Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 27 Verðlækkun á róf- um og gulrótum Annars flokks kartöflur boðnar á lægra verði ..Uppskeran á garðávöxtum hefur urðið með allra mesta móti í ár ok þess vegna höfum við nú lækkað verðið á rófum og gulrót- um og einnig höfum við náð samninjium við þó nokkuð marg- ar verzlanir um að taka annars flokks kartöflur til sölu ok munu þær verða 50 krónum ódýrari en fyrsti flokkur miðað við tveggja og hálfs kílóa poka.“ sagði Jóhann Jónasson forstjóri Græn- metisverzlunar landbúnaðarins í samtaii við Mbl. í gær. Jóhann sagði, að reiknað væri með 120.000 tunnum af kartöflum til sölu, sem er liðlega helmingi meira en í fyrra. Sagði Jóhann að þetta magn ætti að endast nokk- urn veginn árið, fram að næstu uppskeru og yrði stefnt að því að geyma kartöflurnar eins lengi og mögulegt er. Fyrir þremur árum hefðu íslenzku kartöflurnar enzt út júnímánuð og hefði þá geymsl- an tekizt vel. „Reynslan er sú að meðan fyrsta flokks kartöflur eru á markaðnum þýðir ekki að bjóða annan flokk til sölu,“ sagði Jóhann. „I þessu magni er nokkur hluti sem er of smár til að komast Meira en nóg að gera hjá Norðurstjömunni NORÐURSTJARNAN í Ifafnar firði hafði síðdegis á þriðjudag tekið á móti um 250 tonnum af síld og sagði Pétur Pétursson, forstjóri fyrirtækisins. að staðan hjá Norðurstjörnunni hcfði gjör- breyzt síðan um miðja sfðustu viku. Þá ákvað sjávarútvegsráðu- neytið að heimila 60 hringnóta- bátum að veiða 30 tonn í viðbót við þau 210 tonn, sem ákveðin voru í haust. Það skilyrði fylgdi þó þessum auknu heimildum að Norðurstjarnan hefði forkaups- rétt að afianum. — Við höfum fengið eins mikið og við höfum getað afkastað og reyndar meira en við höfum ráðið við, því við gátum ekki tekið afla af tveimur bátum, sagði Pétur. Norðurstjarnan hefur gert samn- inga um unna síld og til að geta staðið við samninga þarf fyrirtæk- ið að fá 1.000—1.200 tonn til vinnslu. Pétur sagði í gær að fyrirtækið væri nú komið með um fjórðung þess magns. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LIÚ, sagði að í þessu máli hefði verið um þrennt að ræða síðan ráðuneytið jók kvótann. Bátar hefðu fyllt kvóta sinn án þess að Norðurstjarnan hefði forkaupsrétt að aflanum, Norðurstjörnunni hefði í einhverj- um tilvikum verið boðin síld án þess að fyrirtækið treysti sér til að taka hana. í þriðja lagi hefði Norðurstjarnan tekið síld og um það væri ekki nema gott eitt að segja. — Við vildum aðeins ekki sætta okkur við að fiskverndunarlög væru notuð til að skikka okkur til að landa hjá einhverjum tiltekn- um aðila, sagði Kristján Ragnars- son. Tvœr sölur í Grimsby TVÖ fiskiskip seldu í Grimsby í gær og fengu þau bæði allgott verð fyrir aflann. Gylfi seldi 70.2 tonn fyrir 23.8 milljónir og var meðal- verðið því 338 krónur á kíló. Sólberg seldi 110.5 kíló fyrir 41.6 milljón og var meðalverðið 376 krónur. Lárus með 123 lestir Ólafsvík, 8. nóvember. — Und- anfarnar tvær vikur hefur verið fremur dauft yfir atvinnu hér í Ólafsvík. í gær kom svo togarinn Lárus Sveinsson af veiðum og landaði 123 lestum, mest karfa. I dag landar Gunnar Bjarnason um 90 lestum af síld, sem hann fékk í hringnót út af Ingólfshöfða. Er það góð síld og fer í frystingu. Tveir bátar róa héðan með línu og einn með þorskanet, en afli þeirra hefur verið fremur tregur. Dragnótabátar eru að hætta veið- um eftir allgott úthald. — Ilelgi. Tregur afli Húsavíkurbáta Húsavík. 