Morgunblaðið - 03.12.1982, Side 15

Morgunblaðið - 03.12.1982, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1982 15 William DeVries, einn af skurðlæknunum, stendur yfir Barney Clarke þar sem hann liggur á skurðar- borðinu reiðubúinn í uppskurðinn. Svona lítur gervihjartað út, en það var fyrst hannað árið 1981, en notað í fyrsta skipti nú. meðalhnefa. Það gengur fyrir þjöppuðu lofti og e'r þjappan á hjólum fyrir utan líkamann, en tengd við hjartað með tveimur slöngum. Unnið er að því að gera þjöppuna viðráðanlegri, þ.e.a.s. að smækka hana og vonast sérfræð- ingar til þess að þeir geti komið henni fyrir í lítilli skjalatösku innan fárra ára. Þá gæti fólk með álhjarta af umræddu tagi farið allra ferða sinna. Eins og er, er ferðafrelsi þeirra nokkuð skert vegna stærðar þjöppubúnaðarins. Meðan á þessu stóð, hélt Christian Barnard, hinn sextugi skurðlæknir frá Suður-Afríku, upp á að fyrir réttum 15 árum skipti hann í fyrsta skipti um hjarta í sjúklingi, en síðan hafa margir hjartasjúklingar lagst á skurðarborðið hjá honum sömu erinda. Og mjög margir hafa lifað lengi eftir. í tilefni „afmælisins", bauð Barnard nokkrum sjúkling- um sínum til samsætis og skálaði við þá í kampavíni. Hann sagði við fréttamenn við það tækifæri: „Álhjartað er að mínum dómi ekki lausnin, það veldur sjúkling- unum ómældum erfiðleikum að gervihjartað skuli vera tengt við vél sem er utan líkamans. Hjarta- flutningur sá sem ég byrjaði á fyrir 15 árum er besta mögulega lausnin í dag. Þið ættuð að spyrja Dirk Van Zyl, elsta hjartaþegann minn. Hann kom dauðvona til mín og hjarta hans var hætt að slá Græddu álhjarta í dauðvona sjúkling- inn og aðgerðin heppnaðist ótrúlega vel „Ekki lausnin,“ segir hjartaskurðlæknirinn Barnard Salt Lake City, lldfðaborg, 2. desember. Al\ LÆKNAR í Salt Lake City námu lélegt hjarta úr hinum 61 árs gamla Barney Clarke í vikunni og græddu í hann gervihjarta úr álefni. Að sögn lækna, gekk aðgerðin „miklu betur en við reiknuðum með“. Clarke var dauðvona og varð að flýta uppskurð- inum um nokkra daga þar sem sjúklingnum hrakaði svo ört að út- séð var um að hann gæti ekki beðið. „Clarke hafði litla trú á því að að- gerðin gæti heppnast og þetta væru endalokin. Við vissum ekki hvernig þetta myndi ganga þar sem þetta er í fyrsta skiptið sem svona lagað er gert,“ sagði skurðlæknirinn Chase I'eterson, sem stjórnaði aðgerðinni. Líðan Clarkes var eftir atvikum ágæt síðast er fréttist. „Vegna þess að hér var um til- raun að ræða, græddum við ekki gervihjartað í Clarke fyrr en hann var svo langt leiddur að við hefð- um ekki unnið honum mein hefði eitthvað farið úrskeiðis. En þetta gekk vonum framar og fyrst um sinn þurfum við að passa okkur á því að láta nýja hjartað ekki dæla blóði með sama krafti og um heil- brigt hjarta hefði verið að ræða. Eftir að hafa búið við takmarkað og hægt blóðstreymi frá ónýtu hjarta sínu í nokkra mánuði er ekki víst að hann myndi þola eðli- lega hjartastarfsemi. Við þurfum að þjálfa hann hægt og rólega uns líkami hans getur tekið við gervi- hjartanu," sagði Peterson. Gervihjartað er á