Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 Mynd þcssi var tckin í bænum Ujire í Chikmagaiur. kjördæmi Indiru Gandhi. fyrir kosningarnar þar á sunnudag. Stúdentar fóru í hópgönRU til að mótmæla dauða ungrar stúlku, sem sagt er að lögreglan hafi banað. Indira Gandhi endurreist Bandarísku kosningarnar: Eini blökku- maðurinn f éll Brooke missti sæti sitt í öldungadeildinni Washington, 8. nóv. — AP TALNINGU er ekki cndanlega lokið í kosningunum í Bandarikjunum, en ljóst er að flokkur demókrata hefur áfram meirihluta þingsæta og ríkisstjóraembætta, þótt rebublikanar hafi unnið nokkuð á. Kosið var á þriðjudag um öll 435 sæti fulltrúadeildar þingsins 35 af 100 sætum öldungardeildarinnar, og 36 af 50 embættum rík ríkisstjóra. Samfara þessum kosningum greiddu kjósendur atkvæði um margvísleg hagsmunamál, allt frá því hovrt takmarka ætti smíði kjarnorkuvera til þess hvort unnt ætti að vera að kaupa gervitennur hjá tannsmiðum jafnt og hjá tannlæknum. Nýju Delhi, 8. nóv. AP. INDIRA Gandhi fyrrum for- sætisráðherra Indlands vann yfirhurðasigur yfir frambjóðanda stjórnar- flokksins í aukakosningun- um í Chikamagalur á sunnu- dag. Illaut hún 249.376 atkvæði, en Veerendra Patil, frambjóðandi Janataflokks- ins 172.043 atkvæði. Er þetta áfall fyrir ríkis- stjórnina, sem tók við af flokki Indiru Gandhis fyrir tæpum tveimur árum. Þótt Morarji Desai forsætisráð- herra hafi reynt að láta kosningarnar afskiptalausar, héldu margir ráðherra hans uppi harðri baráttu fyrir kjöri Patils. Þegar úrslit voru ljós lýstu stuðningsmenn Indiru Gandhi því þegar yfir að með baráttu sinni fyrir kjöri Patils hafi meðráðherrar Desais gert aukakosningarn- ar að nokkurs konar skoðana- könnun á fylgi ríkisstjórnar- innar, og tapað illilega. Einn helzti stuðningsmað- ur Indiru Gandhi, þingmað- urinn F.M. Khan, sagði úr- slitin sanna að hún væri óumdeildur leiðtogi alþýðu Indlands. Krafðist hann þesá að nú þegar yrði efnt til nýrra þingkosninga. Ólíklegt er að þeirri kröfu verði framfylgt, því að Janata- flokkurinn hefur enn 304 þingsæti af 544 í neðri málstofu þingsins, og því öll völd í sínum höndum. Indiru Gandhi hefur nú verið boðið embætti leiðtoga stjórnarandstöðunnar á næsta þingi, sem kemur saman 20. þessa mánaðar. Óskaði hún eftir að fá frest til að hugsa málið. Samkvæmt þeim tölum, er fyrir liggja, ættu demókratar á fá 58 sæti í öldungadeildinni í stað 61 áður, en republikanar 41 í stað 38. Einn þingmanna er óhaður. I fulltrúadeild virðast demó- kratar hafa tapað 13 sætum, en hljóta 275 sæti af 435, og því öruggan meirihluta áfram. Þá hafa demókratar tapað 5 ríkis- stjóraembættum, en halda 32 og republikanar fá 18. Algengast er að flokkur ríkjandi forseta tapi fylgi í kosningum á miðju kjörtímabili forsetans, eins og þeim sem nú fóru fram, og sagði Jody Powell blaðafulltrúi Carters forseta að úrslitin nú væru mikill sigur fyrir demókrata. Meðal þeirra þingmanna öld- ungadeildarinnar, sem ekki náðu kjöri, var Edward W. Brooke