Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ1979 Gísli Olafsson: Málefni aldraðra á Seltjarnarnesi í Morfíunblaðinu laugardaginn 19. maí er Krein eftir frú Guðrúnu K. Þorber(?sdóttur bæjarfulltrúa Alþýðubandalagsins í bæjarstjórn Seltjarnarness, er fjallar m.a. um málefni aldraðra. Þar sem undir- ritaður á sæti í DHH-nefnd (Dag- heimilis/heilsugæzlu o|í hjúkrun- arheimilisnefnd), sem skilaði bæjarstjórn ítarlet<ri skýrslu og tillögum um íbúðarþarfir og mál- efni aldraðra, þykir mér rétt að gera þennan hluta greinar bæjar- fulltrúans að umræðuefni. Skýrsla DHH-nefndarinnar er 8 síður auk sjö fylgirita. í samþykkt bæjarstjórnar er alfarið vísað til skýrslu nefndar- innar og verður því að líta til hennar með leiðbeiningu um hvert skuli stefnt og hvernig að skuli staðið. í skýrslu nefndarinnar kemur þetta m.a. fram.: Tillögur DHH-nefndar 1. Bæjarstjórn beiti sér fyrir og hafi forgöngu um stofnun sam- eignarfélags þar sem bæjar- sjóður eigi allt að helming stofnfjár. Tilgangur sameignarfélagsins yrði að koma upp og reka hentugt íbúðarhúsnæði fyrir aldraða (ellilífeyrisþega og ör- yrkja). Aðild bæjarbúa skal vera með þeim hætti, að þeir leggi fram stofnfé og greiði síðan tilsvarandi hluta afborg- ana og vaxta. A móti eigi þeir ákveðinn hluta í eignum félags- ins (ákveðna íbúð) og for- gangsrétt til dvalar er þeir verða ellilífeyrisþegar. Vilji einstaklingur selja eignarhluta sinn skal viðkomandi fá greiðslu er miðast við bruna- bótaverð á hverjum tím.a Bæjarsjóður hafi ráðstöfunar- rétt á húsnæði er svarar til eignaraðildar bæjarsjóðs. Bæjarstjórn skipi nefnd til að semja samþykktir og reglur fyrir félagið, sem félagsaðilar taki síðan lokaákvörðun um. 2. Bæjarstjórn taki þegar frá land á hentugum stað fyrir íbuðar- húsnæði samkvæmt tillögu 1, það rúmt að unnt veri að minnsta kosti að tvöfalda þann fjölda íbúða en reiknað sé með 15—20 íbúðum í fyrsta áfanga. 3. Bæjarstjórn feli nýskipaðri samninganefnd Seltjarnarnes- kaupstaðar við Reykjavíkur- borg vegna Heilsugæslustöðvar á Seltjarnarnesi að tryggja sjúkrarými á Reykjavíkursvæð- inu. Úr greinargerð með tillögum Nefndin leggur áherzlu á lang- tímastefnumörkun er miði að því, að einstaklingurinn fái tækifæri til að búa í eðlilegu umhverfi sem sjálfs sín húsbóndi á meðan heils- an leyfir en verði ekki hluti af stofnun sem vistmaður löngu áður en raunverulegt heilsufar hamlar sjálfstætt líferni. Nái tillögur nefndarinnar fram að ganga telur nefndin að sú aðstaða sem lögð er til, muni minnka eftirspurn og þörf Seltirninga eftir langlegu- sjúkrarými og gera þeim unnt að búa hér í bænum lengur en ella. Á þessu stigi leggur nefndin fram þrjár tillögur, til að hefja könnun á leið, sem að vissu leyti er nýmæli hér á landi. Um forsendur fyrir þessum tillögum og mark- miðum með þeim vísast í neðan- greinda umsögn með hverri tillögu fyrir sig. Um tillögu 1. Megin tilgangurinn með stofnun sameignarfélags er tvíþættur: 1. Að bæjarfélagið veiti aðstöðu til að einstaklingarnir geti hjálpað sér sjálfir og 2. Að hjálpa þeim einstaklingum, sem af ýmsum óviðráðanlegum og félagslegum ástæðum geta ekki af eigin rammleik búið að hag sínum á efri árum. Nefndin leggur áherzlu á, að