Morgunblaðið - 03.12.1982, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.12.1982, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1982 gjfiLFXRHRI/Vgc; 3.&4. DE5. Kórs Langholtskirkju frá föstudegi 3. desember kl. 19.00 til laugardags 4. desember kl. 19.00 í Langholtskirkju Efnisskrá: FÖSTUDAGUR: Kl. 19.00—20.00 Kór Langholtskirkju syngur jóla og aöventulög. Kl. 20.00—22.00 Lúórasveitin Svanur: Stjórnandi Kjartan Oskarsson. Snorri Snorrason leikur lútutónlist. Musica Antica leikur gamla tónlist: Camilla Söderberg blokkflauta, Michael Schelton barokkfióla, Ólöf Sesselja Oskarsdóttir Viola da Gamba og Helga Ingólfsdóttir sembal. Elisabet Erlingsdóttir syngur. Undirleikari Jón Stefánsson. Guóný Guómundsdóttir konsertmeistari og Mark Reedman leika duo fyrir fiölu og lágfiólu. Strengjakvintett: Guöný Guömundsdóttir, Auóur Hafsteinsdóttir, Mark Reedman, Guörún Þórainsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir. Auóur Hafsteinsdóttir leikur einleiksverk fyrir fiólu. Kl. 22.00—24.00 Friöbjörn G. Jónsson syngur lög eftir Sigfús Halldórsson. Höfundurinn leikur meö. Graham Smith fiöluleikari og Jónas Þórir leika saman. Jasshljómsveit úr Tónlistarskóla FIH. Einleikari Reynir Sigurösson. Jóhanna Sveinsdóttir syngur létt-klassísk lög, Jónas Þórir leikur meö. Arngunnur Yr Gylfadóttir flautuleikari. Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari, Richard Korn bassaleikari og Eggert Pálsson slagverksleikari leika franska Jasssvitu. Blásarakvintett skipuö hljóöfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Islands: Bernhard Wilkinson flauta, Daöi Kolbeinsson óbó, Einar Jóhannesson klarinett, Joe Ognibene horn og Hafsteinn Guömundsson fagott. LAUGARDAGUR: Kl. 00.00—02.30 Kór Langholtskirkju. Opin æfing á jólaóratoríunni eftir J.S. Bach. Undirleikari á æfingu Hrefna Eggertsdóttir. Kl. 02.30—04.00 Hljómsveitin Hafrót leikur popptónlist. Kl. 04.00—05.00 Kór Langholtskirkju: Opin æfing á Jólaóratoríu. Kl. 05.00—09.00 Kór Langholtskirkju flytur blandaöa dagskrá: Ma. ættjaröarlög, sálmalög, karlakór- inn Stjúpbræöur og kvennakór koma fram ásamt ýmsum einsöngvurum og einleik- urum úr rööum kórfélaga. Kl. 09.00—12.00 Geröur Gunnarsdóttir leikur einleiksverk fyrir fiölu. Stefán Guömundsson syngur einsöng, undirleikari Bill Gregory leikur á básúnu, Janet Waring óbóleikari leikur meö á pianó John Speight syngur. Undirleikari Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir. Sigrún Eövaldsdóttir fiöluleikari og Nína Margrét Grimsdóttir leika sónötu eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Blásaratríó: Lárus Sveinsson trompet, Janin Hjaltason básúna og Jean P. Hamilton horn. Elisabet Waage syngur: Undirleikari Debra Gold. Sólveig Björling syngur. Undirleikari Gústaf Jóhannesson. Halldór Vilhelmsson og fjölskylda flytja kantötu ásamt Gústaf Jóhannessyni orgel- leikara. Elín Sigurvinsdóttir syngur. Undirleikari Jón Stefánsson. Kl. 12.00—14.00 Már Magnússon syngur. Undirleikari Olafur Vignir Albertsson. Guömundur Jónsson syngur. Undirleikari Ólafur Vignir Albertsson. Skólakór