Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 116. tbl. 66. árg. FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins r Osigur Gonzalez vatn á myllu kommúnista Suarez og Gonzalez ræddust við Madrid. 23. maí. AP. ADOLFO Suarez. forsætis- ráðherra Spánar, ræddi við Felipe Gonzalez eftir að Gonzalez sagði af sér formennsku Sósíalista- flokksins. Afsögn Gonzalezar kom í kjölfar ósigurs hans fyrir vinstri öflunum í Sósíalistaflokknum og samþykkt var marxfsk stefnuskrá flokksins. Heimildir sögðu ekki hvað þeim fór á milli utan það að þeir voru sammála um, að ósigur Gonzalezar hefði verið vatn á myllu kommún- ista á Spáni. Suarez og nánustu samstarfsmenn eru sagðir óttast „Ítalíuseringu,, Spánar í kjölfarið, að Kommúnistaflokkurinn styrkist og að Sósíalistaflokkurinn falli í skugga hans. Svíi í 4 ára fang- elsi fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna Stukkhúlmi. 23. ma(. AP. SÆNSKUR lögregluforingi, Hans Melin, sem er 63 ára Carstens forseti V-Þýzkalands Bonn. 23. maí. AP. Reuter. DR. KARL Carstens var í dag kjörinn forseti V.-Þýzkalands. Hann hlaut 528 atkvæði af 1036. Karl Carstens var frambjóðandi kristilegra demókrata. Annemarie Ranger, frambjóðandi jafnaðar- manna, hlaut 431 atkvæði. 1200 manns, aðallega ungt fólk, mót- mælti kjöri Carstens, en hann var félagi í nasistaflokknum. Cartens var kjörinn á þing fyrir sjö árum. gamall. var í dag dæmdur i fjögurra ára fangelsi fyrir njósn- ir í þágu Sovétríkjanna og annarra erlendra sendiráða í Stokkhólmi. Melin hélt stöðugt fram sakleysi sfnu. Hans Melin var fyrrum í sænsku lcynilög- reglunni og fór með mál póli- tfskra flóttamanna. Hann var dæmdur sekur fyrir að selja upplýsingar um öryggis- mál Svía. Sænska utanríkisráðu- neytið mótmælti í gær við sovéska sendiráðið. Aður en Melin var handtekin í febrúar fékk hann 3000 dollara frá íröskum sendi- ráðsmönnum fyrir upplýsingar um kúrdiska flóttamenn. Þrír starfsmenn sendiráðsins voru reknir úr landi. Nokkrir vestur-þýsku landsliðsmannanna f knattspyrnu slaka á f tollinum á Keflavfkurflugvelli f gærdag. Liðið leikur landsleik við ísland á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Ljósm. — gg. Israelsmenn réðust Líbanon / a þorp / 1 — eftir að konur og barn létu lífið í sprengingu í Israel Tcl Aviv. Nameh, 23. miiL AP. Rcuter. ÍSRAELSKAR orrustuflugvélar réðust á þrjú þorp í Lfbanon í dag Joe Clark ætlar að mynda mimúhlutastjóm Ottawa. Now York. 23. mal. AP. Reutor. „ÉG REIKNA MEÐ að mynda rfkisstjórn innan tveggja vikna og þá minnihlutastjórn án annars flokks," sagði Joe Clark. leiðtogi íhaldsflokksins eftir kosningasigur flokksins í nótt. Clark, sem er 39 ára gamall, var sigurhreifur eftir hinn mikla kosningasigur íhaldsflokksins. íhaldsmenn bundu endi á 16 ára samfellda stjórn frjálslyndra í Kanada. Pierre Trudeau beið sinn fyrsta kosningaósigur frá því hann komst til valda í Kanada fyrir 11 árum. ekki þingmeirihluta. Þeir fengu 136 þingsæti, vantar sex uppá hreinan meirihluta. Joe Clark hvatti til einingar Kanadamanna en kosningaúrslitin þykja benda til hins gagnstæða. Atkvæði féllu í kosningunum mjög eftir tungumálasvæðum. „Hafi fólk ekki áttað sig áður á, að í Kanada búa tvær þjóðir, þá ættu niðurstöð- urnar nú ótvírætt að sanna það,“ sagði Claude Ryan, foringi frjáls- lyndra í Quebec. íhaldsmenn náðu Joe Clark Fréttaskýrendur eru sammála að aðskilnaðarmál verði stærsta vandamál Joe Clarks. Hann lofaði því að „sterkur leiðtogi frá Quebec“ fengi sæti í ríkisstjórn sinni. En víst þykir að Clark muni eiga í erfiðleikum með að