með þátttöku einstaklinga í sam- eignarstofnun, löngu áður en þeir þurfa á aðstöðunni að halda sé verið að stofna til sparifjármynd- unar til að mæta framtíðarþörfum og því ekki um verðbólgusjónar- mið að ræða. Endurgjaldið er fyrst og fremst í formi forgangs- réttar að aðstöðu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og er þessi forgangsréttur endurgjald fyrir þá ráðdeild sem sýnd hefur verið. Hér er ekki heldur um dulbúna skattheimtu að ræða. Viðkomandi fær framlag sitt endurgreitt á því verði, sem það hefði kostað að koma þessari aðstöðu upp þegar hann lætur hana af hendi. í tillögunni er gert ráð fyrir, að bæjarstjórn hafi ráðstöfunarrétt á hluta húsnæðisins og er það gert í þeim tilgangi að unnt verði að aðstoða þá sem á því þurfa að halda. Meginforsendur fyrir þessari tillögu eru: 1. Mjög sennilegt er, að það mis- rétti, sem verið hefur á lífeyris- réttindum manna og lýst er í skýrslu nefndarinnar, verði Gísli ólafsson leiðrétt innan skamms tíma. Síðustu fjögur ár hefur sérstök nefnd aðila vinnumarkaðsins og ríkisins starfað á þessu sviði og á sama tíma hefur verið í gildi samkomulag, sem greitt hefur viðbótarellilífeyri samkv. vísitölu til þeirra ellilífeyris- þega hins frjálsa vinnumarkað- ar sem eru 70 ára og eldri. Verðtryggð ellilífeyrisréttindi meginþorra fólks veitir mun fleirum möguleika til að búa lengur í heimahúsum, sérstak- lega ef viss þjónusta er fáanleg. 2. Niðurstaða þeirrar athugunar, sem nefndin lét gera um ald- ursskiptingu íbúa Seltjarnar- ness og fram koma í skýrslu nefndarinnar, bendir eindregið til þess, að þessi skipting sé lág miðað við landsmeðaltal og verði það næstu átta árin. 3. Nefndin telur að brýnasta verk- efnið þegar til langs tíma er litið, sé að gefa bæjarbúum tækifæri til að skipta yfir í hentugt og viðráðanlegt eigið húsnæði, innan bæjarmark- anna þegar þeir komast á ellilífeyrisaldur, 67—70 ára. Þjónusta við aldraða Um tillögu 2: Nefndin telur, að í fyrsta áfanga verði gert ráð fyrir 15—20 íbúð- um. Nefndin hefur ekki á þessu stigi talið ástæðu til að kanna gerð og aðstöðu slíks húsnæðis, enda verð- ur fyrst að liggja fyrir ákvörðun um, að að því skuli stefnt. Aug- ljóst er að slíkt húsnæði er sérstaks eðlis og nauðsynlegt er að gera ráð fyrir að unnt verði að veita vissa þjónustu. Sem dæmi má nefna: a) Húshjálp og ræbtingu á sam- eiginlegu húsnæði. Það gefur auga leið að eftir því sem fleiri, sem á þessari þjónustu þurfa að halda, búa á takmarkaðra svæði verður þjónustan fjár- hagslega hagstæðari. b) Matur eða einstakar máltíðir fyrir þá, sem þess óska. í þessu sambandi þarf ekki mikla yfir- byggingu hvað starfsmanna- hald og búnað snertir. Á mann- mörgum vinnustöðum veitir einn aðili þessa þjónustu til 40—60 manns. Keyptar eru einstakar tilbúnar máltíðir (skammtar) til nokkurra daga í senn og þær matreiddar í þar til gerðum ofnum. Þessi lausn hefur reynst hagkvæm og reynst vel hvað gæði snertir. c) Öryggismál. Áríðandi er að aldrað fólk geti gert viðvart ef það þarf á hjálp að halda skyndilega. Athugandi er að leysa þetta mál með því að hafa húsvarðaríbúð í húsinu og aðr- ar íbuðir væru þá bjöllutengdar við hana. Þá er hugsanlegt, að húsvörður gæti