Morgunblaðið - 03.12.1982, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 03.12.1982, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1982 fHuruw Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 12 kr. eintakiö. Sókn inn í aðra flokka Höfundur á-samt nokkrum þeirra sem hafa stuðlaö að því að verkið var unnið. Talið frá vinstri: Þór Magnússon, þjóðminjavörður, Pétur Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Landhelgisgæslunnar, Lúðvík Kristjánsson, höfundur verks- ins, með annað bindi þess í höndunum, Helga Proppé, eiginkona höfundar og Bjarni Jónsson, listmálari. Annað bindi íslenskra sjávarhátta er komið út ANNAÐ BINDI islenskra sjávarhátta eftir Lúðvík Kristjánsson er komið út, hjá bókaútgáfu Menningarsjóðs, en fyrsta bindið vakti mikla athygli þegar það kom út og var talið marka timamót í þessum fræðum hér á landi og jafnvel víðar. Alls verður ritverkið í fjórum bindum. Þetta annað bindi er 516 síður að stærð i stóru broti (30x20 sm). I*að skiptist í sex meginkafla, sem eru: Verstöðvatal, íslenski árabáturinn, Vertíðir, Verleiðir og verferðir, Verbúðir og Mata og mötulag. Ennfremur er i bókinni myndaskrá, heimildaskrá, atriðisorðaskrá, eftirmáli og efnisúrdráttur á ensku þýddur af Jóhanni S. Hannessyni kennara. Alþjóð fylgist með próf- kjörum sjálfstæðis- manna af meiri athygli en ákvörðunum nokkurs annars stjórnmálaflokks um skipan framboðslista vegna væntan- legra alþingiskosninga. Nýj- asta dæmið um þetta er próf- kjörið í Norðurlandskjör- dæmi vestra, en talningu í því lauk í gær. Niðurstaðan varð sú, að tvö efstu sæti listans verða skipuð sömu mönnum og áður og í sömu röð, þeim Pálma Jónssyni og Eyjólfi Konráð Jónssyni. Sjálfstæð- ismenn í þessu kjördæmi hafa aldrei fyrr efnt til prófkjörs um skipan fram- boðslistans og var því hér um nokkur tímamót að ræða, þótt ekki breyttu kjósendur röð þeirra manna, sem nú sitja á alþingi fyrir kjördæm- ið og buðu sig fram á lista Sjálfstæðisflokksins í síðustu þingkosningum. Engum þarf að koma á óvart, að Pálmi Jónsson njóti þessa fylgis í kjördæminu. Hann er þar heimamaður og forsendurnar fyrir pólitísk- um afskiptum hans er bundn- ar við þetta kjördæmi. Öðru máli gegnir um Eyjólf Konr- áð Jónsson, fylgi hans í próf- kjörinu er staðfesting á því, að með þingmennsku sinni hefur hann áunnið sér traust heimamanna. Hann getur vel við það umboð unað, sem hann nú hefur fengið. Athyglisvert'er, hve marg- ir tóku þátt í prófkjörinu en alls kusu 1.851. í síðustu al- þingiskosningum hlaut listi sjálfstæðismanna 1.606 at- kvæði. Frá því að kjördæma- breytingin var gerð 1959 hef- ur Sjálfstæðisflokkurinn að- eins einu sinni fengið yfir 1.800 atkvæði í Norðurlands- kjördæmi vestra, það var 1959 þegar hann fékk 1.900 atkvæði. Hin mikla fylgis- aukning í prófkjörinu hlýtur að vera öðrum flokkum áhyggjuefni. I henni felst til dæmis, að ólíklegt er, að Ing- ólfur Guðnason, þriðji maður á lista Framsóknarflokksins, verði endurkjörinn. Einnig kann Ragnar Arnalds, fjár- málaráðherra, að vera í hættu staddur sem efsti mað- ur á lista Alþýðubandalags- ins. Fáum ætti að vera betur kunnugt um ástæðurnar fyrir hinni miklu þátttöku í próf- kjörinu en Pálma Jónssyni og hann hefur látið þau orð falla að því loknu, að hún sýni „væntanlega" eins og hann orðaði það góðan byr Sjálf- stæðisflokksins í kjördæm- inu. Það er ekki síst undir Pálma komið að sýna að svo sé og þá liggur fyrir, að hann ætlar að gera meiriháttar innhlaup inn í flokka þeirra I manna, sem hann á samstarf við í ríkisstjórn. Ekki fer hjá því, að í próf- kjöri sjálfstæðismanna í Norðurlandskjördæmi vestra hafi þeir menn greitt at- kvæði, sem áður hafa stutt andstæðinga Sjálfstæðis- flokksins. Hin mikla þátttaka verður ekki skýrð með nein- um öðrum hætti. