Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ1979 19 Minnihíut&stjórn Sjáifstu'Aisflokksins 1949. Frá vinstri: Jóhann I>. Jóscfsson. Björn Olatsson. ólafur Thors. Sveinn Björnsson. forseti íslands. Bjarni Benediktsson ok Jón Pálmason frá Akri. Þessi ríkisstjórn undirbjó þeer ráðstafanir í frjálsræóisátt. sem framkvæmdar voru 19!>0. Vióreisnarstjórnin undir forsæti Olats Thors 1959—1903. Frá vinstri: Inxólfur Jónsson. Bjarni Benediktsson. ólafur Thors. forsctaritari (Birfrfr Thorlacius). Ásncir Ásneirsson. forseti íslands. Emil Jónsson. Gylfi l>. Gíslason og Gunnar Thoroddsen. en á myndina vatnaði Guðmund í. Guðmundsson. Með aðxerðum stjórnarinnar var sti/(ið stórt spor í írjálsræðisátt í þjóðarbúskapnum. Matcnús Jónsson frá Mel var vara- formaður Sjálfstæðisflokksins 1973—1971. þcKnr hann Kaf ckki kost á sór til endurkjörs vcKna hcilsubrcsts. MaKnús Guðmundsson var fyrsti ráðherra Sjálfstæðisflokksins. llann var í ríkisstjórn ÁsKCÍrs ÁsKCÍrssonar 1932—1934 að nokkrum mánuðum undantckn- um. og öll gæði landsins til afnota fyrir. landsmenn eina. Þessu hljóta allir sjálfstæðismenn að fagna...“ Jón Þorláksson leggur mikla áherzlu á nauðsyn þess að íslending- ar taki utanríkismálin í sínar hend- ur og segir, að „að því er snertir sjálfstæðismálin út á við var einnig fullt samkomulag um að orða það alveg skýrt og tvímælalaust...“ Eins og áður segir kom það í hlut Sjálfstæðisflokksins og þá fyrst og fremst þeirra Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar að hafa forystu um stofnun lýðveldis á íslandi 17. júní 1944. — í beinu framhaldi af baráttu sinni fyrir fullu frelsi íslands hefur Sjálfstæðisflokkurinn öðrum fremur beitt sér fyrir tryggingu fengins frelsis með samvinnu við aðrar lýðræðisþjóðir. Hefur það ekki ætíð verið erfiðislaust, en nú orðið er yfirgnæfandi meirihluti landsmanna sannfærður um, að einnig í þeim efnum hafi Sjálfstæðisflokkurinn haft rétt fyrir sér. Sjálfstæði einstaklingsins Það var sameiginlegt bæði íhalds- flokknum og Frjálslynda flokknum að trúa því, að gæfa þjóðarinnar sem heildar færi saman við giftu hvers einstaks. Þess vegna bæri að hlúa að einstaklingnum, til þess að þjóðinni vegnaði betur. Þannig segir Jón Þorláksson að „á framtaki einstakl- inganna og frelsi þeirra til þess að beita kröftum sínum innan leyfi- legra takmarka sér og sínum til hagsbóta byggir þessi stefna fyrst og fremst vonirnar um framhaldandi umbætur á lífskjörum þjóðarinnar." Og Jakob Möller varpar fram þeirri spurningu, hvort það geti blessazt, að frjálslyndir menn og íhaldsmenn sameini sig í einum flokki og svarar sér sjálfur: „Það er auðvitað algjörlega undir því komið, um hvað er sameinast. Og hér er að sjálfsögðu aðeins um það að ræða að vinna að sameiginlegum áhugamál- um, fyrst og fremst: fullkomnu sjálfstæði landsins út á við og sjálfstæði og athafnafrelsi einstakl- ingsins inn á við... Hvort menn geta sameinazt í einum flokki um slíkt höfuðmál, þrátt fyrir ýmislegan ágreining í öðrum málum, fer að sjálfsögðu eftir því, hver áherzla er lögð á höfuðmálin." Reynslan átti eftir að sýna, að íhaldsmenn og frjálslyndir gátu unnið vel saman, — þeir sameinuð- ust af sannfæringu í fullvissu þess, að manngildishugsjónin væri svo gróin inn í þjóðareðli íslendinga, að þeim vegnaði