Morgunblaðið - 03.12.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.12.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1982 31 Evrópubikarkeppnin í handknattleik: „Sigurlíkur fyrst báðir leikirnir verða hér á landi“ — segir formaöur handknattleiksdeildar KR, Gunnar Hjaltalín Meistaraflokkur KR í handknattleik bikarmeistari 1982. Hvernig tekst liðinu upp gegn júgóslavnesku snillingunum í Zeljeznicar á sunnudaginn? Ef liðinu tekst að ná upp þeirri baráttu sem það á til að ná á góöum degi gætu úrslitin orðið hagstæð og vonandi láta áhorfendur vel í sár heyra í Höllinni, því allir vita aö þeirra hlutur er stór í leikjum sem þessum. „ÞETTA er í fyrsta skipti sem KR tekur þátt í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik. Við höfum reynt að leggja okkur fram í vetur um að leika vel og höfum náð umtalsverðum árangri, að okkar mati. Þegar „Júkkarnir“ buöu okkur að leika báöa leikina í Júgóslavíu, okkur að kostnaöarlausu, veröum við að viðurkenna aö það freistaöi okkar. Við þurfum ekki að útskýra fyrir ykkur þann gífurlega kostnaö sem slíkri þátttöku fylgir, svo maöur tali ekki um rekstur handknatt- leiksdeildar í fyrstu deild ísl. handknattleiks, en íslenskur handknatt- leikur væri ekki þaö sem hann er í dag ef ekki væri fórnfýsi, áræði og einkaframtak leikmanna og hinna „fjölmörgu" manna handboltans fyrir að þakka. Meö þetta í huga ákváöum við aö snúa vörn í sókn og bjóða „Júkk- unum“ að spila báöa leikina hór. Þeir tóku því tilboði og verða leikirnir sunnudaginn 5. desember og þriöjudaginn 7. desember í Laugardals- höllinni, og hefjast kl. 20. Þetta er mikil fjárhagsleg áhætta og við stólum á að áhorfendur bregðist ekki þeirri viðleitni okkar aö leika báöa leikina hér á landi. Við munum leggja okkur alla fram um að ná góðum árangri og við vitum að ef KR-liðiö og áhorfendur leggjast á eitt í leiknum gegn Zeljeznicar veröur útkoman góð.“ Júgóslavneskur handknattleikur er talinn sá næstbesti sem leikinn er í heiminum í dag. Aöeins Rússar eru taldir leika betur. En þaö er samt álit sórfræöinga í handknatt- leik, aö Jógúslavar leiki hraðari, léttari og fallegri handknattleik en Rússar, sem þykja oft leika vél- rænan handknattleik. „Zeljeznicar spilar dæmigeröan Júgóslavneskan handknattleik, hraöan, léttan en ekki síst harðan. Þeir leggja allt upp úr aö skora mörg mörk og eru hraðaupphlaup þeirra rómuö. í dag eru þeir nr. 3 í deildinni — einu stigi á eftir efsta liðinu. Þaö er sem sagt topplið sem KR-ingar mæta. En þaö er ekki ósigrandi og ekki síst fyrst þeir geröust svo djarfir aö leika báöa leikina hér heima. Þeir vita nefni- lega ekki um íslensku áhorfend- urna. Allir þeir erlendu handknatt- leiksmenn sem hér hafa leikiö hræöast islenska áhorfendur. Ef KR heföi leikid báða leikina erlend- is hefði það verið talin hrein svik við hina „fjölmörgu dyggu áhorfendur". Vissulega þurfum við á þeim að halda fjárhagslega, en ekki síst móralskt. Við erum sannfærðir um að sigur getur náðst ef allir leggjast á eitt,“ sögðu stjórnar- menn handknattleiksdeildar KR á blaðamannafundinum. — l>R