republikani frá Massachusetts, en hann var eini blökkumaðurinn, sem sæti átti í öldungadeildinni. Hann hefur átt í málaferlum vegna hjónaskilnaðar, og eru þau talin hafa dregið úr fylgi hans. John Warner, sem kvæntur er leikkonunni Elizabeth Taylor, virðist hafa náð kjöri fyrir repu- blikana til öldungadeildarinnar, en þar munar litlu á atkvæðum, og segist mótframbjóðandi hans ætla að bíða átekta þar til öll atkvæði hafa verið talin. Þrír fyrrum þingmenn demókrata í fulltrúa- deildinni höfðu verið ákærðir fyrir fjármálamisferli, og náðu tveir þeirra engu að síður endurkjöri, þeir Daniel Flood frá Pennsylvaniu og Charles Diggs frá Michigan. Þrír af þingmönnum demókrata frá Kaliforníu höfðu hlotið vítur á þingi í sambandi við mútugreiðslur frá Suður-Kóreu, og voru tveir þeirra endurkosnir, þeir Edward Roybal og Charles H. Wilson. Martha Keys fyrrum þingmaður demókrata frá Kansas missti sæti Sitt, en eiginmaður hennar, Andrew Jacobs, var endurkjörinn í Indiana. Þau voru einu hjónin, sem sæti áttu í fulltrúadeildinni. Auk kosninga á þing og í embætti, voru greidd atkvæði um margvís- leg hagsmunamál, sem fyrr segir, pg skal hér drepið á nokkur þeirra. I Oregonríki var tillaga um bann við að nota opinbert fé til að greiða fyrir fóstureyðingar hjá konum á opinberu framfæri felld með naumum meirihluta. Kjósendur í Kaliforníu sam- þykktu með yfirgnæfandi meiri- hluta að dauðarefsing skyldi ná til Þessi munur kom ljóslega fram. á mótinu í Strasbourg, þar sem rúmenska stjarnan Nadia Coman- eci, sem var svo sigursæl á Ólympíuleikunum í Montreal fyrir tveimur árum, þá smávaxin og 14 ára, þurfti hvað eftir annað að sætta sig við ósigur, enda orðin tíu kílóum þyngri en þá. fleiri glæpa en nú er gert ráð fyrir í lögum. Kjósendur í Oregon samþykktu einnig að taka á ný upp dauðarefsingu fyrir ákveðna glæpi. 55% kjósenda í Kaliforníu voru andvígir því að banna eða tak- marka reykingar á opinberum stöðum. Kjósendur í Montana sam- þykktu með miklum meirihluta atkvæða að setja svo strangar hömlur á smíði kjarnorkuvera að þar er nánast um algjört bann að ræða. Það var svo í Oregon sem kjósendur samþykktu með 78% greiddra atkvæða að þeir ættu á fá keyptar falskar tennur hjá tann- smiðum, en ekki eingöngu hjá tannlæknum. Tannlæknar höfðu varið um 410 þúsund dollurum til að koma í veg fyrir þessa sam- þykkt. Loks voru víða samþykkt ákvæði um takmörkun á sköttum og á útgjöldum opinberra aðila. Klein læknir kvaðst, hafa skoðað myndir af þekktri sovézkri fim- leikakonu þar sem greinilega má sjá stöðuga rýrnun brjóstanna á fjögurra ára tímabili. Niels Peter Nielson forseti danska fimleikasambandsins sagði í þessu sambandi: „Mér líkar ekki þessi þróun. Þarna eru litlar stúlkur, sem ég hef grun um að séu undir áhrifum lyfja... það er verið að koma í veg fyrir að þær verði konur.