Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 I ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ X Björgvin Björgvinsson verður undir smásjá íslenska landsliðsþjálíarans um næstu helgi ásamt þeim Ólafi og Axel er lið þeirra leika saman. Jóhann Ingi fer út til að horfa á Ólaf, Axel og Björgvin Knattspyrnusnillingurinn Johan Cruyff lék sinn síðasta leik í fyrrakvöld. Cruyff lagði áherslu á að leika kveðjuleik sinn með Ajax. félaginu scm hann hóf íeril sinn hjá fyrir 14 árum og átti sínar ánægjulegustu stundir hjá. Mótherjar Ajax voru leikmenn Baycrn Munchen og 65.000 manns tróðu sér inn á leikvöll Ajax í Amstcrdam. Leikurinn varð til lítillar gleði íyrir Cruyff fyrir þær sakir helstar, að Bayern tók leikinn strax í sínar hendur og þegar yfir lauk var staðan 8—0 fyrir þýska liðið. Og fjöldi manns yfirgaf leikvanginn löngu áður en að lokaflautan gall. Þetta er versta tap sem Ajax hefur nokkru sinni orðið að þola og eins, einn stærsti sigur sem Bayern hefur nokkru sinni unnið. Breitnar og Rummenigge skor- uðu sín þrjú mörkin hvor, en markavélin og fyrirliðinn Gerd Miiller skoraði tvívegis. Þrátt fyrir hina háðulegu með- ferð, var Cruyff fagnað innilega af mannfjöldanum og hann var eini leikmaður Ajax sem nokkuð kvað að í leiknum og í leikslok var hann borinn á öxlum manna fram og aftur um allan völl. Eftir leikinn var Cruyff bitur og sagði að leikmenn Bayern hefðu misskilið hvað til stóð: — Það átti að fara út og hafa gaman að þessu, við lékum eftir engum kerfum. Leikmenn Bayern höfðu á hinn bóginn aðeins áhuga á að vinna leikinn og léku sem um einhvern úrslitaleik væri að ræða. Það átti að fara fram knattspyrnusýning, en vegna hugarfars Þjóðverjanna fór sú áætlun út um þúfur. Hér eftir mun snillingurinn Cruyff aðeins leika einstaka sinn- um í góðgerðaleikjum, en það er einmitt það sem viðureignin í fyrrakvöld var. Allur ágóöinn af leiknum rann að beiðni Jóhanns til hinna ýmsu góðgerðastofnana. Einnig dálítið til hollenska áhuga- mannasambandsins í knattspyrnu. Geir Halisteinsson veröur meö landsliðinu í vetur Kveðjuleikur Cruff-0-8 tap fyrir Bayern! IA sigraði IBK 26-13 4 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ í BLAÐINU í gær, þar sem greint var frá úrslitum 3. deildar í handknattleik, féll niður leikur ÍA og Keflavíkur en það var fyrsti leikurinn sem fram fór í 3. deildinni. Leiknum lauk með sigri ÍA, 26—13. þr. KR mætir IR í körfunni í kvöld EINN leikur fer fram í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld. KR leikur við IR og fer leikurinn fram í íþróttahúsi Hagaskólans oghefst kl. 20.00. Liðin eru nú jöfn að stigum í úrvalsdeildinni og búast má því við miklum hörkuleik þeirra á milli. þr. • Opna Stokkhólmsmótið í tennis fer fram dagana frá 6. til 11. nóvember. Þetta er í 10. skipti sem mót þetta er haldið. Björn Borg hefur, ótrúlegt nokk, aldrei unnið mót þetta. Hann verður meðal kcppenda að þessu sinni og ef frá eru taldir þeir Jimmy Connors og Guilermo Vilas, verða flestir toppmennirnir einnig með, þ.