þá bezt, þegar það væri mest í heiðri haft. — „Stéttamunur svipaður því, sem orðið hefur víðast Viðreisnarstjórnin undir forsa'ti Jóhanns Ilafsteins 1970—1971. Frá vinstri: Auður Auðuns. MaKnús Jónsson. InKÓlfur Jónsson. Jóhann Ilaístcin. Kristján Eldjárn. forseti íslands. Emil Jónsson. Gylfi I>. Gíslason <>k EKKcrt G. Þorstcinsson. (Auk þess er á myndinni lenKst til vinstri Guðmundur Benediktsson. ráðuncytisstjóri i Forsætisráðuneyt- inu.) Auður er fyrsta <>k eina konan sem hefur orðið ráðherra á íslandi. annars staðar, hefur aldrei þekkzt á íslandi. íslenzka þjóðin er innbyrðis nátengdari en allar aðrar sjálfstæð- ar þjóðir, munur lífskjara er minni og hagsmunir allra af því að vinna saman eru auðsærri hér en í hinum stærri þjóðfélögum“, sagði Bjarni Benediktsson. Sú þróun þjóðlífs og atvinnulífs, sem orðið hefur á þess- um áratug, sýnir okkur betur en flest annað réttmæti þessara orða. Það stéttastríð, sem efnt var til á sl. ári, hefur orðið okkur til lítillar giftu og viðvarandi hneisu þeim, sem að því stóðu. Enda virðist svo nú sem þeir séu ráðalausir í glímunni við þann draug, sem þeir sjálfir vöktu upp. Flokkur allra stétta Svanur Kristjánsson lektor hefur skrifað bók um Sjálfstæðisflokkinn fram til ársins 1944. Þar birtir hann m.a. tölur um fylgi stjórnmálaflokk- anna eftir því hvort kjósendur þeirra vinni „líkamlega vinnu" eða „ólikamiega vinnu". Með flóknum aðferðum kemst hann að þeirri niðurstöðu, að einungis 19,57% þeirra, sem unnu „líkamlega vinnu" hafi kosið Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn í haustkosn- ingunum 1942, sem eru síðustu kosningarnar sem hann fjallar um'. Tölurnar snúast síðan við, þegar kemur að þeim, sem „ólíkamlega vinnu“ stunda. Þá reynast 93,78% kjósa Sjálfstæðisflokk og Framsókn- arflokk, en 6,22% Alþýðuflokk og Sameiningarflokk alþýðu, sósíalista- flokkinn. Vitaskuld getur verið gaman að fara í tálnaleik. En fullmikil ná- kvæmni sýnist manni þó að birta ágizkanir um skiptingu kjósenda eftir starfsstéttum með tveim auka- stöfum nær 40 árum eftir að kosn- ingarnar fóru fram, eins erfitt og það hefur reynzt mönnum að átta sig á slíkri skiptingu jafnvel á kosninga- ári. Lektorinn viðurkennir líka, að ins. Og fullgild rök má raunar færa fyrir því, að í röðum verkamanna og sjómanna eigi enginn stjórnmála- flokkur meira fylgi að fagna en hann. Eftirtektarvert er t.d., að Halldór Steinsson, einn af stofnend- um íhaldsflokksins og síðar Sjálf- stæðisflokksins var forystumaður verkalýðsfélagsins í Ólafsvík. Ýmsir aðrir verkalýðsleiðtogar hafa setið á þingi eða í borgarstjórn og sveitar- stjórnum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem of langt yrði upp að telja. Og er þess raunar skemmst að minnast með hvílíkum glæsibrag Pétur Sig- urðsson var kjörinn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins á síðasta lands- fundi. Sannleikurinn er líka sá, að allir formenn Sjálfstæðisflokksins hafa haft fullan skilning á mikilvægi þess, að launamaðurinn gæti treyst og vildi vinna með Sjálfstæðis- flokknum. Þetta kemur Svanur Kristjánsson raunar inn á, þegar hann undirstrikar, að „hugmynda- þeirri stefnu að taka aldrei fjand- samlega afstöðu gegn neinum þjóð- félagshópi. Sjálfstæðisflokkurinn sakaði Framsóknarflokkinn og verkalýðsflokkana