Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ1979 23 Vildum ekki skorast und- an ao taka ávandanum VIÐ ATKVÆÐAGREIÐSLU í neðri-deild Alþingis um heimild til ríkisstjórnarinnar til að ábyrgjast lán til handa Framleiðsluráði landbúnaðarins til að létta undir með bændum vegna sölu á óverðtryggðri framleiðslu búvara greiddu tveir þingmanna Sjálfstæðisflokksins í deildinni atkvæði með heimildinni en það voru þeir Eggert Haukdal og Friðjón Þórðarson. Morgunblaðið ræddi f gær við þá um sjónarmið þeirra f þessu máli. Einnig var rætt við Pálma Jónsson alþingismann, sem skrifaði undir tillögu landbúnaðarnefndar um ábyrgðarheimildina með fyrirvara en var fjarstaddur við atkvæðagreiðslu um málið, þar sem hann þurfti að fara til starfa á búi sfnu á Akri vegna vorharðinda og sauðburðar. „Landbúnaðarmálin hafa sjald- an verið rædd eins mikið og á þessu þingi og með jafn litlum árangri. Og í ríkisstjórnarflokk- unum er engin samstaða um þessi mál eins og flest önnur megin vandamál þjóðarinnar. í þessu umrædda máli eru það ekki ein- asta þingmenn stjórnarinnar, sem berjast á móti því heldur einnig ráðherrar Alþýðuflokks- ins. Þess vegna finnst mér ekki annað en eðlilegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins telji tak- mörk fyrir því hversu lengi þeir eigi að fylgja stjórninni í þessum málum og þá hversu langt maður á að ganga á undan hennar eigin liðsmönnum," sagði Friðjón Þórð- arson. „Mér er fyllilega ljóst sá meginvandi, sem uppi er í þessu máli á þessu einstæða harðinda vori. Ég og fleiri þingmenn greiddum fyrr í vetur atkvæði með því að veita ríkisstjórninni víðtæka heimild til að leggja fram nauðsynlegt fé úr ríkissjóði til að greiða fyrir sölu á óverð- tryggðri framleiðslu búvara. Þessi tillaga var felld af stjórnar- liðum. I fyrradag studdi ég svo tillögu landbúnaðarnefndar um að veita þessa ábyrgðarheild til að taka 3,5 milljarða að láni. Sú tillaga var felld, m.a. af mörgum stjórnarliðum. Sökum mikilvægis þessa málefnis og af tryggð við þennan málstað þá ákvað ég að styðja þessa tillögu, sem kom til atkvæða í gær, sem flutt var af nokkrum þingmönnum úr liði stjórnarinnar," sagði Friðjón. „Hér er stjórnlaust land og hefur verið frá því að þessi ríkisstjórn tók við og meðferð sú, sem málefni landbúnaðarins hafa fengið eru aðeins rétt eitt dæmið um stjórnleysi ríkisstjórnarinn- ar. Þrátt fyrir að ríkisstjórninni og landbúnaðarráðherra hafi allt frá því snemma í vetur hafi verið ljóst að á þessu máli þurfti að taka þannig að bændur vissu hvaða aðstæður þeir máttu vænta af hálfu ríkisins í þessu máli, er . það ekki fyrr en á síðustu dögum þingsins, sem ríkisstjórnin sér sóma sinn í að taka á þessum málum," sagði Eggert Haukdal. „Ég vildi ekki skorast undan þeirri ábyrgð að taka á þessum vanda bændastéttarinnar og þó maður hafi stutt þessa tillögu, er því ekki að leyna að framkoma ríkisstjórnarinnar og stjórnar- liðsins gagnvart stjórn- arandstöðunni hefur verið fyrir neðan allar hellur. Þannig slógu þeir á útrétta hönd okkar sjálf- stæðismanna, þegar fyrri breyt- ingar á framfærsluráðslögum voru til umfjöllunar fyrr í vetur og landbúnaðarráðherra hefur ekkert raunhæft samstarf haft við Sjálfstæðisflokkinn, sagði Eggert og vildi að öðru leyti vísa til greinar sinnar um þetta mál í blaðinu í dag. „Ég skrifaði undir þessa breytingartillögu landbúnaðar- nefndar um þessa ábyrgðarheim- ild með fyrirvara ásamt Eggert Haukdal og þessum fyrirvara mínum ætlaði ég að gera grein fyrir við umræður og afgreiðslu málsins. Ég átti von á því að málið yrði tekið fyrir á föstudag í síðustu viku og ætlaði að vera þar viðstaddur. Af einhverjum óskýranlegum ástæðum var málið ekki tekið fyrir en vegna þessara gífurlegu vorharðinda og þar sem sauðburður er kominn í fullan gang hé r heima á Akri varð ég að fara norður og gat því ekki verið viðstaddur umræður um málið," sagði Pálmi Jónsson alþingismaður. „Við Eggert ætluðum