Svo mælti Gunnar Hjaltalín, formaöur handknattleiksdeildar KR, á blaðamannafundi í fyrradag, en Evrópuleikir KR fara báöir fram hér á landi. Gunnar sagði aö á milli 4.500 til 5.000 manns þyrftu að mæta á leiki KR til þess aö hand- knattleiksdeildin færi slétt frá því mikla dæmi sem ráöist heföi verið í. „Við leggjum mikla áherslu á að leikmenn KR-liðsins standi sig vel í leikjum þessum, og viö eigum ekki von á öðru en aö sigurlíkur séu fyrir hendi þar sem báöir leikirnir eru hér á landi. Heimavöllur er svo þýöingarmikill," sagöi Gunnar. KR-liöiö hefur undirbúiö sig af mikilli kostgæfni fyrir leikina undir stjórn þjálfara síns Anders Dahl Nielsen, sem er fyrrum fyrirliöi danska landsliösins, sem hann lék 177 landsleiki meö. í liöi KR eru 8 leikmenn sem leikiö hafa A-lands- leiki. Slakt í Höllinni Víkingar utan í morgun: Leikið gegn Dukla á sunnudagsmorgun Víkingar leika sem kunn- ugt er fyrri leik sinn gegn tékkneska liöinu Dukla Prag á sunnudaginn kemur og fóru Víkingar áleióis til Tékkóslóvakíu í morgun. Ekki er hægt aó segja aó feróaplaniö líti mjög girni- lega út. Fyrst er flogið til Giasgow, þaóan til Kaup- mannahafnar, síöan til Austur-Berlinar og loks það- an til Prag. Er blaöamaöur Mbl. spjall- aöi viö Jón Valdimarsson, formann handknattleiksdeild- ar Víkings, í gær, kom fram aö Víkings-hópurinn átti aö halda frá Keflavikurflugvelli kl. 9.15 í morgun og áætlaöur komutfmi til Prag er kl. 19.00 í kvöld að staöartíma, en einnar klukkustundar munur er á tímanum þar og á islandi. Aö sögn Jóns hefst leikurinn kl. 10.30 á sunnudagsmorgun en heim kemur hópurinn síö- an á mánudagskvöld. Siguröur Gunnarsson, sem meiddist á dögunum, mun vera oröinn nokkuö góöur af meiöslunum en hann kemst ekki með i ferðina. Páll Björgvfnsson fer hins vegar meö, og svo gæti fariö að hann léki, þrátt fyrir meiöslin sem hann varö fyrir um síö- ustu helgi. Þá er Ijóst aö Magnús Guömundsson kemst ekki meö liðinu til Tókkóslavíku þar sem hann er i prófum. — SH. Þeir voru ekki margir laglegu hlutirnír í leik Fram og Vals í 1. deildinni í handbolta í gærkvöldi. Það veröur að viðurkennast, aó einn og einn Ijóst punktur sá dagsins Ijós en vitleysurnar og leiðinlegu augnablikin voru í mjög miklum meirihluta. Valsarar möröu sigur í leiknum, 17:16, eftir aó hafa veriö yfir í hálfleik 10:5. Frammarar uröu fyrir því áfalli aö missa Gunnar Gunnarsson út af vegna meiðsla seint í fyrri hálf- leiknum, en hann haföi fram að því verið langbesti maöur liðsins. Er staöan var 4:4 komu fjögur mörk í röö frá Val og síðan voru þeir fimm mörk yfir í leikhléi. En i síöari hálfleik gerðu Frammarar öllu færri vitleysur og söxuöu á forskotiö og var munur- inn oft aöeins eitt mark en Valur alltaf yfir. Fram náöi aldrei að jafna þrátt fyrir góöa möguleika til þess og Valsarar unnu sigur sem þó heföi alveg eins getaö lent hjá Fram. Einar Þorvaröarson var bestur Valsara og varöi nokkuð vel. Skástir útileikmannanna voru þeir Þorbjörn Jensson og Jón Pétur Jónsson. Hjá Fram geröi Hermann Björnsson góöa hluti í síöari hálf- leiknum, Gunnar Gunnarsson