Garöabæjar syngur. Stjórnandi Guöfinna Dóra Ólafsdóttir. Ólöf Kolbrún Haröardóttir og Garöar Cortes syngja einsöng og tvisöng. Undirleikari Jón Stefánsson. Siguröur Bragason og Árni Sighvatsson syngja einsöng og tvísöng. Undirleikari Lára Rafnsdóttir. Kristján Þ. Stephensen og Siguröur Snorrason leika duo fyrir óbó og klarinettu. Kl. 14.00—16.00 Steinþór Þrámsson og Katrín Siguröardóttir (Papageno og Papagena) syngja. Anna Júliana Sveinsdóttir syngur. Undirleikari Lára Rafnsdóttir. Blásarakvintett: Kjartan Óskarsson og Siguröur Snorrason klarinettuleikarar, Þor- kell Jóelsson og Sigursveinn Magnússon hornleikarar og Björn Arnason fagottleik- ari. Asrún Davíösdóttir syngur Jólalagaflokk eftir Peter Cornelius. Undirleikari Kolbrún Sæmundsdóttir. Lydia Rúcklinger (Næturdrottning), Kjartan Óskarsson klarinetturleikari og Hrefna Eggertsdóttir píanóleikari flytja Hiröinn á fjallinu eftir Schubert. Júlíus Vifill Ingvarsson syngur. Undirleikari Kolbrún Sæmundsdóttir. Kl. 16.00—18.00 Laufey Siguröardóttir fiöluleikari leikur ,.kaffihúsatónlist“. Lydia Rúcklinger syngur. Undirleikari Kolbrún Sæmundsdóttir. Agústa Jónsdóttir fiöluleikari og Hrefna Eggertsdóttir píanóleikari leika saman. Gunnar Kvaran sellóleikari og Gisli Magnússon píanóleikari leika saman. Bob Becker baryton syngur. Agnes Löve leikur meö. Helga Þórarinsdóttir leikur á lágfiölu. Kl. 18.00—19.00 Kór Langholtskirkju lýkur 24ra klukkutima tónleikum til fjáröflunar fyrir hitalögn i Langholtskirkju. (Utan dagskrár: Aö afloknum Hitatónleikum klukkan 19.00 fer fram fyrsta gifting í hinni nýju Langholtskirkju. Þá mun einn kórfélaga ganga i hjónaband og aö sjálf- sogöu syngur Kór Langholtskirkju viö athöfnina!!!). Kór Langholtskirkju áskilur sér rétt til breytmga á ofangreindri efnisskrá. Aö- gangur aö tónleikunum er ókeypts, en þess er vasnst aó tónleikagestir láti eitthvaó af hendi rakna til styrktar hitalögn í Langholtskirkju. SJÁUMST Á HITATÓNLEIK UM!!! AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON írsku kosningarnar munu bæta sambúð Breta og íra Ósigur Charles Haugheys forsætisrádherra í þingkosningunum á ír- landi á dögunum gæti bætt sambúð íra og Breta, sem hefur verið stirð síðan stjórn hans neitaði að taka þátt í refsiaðgerðum Efnahagsbanda- lagsins gegn Argentínu í Falklandseyjastríðinu. Bretar fóru ekki dult með það að þeir vildu heldur að Garret FitzGerald sigraði og sigur hans gæti leitt til nýrra tilrauna til þess að leysa deilumálin á Norður-írlandi. Flokkur FitzGeralds, Fine Gael, hlaut 70 þingsæti í kosningunum, fleiri en í nokkr- um öðrum kosningum í 30 ár. Stuðningsflokkur hans, Verka- mannaflokkurinn, hlaut 16 þing- sæti, þannig að samanlagt hafa þessir tveir flokkar 86 þingsæti og sex atkvæða meirihluta á þingi. Flokkur Haugheys, Fi- anna Fail, hlaut 75 þingsæti og flokkur marxista tvö, en auk þess voru kosnir þrír óháðir þingmenn, þeirra á meðal forseti þingsins, sem greiðir aðeins at- kvæði þegar atkvæði falla jöfn á þingi. Haughey neitaði að viður- kenna ósigur, en játaði að sam- steypustjórn Fine Gael og