Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ1979 27 r VSI vildi ganga lengra en FFSl „VEGNA fregna um að Vinnu- veitendasambandið hafi staðið f vegi fyrir uppskipun fóðurbætis úr m.s. Selfossi. skal það tekið fram, að óskað var undanþágu til uppskipunar úr m.s. Selfossi og féllst Vinnuveitendasambandið á þá beiðni en taldi eðlilegt, að jafnframt yrði veitt undanþága til uppskipunar úr m.s. Selá, sem einnig er með fóðurbætisfarm,“ segir í fréttatilkynningu frá VSÍ, sem barst í gær. í fréttatilkynningunni segir ennfremur: „Hér hefur því ekki verið um nokkra fyrirstöðu að ræða af hálfu Vinnuveitendasam- bandsins, heldur hefur VSÍ þvert á móti viljað ganga lengra en Farmanna- og fiskimannasam- bandið og veita undanþágu til tveggja skipa í stað eins. Far- manna- og fiskimannasambandið hefur nú fallizt á undanþágu til handa báðum skipunum. Engir samningafundir hafa verið haldn- ir eða boðaðir í vinnudeilu far- manna og mjólkurfræðinga." Myndlistarsýn- ing á Akranesi FJÓRIR reykvískir myndlistarmenn opnuðu s.l. laugardag listsýn- ingu í kjallara bókasafnsins á Akranesi. Eru þetta þeir Bragi Ásgeirsson, Bjarni Ragnar, Gunnar Örn Gunnarsson og Sverrir Ólafsson. Sýna þeir málverk, teikningar, vatnslitamyndir, grafík og skúlptúr. Hagstæður vöru- skiptajöfnuður VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN var hagstæður um tæplcga fi milljarða króna ú fyrstu 4 mánuðum ársins. en á sama tíma í fyrra var hann óhagstæður um rúmlcga 5 milljarða króna. í aprílmánuði var vöruskiptajöfn- uðurinn hagstæður um 8.3 milljarða, cn í fyrra um 55.4 milljónir. Við samanburð verður að hafa í huga, að meðalgengi erlends gjaldeyris í janúar-apríl 1979 er 38.7% hærra en það var í sömu mánuðum árið 1978. Þýðir það, að sé 5 milljarða talan færð upp til verðlags ársins í ár hefur vöru- skiptajöfnuðurinn verið óhag- stæður um rúmlega 7 milljarða í fyrra og í apríl hagstæður um 76.8 milljónir króna. Ný reglugerð um dragnótaveiðar Sjávarútvegsráðuneytið hef- ur gefið ú nýja reglugerð um dragnótaveiðar. Helstu ákvæði reglugerðarinnar eru sem hér segir: 1. Lágmarksmöskvastærð í poka og belg dragnótar skal vera 155 mm. 2. Óheimilt er að nota nokkurn þann útbúnað, sem þrengir eða herpir á nokkurn hátt möskva þá, sem lýst er í 1. lið, þó skal ekki teljast ólögmætt að festa undir poka dragnótar, net eða annað efni í því skyni að forða eða draga úr sliti. Slitvarar þessir skulu aðeins festir að framan og á hliðunum við pok- ann. 3. Við veiðar með dragnót í íslenskri fiskveiðilandhelgi, er óheimilt að nota hlera og hvað eina, sem gæti komið í þeirra stað til útþenslu vængjanna. Adda Bára formaður KRON Á fyrsta fundi stjórnar KRON eftir aðalfund félagsins skipti stjórnin með sér verkum. Var Adda Bára Sigfúsdóttir, veður- fræðingur, kjörin formaður stjórnar. Varaformaður var kos- inn Ólafur Jónsson og ritari Frið- finnur Ólafsson. Adda Bára hefur verið varafor- maður frá árinu 1974 og tekur hún við formennsku af Ragnari Ólafs- syni hrl., sem kvaðst undan endur- kjöri tii stjórnar. Vitni vantar að ákeyrslu MILLI klukkan 15 og 17 þriðju- daginn 22. maí var ekið á Ford Torino-bifreið, bláa að lit, þar sem hún stóð fyrir utan Mávahlíð 