Morgunblaðið - 03.12.1982, Síða 30

Morgunblaðið - 03.12.1982, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1982 Margar athyglisveröar tillögur liggja fyrir KSÍ-þinginu um helgina 6 A-landsleikir á næsta sumri, þar af 5 landsleikir á heimavelli FRÉTTABRÉF KSÍ er nýkomið út og í því er að finna ýmsa mjög athyglisverða punkta sem fara Itér á eftir. Ársþing KSI verður haldið á Hótel Loftleiöum dagana 4. og 5. des- ember nk. og hefst þingið kl. 10.00, laugardaginn 4. desember. Gert er ráö fyrir að um 200 manns sitji þingið, þar af um 160 fulltrúar með atkvaeöisrétti. Fyrirsjáanlegt er að mörg mál munu verða til umfjöllunar á þessu þingi. Flestar tillögur laga- og reglugerðanefndar miða að því að leiðrétta annmarka á núverandi lögum og reglugeröum. Einnig eru tillögur um, að Vestfiröir verði sérstakt keppnissvæði í 3., 4. og 5. flokki, að leikur íslandsmeistara- og Bikarmeistara KSÍ verði fyrsti leikur keppnistíma- bilsins og reglugerð um boðunargjald dómara. Frá framkvæmdastjórn KSÍ er tillaga um félagaskiptagjald. Frá Aganefnd KSÍ er tillaga um talsverðar breytingar á 6. gr. starfs- reglna Aganefndar. Frá KRR eru tillögur um, að í deildakeppni karla og kvenna beri leikmaöurinn sama númerið yfir keppnistímabilið, frá 1—22, og að biðtími viö félagaskipti styttist í einn mánuð, þrjá síðustu mánuði ársins. Frá Knattspyrnudeild Þróttar er tillaga um að banna félagaskipti í 1. aldursflokki frá 1. febrúar til 30. september ár hvert. Ársþing Knattspyrnusambands islands fer fram um helgina og verða þar að venju mörg mál á dagskrá. Ellert B. Schram, sem gegnt hefur starfi formanns sambandsins í níu ár, hefur nú ákveðið aö gefa kost á sér áfram. Hér á myndinni, sem tekin var á ársþingi FIFA, alþjóða- knattspyrnusambandins, í Dresden í Austur-Þýskalandi í apríl, er Ellert í góðum félagsskap. Með honum er Englendingurinn sir Stanley Rouse, einn virtasti knattspyrnufrömuöur heims, en hann var formað- ur FIFA í 10 ár og jafnframt framkvæmdastjóri enska knattspyrnusam- bandsins. Miðvikud. 21. september:island — írland (EM) Knattspyrnusambandiö stóð fyrir ráöstefnu um knattspyrnumál á Hótel Esju, laugardaginn 23. október sl. Um 50 manns sóttu ráöstefnuna, en þar var fjallaö um eftirtalin atriöi í umræöuhópum og síöan almennum umræöum. 1. Minnkandi aösókn. 2. Fyrirkomulag og fjöldi deildar- liöa. 3. Betri eöa lakari knattspyrna. 4. Vallarskilyrði. 5. Leiktímabil og skipulag leikja. 6. Áhrif sjónvarps og skrif blaða. 7. Þjálfun knattspyrnumanna og skipulag yngri flokka. 8. Fjáröflun og fjárhagur KSf. Veriö er aö taka saman niöur- stööur ráöstefnunnar og veröa þær kynntar á ársþingi sambands- ins. — O islandsmót í innanhússknatt- spyrnu 1983 fer fram í Laugardals- höll, sem hér segir: Kvennaflokkur laugardaginn 15. janúar. Karlaflokkur föstudag 4. mars til sunnudags 6. mars. Þátttökutilkynningar í kvenna- flokki þurfa aö berast fyrir áramót, en í karlaflokki fyrir 20. janúar nk. Þátttökugjald fyrir hvert liö er kr. 500. — O — Stjórn Afreksmannasjóðs fSf hefur nýlega veitt KSÍ 100.000 kr. styrk vegna góðrar frammistööu landsliösins á liðnu ári. — O — Mikiö veröur um aö vera hjá öll- um landsliðum okkar á næsta ári. Dagsetningar meirihluta leikja liggja nú þegar fyrir, sem hér segir: A-landslið: Sunnudagur 29. mai: ísland — Spánn (EM) Sunnudagur 5. júní: ísland — Malta (EM) Mióvikudagur 29. júní: island — Noregur (VL) Miðvikudagur 17. ágúst:ísiand — Sviþjóó (VL) Mióvikud. 