Morgunblaðið - 03.12.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.12.1982, Blaðsíða 11
Pað er óneitanlega þægilegt að þurfa ekki að ösla krapið á milli verslana - að geta gert innkaupin á einum og sama staðnum. Hagkaup býður upp á geysilegt vöruúrval á lægsta mögulega verði. Matvörudeildin hefur tekið stakkaskiptum og við leyfum okkur að fullyrða að nú geta viðskiptavinir okkar verslað á mun þægilegri og sneggri hátt en áður. Hvergi er meira vöruúrval - hvergi er vöruverð hagkvæmara. ATH. Nú er sértilboð á bökunarvörum. Opið á fimmtudögum til kl. 20.00 Opið á föstudögum til kl. 22.00 HA6KAUP Skeifunni15 Kjörorð IKEA er: Vönduð húsgögn á vægu verði. Komdu í IKEA deildina og sjáðu úrvalið með eigin augum. Stílhrein og nútímaleg húsgögn, gæðaprófuð skv. stöðlum Rannsóknarstofnunar sænska húsgagnaiðnaðarins. IKEA er ekki bara húsgögn, heldur heill heimur af litríkum heimilismunum, gjafavörum og síðast en ekki síst, fallegum innréttingum í eldhús, baðherbergi, svefnherbergi og víðar. Nú er kominn vandaður litprentaður IKEA bæklingur á íslensku. Hann er 84 síður og inniheldur nákvæmar vörulýsingar og upplýsingar um greiðslukjör og verð. Þú færð eintak í verslunum okkar. Verslið á einum stað -versiið tímanlega til jólanna. Við höfum mesta úrval landsins af herraskyrtum, peysum og úlpum og margs konar öðrum herrafatnaði. Einnig bjóðum við vandaðan fatnað á dömur, þ.á.m. undirfatnað frá sænska fyrirtækinu Svegmark, fatnað fyrir unglinga og allan jólafatnað á börn á öllum aldri frá hinum þekktu C&A. Auk þess er ótrúlegt úrval af vetrarfatnaði, buxum og skóm á alla aldursflokka. Ileikfangadeildinni er gott úrval leikfanga fyrir börnin á afar hagstæðu verði. Við erum líka með margskonar aðrar gjafavörur fyrir alla aldurshópa, s.s. í IKEA smávörudeildinni og í búsáhaldadeildinni. Einnig vönduð handklæði, sængurver og dúka á góðu verði. Bókadeildin okkar býður ykkur allar nýjar íslenskar bækur og fjölmargar eldri bækur, auk erlendra bóka á hagstæðu verði. Og að sjálfsögðu bjóðum við frábært úrval af jólaskrauti, jólapappír, kertum, aðventuljósum og fleira fallegu til jólanna. Sími póstverslunar er 30980. HA6KAUP Skeifunni 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.