stærð við áður en hann lagðist á skurðar- borðið. Hann var í rauninni látinn er við græddum nýtt hjarta í hann. Það var fyrir 12 árum og hann hefur búið við fullkomið heilbrigði síðan og ekki misst úr einn dag í vinnu. Hann er nú 56 ára gamall." Líflæknar Clarkes í Salt Lake City sögðu sjúkling sinn vera of gamlan fyrir hina hefðbundnu hjartaskiptiaðgerð, „þetta var síð- asti möguleiki hans og sá eini til að lengja líf sitt og því varð þetta ofan á,“ sagði talsmaður þeirra. TIL fSLANDS Lestun í erlendum höfnum AMERÍKA PORTSMOUTH/ NORFOLK City of Hartlepool 2. des. Mare Garant 17. des. City of Hartlepool 22. des. NEWYORK City of Hartlepool 3. des. Mare Garant 16. des. City of Hartlepool 23. des. HALIFAX Goöafoss 10. des. Hofsjökull 30. des. BRETLAND/ MEGINLAND FELIXSTOWE Eyrarfoss 6. des. Álafoss 13. des. Eyrarfoss 20. des. Alafoss 3.jan. ANTWERPEN Eyrarfoss 7. des. Alafoss 14. des. Eyrarfoss 21. des. Álafoss 4. jan. ROTTERDAM Eyrarfoss 8. des: Álafoss 15. des. Eyrarfoss 22. des. Alafoss 5. jan. HAMBORG Eyrarfoss 9. des. Alafoss 16. des. Eyrarfoss 23. des. Alafoss 6. jan. WESTON POINT Helgey 2. des. Helgey 15. des. Vilja Búlgarir skipta á Antonov og 2 ítölum? Kóm, 2. desember. AP. MIKILL kuldi einkennir nú öll samskipti Ítalíu og Búlgaríu eftir að hinn 35 ára gamli Búlgari, Sergei Ivanov Antonov, var handtekinn á ftalíu fyrir meinta þátttöku í tilræðinu við Pál páfa 2. á síðasta ári. Búlgörsk yfirvöld halda fram sakleysi Antonovs, en rannsóknarlögreglan á Ítalíu segist hafa næg sönnunargögn til að fylgja málinu eftir. Heyrst hefur að tilræðið kunni jafnvel að hafa verið framið að undirlagi KGB og búlgörsku leynilögrelunnar og handtaka Búlgarans dregur ekki úr þeim orðrómi. Búlgörsk yfirvöld hafa sent ít- Búlgaríu í ágúst á þessu ári, er ölskum yfirvöldum harðorð mót- mælaplögg og hóta síversnandi samskiptum verði Antonov ekki látinn laus umsvifalaust. Þau segja þann tilgang einan með handtöku hans, að sverta Búlgari í augum heimsins svo og önnur lönd Austur-Evrópu með því að bendla þau við skefjalaus hryðjuverka- samtök. Búlgörsk yfirvöld hafa gefið í skyn að þau hafi hugsanlega áhuga á því að skipta á Antonov og tveimur ítölum sem voru hand- teknir fyrir meintar njósnir í þeir voru á ferðalagi um Balkan- löndin. Italirnir sem um ræðir eru Paolo Farsetti, 34 ára og Gabriela Trevisin, 26 ára. Bróðir Farsettis, Maoro, sagði í samtali við frétta- menn: „Bróðir minn og Gabriela eru höfð fyrir rangri sök, við vilj- um fá þau aftur, en ekki í tengsl- um við Antonov-málið, því bróðir minn hefur aldrei komið nálægt njósnum og er saklaus." ítölsk dagblöð hafa lagt fram myndir teknar á Torgi heilags Péturs er tilræðið var framið. Þar má sjá mann ótrúlega líkan Ant- onov skammt frá jeppabifreið páfa fáeinum sekúndum eftir til- ræðið. Samstarfsmenn Antonovs á skrifstofu búlgarska flugfélagsins í Róm, staðfesta hins vegar fram- burð hans að hann hafi verið við vinnu sína á skrifstofunni er til- ræðið var gert. Um önnur sönnun- argögn er ekki vitað. „Mig myndi langa til að verða forseti“ Gonzalez — segir Edward