Morgunblaðið - 03.12.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.12.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1982 Montago 29110-14 Form 61 Bam 29150-53 Lach 29155-56 Form 61 Rúskinn, drapp eöa Ijósgrá. Stærðir: 4—7V4 Kr. 1.660.- Brúnt leður. Stærðir: 7—11’/j Kr. 1.540.- Brúnt leður. Stærðir: 7—HV2 Kr. 1.695.- Brúnt leður. Stærðir: 7-11V2 Kr. 1.620.- Brúnt leður eða rúskinn. Stærðir: 7-11'A Kr. 1.695.- Kr. 1.595.- Einnig fjölmargar aörar og ódýrari gerðir af loöfóöruöum kuldaskóm. Verö kr. 495,- Póstsendum Austurstræti 6, sími 22450 Laugavegi 89, sími 22453 Jón B. og Sævar unnu Akranesmótið Bridge Arnór Ragnarsson I’ættinum hefír borist ítarlegt bréf frá Bridgeklúbbi Akraness um Opna Hóteí Akranes-mótið og fer það hér á eftir í heild: Helgina 27.-28. nóv. var hald- ið bridgemót í tvímenning í sam- vinnu Hótel Akraness og BKA. Hótel Akranes gaf vegleg pen- ingaverðlaun til mótsins að upp- hæð kr. 20.000.- sem skiptust á milli þriggja efstu para á mótinu þannig að 1. sæti gaf 10.000-, 2. sæti gaf 6.500.- og 3. sæti gaf 3.500.-. 28 pör mættu til leiks og spil- uðu undir röggsamri stjórn keppnisstjóranna Vilhjálms Sig- urðssonar og Vilhjálms Vil- hjálmssonar. Þegar upp var staðið kom í ljós að hinn landskunni bridge- spilari, Jón Baldursson, hafði unnið mótið með glæsibrag, þriðja árið í röð. Síðan komu, heimamönnum til mikillar ánægju pör frá Akranesi í næstu tveimur sætunum, en annars urðu úrslit sem hér segir: Jón Baldursson — Sævar Þorbjörnsson, Rvk. 259 Eiríkur Jónsson — Jón Alfreðsson, Akranesi 137 Karl Alfreðsson — Alfreð Viktorsson, Akr. 132 Þórarinn Sigþórsson — Guðm. P. Arnarson, Rvk. 98 Sigurður Vilhjálmsson — Runólfur Pálsson, Rvk. 91 Asmundur Pálsson — Karl Sigurhjartarson, Rvk. 85 Ómar Jónsson — Guðni Sigurbjarnason, Kóp. 77 Hannes R. Jónsson — Ágúst Helgason, Rvk. 73 Guðjón Guðmundsson — Ólafur Gr. Ólafsson, Akr. 68 Rúnar Magnússon — Ragnar Magnússon, Rvk. 46 Lesendur hafa kannski höggv- ið eftir því að tekið var fram að aðeins 28 pör hefðu mætt til leiks. Ekki 32 eins og BKA hafði aug- lýst áður. Þetta stafar ekki af áhugaleysi bridgespilara á mót- inu heldur vegna félagslegs van- þroska nokkurra para. Þessi pör höfðu tilkynnt þátttöku með löngum fyrirvara sem sést best á því að þegar rúmar þrjár vikur voru í mótið þá var það fullsetið með 32 pörum. Síðan skeður það á föstudegin- um 26. nóv., daginn fyrir mótið, að menn eru að hringja í for- svarsmenn Bridgeklúbbs Akra- ness til klukkan fimm og afboða sig. Og þar sem tíminn var svona naumur fengust ekki varapör. Eitt paranna umræddu hafði t.d. ákveðið tveimur vikum fyrir mótið að vera ekki með en drógu það fram á síðustu stundu að af- boða sig. Annað par var að bræða það með sér í heila viku fyrir mótið hvort þeir ættu að mæta eða ekki. Og þeir hringdu líka daginn fyrir mótið til þess að afboða sig. Svona framkoma er óþolandi vegna þess að fjöldi para sem höfðu áhuga á að spila komust ekki að, vegna þess að nokkrir „egóistar“ höfðu hugsað sem svo: „Það er best að láta skrá sig og sjá svo til hvort maður nennir á staðinn." Þessir menn sem svona hugs- uðu eyðilögðu ómælda vinnu og fyrirhöfn í sambandi við mótið auk þess sem eitthvað af pening- um fór í súginn því allt var til- búið og uppsett fyrir 32 para mót. Skammist þeir sín. Að lokum vonast Bridgeklúbb- ur Akraness til að sjá sem flesta Þorgeir Jósepsson hjá Bridgeklúbbi Akraness afliendir þeim Jóni og Sævari verðlaunin — kr. 10.000 fyrir 1. sætið. Ljósm. Mbl. G.P.A. V HEIMILISTÖLVAN FJÖLDI FYLGIHLUTA OG FORRITA: Minnisaukar — Sebulbandstæki — Diskettustöö — Prent- ari — Super Expander — Programmers Aid — Alien — Mole Attack — Jelly Monster — Skák — Super Slot — Road Race — Rat Race — Super Lander — Vic Graf — Vic Stat — Vic Rel — Forth — Pirate Cover — Mission Impossible — Raid on Fort Knox — Omega Race — Woodoo Castle — The Count o.fl o.fl. Leiöbeiningabækur. ★ 24 LITIR ★ RITVÉLALYKLABORÐ ★ MIKLIR STÆKKUNARMÖGULEIKAR ★ BYRJENDANÁMSKEIÐ Jólatilboð PORf SÍMI B15DO-ÁRMÚLA11 / „Dala“-ostar á markaðinn 8000 MANNS komu á „Mjólkurdaga 1982“ sem Mjólkurdagsnefnd gekkst fyrir í húsi Osta- og smjörsölunnar að Bitruhálsi 2 dagana 13. og 14. nóvem- ber síðastliðinn, segir í frétt frá llpplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins. I fréttinni segir: „Þar voru í fyrsta sinn kynntir almenningi tveir nýir ostar frá mjólkursamlaginu í Búð- ardal „Dala yrja“ og „Dala Brie“. Þessir ostar eru nú komnir á mark- aðinn. Þá voru einnig kynntar nýjar tegundir af rjómaosti. Nýjar ísteg- undir komu á markaðinn einnig um þetta ieyti og margar aðrar nýjung- ar voru kynntar í fyrsta sinn." í lok fréttarinnar segir: „ „Mjólkurdagar 1982“ leiddu í ljós þá miklu grósku, sem er í mjólkuriðnaði hér á landi og þeir 8000 gestir sem komu þessa tvo daga kunnu vel að meta framleiðslu- vörur mjólkuriðnaðarins.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.