um að misnota samvinnuhreyfinguna og verkalýðs- félögin. Hann efaðist þó aldrei um rétt þessara og annarra hagsmuna- samtaka til að starfa." Áhrif Sjálf- stæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei náð meirihluta á Alþingi, þótt hann hafi frá stofnun verið langstærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar. Þess vegna hefur þrautaráðið orðið það að koma stefnumálunum fram í sam- vinnu við aðra flokka, sem ávallt hlýtur að vera örðugt, þar sem það er eðli slíkrar samvinnu að báðir slái af sérkenningum sínum. í grein sinni, Þættir úr 40 ára SÍKurður EKKcrz hafði verið einn af forinKjum Frjálslynda flokks- ins. Ilann varð cinn ötulasti har- áttumaðurinn íyrir fullu sjálf- sta'ði íslcndinKU innun Sjálfstu'ðis- flokksins á þriðja <>k fjórða ára- tuKnum. hér sé um ágizkun að ræða, sem ekkert sé byggjandi á. En á hinn bóginn leynir óskhyggjan sér ekki, sú árátta að ákveða niðurstöðuna fyrirfram. Auðvitað hefði Sjálfstæðisflokk- urinn aldrei náð því fjöldafylgi, sem hann hefur jafnan haft, nema hann væri stærsti launþegaflokkur lands- Jakoh Möller kom f SjálfstU'ðis- flokkinn úr Frjálslynda flokkn- um. fræði Sjálfstæðisflokksins lagði áherzlu á sameiningu allra stétta og að þjóðfélagið væri ein heild. Flokk- urinn hlaut einnig stuðning frá öllum stéttum. Þessi einkenni flokksins skýra einnig það, hversu fúslega menn féllust yfirleitt á málamiðlun innan flokksins. Sjálf- stæðisflokkurinn hélt t.d. ávallt Pétur MaKnússon var varaíor- maður Sjálfstu'ðisflokksins til láts síns 1943. stjórnmálasögu, kemst Bjarni Bene- diktsson svo að orði, eftir að hann hefur gert grein fyrir tildrögum þess, að það varð loksins ofan á að Sjálfstæðisflokkurinn tók þátt í þjóðstjórninni 1939: „Af hinum tilvitnuðu orðum má glögglega sjá, að 1939 vakti einkum fyrir flokknum að reyna að bjarga við höfuðatvinnuvegi landsmanna, sjávarútveginum, og endurheimta athafnafrelsi í landinu, ekki sízt til handa verzlunarstéttinni. Eftir yfir- gnæfandi völd Framsóknar allt frá árinu 1927 var þetta hvort tveggja í geigvænlegri hættu. Segja má og, að ætíð síðan hafi þessi tvö meginatriði verið á meðal höfuðviðfangsefna flokksins, er han.n hefur tekið þátt í stjórn. Hefur þar ætíð verið við ramman reip að draga. Varðandi sjávarútveginn vegna þess ofur- þunga, sem löngum hefur verið á hann lagður, og óhæfilegrar kröfu- gerðar honum á hendur jafnframt óvissunni, sem hann eðli sínu sam- kvæmt er háður. Um frjálst atvinnu- líf, þ.á m. frelsi í innflutningi, hefur baráttan ekki síður verið hörð. Og þeim mun harðari vegna þess, að þar hefur verið við að fást fjandskap annarra flokka, sem hafa viljað ryðja auknum ríkisafskiptum og samvinnuverzlun braut á kostnað einstaklingsframtaks og athafna- frelsis." Ríkisstjórn Geirs IlallKrímssonar 1974—1973. Frá vinstri: Matthías Bjarnason. Ilalldór E. SÍKurðsson. Einar ÁKÚstsson. Geir IlallKrímsson. Kristján Eldjárn. forseti íslands. Ólafur Jóhannesson. Gunnar Thoroddscn. Matthías Á. Mathiesen <>k Vilhjálmur Iljálmarsson. Þessarar ríkisstjórnar vcrður minnzt vckhu hins mikla áfaniía í sjálfstæðisbaráttunni. sem útfærsla fiskvciðilöKsöKunnar í 200 mílur var. ok vcKna þeirrar festu. sem hún kom á í öryKKÍs- ok varnarmálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.