“ Brezkur sérfræðingur, sem ekki vildi láta nafngreina sig, sagði að samkvæmt þeim heimildum, sem fyrir hendi væru, gæti vissulega hugsazt að lyf væru notuð. En því til sönnunar þyrfti nákvæmar rannsóknir og nána samvinnu viðkomandi íþróttakvenna. Klein læknir skýrði frá því að fyrir keppnina í Strasbourg hafi fulltrúar ónefnds Austur-Evrópu- ríkis krafizt staðfestingar á því fyrirfram að ekki yrðu gerðar neinar lyfjarannsóknir á keppend- um. „Ég er hræddur um að þessi krafa þeirra sé sízt til þess fallin að kveða grunsemdirnar niður,“ sagði Klein. „Þeir sem hafa ekkert að fela hljóta að fallast á lyfja- rannsókn." Hann bætti því við að aðst.aða hefði verið til þess í Strasbourg að kanna hvort kepp- endur væru undir lyfjaáhrifum, en að Yuri Titov forseti alþjóða fimleikasambandsins, sem áður var fimleikamaður í Sovétríkjun- um, hafi ekki óskað eftir neinum skoðunum. Aðspurður hafði Titov aðeins sagt: „Fimleikamenn nota ekki lyf.“ Khrushchev ekki í náðinni hiá Brezhnev Moskvu, 8. nóv. AP. KOMINN er út í Moskvu þriðji kafli af endurminningum Leonids Brezhnefs forseta. og nefnist hann „ónumið land". Þar segir Brezhnev mcðal annars að góður leiðtogi verði að forðast „tíðar stefnubrcyt- ingar" og „óyfirvegaðar ákvarðanir. án samráðs við aðra" — en þessir tveir lestir leiddu að því er virðist til þess að fyrirrennari Brezhnevs. Nikita S. Khrushchev. var vikið frá völdum. Endurminningarnar birtast í bókmenntatímaritinu Novy Mir, og er þessi kafli 52 blaðsíður. Endurminningarnar eru fjörleg- ar og læsilega skráðar, en þar er mjög lítið gert úr Khrushchev og starfi hans, og hann aðeins nefndur „N. S. Khrushchev“ án þess að embættisheiti fylgi. Khrushchev var vikið úr em- bætti 14. október 1964, og hann lézt sjö árum síðar. Khrushchev. Brezhnev lýsir Khrushchev sem lélegum leiðtoga, er þver- móðskaðist við að leita eða þiggja ráð sérfræðinga. Fyrsti kafli endurminninga Brezhnevs nefndist „Malaya Zemlya" og fja,llaði um herþjón- ustu hans á dögum síðari heimsstyrjaldarinnar. Annar kaflinn nefndist „Endurfæðing" og fjallaði um hlutverk hans við uppbyggingu iðnaðarins eftir 1945. Nýjasti kaflinn fjallar um landbúnað, og þá sérstaklega ákvörðunina frá 1953 um að breyta ónumdum löndum í ræktarlönd. Þótt þessi ákvörðun hafi verið talin helzta afrek Khrushchevs, neitar Brezhnev honum um heiðurinn, en segir ákvörðunina eiga rætur að rekja til frábærrar framtakssemi flokks og þjóðar. Grunur um lyfjatöku fím- leikakvenna París, 8. nóv. AP. ÝMSIR sérfræðingar á Vesturlöndum halda því fram að fimleikakon- ur í Sovétríkjunum og öðrum rikjum Austur Evrópu taki inn „bremsulyf" til að tefja kynþroska. Franski læknirinn Robert Klein. sem var yfirlæknir við nýafstaðna heimsmeistarakeppni í íimleikum í Strasbourg, segist gruna að sumir þjálfaranna frá Austur-Evrópu hafi notað lyf, sem hann kann ekki að greina nánar. en það hafi áhrif á heiladingulinn og dragi úr kynþroska. Aðrir læknar benda á að smávaxnar og lcttar fimleikastúlkur skari fram úr stærri og þyngri stallsystrum sinum vegna hagstæðara hlutfalls þyngdar og styrkleika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.