Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.05.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1979 MORöJNf kafr/Nd GRANI GÖSLARI Pappi — pabbi. — Anna hér. — Við erum hér í trjágarðinum. Vildi óska þess að þú treystir mér betur — Ég skipti. Því komstu ekki í matinn? “7 OXD — Það blómstrar á fimm ára fresti. — Ef það bregst, þá er hægt að skipta! JÞad er vá fyrir dyrum” BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Getur verið, að möguleikarnir í spili dagsins séu of margir? Suður gaf spilið, opnar á einu hjarta, norður segir tvö lauf og suður segir þá lokasögnina, þrjú grönd. Norður S. Á643 H. K2 T. 86 L. KG965 Suður S. KDIO H. ÁG765 T. K107 L. ÁIO Útspil tígulfimm. Sjö tökuslagir sjást strax og tígulkóngurinn verður sá áttundi þegar austur leggur gosann á áttuna. Hvernig líst þer á og hvar er nú helst að fá níunda slaginn? Möguleikarnir eru næstum jafnmargir og spilin á hendinni. T.d. má svína laufi í báðar áttir nú eða taka það beint og komi drottn- ingin í verða slagirnir jafnvel of margir. Á sama hátt má reyna hjörtun eða taka á spaða- kóng-drottningu og komi gosinn í verða fjórir spaðaslagir okkur nóg. Eins geta spaðarnir skipst 3—3 og má þá segja, að allt sé upptalið. Nei, eitt atriði gleymdist. Fiestir kunna og nota ellefu regl- una svonefndu. Drögum útspilið, fimm, frá ellefu og fáum út sex. Á hendinni og í borði voru fimm spil í tíglinum, öll hærri en útspilið, sem þýðir, að austur á ekki hærri tígul en við. Þar með er besta leiðin að fæðast. Eftir tígulkónginn spilum við aftur tígli. Hafi vestur ekki átt fleiri en fimm tígla í upphafi lendir hann í leiðinda aðstöðu. Getur tekið fjóra siagi en verður síðan að spiia upp í gaffal og rétta okkur tíunda slaginn. En hvaða spil getum við látið frá borði í tígulslagina? Við getum látið tvö lauf en megum hvorki missa spaða né hjarta án þess að tapa takinu á þrjótnum. Með ráð undir hverju rifi bíðum við með tígulinn, tökum á hjartakónginn fyrst, spilum síðan tígli og hjarta- tvisturinn getur orðið afkast í fjórða tígulslag varnarinnar. COSPER ©PIB 4 < l-lfl Lr 3EQ —f 802<+ '13 COSPER Hér kem ég með hana sem annast um uppþvottinn framvegis, drengir! Farmannaverkfallið hefur nú staðið í bráðum mánuð. Menn með um 1 milljón á mánuði í laun stöðva alla flutninga til og frá landinu. Frystihúsin eru að stöðv- ast, þar senvhráefnageymslur eru orðnar yfirfullar og samkvæmt síðustu fréttum virðist vera stutt í það, að iðnaðurinn stöðvist. Og á meðan „Róm brennur“ birtast myndir í blöðunum af gleðifagnaði verkfallsmanna í einu af veitinga- húsum borgarinnar, þar sem þeir lyfta glösum yfir afrekum sínum. Á sama tíma og öll alþýða lands- ins sættir sig við að fá engar launahækkanir kemur hver há- launahópurinn eftir annan og heimtar stærri sneið af þjóðar- kökunni. Vissulega geta verkföll átt rétt á sér, en verkfall með svo óhóflega kröfugerð, þar sem farið er fram á á annað hundrað prósent launa- hækkun, á ekki rétt á sér miðað við ríkjandi aðstæður í okkar þjóðfélagi. • Mjólkurfræðingar og gúmmístígvél Enn einu sinni hafa blessaðir mjólkurfræðingarnir vakið á sér landsathygli. Fyrir nokkrum ár- um stöðvaðist öll mjólkurdreifing í landinu um nokkurn tíma á meðan þessir ágætu iðnaðarmenn stóðu í deilu við viðsemjendur sína um gúmmístígvél. í ágætri sam- vinnu við dómsmálaráðherra okk- ar og formann Framsóknarflokk- sins hafa mjólkurfræðingar nú slegið eitt metið enn: Að fara í verkfall og vera á fullum launum á meðan. Jafnvel fá yfirvinnu greidda í verkfallinu. Flugmenn og prentarar hljóta að roðna þegar minnst er á mjólkurfræð- inga. Nei, það er vá fyrir dyrum í okkar litla þjóðfélagi. Togsteitu hagsmunahópa er ekki lengur hægt að leysa með aukinni verð- bólgu. Samtök vinnuveitenda á íslandi hafa alla tíð verið of veik. Vinnuveitendur verða að taka ábyrga afstöðu. Þeir geta ekki endalaust keypt sér stundargrið með því að skrifa upp á verðbólgu- víxilinn. Vinnuveitendur mega vita það, að með því að segja „hingað og ekki lengra“ við þessa hagsmunahópa eru þeir að vernda hagsmuni hins vinnandi manns þjóðfélagsins, það er ekki í þágu láglaunafólksins að ganga að kröf- um farmanna og mjólkurfræð- inga. Með þakklæti fyrir birtingúna. Ellilífeyrisþegi. • Heillaráð við benzínhækkun Sú ömurlega ríkisstjórn, sem legið hefur banaleguna frá fæð- ingardegi, hefur nú nýlega bætt gráu ofan á kolsvart með því að hækka svo verð á