Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978 23 negent btreet í London er nú að komast í jólabúning. Vegna orkukreppunnar í heiminum hefur jólaskreytinxin þar ekki verið ljósum prýdd undanfarin fjöKur ár, en nú verður breyting þar á. Karl prins kveikir jólaljósin á þriðjudaj? í næstu viku, en þann dag verður hann þrítugur. Sambandsflokkurinn sigurvegari kosn- inganna í Færeyjum Sambandsflokkurinn vann kosninj;arnar til LögþinKsins í Færeyjum í fyrradaj?. Fékk flokk- urinn 5.950 atkvæði og 8 menn kjörna og er fylgisaukning flokksins 7,1%. Framboðs- og fiskvinnsluflokkurinn, sem áður hét Framboðsflokkurinn. mcð Kjartan Mohr sem fremsta mann og eina lögþingsmann, jók einnig Veður víða um heim Akureyri 5 skýjaó Amsterdam 12 heiðskírt Apena 18 skýjað Barcelona 16 pokumóða Berlín 6 heiöskírt Brdssel 16 heiðskírt Buenos Aires 21 heiöskírt Chicago 11 heiöskírt Franklurt 4 skýjað Genf 8 skýjað Helsinki, 6 skýjað Jerúsalem 19 skýjað Jóh.borg 24 heiðskírt Kaupm.höfn 14 skýjað Lissabon 21 rigning London 17 heiðskírt Los Angeles 29 heiðskirt Madrid 14 rigning Malaga 20 mistur Mallorca 19 skýjað Míami 27 rigning Moskva +1 snjókoma New York 15 skýjaö Ósló 7 skýjað Rio de Janeiro 30 heiöskírt Róm 9 heiðskírt Stokkhólmur 10 skýjað Tel Aviv 23 skýjað Tókýó 20 heíöskirt Vancouver 12 skýjað Vínarborg 7 skýjað fylgi sitt. Flokkurinn fékk 1393 atkvæði og 2 menn kjörna. Fylgisaukning flokksins er 3,G% og Kjartan Mohr sem nú nálgast áttræðisaldurinn var kosinn á ný. Sjálfstjórnarflokkurinn (Sjálv- stýriflokkurinn) hélt sínum hlut. Flokkurinn fékk 1624 atkvæði og 7,2% atkvæðanna. Sjálfstjórnar- flokkurinn fékk einnig 2 menn kjörna í þetta skiptið. Stjórnar- flokkarnir misstu allir fylgi. Þjóð- veldisflokkurinn missti þó minnst, hann fékk 4,604 atkvæði og 20,3% atkvæða. Fylgistap Þjóðveldis- flokksins var 2,2%. Flokkurinn fékk 6 menn kjörna á hið nýja Lögþing. Fólkaflokkurinn missti fylgi sem svarar 2,6% en hann fékk 4.062 atkvæði eða 17,9%. Fólkaflokkurinn fær 6 menn kjörna en hafði áður 5. Sósíaldem- ókratarnir töpuðu mestu fylgi eða 3,4%., Flokkur þeirra fékk 5.079 atkvæði eða 22,4%. Sósíaldemó- kratarnir fá 8 menn kjörna en höfðu 7 menn áður. Ofangreindar tölur eru birtar áður en endanlegri talningu er lokið. Lokatalningin getur raskað nokkru um skiptingu þingsæta milli flokka. Samkvæmt hinum • nýju lögum eru 27 menn kjör- dæmakjörnir en uppbótarþing- menn, samkvæmt hinum nýju kosningalögum, verða aðeins 5 á móti 10 áður. 32 menn eru nú á Lögþinginu. Aður voru 20 menn kjördæmakjörnir og uppbótar- þingmenn gátu orðið allt að 10. Sambandsflokkurinn fær einn uppbótarþingmann á norðureyjun- um, Fólkaflokkurinn fær uppbót- armann á Norður-Straumey, Sjálf- stjórnarflokkurinn einn á Suð- ur-Straumey og Framboðs- og fiskvinnsluflokkurinn fær einn uppbótarþingmann á Suð- ur-Straumey. Tvær konur, Jona Henriksen og Karin Kjölbro, voru í fyrsta skipti í sögu Lögþings Færeyja kosnar á þing. Helslu breytingarnar