á m. Ilie Nastase og Vitas Gerulatis. Það er engin smáfúlga sem keppt er um á móti þessu. ein milljón sænskra króna, takk fyrir, og því verða fleiri en Borg sem fýsa mun að vinna mótið. Á mcðfylgjandi mynd er Björn ásamt unnustu sinni Mariönnu Simonescu. FREKAR hljótt hefur verið um íslenska landsliðið í handknatt- leik að undanförnu. Máske ekki nema eðlilegt þar sem engin verkefni hafa verið. Landsleikirn- ir sem áttu að fara fram við Austur-Þjóðverja féllu niður. Nú fer hins vegar að styttast í að landslið verði valið til æfinga og keppni því að í lok nóvember tekur liðið þátt í handknattleiks- móti í Frakklandi, eða nánar tiltekið 28. nóv. til 2. des. Leikur liðið þá við A- og B-lið Frakk- lands, Túnis, Pólland og Alþýðu- lýðveldið Kína. Ætti þetta að geta verið góður undirbúningur fyrir tvo landsleiki við Dani sem eiga að fara fram hér heima þann 16. og 17. des. Til að kanna undirbúning fyrir Frakklandsferðina o.fl. var rætt við Jóhann Inga landsliðsþjálfara. — Hvernig kemur þú til með að haga undirbúningi undir þessa landsleiki sem eru framundan? Islenskir handknatt- leiksmenn fá góöa dóma í erlendum blöðum í HINA virta í Vestur-þýska íþróttablaði „Der Kicker“ er nú nýiega fjallað um handknatt- leikinn í 1. deildinni þýzku. Er þar rætt um möguleika liðanna á meistaratitli og fjallað er um leikmennina í deildinni. Þeir Olafur Jónsson og Axel Axels- son fá báðir sérlega góð ummæli í biaðinu. Sagt er að Ólafur sé einn sterkasti varnarleikmaður- inn í deildinni og jafnframt einn besti línuspilarinn. Sagt er að Axel sé einn sá skotfastasti í 1. deild og markmenn eigi í mikl- um erfiðleikum með skot hans. Séu Islendingarnir mikilvæg- ustu leikmenn Dankersein liðs- íns. Ólaíur H. Jónsson fær góða dóma í' þýskum blöðum. í danska blaðinu BT, er skýrt frá því síðastliðin föstudag að Aarhus KFUM væri með besta markmannstríóið í 1. deildinni dönsku um þessar mundir. Og í því sambandi er getið um góða frammistöðu Gunnars Einars- son í undanförnum leikjum. — Fyrst er mér hugleikið að kynnast getu þeirra leikmanna sem leika í Vestur-Þýzkalandi, og þess vegna ætla ég að gera mér ferð út um næstu helgi og horfa á leik Dankersen og Grambke í þýzku 1. deildarkeppninni. Þar mun ég sjá Ólaf Jónsson, Axel Axelsson og Björgvin Björgvins- son. Þá mun ég einnig ræða við þessa leikmenn og kynna mér áhuga þeirra á þátttöku með landsliðinu í verkefnum vetrarins. Eg mun líka afla mér upplýs- inga um þá Gunnar Einarsson og Þorberg Aðalsteinsson sem leika með Göppingen. — Nú strax og ég kem heim eða á mánudag mun ég velja landsliðs- hóp til æfinga og munum við æfa saman í fjóra daga í næstu viku. Hugsanlega leika svo einn opin- beran leik hér á móti einhverju úrvalsliði. Ég hef að undanförnu haft fundi með þjálfurum 1. deildar liðanna varðandi þjálfun ofl. og hafa pólsku þjálfararnir verið mér innan handar í þeim efnum. — Ég er búinn að ræða við okkar reyndasta handknattleíks- mann, Geir Hallsteinsson, og hann hefur gefið mér vilyrði fyrir því að verða með í vetur og er gott til þess að vita að landsliðið fái enn að njóta krafta hans. Það mun að sjálfsögðu ekki skýrast fyrr en ég kem heim frá Þýzkalandi hvort ég vel útlendinga í liðið eins og þeir eru svo oft kallaðir. — Hvað með Gunnar Einarsson sem leikur í Danmörku? — Jú, hann kemur sterklega til greina eins og aðrir en ég hef ekki kynnst mér ennþá hvort hann hefur tök á því að verða með verði hann valinn i' liðið. Nú átti landsliðið að fá mynd- segulband til afnota, bólar eitt- hvað á því? — Já, það er í pöntun og verður væntanlega tekið í notkun á næstunni, sagði Jóhann Ingi að lokum. þr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.