mynda ríkis- stjórn. Þingsæti á kanadíska þing- inu eru 282. Pierre Trudeau viðurkenndi ósig- ur flokksins í ræðu í Ottawa og lofaði að frjálslyndir myndu veita íhaldsmönnum harða stjórnarand- stöðu. Frjálslyndir hafa stjórnað næstum samfellt í 44 ár í Kanada, aðeins sex ár að íhaldsmenn hafa verið við völd þessi 44 ár. Frjáls- lyndir biðu sinn mesta ósigur í heila öld. Margaret Trudeau, fyrr- um eiginkona Trudeau, skemmti sér í gærkvöldi á einum vinsælasta næturklúbbi New York, „Studio 54“. En hún fylgdist vel með kosninga- tölum frá Kanada og talaði við fyrrum mann sinn í síma. „Mér finnst Trudeau yndislegasti maður í heimi. Hann verður bezti stjórnar- andstöðuforingi í heimi,“ sagði Margaret Trudeau við fréttamenn. Ihaldsmenn unnu 38 þingsæti í kosningum, fengu 136, frjálslyndir misstu 19, fengu 114, ný-demókrat- ar unnu níu, fengu 26, og Sósíal— kredit flokkurinn missti þrjá, fékk sex. 18 þingsætum var bætt við í þessum kosningum. Clark lofaði auknum útgjöldum til varnarmála og sagði að Kanada myndi láta meira kveða að sér í NATO. eftir að tvær ísraelskar konur og kornaharn létust þegar tíma- sprengja sprakk. Ellcfu manns særðust. PLO lýsti á hendur sér ábyrgð á sprengjutilræðinu í ísrael. Israelskar orustuþotur réðust í hefndarskyni á þorpin Naameh og Damour, 16 kílómetra fyrir sunnan Beirut. Orrustuþotur réð- ust einnig á þorpið Ayshiveh. Tilkynnt var í Líbanon að þrír hefðu farist í loftárásum og sjö manns hefðu særst. Árásirnar á Líbanon komu nokkrum klukku- stndum eftir að PLO lýsti ábyrgð á hendur sér á sprengjutilræðinu í ísrael. Israelskir hermenn áttu í úti- stöðum við landnema á Sinaiskaga. Þeir búa sig nú undir að fjarlægja landnemana, sem neita að fara. Egyptar taka við svæðinu eftir tvo daga. Varna- málaráðherra ísraels, Ezer Weizmann, reyndi í dag að fá landnemana til að yfirgefa svæð- ið. Forsætisráðherra ísraels, Menachem Begin, er nú í Bretlandi og ræddi við hinn nýja forsætis- ráðherra Bretlands, Margatet Thatcher, og Carrington lávarð utanríkisráðherra. Begin sagði að ágæt vinátta hefði tekist með honum og Thatcher, þau hefðu verið sammála um flest nema landnám Israelsmanna á vestur- bakkanum. Begin mun á morgun ræða við Cyrus Vance, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sem nú er staddur í Lundúnum. Á sunnu- dag hittir Begin síðan Anwar Sadat, forseta Egyptalands, þegar Egyptar fá yfirráð yfir E1 Arish eftir 12 ára hernám Israelsmanna. Sjálfstœðisflokkur- inn 50 ára á morgun SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN er 50 ára á morgun. Ilann var stofnaður hinn 25. maí 1929. Af því tilefni eru nokkrar greinar í Morgunblaðinu í dag. Af stofnun Sjálfstæðisflokksins, eftir Halldór Blöndal ......... bls. 18-19 „Rödd skyldunnar kallar“, eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. bls. 20-21 Frásögn af blaðamannafundi í tilefni 50 ára afmælis.....'..... bls. 24-25 Forystugrein .................... bls. 24 San Salvador: Ráðherra myrtur San Salvador. 23. maí. AP. Rcutcr. Menntamálaráðherra San Salvador, Herrera Rebollo, var skotinn til bana í dag. Átök voru víða í landinu og að minnsta kosti 17 manns létu lífið og 10 særðust. Kona menntamálaráðherrans var með manni sínum þegar vopn- aðir menn réðust á bíl þeirra með skothríð. Rebollo lést ásamt bíl- stjóra sínum en kona ráðherrans hlaut aðeins minniháttar meiðsli. Uppreisnarmenn í San Salvador hertu í gær mjög baráttu sína gegn stjórn landsins og víða voru vopnuð átök milli uppreisnar- manna og lögreglu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.