Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1979 5 Bændastéttin hef- ur unnið sigur — segir Eyjólfur Konráð Jónsson „BÆNDUR hafa nú unnið þann sigur, sem verkamenn unnu fyrir hálfri öld, að fá fjármuni sína beint í hendur og gera út af við innskriftakerfið. Þetta er því sig- ur bændastéttarinnar og kemur sér vel að þessi sigur vinnst einmitt nú í erfiðleikum þessa harða vors“, sagði Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður, er blaðið ræddi við hann í framhaldi af samþykkt þingsályktunar- Eyjólfur Konráð Jónsson tillögu hans og fleiri um beinar greiðslur til bænda. „Tillagan gerir ráð fyrir að næsta skref í þessu máli verði í höndum ríkisstjórnarinnar og það er ánægjulegt að landbúnaðarráð- herra hefur í blaðaviðtali lýst því yfir að hann muni fela bönkum að annast framkvæmdina varðandi lánin, sem er sjálfsagt og eðlilegt. Ég er sannfærður um að þetta verður auðvelt í framkvæmd og bankarnir munu sannfærast um það einnig. En ef þeir verða í einhverjum erfiðleikum með að setja slíkt kerfi upp, er ég tilbúinn að eyða með þeim dagstund til að finna lausn á því verki. Um síðari lið tillögunnar um að niðurgreiðslur- og útflutningsupp- bætur fari beint til bænda eins og lánin eða að minnsta kosti að niðurgreiðslurnar fari beint til eiganda vörunnar, bændanna, þá er það kannski mikilvægara hagsmunamál fyrir bændur en hitt, því þarna er um vaxtalausa peninga að ræða. í jafn gífurlegri verðbólgu eins og hér er, þá segir það sig sjálft að það skiptir sköpum fyrir eigendur þessara fjármuna að fá þá sem fyrst,“ sagði Eyjólfur að lokum. Skrítin fugl — ég sjálfur Leikfélag Akureyrar frumsýnir næst- komandi föstudagskvöld gamanleikinn SKRÍTINN FUGL - ÉG SJÁLFUR (Absurd Person Singlar) eftir enska leikritahöfundinn Alan Ayckbourn. Þýðinguna gerði Kristrún Eymundsdótt- ir. Leikstjóri er Jill Brooke Árnason. Leikmynd gerði Hallmundur Kristinsson en Freygerður Magnúsdóttir annast búninga. Leikendur eru Sigurveig Jónsdóttir, Gestur E. Jónasson, Svanhildur Jóhannesdóttir, Viðar Eggertsson, Þórey Aðalsteinsdóttir og Theódór Júlíusson. Skrítinn fugl — ég sjálfur er síðasta verkefni Leikfélags Akureyrar á þessu leikári. Aðalfundur Verkakvennafélagsins Framsóknar veröur haldinn sunnudaginn 27. maí kl. 14 í Alþýðuhúsinu viö Hverfisgötu. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Sýniö skírteini viö innganginn. Stjórnin. Leonidas Lipovetsky leikur með Sinfóníuhljómsveitinni í kvöld. Verk eftir Beethoven 'SINFÓNÍUHUOMSVEIT íslands nmn halda tónleika í Háskólabiói í kvold og hefjast þeir kl. 20.JO. A þessuni tónleikum verða eingongu flutt verk eftir Beethoven og verða á efnisskránni Leonara, forleikur nr. 3, píanókonsert nr. 1 og sinfónía nr 1. Illjómsvoitarstjóri á þessum tónleikum er Englentlingurinn John Steer. Steer hefur vorið meðlintur í Fílharmóníuhljóntsveit Lundúna og N'ýju Fílharmóníuhljómsveitinni. Hann hefur einnig starfað með hljómsveit- unum Fires of Lomion, Aeadenty og St. Martins in the Fields. London Sinfonietta og Kammersveit Yehudi Monuhins. Síðustu ár hefur hann einbeitt sér að hljómsveitarstjórn og hefur nt.a. stjórnað Orchestra N’ova of London og hljómsveitinni I’hilharmonia víðs vegar um heimaland sitt. I’íanóleikari með hljómsveitinni að jiessu sinni verður Leonadis Lijiovetsky og er hann fa'ddur i Uruguay. Hann hefur ferðast til tónleikahalds um gjörvöll Bandaríkin, Kanada, Mið- og Suður-Ameríku og Evrópu. Meðal hljómsveita sent hann hefur leikið með má nefna Fílharmóníuhljómsveit Liverjiool og Tékknesku fílharmóníuhfjómsveit- ina. Síðan liltifi hefur hann kennt sem prófessor i píanóleik við Ríkisháskólann í Flórida. Leonidas Lipovetsky er kvæntur islenskri konu, Astríði l'lfarsdóttur, og eru jiau húsett í Flórída í Bandaríkjunum. kr. 51.890 SENDUM BÆKLINGA SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Ennþá eru fáein sæti laus í brottförunum 1. og 8. júní — 3 vikur. Gisting í íbúðum Santa Clara, El Remo, La Nogalera, Iris og Tamarindos. Góðir og vel þekktir gististaöir. Kynnisferöir til Granada, Marokko, Malag’a o.m.fl. [ Fer8askri«stofan Austurstræti 17, vUTSYN, símar 26611 og 20100 Næsta brottför 22. júní — fá sæti laus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.