benzíni, að hinum almenna bifreiðareiganda mun hér eftir reynast næsta ókleift að njóta sumarleyfisferðar um landið með fjölskyldu sína — hringferð um land feðranna orðin jafnvel dýrari en ferð til sólar- landa. Ráðherrar „stjórnar hinna vinnandi stétta" þurfa þó varla að hafa áhyggjur, allur þeirra rekstrarkostnaður af bifreiðum greiddur úr ríkissjóði, þ.e.a.s. af skattpeningum borgara þessa lands. Ráðherrar „fólksins" geta því sælir og ánægðir keyrt í sínum nýju, amerísku „dollaragrínum“ hvert á land sem er — almenning- ur má sitja heima. Hvað er til ráða? Jú, tilgangur þessa greinarkorns er að benda fólki á þjónustu sem ekki hefur verið nægur gaumur gefinn. Norð- ur á Skjálfanda, nánar tiltekið á Húsavík, er samnefnt hótel sem vert er að vekja athygli fólks á. Hótel Húsavík hefur í samráði við Flugleiðir gefið öllum almenningi kost á að njóta ótrúlega ódýrra helgarferða með flugi frá Reykja- vík á föstudegi og til baka síðla dags á sunnudegi. Undirritaður átti þess kost fyrir stuttu að taka þátt í slíkri helgar- ferð og vill því vekja athygli allra þeirra, sem í sumar verða að skilja bílinn eftir heima, á þeirri frá- bæru þjónustu sem hér er boðið upp á. Hótelið sjálft er framúr- skarandi snyrtilegt og allur viður- gjörningur sem bezt verður á kosið. Hótelstjórinn, Einar Hverfi skelfingarinnar 51 — Komið með mér. Caja gekk á eftir honum, inn iangan subhulegan gang og síðan upp stiga upp á næstu hæð. Enn einn gangurinn tók þar við. Lögregluþjónninn stað- næmdist við einar dyrnar og barði. — Bíðið hér, skipaði hann þegar honum var boðið að ganga inn. Caja stóð kurteis- iega þarna unz dyrnar opnuð- ust á ný og andlit lögreglu- þjónsins kom f ijós. — Gerið svo vel, sagði hann. Þegar hún var komin inn fór hann út og skildi hana á ný eftir. Vandræðaleg á svip horfði unga stúlkan á manninn sem sat við skrifborðið. bað var Mortensen sem hún haföi nokkrum sinnum mælti máli, sér til mjög takmarkaðrar ánægju. —, Fáið yður sæti, ungfrú | Petersen, sagði hann allt að því vingjarnlegri röddu. — bér hafið týnt brúnni hlið- artösku, sagði hann þcgar hún hafði fengið sér sæti í óþægileg- um stólnum á móti honum. Hún kinkaði kolli. Hann stakk höndinni niður bak við borðið og dró tösku upp og lagði hana á borðið. — Er það þessi? — Já. En hvað ég er fegin. Takk fyrir. Caja rétti áfjáð út höndina og reis til hálfs upp úr stólnum. Mortensen lagði hönd sfna yfir hennar. — Engin læti, sagði hann. — Taskan er óskilamunur. Ég verð að ganga úr skugga um að þér séuð réttur eigandi hennar. Hvar og hvenær týnduð þér henni? Hún leit snöggt á hann og hristi sfðan höfuðið efagjörn á svip. — Ég var með töskuna þegar ég fór til Solvej Lange í gær- kvöldi. sagði hún hikandi. — En hvort ég tók hana með mér. þegar ég stakk af... Hún hristi aftur höfuðið og sagði sfðan enn meira hikandi: bað man ég sem sagt ekki alveg. Lögreglumaðurinn horfði þolinmóður á hana eins og hann byggist við því að hún hefði einhverju við að bæta. Loks sagði hann: — bað er tvennt sem bendir til þess að þér hafið tekið töskuna með yður þegar þér fenguð skjól hjá fröken Kjær og frú Frederiksen. í fyrsta lagi var taskan ekki í húsi Solvej þegar lögreglan kom þangað. Og í öðru lagi var það frú Frederiksen sem í morgun fann töskuna og afhenti okkur hana. Hann þagði um hrfð og horfði rannsakandi á hana. — Vorið þér með töskuna meðan þér voruð inni í stofunni hjá frú Lange? — Já. Ég man að einu sinni tók ég vasaklút upp úr henni og ég man að ég var að setja hann aítur í vcskið. — Hugsið yður nú vandlega Eftir Ellen og Bent Hendel Jóhanna Kristjónsdóttir snéri á íslenzku. um. begar þér risuð á fætur og bjuggust til þess að ganga út úr stofunni. — Já. greip Caja fram í áfjáðri röddu, — nú man ég það. Samtfmis því að ég stökk upp. greip ég töskuna með mér og svo hljóp ég fram í íorstof- una óg Solvej kom á eftir mér. Mörtensen kinkaði kolli. — Og hvað svo?, spurði hann. — Var kápan yðar inni í henginu frammi? - Já. — Hvað grrðuð þér við tösk- una meöan þér klædduð yður í kápuna? Hún hikaði lcngur en áður. Loks sagði hún: — Ja, það man ég bara ekki. Mortensen sló fingurgómun- um létt á borðplötuna eins og annars hugar. Svo sagði hann: — Ef það rifjast upp fyrir yður sfðar langar mig að biðja yður að greina mér frá því. bað er dálftið árfðandi, svo að ekki sé meira sagt. Segið mér hvað var f töskunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.