinga eru af mörgum talin vera fremur tekjuskiptingarvandamál en afkomuvandamál. í því birtast þeir eðliskostir okkar, sem fullt ! eins má halda fram að einkenni okkur og þeir kostir, sem ég áður gat um að við vildum að prýddu okkur. Ribbaldaháttur, öfunds- sýki, mont og þröngsýni hins óupplýsta eyjarskeggja. Kannski eru þessar mannlegu eigindir ekkert algengari hjá okkur en öðrum þjóðum. Við erum vinnu- söm þjóð og alltaf til í að vinna aukavinnu, a.m.k. meðan hún enn fæst greidd með 30% af nætur- vinnutaxta. Enda fátt annað að gera dags daglega, engin krá á næsta horni, fáir bílvegir, vont Halldór Jónsson veður yfirleitt, hólminn lítill og fólk búið að sjá hann eða hefur ekki áhuga. Hugurinn beinist því að þeim efnisgæðum, sem kaupa má fyrir peninga: bíla, sjónvörp, villur, brennivín, siglingar o.s.frv. I kapphlaupinu um þetta birtast vandamálin. Eg vil ekki minna en þú, helst meira. Til þessa beiti ég þrýstingi. Þú mátt beita þínum þrýstingi eins og þú vilt, meðan þú þrýstir ekki á mig. Þessu vandamáli ætlar núver- andi ríkisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar að stýra. Eftir því sem mér skildist af stefnuræðu hans, m.a. með því að: Beita ströngu verð- lagseftirliti, flytja ekki inn erlent áhættufjármagn, hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins (mér óvit- að hvort aðili er þarna eintala eða fleirtala), vinna gegn verðbólgu (sbr. fyrri stjórn Ólafs), hafa hemil á fjárfestingu, stórauka skattaeftirlit og að líkindum skatta. Hið síðastnefnda réð ég af ummælum fjármálaráðherrans, sem taldi langt í land með það að við stæðum frændum vorum á Norðurlöndum á sporði hvað snertir skattbyrði á mann. En það má núorðið taka sem skrift á veggnum, þegar landsfeðurnir fara að jafna til Norðurlanda. Aðrar leiðir Þar sem ég álít að þessari stjórn Ólafs muni í stjórn efnahagsmála takast svipað og hinni fyrri stjórn hans, þá skal ég leggja hér fram hvað ég myndi bjóða, væri ég stjórnmálamaður, sem ég er ekki. Verkefnið til lausríar íslenzkra verðbólguvandamála er tvíþvætt. I fyrsta lagi friðarsamningar á vinnumarkaði. I öðru lagi ráð- stafanir til þess að auka þjóðar- tekjur á mann. Fyrsti þáttur er því að reyna að ná heildarsamkomulagi við öll launþegasamtök um það, að grunnlaun hækki ekkert t.d. næstu 3 ár. Þjóðhagsvísitala verði látin um það að bæta eða skerða grunnlaun á því tímabili. Til þess að kaupa þetta byði ég: A. Niðurfellingu tekjuskatts á flestar tekjur. Kostnaður 15 milljarðar. B. Söluskattur lækki í 10%. Kostnað- ur 22 milljarðar. C. Benzín lækki. Kostnaður 5 milljarðar. Samtals lækkun opinberra gjalda 42 milljarðar á ári næstu 3 ár. Hvar á að fá þessa aura? Með því að beita áhrifum okkar hjá NATO fáum við sérstakt lán, 200 milljarða, vegna nauðsynlegr- ar endurskipulagningar á efna- hagskerfi landsins til 50 ára með lágum vöxtum. Annar þáttur 1 hæfist með því að við hefjum þegar stóriðju, sem getur að um 3 árum liðnum gefið ríkissjóði 40 Basar í Kópavogi Kvenfélag Kópavogs heldur basar í Félagsheimilinu, 2. hæð, sunnudaginn 12. nóv. kl.2 e.h. Þar verður úrval af prjón- lesi og öðrum handunnum munum til jólagjafa, einnig leikföng, lukkupokar og heimabakaðar kökur. Ágóðinn rennur til líknar- mála. Mannslát fyrir framan myndavélina ÞESSI atburður gerðist í einu „vopnahléinu" í Beirut. Franskur blaðamaður kom þangað með flugvél og varð þar að leita skjóls í húsi nokkru vegna skothríðar. — Hvað er um að vera? Er ekki vopnahlé? spurði hann og fékk svarið: — í Beirut er vopnahlé, eins og þér vitið, sjaldan haldið hundrað prósent. . . Þarna varð hann að halda kyrru fyrir um nóttina og hluta af deginum á eftir með líbanskri fjölskyldu úr hópi kristinna. Hann hafðist við í stigaskoti, vatnslaus, maarlaus og í myrkri. I austurhluta borgarinnar var barist um íbúðarhúsin. Og fyrir augum ljósmyndarans Parricks Chaucel varð þessi hermaður úr hópi kristinna, þar sem hann lá vopnaður sovéskri Kalachinikov-vélbyssu, fyrir kúlu frá húsinu á móti og féll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.