Verkamannaflokksins væri lík- legasta niðurstaðan þegar þing kæmi saman 14. desember. FitzGerald ræðir þessa dag- ana við nýjan leiðtoga Verka- mannaflokksins, Dick Spring, sem beitti sér m.a. fyrir auknum ríkisútgjöldum og skattahækk- unum í kosningabaráttunni til þess að auka atvinnu og bæta kjör hinna lakast settu. Verka- mannaflokkurinn hefur verið í mótbyr síðan 1969, en stóð sig vel í kosningunum að þessu sinni og verður tregur til að falla frá stórum hluta baráttumála sinna. Staða Springs er sterk, en svig- rúm FitzGeralds takmarkað. Honum getur því reynzt erfitt að gera strangar ráðstafanir í efna- hagsmálum eins og hann telur nauðsynlegt. Kosningarnar á dögunum voru hinar þriðju í röðinni á 18 mán- uðum. Tvær síðustu ríkisstjórnir hafa verið háðar stuðningi vinstri flokkanna og óháðra þingmanna og urðu báðar skammlífar: sú fyrri sat í sjö mánuði, sú síðari í átta. Efna- hagsmálin urðu báðum þessum ríkisstjórnum að falli. Þær féllu. þegar þær reyndu að fá sam- þykkt lög um niðurskurð út- gjalda til að grynnka á skuldum Ira við útlönd, er nú nema rúm- um helmingi þjóðartekna (en námu aðeins einum tíunda fyrir tíu árum) og hefta verðbólguna, sem er komin í 17 af hundraði. Nú er óttazt að næsta ríkisstjórn verði heldur ekki nógu traust í sessi til að geta tekið á efna- hagsmálunum af festu. FitzGerald var í forsæti minnihlutastjórnar Fine Gael og Verkamannaflokksins sem beið ósigur 27. janúar sl. þegar fjár- lagan-univarp hennar var fellt með eins atkvæðis mun, m.a. vegna þess að þar var í fyrsta skipti gert ráð fyrir virðisauka- skatti á föt og skófatnað og bjór. Fianna Fail bætti við sig þremur þingsætum í kosningum, sem fóru fram í febrúar, og það nægði til þess að Haughey gat myndað minnihlutastjórn með stuðningi þriggja þingmanna marxista og óháðs þingmanns, skólakennarans Tony Gregory. Stjórnin fékk fjárlög samþykkt í marz, en féll 4. nóvember þegar marxistarnir sneru baki við henni og Gregory sat hjá í at- kvæðagreiðslu. Lítill munur var á stefnu stóru flokkanna, Fine Gaél og Fianna Fail, í nýafstaðinni kosningabar- áttu. Flokkarnir voru sammála um að lífskjör mundu rýrna á næstunni og að nauðsynlegt væri að grípa til sparnaðar og ann- arra strangra ráðstafana. Báðir lögðu áherzlu á nauðsyn styrkr- ar stjórnar nú þegar Irar glíma við mesta efnahagsvanda sinn frá stofnun lýðveldisins. Fyrir aðeins þremur árum höfðu ýmsir ástæðu til að öfunda Ira af þeim hagvexti, sem þeir bjuggu við þá, en nú eru 14 af hundraði vinnu- færra manna atvinnulausir. Haughey hvatti til þess að ríkis- útgjöld yrðu skorin niður um átta af hundraði, að skattar yrðu hækkaðir, að gjöld fyrir opin- bera þjónustu yrðu hækkuð og að starfsmönnum hins opinbera yrði fækkað. FitzGerald kom ekki fram með eins áþreifanleg- ar tillögur, en hjá honuni kvað Garret FitzGerald: lítið svigrúm. við mjög svipaðan tón. Líklega mun Verkamannaflokkurinn einnig sætta sig við strangar efnahagsráðstafanir þrátt fyrir kosningaloforð sín. Kosningabaráttan var daufleg þangað til Haughey sló á strengi þjóðernishyggju, veittist að Bretum og