sem orðið hafa við kosningarnar eru að Þjóðveldisflokkurinn missti þing- mann sinn á Suðurey, Sósíaldemó- kratar misstu sinn mann á Sandey og Fólkaflokkurinn missti þing- mann sinn á Vagey. Kosningaþátt- taka var 85,5%. Öfgasamtök gegn eiturlyfjum Róm. 8. nóvember — AP ÍTALSKA lögreglan skýrði frá því í dag að samtök öfgasinnaðra vinstrimanna hafi staðið að árás- um og morðum á mönnum. sem tengdir hafa verið eiturlyfjaverzl- un í Róm og Milano. Hafa samtök þessi lýst sig ábyrg fyrir að minnsta kosti tveimur morðum undanfarna fimm mánuði. Samtökin nefna sig „Vopnaða alþýðan", og barst lögreglunni í dag tilkynning um að þau hefðu staðið að morðinu í gær á kaup- manni í Milano, sem fyrir tveimur árum var sýknaður af ákæru um aðild að eiturlyfjasölu. Þá hafa samtökin í Róm játað að hafa myrt mann grunaðan um eitur- lyfjasölu þar á nýliðnu sumri. Lögreglan segir að samtök þessi hafi starfað í um tvö ár. í fyrstu handleggsbrutu þeir þá, sem álitn- ir voru stunda eiturlyfjasölu, síöar beittu samtökin skotvoþnum til að særa hina grunuðu og loks nú er dauðadómi beitt. Þetta gerðist 1971 — Kínverskir kommúnist- ar í fyrsta sinn til S.Þ. 19G5 — Lög um afnám dauða- refsingar í Bretlandi taka gildi. 1912 — Þýzkt herlið sækir inn í Vichy-Frakkland — Banda- ríkjamenn umkringja Oran í Alsír. 1938 — Nazistar kveikja í •bænahúsum, heimilum og verzl- unum Gyðinga. 1918 — Bylting í Berlíni Max prins segir af sér og Vilhjálmur keisari leggur niöur völd — Lýðveldi stofnað í Bæjarlandi. 1882 — Egyptaland undir sam- eiginlega stjórn Breta og Frakka. 1799 — Napoleon steypir frönsku byltingarstjórninni. 1794 — Rússar sækja inn í Varsjá. 1G81 — Þingið í Oldenburg veitir ungverskum mótmælend- um trúarfreisi — Frakkar setj- ast uin Luxemborg. 1580 — ítalir og Spánverjar ganga á land á írlandi. 1569 — Uppreisn Norðurjarla hefst á Englandi. 1541 — Katherine Howard drottning flutt í Tower — Franz I. af Frakklandi gerir bandalag við Dani. Afmæli dagsinsi Ivan Turgenev, rússncskur rithöfundur (1818-1883). Innlenti ísland tekið í SÞ 1946 — D. Ari fróði Þorgilsson 1148 — Skúli Magnússon landfógeti 1794 — „Gúttó-slagur“ 1932 — Magnús Guðmundsson dóms- málaráðherra dæmdur í 15 daga fangelsi (sekur fundinn í gjald- þrotsmáli; segir af sér og seinna sýknaður) — F. Magnús Ás- geirsson 1901. Orð dagsinsi Hin sanna auðiegð mannsins felst í hinu góða sem hann lætur af sér leiða í lífinu — Múhameð (570-632 e. Kr.) Metast um völdin Salisbury, Rhódesíu, 8. nóv. AP ÆTTARHÖFÐINGINN Kayisa Ndiweni hefur sagt af sér ráð- herraembætti í bráðabirgða- stjórninni í Rhódesíu vegna ágreinings um skiptingu ráð- herraembætta milli ættflokka þegar blökkumenn taka við völd- um þar í landi. Jafnframt sagði Ndiweni sig úr ZUPO-flokknum, sem er talinn íhaldssamastur þeirra þriggja flokka blökku manna, sem aðild eiga að ríkis- stjórninni. Kvaðst Ndiwcni segja af sér vegna þess að í nýju stjórnarskránni, sem verið er að semja, væri ekki gert ráð fyrir