Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 39 Jón Oddgeir Jónsson: Kennsla í hjálp í við- lögum í Bréfaskólanum mynda þannig mótstöðu við brjóstkassann. en þrýsta síðan nokkrum sinnum með kröftugu. snöggu átaki að sér, yfir bol sjúklingsins ob fylgjast með því hvort hluturinn hrekkur upp. Eins og kunnugt er. hefur Bréfaskólinn hafið nýjan þátt f fræðslustarfi sínu með því að láta prenta 6 bréf. sem miðast við kennslubókina „Hjálp í viðlögum“. í hverju bréfi eru verkefni til úrlausnar úr tilteknum köflum bókarinnar. en auk skyndihjálpar rætt um orsakir os varnir gegn slysum. í kynningargrein um þessa kennsluhætti segir m.a. í formála bréfanna> • „Hjálp í viðlögum er einkum miðuð við það að hjarjia mannslífi, ef slys ber að höndum og enginn læknir er viðstaddur. en einnig að lina þjáningar og fyrirbyggja örkuml, eftir því sem tök eru á. meðan beðið er eftir sjúkraflutningi. Guðmundur Thoroddsen prófessor segir m.a. í formála fyrstu útgáfu bókarinnar „Iljálp í viðlögum"i „Læknum þeim, er að slysum gera, er oft kennt um, ef eitthvað fer verr en skyldi og er þá ekki alltaf spurt um hvernig verið hefur í pottinn búið og er það ánægjuefni fyrir lækna að sem flestir læri hjálp í viðlögum og njóti þar réttrar tilsagnar. En muna verður sá sem vill hjálpa, að leikmannshjálp við slysi er „í viölögum", fyrsta boðorð hans, eins og læknisins, verður að vera „nil nocere,“ að skaða ekki og er mikilsvert að þekkja sínar tak- markanir. Þessi „Hjálp í viðlög- um“ tekur þetta einnig greinilega fram á ýmsum stöðum og er það eitt af því sem gefur bókinni gildi.“ Það er flestum ljóst, að nokkur meginatriði í hjálp í viðlögum svo sem lifgunartilraunir. stöðvun blæðinga og umbúnaður sára. krefjast verklegrar kennslu og æfinga, en það er jafnframt ljóst aö slíkt nám byggist einnig á lestri kennslubóka. Þá er annað kennsluefni þess eðlis, að það má nema a bókum og myndum, svo sem meðferð bruna- sars. kals og fleira. Með því að færa kennsu í hjálp í viðlögum í form bréfaskóla, eins og nú verður reynt, er leitast við að undirbúa fólk til að sækja námskeið hjá þeim aðilum, sem beita sér fyrir verklegri kennslu í þessum efnum; skapa því eins konar forskóla og veita því hvatn- ingu að hefjast handa. Svo er önnur hlið á þessu máli, sem verður best skýrð með tilvitn- un í formála nefndrar bókar: „Nemendur þeir, sem læra hjálp í viðlögum, geta að vísu náð góðum árangri í bili með veklegu námi eingöngu, en hætt er við að fljótt gleymist það sem lært hefur verið, nema því sé haldið við, rifjað upp í tómstundum með lestri eða jafnvel með þvi að líta á myndir.“ (G.Th.) Til fróðleiks er hér birtur útdráttur úr 3. bréfi skólans, sem fjallar um orsakir köfnunar af völdum aðskotahluta í hálsi og hvernig bregðast skuli við til hjálpar. í þessari blaðagrein eru felldar niður tilvitnanir bréfsins í kennslubókina. út af. til da'mis ef börn eða fullorðnir reyna að kyngja stærri bita en þau ráða við. getur hann orðið fastur í kokinu við barkaop- ið og hindrað að loft berist til lungnanna. Mynd þessi er frá barnasjúkra- húsi í Chicago og sýnir hluti. sem legið höfðu á glámbekk f heima- húsum og lítil börn