8. nóvember — Afli úr sjó hefur verið mjög tregur í Tillitssemi kostar ekkert haust. í snurvoð hefur mjög lítið fengizt og kolinn, sem á að vera vandveiddur hér í Skjálfanda, finnst ekki. Rækjuveiðar í Axar- firði byrjuðu í október en voru fljótlega stöðvaðar vegna of mikils seiðamagns í aflanum. Gamla veiðarfærið línan hefur reynzt skást, þó lélegt teljist, en færri vilja stunda línuveiðar heldur en rækjuveiðarnar því ef rækjan veiðist gefur hún hlutamönnum góðar tekjur og meiri tekjur fyrir minni vinnu en hinar veiðarnar, sem útheimta mikla vinnu, ef eitthvað á að fást. — Fréttaritari. INNLENT í fyrsta flokk eða að kartöflur fara í annan flokk vegna skemmda á hýði. Þetta eru alveg jafngóðar kartöflur til matar og fyrsta flokks kartöflur, en fólk hefur frekar viljað fá stærri kartöflurn- ar, sennilega vegna þess að því þykir óþægilegt að skræla smærri kartöflurnar. Við ætlum því að reyna að bjóða annars flokks kartöflur til sölu nú jafnhliða fyrsta flokknum og vonum að verðmunurinn dugi til þess að fólk sjái sér hag í því að kaupa annars flokks kartöflur." Varðandi rófurnar sagði Jóhann að í fyrra hefði grænmetisverzlun- in selt um 200 tonn af rófum og hefði það enzt fram á vor. Nú vissi hann um einn framleiðenda, sem hefði rúmlega 200 tonna birgðir, þannig að lóst væri að þegar allt kæmi saman yrði um talsvert miklu meira magn að ræöa. Því hefði verið ákveðið að lækka verðið á rófum, þannig að 25 kg poki, sem kostaði 140 krónur, kostar nú 100 krónur. Hvað magn snertir sagði Jóhann sömu sögu að segja varðandi gulrætur og er verðlækkunin á þeim miðað við 25 kg poka í heildsölu 50 krónur og kostar pokinn nú 300 krónur. Skólar lokaðir í Ólafsfirði vegna veikinda BÆÐI barna- og gagnfræðaskól- anum á Ólafsfirði var lokað s.l. föstudag vegna veikindafaraldurs í skólanum þar sem um 50% nem- enda voru veikir og allt niður í 5 nemendur mættir 1 bekk. Skólarn- ir verða lokaðir a.m.k. þangað til í dag, en veikin leggst nær eingöngu á börn og unglinga. 32.193 kindum slátrað hjá Kaupfélagi A- Skaftfellinga Höfn, Hornafirði, 8. nóv. — Sauðfjárslátrun er nýlega lokið hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfell- inga. í Höfn var slátrað 26.849 kindum og var meðalvigt dilka 14.29 kg. A Fagurhólsmýri var slátrað 5.344 kindum og var meðalvigt dilka þar 14.62 kg. Samtals var því slátrað 32.193 kindum, sem er 2.600 fjár fleira en í fyrra. Mestan meðalþunga átti Bergur Þorleifsson Flatey 18.82 kg, og mest meðalvigt frá heimili 18.22 kg frá Vesturbæ í Flatey, en þaðan voru lagðir inn 242 dilkar. — Gunnar. Sumir versla dýrt — aðrir versla hjá okkur É Okkar verð eru ekki tilboð É 1 heldur árangur af ^ 1 hagstæðum innkaupum i NAUTAKJÖT af nýslátruðu: KR. pr.kg. Buff ............ . 3.550.- (Nautabuff 3 kg. 9.960. —) 3.320- Gúllas .................... 3.150,- (Nautagúllas3 kg. 8.250.—) 2.750- Mörbráö ................... 4.480.— File....................... 4.480.- Innanlæri ................. 3.980,— Beinlausir fuglar .... 3.950,- Hakk ...................... 1.98Q.- (Nautahakk 10 kg. 16.700.— 1.670- Nautahakk 5 kg. 8.750.—) 1.750.- Hamborgarar stórir pr stk .165- Sirloinsteik............... 1.980,- T-bone ................... 1.980.- Framhryggur........ 1.190.- Bógsteik................... 1.190.- Ossobuco................... 1.070,- Súpukjöt.................... 1.070- Saltað nautabrjóst .. 2.250.- Huppsteik ................. 2.500,- Nautakjöt í V2 skrokkum FOLALDAKJÖT af nýslátruðu KR pr k£ Buff ............. 2.980. Gúllas ........... 2.850. Mörbráð .......... 3.200. Fiele ............ 3.200. Innralæri......... 2.980. Karbonaði, kryddað. pr stk 150. Hakk1.fl............1.490 Saltað folaldakjöt, valið 990 Reykt folaldakjöt, valið 1.190 Folaldakjöt í V2 skrokkum. TRIPPAKJÖT af nýslátruðu Buff ............. 1.990 Gúllas ............ 1.990 Vöðvar ........... 1.990 HROSSAKJOT af nýslátruðu Saltað hrossakjöt ... Ekta Hrossabjúgu, nýreykt ... KJÚKLINGAR nýslátraðir Holdakjúklingar... Grillkjúklingar .. Kjúklingabringur.... Kjúklingalæri..... Unghænur ......... Opið á laugardögum frá kl. 9.00-12.00 STARMÝRI 2 AUSTURSTRÆTI 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.