7. september Holland — ísland (EM) Landslíð undir 21 árs: Laugardagur 28 mai: island — Spánn (EM) Þriðjud. 6. september: Holland — island (EM) I>andslið undir 18 ára: Liöiö leikur væntanlega tvo landsleiki hér á landi gegn Færey- ingum og siöan þátttaka i Evrópu- keppni næsta haust eins og mörg undanfarin ár. Landslið undir 16 ára: Liðið tekur þátt í Evrópukeppni drengjalandsliöa og mætir Eng- lendingum og Skotum. Leikdagar hafa verið ákveönir: Sunnudagur 19. júni: ísland — Skotland Mióvikud. 7. september lsland — England Laugard. 17. september: Skotland — ísland Mánud. 19. september: England — ísland Fyrir utan þessa leiki veröa væntanlega tveir landsleikir gegn Færeyingum í Færeyjum. Kvennalandslið: Mióvikudagur 17. júlí: ísland — Noregur(EM) Sunnudagur 21. ágúst: island — Finnland (EM) Mióvikudagur 24. ágúst:Svíþjóó — island (EM) Laugardagur 27. ágúst: Finnland — ísland (EM) — O — Áhorfendum fækkaöi mikiö á leikjum 1. deildar á þessu ári, miö- aö viö síöasta ár, eða úr 1010 í 713 á leik. Fækkun milli ára er því 29,4%. Þaö er eftirtektarvert, aö aösókn í maí í ár var nokkru meiri en í fyrra, en síðan snarfækkar áhorfendum og kemur júlímánuöur verst út úr samanburöinum, en þar fækkar áhorfendum milli ára um 489 eöa 43,8%. — O — f samræmi viö ákvörðun síöasta ársþings sambandsins, var í haust skipaö i samstarfsnefnd KSÍ og KDSf, sem fjalla skal um verka- skiptingu á milli sambandanna. f nefndinni eru: Frá KSÍ Rafn Hjalta- lín og Sveinn Sveinsson, frá KDSÍ Ragnar Magnússon og Kjartan Ólafsson og frá ÍSÍ Hannes Þ. Sig- urösson, sem er formaöur nefnd- arinnar. — O — i september sl. samþykkti stjórn sambandsins aö segja upp samn- ingum viö sjónvarpiö frá og meö 1. janúar 1983. Á því leikur tæpast nokkur vafi, aö ein af ástæðum þess, aö áhorf- endum hefur fækkaö á landsleikj- um, er sú, aö sjónvarpiö hefur í flestum tilvikum sýnt leikina sam- dægurs og hefur fólk gengiö aö þvi sem vísu. UEFA stendur fyrir 9. ráöstefnu landsliösþjálfara, sem haldin verö- ur í Split í Júgóslavíu 11.—13. janúar nk. KSÍ hefur tilkynnt þátt- töku á ráöstefnuna. — ° — Stjórn KSf hafa borist tilmæli frá forystumönnum Völsungs, um aö ársþing sambandsins á næsta ári veröi haldiö á Húsavík. Fulltrúar Völsungs munu væntanlega bera erindiö upp á ársþinginu í næsta mánuði. Ársþing KSf hafa alltaf veriö haldin í Reykjavík, utan einu sinni, þegar þingiö var haldiö á Akureyri, áriö 1977, og tókst meö ágætum. Nýstimi hefur fegrunarferil sinn meö Lux. Luxlöðurer einstakt aðgæðum. Nærmyndir reyna mjög á útlit leikara og stjarna á framabraut eins og Michelle Pfeiffer fer eftir frægustu fyrirmyndum heims og velur Lux til að vernda húðina. Pað er vegna þess að Lux freyðir svo vel, hreinsar með mýkt og gerir húðina slétta og mildilega. Mjög mun sjást til Michelle Pfeiffer og meö henni birtist enn eitt fagurt andlit leikkonu, sem byrjar og endar daginn með Lux. iwn\’«j»iitiiuit»f: jAJLH' f LUX ER FEGRUNARSÁPA K VIKM YND ASTJARN A HEIMSINS. — o — Stjórn sambandsins vinnur nú aö því aö gera auglýsingasamning viö stórt fyrirtæki. Þegar landsliö okkar eru farin aö ná jafn góöum árangri viö þekktar knattspyrnuþjóöir og raun ber vitni, skapast raunhæfir mögu- leikar á aö ná hagkvæmum augiýs- ingasamningum viö stór fyrirtæki, enda koma báöir aöilar til meö aö hafa verulegan hagnaö af. Stefnt er aö því aö skýrari línur liggi fyrir í málinu, þegar ársþingiö veröur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.