Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAI1979 11 Fulltrúar hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar: „Samningum um DeMartungu hver verður haldið áfram” EINS OG frá var skýrt í Morgunblaðinu í gær eru skoðanir manna í Borgarfirði mjög skiptar um nauðsyn þess að taka eignarnámi hluta jarðarinnar Deildartungu í Reykholtsdalshreppi ásamt jarðhitaréttindum fyrir Hitaveitu Ákraness og Borgarfjarðar. í blaðinu í gær birtist grein og viðtöl við menn í Reykholtsdalshreppi og kom þar fram að íbúar hreppsins eru almennt andvígir eignarnámsfrumvarpinu sem nú er reyndar orðið að lögum. Hér fara hinsvegar á eftir viðtöl við fulltrúa HAB, en hitaveitan fór á sínum tíma fram á það við iðnaðarráðherra að eignarnám skyldi fara fram þar sem samningar við fulltrúa eigenda hversins væru þýðingarlausir á grundvelli þeirra háu greiðslna sem farið væri fram á fyrir hitaréttindin. Húnbogi Þorsteinsson, sveitarstjóri ( Borgarnesi og stjórnarmaöur í stjórn Hitaveitu Akraness og Borgarfjaröar. Húnbogi Þorsteinsson: r „Itrekaðar tilraunir til að ná sam- komulagi” „Það voru gerðar ítrekaðar tilraunir til þess að ná samkomulagi og ljóst að mikið bar á milli. Miðað við 20 ára tímabil bar þannig einar 625 milljónir í milli og aðilar hafa gert sér mjög mismunandi skoðanir á þeim verð- mætum sem um er deilt." Þannig komst Húnbogi Þorsteinsson, sveitarstjóri í Borgar- nesi, að orði þegar hann var inntur álits á deilunni um Deildartunguhver. Húnbogi er stjórnarmaður í Hitaveitu Akraness og Borg- arfjarðar, en það fyrirtæki er sameign Hita- veitu Borgarfjarðar annars vegar og Ákranes- bæjar hins vegar. Að Hitaveitu Borgarfjarðar standa Borgarneshreppur, Andakílshreppur og Bændaskólinn á Hvanneyri. Húnbogi sagði mikinn áhuga vera á því að fá fleiri sveitarfé- lög inn í veituna og nefndi Reykholtsdalshrepp sérstaklega í því sambandi. Húnbogi vildi að það kæmi skýrt fram að í frumvarpinu fælist heimild til eignarnáms og að iðnaðarráðherra hefði lýst því yfir, að samningar yrðu reyndir áfram. „Við vonum að um lausn þessa máls skapist friður innan héraðsins og að málið verði leyst í samvinnu og bróðerni," sagði Húnbogi. „Það var hins vegar mat okkar að svo mikið bæri í milli að áframhaldandi samningar gengju ekki á þeim grundvelli og því var farið fram á eignarnám. Um það hvort leigunám hefði ekki verið heppilegri lausn sagði Húnbogi að það væri flókið lögfræðilegt atriði og að það hefði verið mat ráðuneytisins að þessi leið væri sú heppilegasta. „Við höfum hins vegar ekkert blandað okkur í það,“ sagði Húnbogi Þorsteins- son að iokum. Guðmundur Vésteinsson: „Hærri kröf- ur en dæmi eru til um” Guðmundur Vésteinsson, stjórnarformaður Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, sagði að meira en ár væri síðan beiðni af hálfu Hitaveitunnar var lögð til ráðuneytisins um að eignarnámslög yrðu sett. „Ástæðan var sú“, sagði Guðmundur, „að slitnað hafði upp úr samningum um kaup á vatni úr hvernum og okkar álit var að þýðingarlaust væri að halda þeim áfram." Þessi beiðni var að sögn Guðmundar til meðferðar hjá iðnaðarráðuneytinu í rúmt ár og ráðuneytið vann að ýmsum athugun- um og gagnaöflun í þann tíma. „f síðasta mánuði var síðan að ósk ráðuneytisins reynt að hefja samninga að nýju, sú samningalota endaði með því að ekki náðist samkomulag og því var brugðið á þetta ráð“, sagði Guðmundur. Að sögn Guðmundar skipaði iðnaðarráð- herra sérstakan starfshóp í haust til þess að kanna þetta mál frá grunni. Starfshóp- urinn skilaði áliti í marzmánuði síðastliðn- um og niðurstaðan var sú að Deildartungu- hver væri vænlegasti staðurinn fyrir Hita- veituna. „Kröfur um gjald fyrir hverinn hafa hins vegar verið svo háar að ekki hefur verið hægt að ganga að þeim. Hærri kröfur en dæmi eru til um að nokkur hitaveita þurfi aö greiða fyrir slík réttindi", sagði Guðmundur. Guðmundur sagði þó að sér væri óhætt að fullyrða að fullur vilji væri hjá aðstandend- um Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar til að reyna að leysa þetta mál með samkomu- lagi. „Ég reikna fastlega með því að samkomulagstilraunir haldi áfram, þótt ég sé jafnframt ekki sérlega bjartsýnn á að það takist miðað við þær geysilegu upphæð- ir sem ber á milli". Guömundur Vésteinsson, stjórnarfor- maöur Hitaveitu Akraness og Borgar- fjarðar. D »s MeÓ krakkana til Kaupmannahafnar KAUPMANNAHÖFN- EINN FJÖLMARGRA STAÐA íÁÆTLUNARFLUGI OKKAR FLUGLEIÐIR Fáar borgir bjóöa jafn marga möguleika á skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Tívolí- dýragardur- sjódýrasafn - sirkus - strönd - skemmtigardur á Bakkanum - og svo er líka hægt aö skreppa og skoöa Legoland-eða yfirtilSvíþjóðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.