Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAI1979 35 Fyrir altari í 50 ár Minnst hálfrar aldar vígsluafmælis séra Franz Ubags í Landakoti Akvörðun um byggingu Árið 1929 gerðust þrír merkis- atburðir í sögu kaþólsku kirkjunn- ar hér á iandi: Kristskirkjja í Landakoti var vígð, séra Marteinn Meulenberg var vígður til að vera „postullegur víkar“ (fulltrúi páfa) á íslandi og séra Franz Ubaghs meðtók heilaga prestvígslu og kom til þjónustu á íslandi. Afmælis Kristskirkju verður minnst síðar á þessu ári (22. júlí) en það er á morgun, 25. maí, sem séra Ubaghs minnist vígsluafmælis síns. Séra Ubaghs fæddist í Maastricht í Hollandi 6. febrúar 1903. Fjölskylda hans var fjöl- menn eins og yfirleitt var á þeim tímum, sjö bræður og ein systir. Að loknu undirbúningsnámi hóf hann guðfræðinám, fyrst í Schimmert og síðan í Oirschot. Hann gekk í reglu hl. Grignion de Montfort og vann klausturheit sín 15. ágúst 1923. Einn bræðra hans varð líka prestur í reglu hl. Montforts og lést hann fyrir tveim árum. Franz Ubaghs meðtók prest- vígslu 25. maí 1929. Þá var núver- andi biskuð kaþólskra á íslandi, dr. Hinrik Frehen, kominn til náms í Schimmert og mánuði eftir að hann kom þangað, bar þar að garði séra Martein Meulenberg, sem þá hafði verið ákveðið að yrði postullegur víkar á íslandi. Það embætti jafngildir biskupsem- bætti í löndum þar sem kaþólskir Engin humarveiði, enóhemjumagn af ýsuseyðum í aflanum Hornafjörður 21. maí. FYRSTU bátarnir fóru út í gærkvöldi til humarveiða, en veiðitíminn hófst á miðnætti síðastliðna nótt. Almennt voru menn heldur kvíðnir um að vel aflaðist vegna þess hve sjór er kaldur, sem reyndar kom á daginn að full ástæða var til, því að allir bátarnir komu inn aftur í morgun. Engan humar var að fá eða finna, en óhemju mikið af ýsuseiðum á humarslóðinni í Meðallandsbugt. Eftir þennan fyrsta róður eru menn mjög uggandi um veiðarnar í sumar. Nokkrir þeirra, sem reyndu við humarinn í nótt, byrj- uðu strax að útbúa sig fyrir togveiðar þegar þeir komu inn í morgun. hafrannsóknastofnunin hefur ekki sinnt humarleit á þessu vori, en undanfarin ár hefur Dröfnin yfirleitt byrjað leit nokkrum dögum fyrir vertíð. Sjó- menn eru heldur óhressir með afskiptaleysi Hafrannsóknastofn- unarinnar af veiðunum. Ef Dröfnin hefði verið búin að rannsaka svæðið fyrir Suðaustur- landi þá hefðu bátarnir tæpast lagt út í þetta ævintýri í nótt. Svo mikið var af ýsuseiðum í aflanum að skipstjórar ákváðu upp á sitt einsdæmi að halda í land og hætta veiðunum um tíma a.m.k. Eðlilegt Breiðamerkurdjúpi og vestur í finnst mönnum að Hafrannsókna- stofnunin ætti að sjá um slíka tilraunastarfsemi. Sem dæmi má nefna, að Hvann- ey fékk umtalsverðan afla af seiðum, eða á milli 5 og 6 tonn í einu hali. Seiðin eru 10—15 sm að lengd. Af þessu dæmi má sjá hversu mikið seiðamagn er þarna á ferðinni. Bátarnir voru meira og minna með full troll af seiðum. Þetta hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef tilraunir hefðu áður farið fram á þessu svæði. Skólafólk er farið að streyma í vinnu og búið að ráða töluvert af fólki til að vinna humarinn, þann- ig að útlitið er allt annað en glæsilegt ef ekki verður breyting til batnaðar á veiðunum. Það verður þó varla fyrr en tíðin batnar og sjór hlýnar. — Jens. eru ekki nógu fjölmennir til þess að raunverulegt biskupsdæmi verði stofnað. Var Meulenberg tekið með hinum mesta fögnuði og efnt til mikilla hátíðahalda hans vegna, því að hann var fyrsti Montfortpresturinn frá Hollandi sem vígður var til biskups. Við þau hátíðahöld var séra Ubaghs hægri hönd Meulenbergs og fylgdarmað- ur, enda hafði hann þá verið tilnefndur trúboði á Islandi. Síðan héldu þeir Meulenberg biskup og séra Ubaghs til íslands og hóf hinn ungi prestur störf, sem ekkert lát hefur orðið á síðan. Flestir muna eftir honum í