haföi staöið sig vel þar til aö hann varö aö fara út af, og Siguröur Þórarinsson varöi þokkalega vel. Mörkin geröu þessir fyrir Fram: Hermann Björnsson 4, Hannes Leifsson 4, Gunnar Gunnarsson 3, Dagur Jónasson 2 (1 v), Björn Ei- rtksson 2 og Egill Jóhannesson 1(v). Valur: Jón Pétur Jónsson 5, Gunnar Lúövíksson 4, Þorbjörn Jensson 3, Steindór Gunnarsson 2, Jakob Sigurösson 2 og Þorbjörn Guðmundsson 1. Eitt aö lokum: í þessum leik og fleirum í 1. deildinni viröist mér áberandi hve sumir leikmenn eru áhugalausir um þaö sem þeir eru aö fást viö. Alla gleöi vantar í leik- inn, þaö er eins og leikmenn séu aö spila leikina meira af skyldu- rækni en ánægju. í gær sá ég ekki einn einasta leikmann brosa aö visu kannski ekki mikið að brosa yfir, en þaö getur andsk. ekki sak- aö aö vera örlítið kátur, þó ekki sé rétt á meðan leikurinn stendur yfir. Mikiö væri nú gaman ef menn hugleiddu þetta; ekki flókin heim- speki, en samt hlutur sem vert er aö hugsa um. — SH. Dregið í átta liða úrslitum í gær var dregió í átta liða úr- slitum enska mjólkurbikarslns (deildarbikarsins). Liverpool og Tottenham, úrslitalióin frá því í fyrra, leika bæði é heimavöllum og ættu aó eiga góóa möguleika é því aó komast éfram. Drétturinn var þannig: Liverpool — Notts County eöa West Ham Arsenal — Sheffield Wednesday Tottenham — Burnley Manchester United — Nottingham Forest IBK og Fram keppa í kvöld Einn leikur fer fram í úr- valsdeildinni í körfuknattleik í kvöld. Keflavík og Fram eigast við í íþróttahúsinu í Keflavík og hefst leikurinn kl. 20.00. Víðavangs- hlaup FYRSTA Stjörnuhlaup FH, sem er lióur í keóju Víóa- vangshlaúpanefndar FRÍ, veróur haldið sunnudaginn 5. desember og hefst hlaup- ió klukkan 11 við Lækjar- skólann í Hafnarfirðí. Keppt verður í 5 flokkum og þeir eru: Karlaflokkur tæpir 5 km. Kvennaflokkur tæpir 5 km. Drengir fæddir 1968—1965 3 km. Piltar fæddir 1969 og síðar 2 km. Telpur fæddar 1969 og síöar 2 km. Allir eru velkomnir og fá allir verðlaunaskjal aó loknu hlaupi. Alls verða Stjörnu- hlaupin 4 í vetur og vor, þar af 3 götuhlaup og 1 braut- arhlaup. Veröa þrír stiga- hæstu í hverjum flokki verö- launaóir aó hlaupunum lokn- um, í vor. Staðaní 1. deild EFTIR leik Fram og Vals í 1. deildinni í handbolta í gær- kvöldi, er staðan þannig í deildinni: KR 10 7 0 FH 10 7 0 Vikingur 10 6 2 Stjarnan 10 6 0 226:190 14 262:218 14 205:194 14 210:205 12 Þróttur 10 5 0 5 205:210 10 Valur 10 4 2 5 222:226 9 Fram 10 3 1 5 216:231 7 ÍR 10 0 0 10 180:271 0 Stjörnugjöfin FRAM: Hermann Björnsson ★★ Sigurður Þórarinsson ★ Gunnar Gunnarsson ★ VALUR: Einar Þorvaröarson ★* Jón Pétur Jónsson ★ Þorbjörn Jensson ★ FH: Hans Guðmundsson ★★ Haraldur Ragnarsson ★ Sverrir Kristinsson ★ Sveinn Bragason ★ STJARNAN: Guömundur Þórðarson ★★★ Brynjar Kvaran ★★ Eyjólfur Bragason ★★ Magnús Teitsson ★ Ólafur Lárusson ★ Guömundur Óskarsson ★ ÍR: Enginn. VÍKINGUR: Árni Indriðason Ólafur Jónsson Steinar Birgisson KR: Alfreð Gíslason Gunnar Gíslason Haukur Geirmundsson Jóhannes Stefánsson ★ ★ ★

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.