Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ1979 37 Islandsmótið í tvímenningi: Óli Már og Þórar- inn voru hinir ör- uggu sigurvegarar Óli Már Guðmundsson ok t>órarinn Sigþórsson voru hinir öruKKU sigurveíjarar í íslands- mótinu í tvímenninKÍ sem lauk sl. sunnudag. Alls voru 44 pör sem tóku þátt í úrslitakeppn- inni víðs vegar að af landinu en um þriðjungur paranna var úr Reykjavík. óli Már og bórarinn höfðu forystu mikinn hluta keppninn- ar og er upp var staðið höfðu þeir 55 sti«a forystu á næsta par. Keppnin hófst upp úr kl. 13 á laugardag og eftir fyrstu um- ferðirnar voru utanbæjarpörin í flestum efstu sætunum en það Brldge Umsjóni ARNÓR RAGNARSSON breyttist fljótlega. Eftir 7 um- ferðir var staða efstu para þessi: Sigfús — Vilhjálmur 72 Guðlaugur — Örn 70 Þórður — Kristmann 70 Jón Baldurss. — Sverrir 63 Óli Már — Þórarinn 59 Guðm. P. — Sigtryggur 57 Jón Sigurbjss. — Ásgrímur 50 Sigfús og Vilhjálmur komu inn sem varapar og byrjuðu vel. Óli Már og Þórarinn voru strax meðal efstu para og gekk þeim allt í haginn. Staðan eftir 19 umferðir: Jón Baldurss. — Sverrir 176* Óli Már — Þórarinn 151 Jón Ásbjss. — Símon 140 Ólafur — Hermann 123 Sigurður — Valur 72 Sigfús — Vilhjálmur 67 Gengi Jóns Baldurssonar og Sverris var mjög misjafnt en Óli Már og Þórarinn — og Jón Ásbjss. og Símon klifu jafnt og þétt í efstu sætin. Bræðurnir Ólafur og Hermann áttu aftur mjög misjafnar setur. Eftir 30 umferðir af 43 var komin upp sú staða í þremur efstu sætunum sem hélzt til loka keppninnar og er það nokkuð óvenjuiegt í keppninnV um ís- landsmeistaratitilinn. Þá var staðan þessi: Óli Már — Þórarinn 237 Jón Ásbjss. — Símon 197 Tryggvi — Steinberg 179 Guðlaugur — Örn 146 Jón Baldurs. — Sverrir 135 Ólafur — Hermann 128 Eftir 36 umferðir voru Óli Már og Þórarinn komnir með 46 stiga forystu sem þeir héldu til loka keppninnar. Lokastaðan: Óli Már Guðmundss. — Þórarinn Sigþórss. 325 Jón Ásbjörnss. — Símon Símonars. 270 Steinberg Ríkarðss. — Tryggvi Bjarnas. 263 Sigurður Sverriss. — Valur Sigurðss. 230 Jón Baldurss. — Sverrir Ármannss. 190 Sigtryggur Sigurðss. — Guðmundur Péturss. 153 Björn Eysteinss. — Magnús Jóhannss. 113 Ásgeir Methúsalemss. — Þorsteinn Ólafss. 87 Logi Þórmóðss. — Þorgeir Eyjólfss. 80 Þórir Leifss. — Steingrímur Þóriss. 77 Magnús Aðalbjörnss. — Gunnlaugur Guðmundss. 74 Ragnar Óskarss. — Sigurður Ámundason 71 Sex efstu pörin eru frá Bridgefélagi Reykjavíkur en Björn og Magnús spiluðu fyrir Reykjanes. Ásgeir og Þorsteinn, parið í áttunda sæti, eru frá Reyðarfirði og verður árangur þeirra að teljast mjög góður. Þorsteinn Ólafsson er formaður bridgefélagsins á Reyðarfirði og Bridgesambands Austurlands og er mikill áhugamaður um bridgeíþróttina. Mótið fór mjög friðsamlega fram. Keppnisstjóri var Agnar Jörgensson, reiknimeistari Vilhjálmur Sigurðsson og hans hægri hönd Vigfús Pálsson. Mótsstjórn skipuðu Jón Páll Sigurjónsson, Ragnar Björnsson, Jón Hilmarsson og Kristmundur Halldórsson. Þess má að lokum geta að framhald firmakeppninnar verður fljótlega á dagskrá en þar er annar tvímenningsmeistar- inn, Þórarinn Sigþórsson, með langbeztu skorina og líklegur til sigurs. Skólahljómsveita- mót á Selfossi SelfoHsi 22. maf MÓT skólahljómsveita verður haldið í íþróttasal gagnfræðaskólans á Selfossi laugardaginn 26. maí klukkan 15.00. Skólahljómsveitir víðsvegar að af landinu taka þátt í mótinu og munu þær leika bæði einar og allar saman. Efnisskrá verður mjög fjölbre.vtt. Nú er barnaár og ættu sem flestir að minnast þess með því að sækja hljómleikana. Fréttaritari. Tilboö óskast í (Range Rover árg. 1977 Bifreiöin er meö nýrri vél og verður sýnd aö Grensásvegi 9 föstudaginn 25. maí kl. 15—17. Tilboöin veröa opnuö á skrifstofu vorri aö Klapparstíg 26 mánudaginn 28. maí kl. 15.00. Sala varnaliðseigna. íslandsmeistararnir í tvímenningi óli Már Guðmundsson og Þórarinn Sigþórsson spila hér gegn Hjalta Elíassyni og Ásmundi Pálssyni. Iljalti og Ásmundur hafa oft orðið íslandsmeistarar í tvímenningi en Þórarinn og óli már spiluðu saman í fyrsta sinn í íslandsmóti nú. Talið frá vinstri: Ásmundur, Þórarinn, Hjalti og Óli Már. "HANN ER Á” Aðalatriði veiðisportsíns eru rétt og góð veiðarfæri. Dvínandi áhugi byrjandans og óhöppin við löndun þeirra stóru er oftast röngum áhöldum að kenna. Gæði SHAKESPEARE sportveiðarfæranna eru óumdeilanleg hvort sem um hjól, stengur, línur eða annað er að ræða. Hvort sem þú ert 10 eða 60 ára byrjandi eða þauireynd aflakló, færðu SHAKESPEARE við þitt hæfi. SHAKESPEARE fæst í næstu sportvöruverslun. — Fullkomin varahluta- og viðgerðaþjónusta. Þú nýtur óblandinnar ánægju með SHAKESPEARE í veiðitúrnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.