14. Bifreiðin er árgerð 1971. Tjónvald- urinn fór á vettvang, en talið er að ljósleit bifreið hafi ekið á Fordinn. Þeir, sem geta veitt nánari upplýs- ingar um þetta mál, eru beðnir að hafa samband við rannsóknadeild lögreglunnar. Tveir teknir af lífi í íran Teheran, 23. maí. AP. Veður víða um heim Akurayri 2 alydda AÞena 29 heióskirt Barceiona 17 skýjað Berlín 24 heiðskfrt Brilssei 15 rigning' Chicago 23 skýjað Frankfurt 19 rigning Genf 22 skýjað Helsinki 19 heiðskírt Jóhannesarb. 19 heiðskfrt Kaupmannah. 18 heiðskírt Lissabon 20 heiðskírt London 15 skúrir Los Angeies 27 skýjað Madríd 22 heíðskírt Mataga 29 heíðskfrt Miami 29 skýjað Moskva 18 skýjað New York 25 skýjað Ósló 13 skýjað Palma, Mallorca 20 léttskýjað París 17 skýjað Róm 23 heiðskírt Reykjavík 8 skýjað Stokkhólmur 19 skýjað Tel Aviv 25 heiðakírt Tokyó 26 skýjað Vancouver 16 skýjað Vínarborg 24 heiðskfrt ISLAMSKIR dómstólar tóku af lífi í dag ofursta og undirforingja úr lífverði keisarans og dæmdu tvo hershöfðingja til langrar fangelsisvistar. Mohammed Bagher Latifi ofursti og Mahmoud Memar undirforingi voru líflátnir fyrir hlutdeild í drápi 120 andstæðinga keisarans í mótmælaaðgerðum 8. september sem byltingarmenn kölluðu „svartan föstudag“. Manucheher Vajdi hershöfðingi, Aukin gjöld Þórshöfn í Færeyjum í gær. ÞRENN lög hafa tekið gildi og eiga að auka tekjur rfkissjóðs Færeyinga, meðal annars vegna erfiðleika sjávarútvegsins. Um 16 milljónir eiga að fást með 2% gjaldi á allan innflutning. Um átta milljónir eiga að fást með tollahækkunum á áfengi, tóbaki fyrrverandi hermálafulltrúi í Washington og háttsettur yfir- maður í gagnnjósnaþjónustu hers- ins, og Reza Parvaresh hershöfð- ingi, fyrrverandi deildarstjóri í leynilögreglunni Savak, voru dæmdir í 12 ára fangelsi hvor. Nú hafa ?dls 215 verið teknir af lífi síðan í febrúarbyltingunni. Ayatollah Sadeq Khalkhali, um- deildur trúarleiðtogi og dómari, sem sagði 15. maí að hann hefði undirritað tilskipun um aftöku keisarans, hefur sagt af sér sam- kvæmt blaðafréttum í dag. í Færeyjum o.fl. Um ein milljón á að fást á ári með 30 króna gjaldi á öllum farseðl- um til útlanda. Erfiðleikar sjávarútvegsins stafa meðal annars af hækkuðu olíuverði .og því hefur verið samþykkt hækk- un á niðurgreiðslum á olíu til fiskiskipa, úr 12 aurum í 24 aura. Fleiri aðgerða er vænzt á árinu. — Arge. 1977 - Podgorny forseta vikið úr stjórnmálaráðinu. 1976 - Concorde-flug til Washington hefst. 1972 - Bandaríkjamenn og Rúss- ar ákveða að senda geimfara í sameiningu út í geiminn. 1968 - De Gaulle bjargar stjórn sinni með umbótum. 1964 - 300 fórust í knattspyrnu- óeirðum í Lima, Perú. 1%2 - Scott Carpenter fer þrjá hringi um jörðu og verður annar bandaríski geimfarinn. 1941 - Þýzka orrustuskipið „Bis- marck" sekkur brezka orrustu- beitiskipinu „Hood“ á Norður— Atlantshafi nálægt Íslandi (1300 fórust). 1900-Bretar innlima Óraníu— fríríkið í Suður-Afríku. 1844 - Samuel Morse sendir fyrstu opinberu skilaboð sín með rafmagnsritsíma milli Washing- ton og Baltimore. 1822 - Orrustan um Pinchincha. 1815 - Landkönnuðurinn George Evans finnur Lachlanána í Ástralíu. 1625 - Fyrra biskupastríðið hefst með bardaganum við Turrif, Skotlandi. 