Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ1979 $ Byggingavörudeild Sambandsins auglýsir byggingarefni SMIÐAVIÐUR 25x150 Kr. 522.- pr. m 25x100 Kr. 348.- pr. m UNNIÐ TIMBUR Vatnsklæöning 22x110 Kr. 3.916,- pr. mJ Panill 20x108 Kr. 6.080.- pr. mJ Panill 20x136 Kr. 5.592,- pr. mJ Gclfborö 29x90 Kr. 5.867 - pr. mJ Gluggaefni Kr. 1.260,- pr. m Glerlistar 22m/m Kr. 121,- pr. m Grindarefni og listar 45x115 Kr. 997,- pr. m n n 45x90 Kr. 718.- pr. m „ „ 45x45 Kr. 384,- pr. m n n 30x50 Kr. 378,- pr. m n n 35x80 Kr. 492.- pr. m n n 27x40 Kr. 300,- pr. m n 27x57 Kr. 324,- pr. m n n 25x60 Kr. 228.- pr. m n n 25x25 Kr. 106,- pr. m n n 22x145 Kr. 516.- pr. m n n 21x80 Kr. 393,- pr. m n n 20x45 Kr. 192 - pr. m n n 15x22 Kr. 121.- pr. m Mírréttskeiöar 10x86 Kr. 168,- pr. rh Þakbrínarlistar 15x45 Kr. 156.- pr. m Bíiskírshuröakarmar Kr. 1.210,- pr. m SPÓNAPLÖTUR 15 m/m 120x260 Kr. 3.664,- 18 m/m 120x260 Kr. 4.178,- SPÓNAPLÖTUR, RAKAÞÉTTAR 12 m/m 120x260 Kr. 5.142- 15 m/m 183x260 Kr. 8.782- LIONSPAN SPONAPLOTUR 3,2 m/m 120x255 Kr. 1.176- LIONSPAN SPÓNAPLÖTUR VATNSLÍMDAR HVÍTAR 3,2 m/m 120x255 Kr. 2.098- 6 m/m 120x255 Kr. 3.193- 8 m/m 120x255 Kr. 3.973,- 9 m/m 120x255 Kr. 4.363- AMERÍSKUR KROSSVIÐUR, DOUGLASFURA STRIKAÐUR 11 m/m 122x244 Kr. 8.395- 4 M/M STRIKAÐUR KROSSV. M/ VIÐARLÍKI Olive Ash 122x244 Kr. 3.566- Key West Sand 122x244 Kr. 3.566- SPÓNLAGÐAR VIÐARÞILJUR Coto 10 m/m Kr. 4.760.- pr. ms Antik eik finline 12 m/m Kr. 5.456.- pr. m* Hnota finline 12 m/m Kr. 5.456,- pr. mJ Rósaviður 12 m/m Kr. 139.- pr stk. Fjaörir Kr. 139,- pr. stk. HLJÓOEINANGRUN 12 m/m 30,5x30,5 Kr. 1.724 -pr. m2 MÓTAKROSSVIÐUR 9 m/m 1220x2745 m/m Kr. 10.949- 12 m/m 1220x2745 m/m Kr. 13.256- 12 m/m 1520x3050 m/m Kr. 18.229- 15 m/m 1220x2745 m/m Kr. 15.743- 15 m/m 1520x3050 m/m Kr. 21.793- 18 m/m 1220x2745 m/m Kr. 18.230- MÓTAFLEKAR „ZACABORГ 22 m/m 0,50x3,0 m Kr. 7.456,- pr. stk. 22 m/m 0,50x6,0 m Kr. 14.911- pr. stk. GLERULL 5x57x1056 Kr. 739,- pr. m2 7,5x57x700 Kr. 1.108.- pr. m2 STEINULL 5x57x120 Kr. 1.082.- pr. m2 7,5x57x120 Kr. 1.608 - pr. m2 10x57x120 Kr. 2.134,- pr. m2 ÞAKJÁRN BG 24 1,8 m Kr. 2.695- 2,1 m Kr. 3.144- 2,4 m Kr. 3.593.- 2,7 m Kr. 4.042- 3,0 m Kr. 4.491- 3,3 m Kr. 4.940- 3,6 m Kr. 5.389- 4,0 m Kr. 5.988- 4,5 m Kr. 6.737- 5,0 m Kr. 7.485- Getum útvegaö aórar lengdir af þakjárni, allt aö 10,0 m meö fárra daga fyrirvara. Verö pr. 1 m Kr. 1.602.-. BÁRUPLAST 6 fet Kr. 7.603- 8 fet Kr. 10.138,- 10 fet Kr. 12.672- BÁRUPLAST, LITAÐ 6 fet Kr. 8.035- SÖLUSKATTUR ER INNIFALINN í VERÐINU. Byggingavörur Sambandsins Ármúla 20. Sími 82242 Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur: „MikU hætta á f erðum ef loðnan gengur norð- ur til Jan Mayen í ár” Talid að loðnan gangi þangað þegar sjór er hlýr — EF LOÐNAN gengur norður til Jan Maycn í sumar er mikil hætta á ferðum, Norðmenn hafa sterka stöðu og forskot á okkur, sagði Hjálmar Vilhjálmsson f samtali við Morgunblaðið. Ýmsir hafa lýst áhyggjum sínum vegna þess að Norðmenn kunni að verða búnir að veiða mikið af loðnu þegar íslenzki flotinn byrjar veiðar í ágústmánuði. Fiskifræðingar hafa lagt til að ekki verði veidd meira en 600 þúsund tonn frá 1. júlí í ár til jafnlengdar næsta ár. í marzmánuði síðastliðnum var haldinn í Reykjavík fundur íslenzkra, norskra og færeyskra fiskifræðinga um íslenzka loðnu- stofninn. A þeim fundi voru fiskifræðingar sammála um að sú loðna, sem veiðst hefði við Jan Mayen síðastliðið sumar væri af íslenzka stofninum, þ.e. að hún hrygndi við Island. Hins vegar færi hún stundum á sumr- in norður til Jan Mayen í átuleit. Á þessum fundi kom fram að fiskifræðingar töldu ekki óhætt að veiða nema 600 þúsund tonn á sumarvertíðinni í ár og næstu vetrarvertíð. Hér