Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ1979 '» Eitt bezta landslið heims á Laugardals- vellinum EITT BEZTA knattspyrnulandslið heims, lið Vest- ur-Þýzkalands, leikur hér vináttulandsleik á laugardag- inn á Laugardalsvellinum. Það er mikill heiður sem þýzka knattspyrnusambandið sýnir KSÍ með að mæta hér til leiks með sitt sterkasta lið, því Þjóðverjar fá ógrynni boða víðs vegar að úr heiminum um að koma og leika. Vestur-þýzk knattspyrna hefur ávallt verið hátt skrifuð og er þess skemmst að minnast, að lið þeirra varð heimsmeistari árið 1974. Sjö leikmenn, sem voru í liðinu þá, koma hingað og leika hér. Þetta eru þeir Sepp Maier (Bayern Múnchen), Dieter Burd- enski (Warder Bremen), Manfred Kaltz (SV Hamburg), Harald Konopka (FC Köln), Hansi Muller (Stuttgart), Herberg Zimmer- mann (FC Köln) og Karl Heinz Rummenigge (Bayern Munchen). En eftirtaldir eru í hópnum: Burdenski, Maier, Schumacher, Gullmann, Bernd Foerster, Harl Vestur-þýzka liðið lók við lið írlands f fyrrakvöld og sigraði örugglega 3—1. Myndin sýnir fyrsta mark Þjóðverja cr þeir jöfnuðu leikinn 1 — 1. Það var Rummenigge sem skoraði með þrumuskoti og sést hann ekki á myndinni. Pcyton markvörður íra kom engum vörnum við. Heinz Foerster, Groh, Kaltz, Kon- opka, Schuster, Hartwig, Nemering, Hansi Múller, Herbert Zimmermann, Klaus Allofs, Dieter Hoeness, Kelsch, Rummenigge. Eins og sjá má er valinn maður í hverju rúmi. Reyndasti leikmað- urinn í hópnum er markvörðurinn Sepp Maier en hann hefur leikið 93 A-landsleiki. Þá má nefna Manfred Kaltz sem leikið hefur 27 A-landsleiki og Karl Heinz Rummenigge með 23 A-landsleiki. Hinn efnilegi Hans Múller er í hópnum en hann hefur leikið 9 A-landsleiki. Það verður fróðlegt að sjá hvernig liði Islands gengur á móti þessum þrautþjálfuðu atvinnu- mönnum. Sjálfsagt verður það þungur róður, en þó er aldrei að vita. Islenska liðið lék mjög vel í Sviss, þegar það náði sér á strik. Að vísu er skarð fyrir skildi að Ásgeir, Arnór og Pétur skuli ekki geta leikið með. En þá fá aðrir ungir og efnilegir leikmenn tæki- færi til að sýna hvað í þeim býr. Á myndinni sést núverandi þjálfari V-Þjóðverja , Jupp Derwall, ræða við einn efnilegasta knattspyrnmann þeirra í dag, Hansa Miiller. Derwall tók við liðinu af hinum fræga Helmut Schön eftir heimsmeistarakcppnina 1978 í Argentínu. Hann er 52 ára gamall, lék tvo landsleiki í knattspyrnu á árinu 1954 og þótti knattspyrnumaður góður. Þotukeppni Flugleiða hjá Golfklúbbnum Keili Karl Ileinz Rummenigge. einn besti leikmaður þýska liðsins. Sigurður bætir sig Sigurður P. Sigmundsson, hafnfirski frjálsfþróttamaðurinn sem stundar nám í Edinborgarháskóla, setti persónuleg met í 5.000 metra hlaupi og 3.000 metra hindrunarhlaupi á frjálsfþróttamótum á Bretlandseyjum sfðustu tvo laugardaga. Á meistaramóti skozkra háskóla 12. maí varð Sigurður í öðru sæti í 5.000 metra hlaupi á 15:10.0 mfnútum. Átti Sigurður bezt áður 15:11.8 , en þeim árangri náði hann í V-Þýskalandi er hann dvaldist þar við æfingar í fyrra. Sfðastliðinn