okkur að gera athugasemdir við þá máls- meðferð, sem þetta mál hefur fengið. I fyrsta lagi var búið að fella fyrir okkur breytingartillög- ur við framleiðsluráðslögin, sem gáfu ríkisstjórninni rúmar heimildir. Þegar þessi tillaga ráðherra kemur fram var hún í raun mjög ófullkomin og land- búnaðarnefnd gerði breytingar á henni, þannig að hún yrði að einhverju gagni. Niðurstaða okk ar var því að greiða atkvæði með þessari tillögu eigi að síður, þrátt fyrir að ýmsir agnúar hefðu verið á málsmeðferðinni," sagði Pálmi. Teikningum breytt samkvæmt óskum borgaryfirvalda MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær- kvöldi samband við Böðvar Böðv- arsson byggingarmeistara og innti frétta af gangi mála varðandi fyrirhugaða fjölbýlishúsabyggingu hans við Austurvöll, sunnan Hótel Borgar, en málið hefur verið til meðferðar hjá borgaryfirvöldum undanfarna mánuði. Böðvar sagði að teikningar hefðu verið í vinnslu að undanförnu í samvinnu við Þróunarstofnun Reykjavíkur og hefði teikningum verið breytt samkvæmt óskum þeirra og skipulagsnefndar. Þessar breyttu útfærslur væru nú til af- greiðslu hjá borgaryfirvöldum og kvaðst Böðvar vonast til þess að unnt yrði að hefjast handa um byggingarframkvæmdir fljótlega í sumar, en ætlunin var að hefja byggingarframkvæmdir af fullum krafti í maí. Sigurjón Pétursson forseti borgar- stjórnar sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi að Skipulagsnefnd hefði samþykkt að breyta staðfestu aðal- skipulagi, en samkvæmt því er húsið sem um ræðir staðsett í miðju götustæði. Hins vegar kvað Sigurjón málið óafgreitt í borgarráði, en hann kvað ekki unnt að leyfa byggingar- framkvæmdir fyrr en það hefði verið gert og húsgerðin hefði verið sam- þykkt. Aðspurður kvaðst Sigurjón reikna með að unnt yrði að afgreiða málið á næstu tveimur til þremur mánuðum. wmm |Varanleg álklœðning á allt húsið Samkvæmt rannsóknum sem Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hefur gert á steypuskemmdum og sprungumyndunum á húsum, hefur komið í Ijós að eina varanlega lausnin, til að koma í veg fyrir leka og áframhaldandi skemmdir, er að klæða þau alveg tit dæmis með álklæðningu. A/klæðning er seltuvarin, hrindir frá sér óhreinindum, og þolir vel islenska veðráttu. A/klæðning er fáanleg í mörgum litum sem eru innbrenndir og þarf aldrei að mála. Leitið nánari upplýsinga og kynnist möguleikum A/klæðningar. Sendið teikningar og við munum reikna út efnisþörf og gera verðtiiboð yður að kostnaðarlausu. FULLKOMIÐ KERFI TIL SÍÐASTA NAGLa" INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012. TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400. CITROÉN^ Reynsluakstur Parisarferö Þú reynsluekur Citroen og tekur um leið þátt í ferðahappdrætti. CITROÉN G SPECIAL Special eyðir 6,4 I. pr. 100 km. á 90 km. hraða CITROEN VISA Special og Club eyða 5,7 I. pr. 100 km. á 90 km. hraða. * Glóbus hf. efnir nú tií kynningar á tveimur trompum frá Citroen bílaverksmiðjunum, hinum viður- kennda CITROEN G SPECIAL og nýjasta meðlim Citroen fjölskyldunnar, CITROEN VISA. Kynningunni verður þannig háttað að dagana 21. maí til 14. júní n. k. verður gefinn kostur á sér- stökum reynsluakstri. Pú hringir í síma 81555 á skrifstofutíma og pantar þér reynsluakstur, jafnt um helgar sem virka daga. Þegar þú mætir og prófar vagnana, fyllir þú út ,,Happaseðil“. Úr þeim verður siðan dregið að kynningu iokinni og hlýtur vinningshafi ókeypis vikuferð til Parísar í boði Citroenverksmiðjanna. Mundu, að það er alltaf þess virði að reynsluaka Citroen. Þeir eru rómaðir fyrir aksturseiginleika, útlit og siðast en ekki síst sparneytni. Það sann- aðist best i Sparaksturskeppninni 13. maí s. I., en þar komst Citroen bíll lengst allra t bensínflokkn- um. GERIÐ SVO VEL, - hringið i sima 81555, fáið reynsluakstur og takið um leið þátt í ferðahapp- drætti. G/obus? LÁGMÚLI 5. SÍMI81555 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.