Landa- koti, enda þjónaði hann þar lengst af, en tvisvar sinnum þjónaði hann þó um tíma St. Franciskus- systrum í Stykkishólmi. Lengi var hann skólastjóri Landakotsskól- ans og sóknarprestur í Landakoti hefur hann verið siðan séra Jósef Hacking lést (1964). Þjónusta séra Ubaghs var ævin- lega með ágætum, eins og sóknar- börn hans munu fús til að vitna um. Hann var ævinlega reiðu- búinn til starfa, hvenær sem kirkjan eða fólkið þurfti á að halda, og hann taldi aldrei eftir sér tíma eða fyrirhöfn. Söngmað- ur var hann góður og tónaði af mikilli smekkvísi. Hann hefur aldrei verið málamiðlunarmaður um kenningar heilagrar kirkju en stuðst öguggur og óhvikull við leiðsögn hennar. Sóknabörn séra Ubaghs og allir vinir hans þakka honum í tilefni af þessu merkisafmæli allt hið góða og gagnlega, sem hann hefur innt af hendi í þeirra þágu, og óska honum allrar Guðs blessun- ar. Hjartanlegar hamingjuóskir með daginn, séra Ubaghs! Torfi ólafsson strandferða- skipa að lok- inni hönnun Morgunblaðið innti Ragnar Arnalds mennta- og samgöngu- málaráðherra eftir því hvort ákvörðun hcfði verið tekin í sambandi við smíði nýrra skipa fyrir Ríkisskip. en talað hefur verið um 2—3 skip. Ragnar sagði að ákvörðun hefði ekki verið tekin ennþá, málið væri á undirbúningsstigi í framhaldi af 50 millj. kr. fjárveitingu Alþingis til þess að vinna að hönnun skip- anna. Reiknað er með að útboðs- gögn verði tilbúin eftir nokkrar vikur. Ragnar kvað endanlega ákvörðun ekki verða tekna í mál- inu eða hvernig að framkvæmd málsins verður staðið fyrr en undirbúningi væri lokið og kvaðst hann reikna með að sú ákvörðun yrði tekin á ríkisstjórnarfundi þar sem hér væri um svo viðamikið mál að ræða. UPERTILBOÐ a UPERTRAMP Verö 6950 Tilboðsverð 5950 Supertramp tróna nú í efsta sæti bandaríska listans. Viö bjóöum þessa frábæru plötu þeirra á afsláttarverði í eina viku í verslun okkar Laugavegi 66. Frumsýning Þjóð- leikhússins í Nes- kaupstað á sunnudag NoskaupHtaAur 21. maí í gærkvöldi frumsýndi Þjóð- leikhúsið leikritið „Gamaldags kómedíu“ í Egilsbúð eftir rúss- neska höfundinn Aleksei Arbuzov í þýðingu Eyvindar Erlendssonar. Leikendur eru tveir, Herdís Þorvaldsdóttir og Rúrik Ilaraldsson. en leikstjóri Benedikt Árnason. Þetta er í fyrsta sinn, sem Þjóðleikhúsið frumsýnir leikrit í Neskaupstað og viídu stjórncndur Þjóðleik- hússins heiðra Neskaupstað vegna 50 ára afmælis kaup- staðarins i ár. Sýnig þessi var heilsteypt og sýndu leikendur enn einu sinni hversu frábærir leikarar þeir eru og voru klappaðir fram í leikslok og þeim færðir blómvendir. Bæjarstjóri þakkaði komuna og þann heiður, sem kaupstaðnum hefði verið sýndur með því að frumsýna hér leikrit. Þá sté þjóðleikhússtjóri, Sveinn Einars- son, á sviðið, þakkaði bæjarstjóra hlý orð og afhenti síðan þe.im Herdísi og Rúrik styrk úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins, krónur 200 þúsund. Er þetta í fyrsta sinn, sem styrkur þessi er afhentur utan Reykjavíkur. Ónnur sýnig verður í Egilsbúð í kvöld og þriðja sýning á Egils- stöðum og síðan verður farið á Höfn í Hornafirði. -Ásgeir. Góður árangur svifflugkappa TVEIR svifflugkappar náðu þeim árangri í lengdarflugi um sfðustu helgi að fljúga lcngra cn 50 kflómctra í flugum sfnum. Sigur- bjarni Þórmundsson sveif 98 kíló- metra. frá Sandskeiði að Múlakoti. og Úlfar Guðmundsson flaug 63 kflómetra Sandskeið — Ilella. Lengdarflugið er talið erfiðasti áfanginn í svokölluðu „Silfur—C“ þrepi. Báðar vélarnar voru sóttar aust- ur í einni ferð og dregnar í til baka af TF —TOG. Sumarstarf svifflugmanna hófst með þessum skemmtilega viðburði, en það gerði köppunum helzt erfitt fyrir að himinn var alveg hreinn og heiður. Þykir það erfitt vcgna þess að þá er erfitt að átta sig á hvar uppstreymi er að finna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.