Kennedy, en lætur fjölskylduna ganga fyrir Washington, 2. desember. AP. EINS OG fram hefur komið hefur Edward Kennedy tilkynnt, að hann muni ekki sækjast eftir né taka við útnefningu demókrata til forsetakjörs 1984. Skýringuna segir Kennedy vera skyldur hans við fjölskyldu sína. tekinn við Madrid, 2. desember. AP. FELIPE Gonzalez tók í gær við stöðu sinni sem forsætisráðherra Spánar, er hann sór embættiseið við konung landsins, Juan Carlos. Þar með hefur hin nýja ríkisstjórn sósialista tekið við völdum á Spáni næstu fjögur árin. Gonzalez er þriðji maðurinn sem sest í sæti forsætisráðherra síðan að Franco lést og lýðræði var komið á á Spáni á nýjan leik árið 1975. „Ég held að það leiki ekki neinn vafi á því að mig myndi langa til að verða forseti" sagði Kennedy í gær. „Hefði ákvörðun mín aðeins mótast af pólitískum ástæðum hefði yfir- lýsing mín orðið á annan veg.“ Kennedy sagði ennfremur, að of snemmt væri að ætlast til þess, að fjölskylda sín gengist undir annað eins tímabil og þegar hann var í framboði 1980. Akvörðun Kennedy kom gífur- lega á óvart í Washington þótt vit- að væri, að fjölskylda hans legðist eindregið gegn hugsanlegu fram- boði hans 1984. Yfirlýsing hans ger- ir það að verkum, að flestir telja Walter Mondale, fyrrum varafor- seta Bandaríkjanna, næsta öruggan með útnefningu demókrata. Veöur víða um heim Akureyri Amsterdam Aþena Barcelona Berlín Briissel Buenos Aires Caracas Chicago Dublin Feneyjar Frankturt Færeyjar Genf Helsinki Hong Kong Jerúsalem Jóhannesarborg Kairó Kaupmannahöfn Las Palmas Lissabon London Los Angeles Madrid Malaga Mallorca Mexíkóborg Miami Montreal Moskva Nýja Delhí New York Ósló París Reykjavík Rio de Janeiro Róm San Francisco Stokkhólmur Tókýó Vancouver Vln 0 skýjað 3 heiöskírt 16 rigning 11 mistur 3 heiðskírt 1 skýjað 23 heiðskírt 28 skýjað 14 rigning 9 heiöskirt 11 rigning 4 heiöskírt 10 skúrir 6 skýjað 5 skýjaö 22 skýjað 12 heiðskírt 26 heiöskírt 21 skýjað 3 skýjað 21 léttskýjaö 11 skýjað 7 skýjað 16 heiðsklrt 8 skýjað 15 léttskýjað 10 léttskýjað 21 heiðskírt 27 skýjað 3 þoka 0 skýjað 29 heiðskírt 13 skýjað -2 skýjað vantar 2 snjókoma 33 skýjað 14 rigning 13 heiðskírt 5 skýjað 17 heiðskírt 7 rigning 8 skýjað NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 6. des. Dettifoss 20. des. KRISTIANSAND Múlafoss 8. des. irafoss 22. des. MOSS Múlafoss 7. des. Mánafoss 14. des. Irafoss 21. des. GAUTABORG Dettifoss 8. des. Mánafoss 15. des. Dettifoss 22. des. Mánafoss 29. des. KAUPMANNAHÖFN Dettifoss 9. des. Mánafoss 16. des. Dettifoss 23. des. Mánafoss 30. des. HELSINGBORG Dettifoss 10. des. Manafoss 17. des. Dettifoss 24. des. Mánafoss 31. des. HELSINKI írafoss 15. des. Mulafoss 29. des. GDYNIA Múlafoss 3. des. Irafoss 17. des. HORSENS Múlafoss 6. des. irafoss 20. des. Múlafoss 3. jan. THORSHAVN Mánafoss 9. des. VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -framog til baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ISAFIRDI alla þriöjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP SÍMI 27100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.