var þó aðeins um bráðabirgðatölur að ræða, þar sem beðið var nánari stofnstærðarmælinga í sumar. Hjálmar Vilhjálmsson sagði að ef haldið yrði við 600 þúsund lesta hámarksafla og íslenzki flotinn færi ekki af stað fyrr en um miðjan ágúst eins og talað hefði verið um, þá gætu Norð- menn verið búnir að hirða mik- inn hluta þessa magns. Enn einn fyrirvari væri á þessu, sá að loðnan gengi norður til Jan Mayen. Hjálmar sagði að menn vissu alls ekki hversu oft loðnan gengi þangað norður. Sumarið 1967 hefði orðið vart við loðnu í veiðanlegu magni á þessum slóðum, en þá hefði allur áhugi beinzt að síldinni. Síðan hefði loðna fengizt við Jan Mayen í fyrrasumar. Hjálmar sagði að síðustu 15 árin væri hægt að fullyrða að 3—4 ár hefði engin loðna verið á Jan Mayensvæðinu, en 2 sumur hefði loðna verið þar. Hins vegar hefði lítil umferð verið þarna og litlar rannsóknir, þannig að lítið væri hægt að segja um hin árin. Hugmyndir manna væru þær, sagði Hjálmar, að loðnan héldi norður á sumrin þegar sjór væri hlyrri en í meðallagi eins og t.d. í fyrra. í ár væri hins vegar lítið útlit til að sjór yrði hlýr og það mælti því á móti hugmyndum um að loðnu mætti veiða við Jan Mayen í sumar. í fyrra veiddu Norðmenn tæplega 20 þúsund tonn í ágústmánuði, 133 þúsund tonn í september og 2 þúsund tonn í byrjun október. Aðalveiði- tíminn hefði í fyrra verið síðustu vikuna í ágúst og til 20. septem- ber, eða um einn mánuður. Núverandi stjórn Sambands sjálfstæðiskvenna. Frá vinstri í fremri röð: Helga Guðmundsdóttir úr Ilafnarfirði, Margrét Friðriksdóttir úr Keflavík, Sigurlaug Bjarnadóttir, sem er formaður Sambandsins, Ragnheiður Þórðardóttir af Akranesi, Áslaug Friðriksdóttir úr Reykjavík. Aftari röð frá vinstri: Kristjana Ágústsdóttir úr Búðardal, Sigríður Pétursdóttir á ólafsvöllum, Margrét Einarsdóttir og Elín Pálmadóttir úr Reykjavík, Ásthildur Pétursdóttir úr Kópavogi og María Haraldsdóttir úr Bolungarvík. Á myndina vantar Geirþrúði Hildi Bernhöft og Freyju Jónsdóttur frá Akureyri. Landsþing sjálfstæðiskvenna á Akranesi á sunnudag Landsþing sjálfstæðis- kvenna verður að þessu sinni á Akranesi, en lands- þing sækja jafnan fulltrú- ar allra sjálfstæðiskvenna- félaganna á landinu, alls um 100 fulltrúar. Farið verður með Akraborginni úr Reykjavík á sunnudags- morgun kl. 10 eða með bíl ef verkfall hamlar og þingið sett kl. 11 á Akra- nesi. Síðan verða fundar- störf allan daginn með hádegisverðarhléi. En þá ávarpar formaður Sjálf- stæðisflokksins, Geir Hall- grímsson, þingfulltrúa. Bílferð verður til Reykja- vikur að fundi loknum kl. 20-21. Þingið setur Sigurlaug Bjarna- dóttir, formaður Landsambands- ins. Fyrir og fyrst eftir hádegi verða aðalfundarstörf og skýrslur félaganna en stjórnarkjör og kosning í flokksráð síðar um daginn eða um kl. 18.45. M.a. er á dagskrá stofnun kjördæmasam- taka sjálfstæðiskvenna í Vestur- landskjördæmi. Um miðjan daginn eða kl. 15.15 verða flutt erindi, sem helguð eru 50 ára afmæli Sjálfstæðisflokks- ins og fjalla um stefnumið hans og hugsjónir og er fundur þá opinn. Framsöguerindi flytja Áslaug Friðriksdóttir skólastjóri, sem talar um Manngildishugsjón Sjálfstæðisflokksins, Björg Einarsdóttir, ritari, sem nefnir erindi sitt Sjálfstæðisflokkurinn — flokkur allra stétta og Inga Jóna Þórðardóttir, viðskiptafræð- ingur, sem tala um Æskuna og Sjálfstæðisflokkinn. Á eftir verða almennar umræður. Fundarstjór- ar verða Auður Auðuns fyrrv. ráðherra og Kristjana Ágústsdótt- ir í Búðardal. Síðdegis býður Sjálfstæðis- kvennafélagið Báran á Akranesi fundarkonum til kaffidrykkju. Og að þingstörfum loknum verður farin skoðunarferð um Akranes og nágrenni ef tími og veður leyfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.