laugardag, 19. maí, varð Sigurður svo fimmti af 12 keppendum í 3.000 metra hindrunarhlaupi í Southampton, en þar hljóp hann í brezku deildarkeppninni fyrir félag sitt og hlaut tfmann 9:24.8 mfnútur. Árangur Sigurðar í hindrunarhlaupinu er, eins og ráða má af skrá sem Mbl. hirti í gær, þriðji bezti árangur íslendings í greininni frá upphafi. í viðtali við Mbl. sagðist Sigurður ekki vera ánægður með árangur sinn í keppni ytra það sem af er sumri. Hann kvaðst ekki enn hafa hitt á réttu keppnina og vonaðist því til að eiga eftir að bæta sigenn meira. - ágás. Landskeppni við Færeyjar í badminton á Selfossi Björn Þjálfar Ólafsvík Knattspyrnulið ólafsvíkur hefur ráðið KR-inginn Björn Árnason sem þjálfara í sumar. Björn mun ekki leika með liðinu heldur eingöngu þjálfa það. Lið Ólafsvíkur leikur í 3. deild. íslenska landsliðið f badminton leikur landsleik við Færeyinga föstudaginn 25. maí og fer hann fram í hinu glæsilega fþróttahúsi á Selfossi. Þetta er fyrsti landsleikur í hadminton. sem fer fram utan Reykjavíkur og er það von stjórn- ar BSÍ, að Selfyssingar og nágrannar þeirra fjölmenni á þennan landsleik, því með því að koma í fþróttahúsið á föstudag- inn koma þeir til með að sjá alla sterkustu badmintonleikmenn þjóðanna. Þetta er fimmti landsleikur þessara þjóða og hefur ísland unnið þá alla hingað til. í þessum landsleikjum er keppt um forkunnar fagran bikar, sem gefinn er af Föroya Fiskasölu. Undanfarin ár hefur aðeins verið keppt í karlagreinum, vegna þess að Færeyingar hafa ekki talið sig eiga nægilega sterkt kvenfólk til að mæta okkur. En nú hefur komið ósk frá þeim um að bæta við kvenna-keppni í þennan landsleik og verður því keppt í 3 einliðaleikum karla, 1 einliðaleik kvenna, 2 tvíliðaleikj- um karla og 1 tvenndarleik. Leikirnir verða því sjö í staðinn fyrir fimm á undanförnum árum. Fyrir ísland keppa eftirtaldir leikmenn: EINLIÐALEIK KARLA: Jóhann Kjartansson Sigfús Ægir Árnason Broddi Kristjánsson. EINLIÐALEIKUR KVENNA: Kristín Magnúsdóttir TVÍLIÐALEIKUR KARLA: Sigfús Ægir Árnason Sigurður Kolbeinsson Broddi Kristjánsson Guðmundur Adólfsson TVENNDARLEIKUR: Jóhann Kjartansson Kristín Berglind. Fyrir Færeyjar keppa eftirfarandi leikmenn: EINLIÐALEIK KARLA: Kári Nielsen Pétur Hansen Hans Jacob Stenberg EINLIÐALEIKUR KVENNA: Sigrid Andreasen TVÍLIÐALEIKUR KARLA: Kari Nielsen Petur Hansen Hans Jacob Stenberg Paul Michelsen TVENNDARLEIKUR: Jóan Paturs Midjord Sigrid Andreasen. Hin árlega þotukeppni Flugleiða hjá Golfklúbbnum Keili, verður haldin á Hvaleyrarvelli þann 26. og 27. maí. Þotukeppnin er fyrsta. stigamót sumarsins og verða allir okkar bestu kylfingar landsins meðal þátttakánda. Leiknar verða 36. holur með og án forgjafar og hefst keppnin kl. 08.30 laugardaginn 26. maí. Þátttaka tilkynnist í síma 53360 fyrir kl. 19.00 föstudaginn 25. maí. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að sýna forgjafakort sitt. Golfvöllurinn verður opinn til æfinga fimmtudag 24. maí og föstudag 25. maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.