sinnt þeirri þjónustu sem talin er í staf- liðum a og b, minnsta kosti hluta hennar. Sjúkarrými Um tillögu 3: Fyrirsjáanlegt er, að skortur verður á langlegurými næstu árin. Enda þótt sjúkrahúsarekstur sé að lang mestu leyti í verkahring ríkisins, telur nefndin rétt á með- an skortur er á slíku plássi, að bæjarstjórn reyni að tryggja þeim bæjarbúum, sem á því þurfa að halda aldurs vegna, slíka aðstöðu. Með tilkomu heilsugæslustöðvar og húsnæðis samkv. tillögu 1 telur nefndin mjög sennilegt að unnt verði að ná samkomulagi við þriðja aðila um langlegurými gegn notkun viðkomandi á þeirri að- stöðu, sem bærinn gæti boðið í heilsugæslustöðinni og húsnæði samkv. tillögu 1. Forsendur í fylgiskjölum með skýrslunni kemur m.a. fram að samkvæmt manntali 1. des. 1977 voru íbúar hér á landi 222.552 þar af 14.372 sjötíu ára og eldri eða 6.4% íbúanna. Á Seltjarnarnesi voru íbúar 23.687 þar af 70 sjötíu ára og eldri eða 2.61%. Það samsvarar um 40% af landsmeðaltalinu. Þá var og kannað miðað við manntal 1. des. 1978 hvort hugsanleg breyting yrði á þessum tölum. Við þá athugun voru notaðar nýjustu dánarlíkutöflur fyrir íslenzka karla og konur (árin 1966—1970). Tillögur nefndarinnar voru því grundvallaðar á þeim staðreynd- um sem fyrir lágu en ekki á óskhyggju eða sýndarmennsku. Svör til bæjar- fulltrúans I grein bæjarfulltrúans segir: „Hann (bæjarstjórnarmeiri- hlutinn) ætlar að kasta af sér ábyrgðinni og leita til einstak- linga og þá væntanlega þeirra efnameiri, því hverjir aðrir eiga það umfram fé, sem nauðsynlegt er, til að taka þátt í byggingu húsnæðis sameignarfyrirtækisins, sem nú á að leysa vanda íbúða- bygginga aldraðra? Hvaðan kemur fé bæjarsjóðs? Úr vösum bæjarbúa, jafnvel þeirra efnameiri. Flokksbræður bæjarfulltrúans í öðrum sveitar- stjórnum hafa verið ófeimnir að seilast djúpt í vasa samborgara sinna, jafnvel eignaútsvör lífeyr- isþega og ekki hafa flokksbræður bæjarfulltrúans á Alþingi verið neinir eftirbátar í skattheimtunni. Og ennfremur segir bæjarfull- trúinn: „Fyrir mér hefur það alltaf verið sjálfsagt mál, að yrði ráðist í það verkefni að reisa húsnæði fyrir aldraða, þá yrði það mál bæjarfélagsins sjálfs". Hér er lýst algjöru vantrausti á íbúana og þeim sagt að treysta á forsjá ríkis og sveitar. Við Sjálf- stæðismenn trúum þvi og treyst- um að með því að virkja dug einstaklingsins og gefa honum sem víðtækust áhrif verði þörfum hans best mætt jafnframt því að bæjarfélagið veiti þann stuðning að gera öllum bæjarbúum mögu- legt að njóta þeirrar beztu þjón- ustu, sem völ er á. Tillögur nefndarinnar byggjast á þessari forsendu og fulltrúi minnihluta flokkanna í nefndinni var sam- mála tillögum nefndarinnar og þeirri greinargerð, sem þeim fylgdi. Sjálfstæðismenn á Seltjarnar- nesi munu í framtíðinni sem hingað til leitast við AÐ GERA GÓÐAN BÆ BETRI. ER VERÐB0LGAN ÓLEYSANLEGT VANDAMÁL? — NEl EKKI FYRIR 0KKUR Mrnm , Lausnin er aó nota AGFAC0L0R li því vegna hagstæóra Agfa-Gevaert er okkur bjóóa framköllun og stækkun át lægra verði en aðrirjbjóða. # SPARIÐ 30% N0TIÐ AGFAC0L0R FILIVIU lyli^ Austurstræti 7 Símí 10966 IU Ileilsugæslustiiðin á Seltjarnarncsi í byggingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.