gleypt. Ungbörn sem byrja að kanna veröldina skríðandi eða staulandi á gólfinu heima. finna oft hina furðulegustu hluti, sem fara vel í munni að þeirra smekk og eru geymdir þar. Þá er hættan yfirvofandi, því við snögg við- brögð hjá barni, sem bregður, hnerrar eða geyspar, myndast aðsog lofts gegnum munninn. Áður en varir sogast hluturinn niður f kokið og situr ef til vill fastur við barkaopið. eða í sjálfum kverkunum og hindrar öndun að nokkru eða öllu leyti. Leiðir lofts og matar Örvarnar sýna leið öndunar- loftsins um nef, kok og barka til lungnanna. Punktalínurna sýna aftur á móti leið fæðu og drykkj- ar um kok og vélinda til magans. Þarna skapast óneitanlega hættu- sva'ði, þar sem mætist loft og matur í kokinu. Bregði ejtthvað Bregða verður skjótt við til hjálpar. Barnið blánar í framan og getur þá og þegar misst meðvitund. Stúlkan á myndinni þrífur barnið, leggur það á grúíu á læri sér og veitir því bylmings- högg milli herðablaða með flötum lófa nokkrum sinnum. Iljálparmaður veltir sjúklingn- um á grúfu. með annan handlegg undir brjóstkassa. heldur höfði hans aftursveigðu (svo munnur hans opnist) og lemur síðan bylmingshögg, með flötum lófa milii herðablaða sjúklingsins. Á smábarni er þrifið um fætur þess með annarri hendi. til að hafa á þvi' endaskipti. en með hinni hendinni bankað í bak þess. til að mynda loftþrýsting frá lungum. við þessa aðstöðu þrýsta einnig innyflun að þind og lungunum. Ef hluturinn kemur ekki upp í, eða út úr munni harnsins, þá endurtakið þetta og íylgist með hvað gerist. Læknarnir Ilaglund í Gauta- horg og Ileimlich í Ohio, hafa bent á. að reynandi sé að þrýsta undir þindina og þjappa að lungunum framan frá. með sv nefndri þrýstiaðferð. Iljálpin er fólgin í því að sjúklingurinn er beygður fram um mjaðmiri hjálp- armaður stillir sér bak við hann. tekur undir bringspalir sjúkl- ingsins. beitir hnúa annarar handar undir rifjabogann og þrýstir með snöggu átaki að og upp undir rifjaboga með báðum höndum. eins og myndin sýnir. Við þetta þrengist brjóstholið og loftið í lungunum þjappast saman. en um leið skýst aðskota- hluturinn upp í munn sjúklings- ins, eða út úr honum — ef vel gengur. Gera má ráð fyrir að þurfa að endurtaka þrýstinginn nokkrum sinnum, en forðast þó þjösnaleg átök. Hér birtast tvær myndir til viðbótar þeim myndum. sem eru í kennslubókinni. til hjálpar þeim. sem stendur f og eru svo langt leiddir. að þeir haía misst meðvit- und og fallið niður. Sjúklingur lagður á hliðina. með framhandleggi þétt að brjóstkassanum (sem hjálpar- maður styður við) og veitir síðan nokkur högg milli herðablaða sjúklingsins. Ef stendur í stálpuðu barni Við þessar aðstæður mætti bregða barninu um öxl sér og Ef sjúklingur er hættur að anda á meðan. eða eftir. að tilraunir til hjálpar áttu sér stað. er sjálfsagt að hefja lífgunartil- raunir á meðan beðið er eftir læknishjálp. Ekkert af ráðum þeim. sem hér eru nefnd. eru óbrigðul, heldur tilraun leikmanns að bjarga mannslífi. þegar svona er komið og enginn læknir viðstaddur. Hitt er svo annað mál að oft heppnast að hjálpa með slikum tilþrifum. ef hjálparmaður hefur áður kynnt sér björgunartökin. Að lokum