gagnrýndi FitzGerald fyrir linkind við þá. Tvennum sögum fer af því hvaða áhrif þetta hafði, en þó er ljóst að kjósendur höfðu mestan áhuga á efnahagsmálum. Ástæðan til gagnrýninnar á FitzGerald var sú að hann lagði fram tillögur um víðtækar aðgerðir tii þess að berjast gegn hryðjuverkum þar sem m.a. var gert ráð fyrir sam- eiginlegu Iögregluliði og sameig- inlegum dómstólum Norður- írlands og írska lýðveldisins. Haughey hélt því fram að tillög- urnar mundu leiða til hörmunga, þar sem áhrif þeirra yrðu þau að ofbeldisverkin og blóðsúthell- ingarnar á Norður-írlandi mundu breiðast út og ná til alls Irlands. Haughey hélt því einnig fram að FitzGerald hefði oft snætt með hertoganum af Nor- folk, sem hefði verið yfirmaður leyniþjónustu brezka landvarna- ráðuneytisins, og James Prior Norður-írlandsmálaráðherra. Þetta átti að sýna meint makk við Breta að írsku þjóðinni forn- spurðri. Staða Haugheys í Fianna Fail er nokkuð óljós eftir kosningarn- ar. Flokkurinn tapaði aðeins þremur af hundraði atkvæða og stóð sig betur en við var búizt. Staða hans virðist hins vegar hafa veikzt við það að nýlega var gerð tilraun til þess að víkja honum frá völdum, ekki sízt vegna þess að þá kom fram á sjónarsviðið nýr leiðtogi sem margir telja ákjósanlegan eftir- mann Haugheys. Hann er Des O’Malley, sem fór með iðnaðar-, viðskipta- og ferðamál í ríkis- stjórninni þar til hann sagði af sér í október til þess að reyna að koma Haughey frá. Kjördæmi hans í Limerick var eitt örfárra kjördæma þar sem fylgi Fianna Fail jókst. Aftur á móti munaði minnstu að annar líklegur arf- taki Haugheys og náinn stuðn- ingsmaður hans, Ray Mac- Sharry, tapaði þingsæti sínu í kosningunum. Þriðji maðurinn, sem kemur til greina, Martin O’Donognue, tapaði sínu þing- sæti. Hann sagði af sér stöðu menntamálaráðherra um leið og O’Malley. Charles Haughey: óviss staða. Þótt róðurinn geti orðið þung- ur hjá FitzGerald ef hann tekur við stjórnartaumunum má vera að honum verði nokkuð ágengt í tilraununum tii að leysa deilu- málin á Norður-írlandi. Þegar FitzGerald var forsætisráðherra í fyrra hófst hann handa um baráttu fyrir því að írar féllu frá tilkalli til fullra yfirráða yfir Norður-írlandi til þess að hvetja þannig mótmælendur til að sætta sig við sameiningu við írska lýðveldið. Síðan kosn- ingarnar voru haldnar hefur hann lagt áherzlu á að Bretar standi fyrir „róttækri breytingu á stefnu sinni til þess að stöðva þróun í átt til stjórnleysis" á Norður-írlandi. Bretar eiga erfitt með að verða við áskorun FitzGeralds um að þeir viðurkenni óskir kaþ- ólskra manna um sameiningu og telja sig ekki geta styggt mót- mælendur. En tilraunir FitzGer- alds gætu ýtt undir það að stærsti flokkur kaþólskra á Norður-Irlandi, Sósíaldemó- krata- og verkamannaflokkur- inn, sækti fundi norður-írska þingsins eftir þingkosningarnar sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. Fjórtán þingmenn sósí- aldemókrata og fimm félagar Sinn Fein, stjórnmálaarms írska lýðveldishersins, hafa neitað að sækja þingfundi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.