1625 - Peter Minuit kaupir Man- hattan-eyju af Indíánum fyrir varning að verðmæti 24 dollarar. 1612-Danir taka Elfsborg og Gullberg af Svíum í Kalmar— stríðinu. Afmæli. Villiam Gilbert, enskur vísindamaður (1544—1603) — Jean-Paul Marat, franskur bylt- ingarmaður (1743—1793) — Viktoría Bretadrottning (1819-1901) - Sir Arthur W. Pinero, brezkur leikritahöfundur (1855—1934) — Jan Christiaan Smuts, suður-afrískur stjórn- málaleiðtogi (1870—1950) — Bob Dylan, bandarískur söngvari (1941-). Andlát. Nicolaus Copernicus, stjörnufræðingur, 1543 — John Foster Dulles, stjórnmálaleið- togi, 1959 — Duke Ellington, tónlistarmaður, 1974. Innlent. Samningur Dana og Breta til 50 ára um landhelgina 1901 — Útfærsla í 12 mílur samþykkt í ríkisstjórn 1958 — Mótmælafundur gegn Bretum 1973 — Sýningin „Islendingar og hafið" opnuð 1968 — Þrír farast með sjúkraflugvél á Snæfells- nesi 1959 — Bolungarvíkurdeild 1932 — Benedikt Sveinsson hef- ur endurskoðunarbaráttuna á kjörfundi á Fossvöllum 1881 — „Det islandske handélsselskap" stofnað í Noregi 1870 — d. Kolbeinn Auðkýlingur 1309 — f. Sigfús Eymundsson 1837 — d. Halldór Friðjónsson ritstj. 1959. Orð dagsins. Ef mannkynið hefði óskað sér þess sem er rétt hefði það ef til vill getað eignazt það fyrir löngu — William Haz- litt, enskur rithöfundur (1778-1830). Þetta gerðist 1978 — Brottflutningur frönsku Útlendingahersveitarinnar frá Zaire hefst. 1975 — Tólf tíma orrusta ísra- elsmanna og Líbana. 1909 — Thor Heyerdahl fer í papýrusbát frá Marokkó yfir Atlantshaf. 19fi3 — Einingarsamtök Afríku (OAU) stofnað í Addis Ababa. 1959 — Heimsókn Nikita Krúsjeffs til Albaníu. 1955 — Brezkur leiðangur klífur Kanchenjunga. 1953 — F.vrstu kjarorkukúlunni skotiö í Nevada. 1914 — Landgöngusvæðið við Anzio, Ítalíu, tengt víglínu Bandamánna. 1923 — Transjórdania fær sjálf- stæði. 1914— Ncðri málstofa hrczka þingsins samþykkir lög um írska hcimastjórn. 1911 — Porfirio Diaz Mexíkófor- seti segir af sér. 18lfi — Louis Napoleon flýr til London. 1819 — Uppreisn hefst í Rio de la Planta gegn Jósef Bonaparte. 1714 — Prússar fá Austur-Fris- land. — Innrás Austurríkis- manna í Elsass. 1734 — Sigur Spánverja í orr- ustunni um Bitonto á Ítalíu. Afmæli: Ralph Waldo Emersen, bandarískur rithöfudnur (1803—1882) — Beaverbrook lávarður, brezkur blaðaútgef- andi (1879-1964) - Bela Bartok, ungverskt tónskáld (1881 — 1945) — Josip Broz Tito, forseti Júgóslavíu (1892-). Andlát: Gregor páfi VII 1085 — Pedro Calderón, leikritahöfund- ur, 1681 — Jacob Buckhardt, sagnfræðingur, 1818 — Gustav Holst, tónskáld, 1934. Innlcnt: Sjálfstæðisflokkurinn stofnaður 1929 — Hrani og fleiri brennumenn vegnir í Grímsey 1254 — Gufuskipið „Jón Sigurðs- son" kemur og hefur strandferð- ir 1872 — „Carlsund", fyrsta skip norska verzlunarfélagsins, kem- ur til Reykjavíkur með vörur 1872 — Kínversk nefnd kemur að undirbúa stofnun sendiráðs 1972 — Skógareldur á Þingvöll- um 1975 — f. Björn Gúnnlaugs- son 1788 — Friðrik Friðriksson 1868 — d. Steinn Steinarr 1958. Orð dagsins: Þegar mig langar til að lesa, skrifa ég bók. — Benjamin Disraeli, brezkur stjórnmálaleiðtogi (1804—1881).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.