skal það ítrekað. að það á við í þessum tilvikum. sem við önnur slys. að jafnframt því að hjálparmaður hefst handa. þarf að skipuleggja það að ná strax í læknishjálp. Jón Oddgeir Jónsson. Styrk úthlutað úr Menningar- sjóði Islands og Finnlands MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá menntamálaráðuneytinu, þar sem skýrt er frá úthlutun styrkja sem stjórnir Menningarsjóðs lslands og Finnlands veita. Samtals fengu 15 aðilar styrk að þessu sinni, að upphæð samtais 53 þús. finnsk mörk. Gengi á finnsku marki er nú nálægt 79 krónum íslenskum, 87 krónur á ferðamannagengi. „Stjórn Menningarsjóðs íslands og Finnlands kom saman til fundar 25. október s.l. í Reykjavík til þess að ákveða úthlutun styrkja úr sjóðnum. Umsóknarfrestur var til 30. septem- ber sl. og bárust alls 70 umsóknir, þar af 56 frá Finnlandi og 14 frá Islandi. Úthlutað var samtals 53.000 finnskum mörkum og hlutu eftir- taldir umsækjendur styrki sem hér segir: 1. Antti Ahlström, prófessor, 3.000 mörk til að kynna sér næringar- og matvælaræðirannsóknir á ís- landi. 2. Brita Helenius, blaðamaður, 3.000 mörk til að kynna sér íslenska þjóðlagasöfnun. 3. Kirsti Hynynen, fulltrúi, 3.000 mörk, til að kynnast íslenskri list, íslenskum listamönnum og sam- tökum þeirra. 4. Félagið Islandia, 3.000 mörk, til að standa fyrir íslenskri menningar- kvöldvöku. 5. Christer Laurén, prófessor, 3.000 mörk, til að kynna sér íslenska málvernd. 6. Luontoliito ry (Náttúruverndar- sambandið) 5.000 mörk, til sam- starfs við samsvarandi samtök á íslandi. 7. Pekka Paavola, forstöðumaður Listasafnsins í Tammerfors, 3.000 mörk, til að kynna sér íslenska nútímamyndlist. 8. Teuvo Peltoniemi, magister í samfélagsfræðum, 3.000 mörk, til kynnisferðar til íslands til að semja þætti fyrir blöð og útvarp. 9. Olavi Porri, ljósmyndari, 5.000 mörk, til að taka ljósmyndir á Islandi og halda þar ljósmynda- sýningu. 10. Ari Tolppanen, tekn. stud., og Bo-Christer Björk, dipl. ing., 5.000 mörk, til að kynna sér íslenska kvikmyndagerð. 11. Jón Arnarr Einarsson, innan- hússarkitekt, 4.000 mörk, til að kynna sér hönnun og framleiðslu húsgagna í Finnlandi. 12. Suomi-félagið, 2.500 mörk, til að minnast 30 ára afmælis félags- ins. 13. Kennararnir Sigurður Sigfússon og Þórir Þorvarðsson, 5.000 mörk, til að kynna sér nám- skeiðastarfsemi á vegum sam- vinnufélaganna í Finnlandi. 14. Þráinn Bertelsson, rithöfundur, 2.000 mörk, til kynnisferðar til Finnlands. 15. Vésteinn Lúðvíksson, rithöfund- ur, 3.500 mörk, til Finnlandsfar- ar, einkum til að kynna sér finnsk leikhús og leikhúsverk. Höfuðstóll sjóðsins er 450.000 finnsk mörk sem finnska þjóðþingið veitti í tilefni af því að minnst var 1100 ára afmælis byggðar á íslandi sumarið 1974. — Stjórn sjóðsins skipa Ragnar Meinander, deildar- stjóri í finnska menntamálaráðu- neytinu, formaður, Juha Peura, fil. mag., Kristín Hallgrímsdóttir, stjórnarráðsfulltrúi, og Kristín Þór- arinsdóttir Mántylá, en varamaður af finnskri hálfu og ritari sjóðs- stjórnar er Matti Gustafsson, full- trúi, og varamaður af íslenskri hálfu Þórunn Bragadóttir, stjórnarráðs- fulltrúi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.