nægri aðild Matabele-ættflokks- ins í væntanlegri ríkisstjórn. „Ég er á förum heim til Matabelelands til að hugsa málið,“ sagði hann. Talsmeun stjórnarinnar í Salisbury skýrðu fpá því í fyrri viku að töf yrði á þvi að nýja stjórnarskráin yrði lögð fram vegna þess að Matabele-fulltrúar krefðust helmings þeirra 72 sæta, sem ætluð eru blökkumönnum, en alls verða þingsætin 100. Matabele er minnihlutaþjóð í Rhódesíu, og er Mashona-ættflokkurinn sex sinnum fjölmennari. Ndiweni er annar blökkumaður- inn, sem hverfur úr bráðabirgða- stjórninni í Salisbury frá því hún tók við fyrir átta mánuðum. Þykir afsögn hans táknræn fyrir þá sundrungu, sem ríkir meðal full- trúa blökkumanna innbyrðis. Flugvélin f órst vegna vanrækslu fiugstjórans FYRIIÍ skömmu dæmdi ítalsk- ur dómstóll flugstjóra banda- rískrar farþegaþotu í fjögurra mánaða fangelsi fyrir van- rækslu í starfi. en þota hans fórst í lendingu við Mílanó fyrir þremur árum. Að auki fékk flugstjórinn skilorðshund- inn dóm í eitt ár. Um 30 farþegar og nokkrir úr áhöfn- inni slösuðust í slysinu. og þotan brotnaði í tvennt. Það var 22. desember 1975 að þota af gerðinni Boeing 707 frá Trans World Airways flugfélag- inu fór út af flugbrautinni og brotnaði í tvennt á Mal- pensa-flugvellinum við Mílanó. Vélin var að koma frá New York og um borð voru 113 farþegar flestir ítalir á leið heim í jólafrí, og níu manna áhöfn. Fyrsta tilraun til lendingar mistókst þar sem ekki sá fram fyrir vélina fyrir þoku. í annarri tilraun tókst flugstjóranum að lenda flugvélinni, en ekki betur en svo að hún fór út af brautinni og brotnaði í tvennt áður en hún staðnæmdist. Samkvæmt reglum TWA mega flugmenn félagsins ekki lenda flugvélum við eins slæmar aðstæður og voru þennan dag á Malpensa-flugvellinum. Sagði dómstóllinn, að flugstjórinn hefði brotið þessar reglur og bæri hann ábyrgð á slysinu. Aðstoðarflugstjórinn á flugvél- inni hélt því fram við réttar- höld, að flugvélin hefði farið út af brautinni vegna ótrausts lendingarbúnaðar. Sérfræðingar sem rannsökuðu slysið drógu þá fullyrðingu aðstoðarflugstjór- ans í efa. Noregur: Drjúgt framlag til bamahjálpar Ósló, 8. nóv. Frá Jan Erik Laure. fréttaritara Mbl. NORÐMENN seildust djúpt í peningabuddur sínar um helgina og söfnuðu um það bil 45 nilljón- um norskra króna til styrktar alþjóðlegri barnahjálp. Um 70.000 manns gengu hús úr húsi í landinu og söfnuðu sem nemur 2,8 milljörðum íslenzkra króna. Anna Bretaprinsessa hleypti söfnuninni af stokkunum í Noregi, en hún er forseti barna- hjálpar í Bretlandi. Norska sjónvarpið styrkti söfnunina og var með sérstakar útsendingar í tilefni söfnunarinn- ar á sunnudaginn. Anna prinsessa kom þar m.a. fram og flutti þjóðinni ávarp í beinni útsend- ingu. Að meðaltali gaf hver Norð- maður um 10 norskar krónur til söfnunarinnar. Söfnunarfénu verður varið til að klæða og mennta börn í vanþróuðum ríkjum svo og til meðalakaupa og læknis- hjálpar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.