Morgunblaðið - 03.12.1982, Side 13

Morgunblaðið - 03.12.1982, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1982 13 Um starfsemi V erndar eftir Ólaf Ólafs- son landlœkni Á NÆSTU dögum fer fram merkjasala og önnur fjáröflun á vegum Verndar. Vil ég af því til- efni minna á tilvist þessa félags. Ef grannt er skoðað svipar starfsemi Verndar að nokkru leyti til félaga er sinna málum þeirra er fatlaðir eru. Börn fæðast fötluð á sálinni og börn fatlast á sál í æsku. Ferill fanga hér á landi hefur verið athugaður. I ljós kemur að mikill hluti þeirra kemur frá „tvístruðum fjölskyldum" og með- al foreldra þeirra er mjög há tíðni geðrænna kvilla og vímuefnanotk- unar. Verulegur hluti fanganna hefur neytt vímuefna og á við geð- ræn vandamál að stríða. Um 50% þeirra hefja afbrotaferil 18 ára eða yngri. Um þriðjungur þeirra á ekki fastan bústað. Mikill hluti þeirra hefur hvorki lokið skyldu- námi né öðru námi. Sá er ekki lýk- ur skyldunámi í dag er svipað á vegi staddur og ólæs fyrr á tímum. Uppeldishögum margra fanga svipar því nokkuð til aðstæðna þeirra unglinga er vistast á upp- eldisheimilum og unglingageð- deildum. Flesta fangana hefur þannig skort eðlilega ögun, aðhald Ólafur Olafsson og uppörvun í æsku og hafa því ekki öðlast staðfestu, sjálfsöryggi og menntun til þess að hasla sér völl í samfélaginu og á atvinnu- markaði. Fangavistin sem slík bætir ekki úr þessu en margir fá þá tækifæri til að endurskoða stöðu sína og vilja til að breyta um stefnu. Félagið Vernd starfar m.a. að endurhæfingu þessa fólks og því ber að auka og styrkja starfsemi þess. Jólabasar Sjálfsbjargar NÚ í fyrsta skipti veröur jólabasar- inn í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, 1. hæð, laugardaginn og sunnudag- inn 4. og 5. desember kl. 14.00 báða dagana. Á þessum basar verður eins og endranær úrval af góðum varningi á hagstæðu verði. Á boðstólum er meðal annars falleg handavinna, alls konar prjónavörur, jóla- skreytingar, lukkupakkar, happ- drætti að ógleymdum kökunum. Á basarnum verða seldar kaffiveit- ingar. Basarnefndin vill leggja áherslu á að basarinn er nú í fyrsta skipti í Sjálfsbjargarhúsinu, undanfarin ár hefur hann verið í Lindarbæ. Þeir sem einu sinni hafa komið á jólabasar Sjálfsbjargar koma þangað aftur, vonum við að svo verði áfram þó basarinn sé nú á nýjum stað. (KrétUtilkynning.) Safnaðarheimilið á Akranesi. Safnaðarheimili rís á Akranesi Akranesi, 29. nóvember. Á AKRANESI rís nú veglegt safn- aðarheimili, sem staðsett er gegnt kirkjunni við Laugarbraut. Á aðventu hafa aðventukvöld verið haldin í Akraneskirkju og verður svo einnig að þessu sinni. Verður það næstkomandi sunnudagskvöld, 5. des., og hefst með stuttri helgistund í kirkjunni kl. 20.30. Að henni lokinni, um kl. 21, verður gengið yfir í safnaðar- heimilið, sem nú er fokhelt. Þar verða þátttakendum afhent kerti og síðan mun kirkjukórinn syngja aðventusöngva í bjarma kertaljósanna, undir stjórn Hauks Guðlaugssonar. Þess er vænst, að þátttaka í þessu sérstæða aðventukvöldi verði sem allra almennust. Að lokum má geta þess, að viðstöddum verður gefinn kostur á því að leggja lítið eitt af mörkum til styrktar byggingu safnaðar- heimilisins. — Júlíus SUMIR VERSLA DÝRT - AÐRIR VERSLA HJÁOKKUR (Æ Sp' r* fí ípslÉ Wm IJóla baksturínn á SÚPER lagu verði Hveiti, 5 LBS '>'7.65 Pillsbury’s Best Aé / Ljóst Golden sýróp V2kg^^*60 lkg34*^0 Ekta jarðarberjasulta 1 LBS -I *T.50 LBS \ ^ g'as 1/ Ljómal A.90 smjörlíki X\J1 stk Nýegg AÐEINS 4552 Möndluspænir ^V/i.50 Mónu 250 8 ~ " Tertuhjup Kokosmjol 500g^> ^ QO 500g-g ^ Marsipan, núggat, og kökuskraut í úrvali Nýkomið 15 Ekta Californíumöndlur frá BLUE DIAMOND: Heilar Hýddar Sneiddar Möndlustrimlar Opið til kl .A á báðum "T a morgun stöðum. VÍÐIR AUSTURSTRÆT117 STARMYRI 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.