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig hinir flokkarnir í kjördæminu, og ekki síst hinn stærsti þeirra, Framsóknar- flokkurinn, bregðast við hinni miklu fylgisaukningu sjálfstæðismanna. Aðhafist framsóknarmenn ekkert og uni því áhyggjulaust, að kjör- fylgi sjálfstæðismanna stór- aukist, leiðir aðgerðarleysið til þess eins, að ýmsir telja sig hafa fengið staðfestingu á því, að líklega séu maðkar í mysunni. Sjálfstæðis- menn þinga Idag hefst flokksráðs- og formannaráðstefna sjálf- stæðismanna. Fara slíkir fundir með æðsta vald í mál- efnum flokksins á milli landsfunda. Þessi fundur var ákveðinn fyrir löngu, en óvænt úrslit í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Reykjavík hafa valdið því, að trúnað- armenn flokksins koma til hans við allt aðrar aðstæður en almennt hafði verið við búist. Allt síðan flokksráð sjálfstæðismanna ákvað með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða í febrúar 1980 að vera í andstöðu við þá ríkisstjórn sem mynduð var í andstöðu við meirihluta þingflokks sjálfstæðismanna, hefur minnihlutinn verið óvæginn í kröfunni um að álit meiri- hlutans skuli haft að engu. Að telja slík vinnubrögð til þess fallin að efla flokksholl- ustu er að sjálfsögðu firra. Geir Hallgrímsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt að á fundinum, sem hefst í dag og lýkur á morgun, muni hann skýra frá viðhorfum sínum með hlið- sjón af úrslitum prófkjörsins í Reykjavík. Er það í sam- ræmi við varðstöðu Geirs um hag Sjálfstæðisflokksins undanfarin misseri, að hann skuli á flokksráðs- og for- mannaráðstefnu sjálfstæð- ismanna hvaðanæva að af landinu leggja spilin á borðið undanbragðalaust. Hann hef- ur jafnan virt vilja meiri- hluta trúnaðarmanna flokks síns. Langstærsti kafli þessa bindis er um íslenska árabátinn og er þar dreginn saman mikill fróðleikur um ýmislegt það sem að árabátum lýt- ur, smíði þeirra, lagi, seglum o.fl. í þeim kafla eru 363 myndir, smíða- og yfirlitsteikningar báta, skýr- ingarmyndir og Ijósmyndir. Alls eru í bókinni 482 myndir, þar af milli 50 og 60 litmyndir, flestar af fornum verstöðvum og verminjum víða um land, teknar úr lofti af Ómari Ragn- arssyni. Smíðateikningar báta hafa gert skipasmíðameistararnir, Bárð- ur G. Tómasson, Björn Björgvins- son, Hafliði J. Hafliðason, Jóhann G. Gíslason og Pétur Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Landhelgis- gæslunnar. Allar yfirlitsteikningar báta og nálega allar teikningar hluta og til skýringa eru eftir Bjarna Jónsson, listmálara. Hörður Kristjánsson, byggingareftirlits- maður og Hörður Agústsson, list- málari teiknuðu verbúðir, en kort eru eftir Guðmund Ingvarsson kortagerðarmann. Setningu, filmu- vinnu, prentun og bókband annaðist prentsmiðjan Oddi, en litgreining mynda var gerð. af Kassagerð Reykjavíkur. Guðmundur Ólafsson, líffræðingur teiknaði kápu og hann- aði bókband, en aðra hönnun, rit- stjórn, prófarkalestur og samningu atriðisorðaskrár önnuðust Guðni Kolbeinsson stud. mag. og Sigurgeir Steingrímsson cand. mag. Helga Gunnarsdóttir fil. kand. og Lilja Bergsteinsdóttir aðstoðuðu við gerð atriðisorðaskrár. Auk áðurnefndra aðila, hafa margir menn og stofnanir orðið höf- undi að liði við samningu verksins, eins og hann getur um í eftirmála og minnist hann sérstaklega á dr. Kristján heitinn Eldjárn, Má Elís- son, fiskimálastjóra og Helgu Proppé konu sína. Lúðvík Kristjánsson er í hópi kunnustu sagnfræðinga okkar og er höfundur margra bóka. Hann fékkst áður við kennslu, var ritstjóri Ægis um tíma, en hefur fengist við fræði- mennsku og ritstörf undanfarin ár. Meðal rita hans má nefna Við fjörð og vík, Úr bæ í borg, Vestlendingar I—III, Á slóðum Jóns Sigurðssonar, Úr heimsborg í Grjótaþorp I—II, Vestrænu og fyrsta bindið af Is- lenskum sjávarháttum. Hann var gerður að heiðursdoktor við, heim- spekideild Háskóla íslands 1981. Lúðvík Kristjánsson, höfundur bókarinnar sagði á blaðamanna- fundi sem boðað var til í tilefni af útgáfu bókarinnar, að hann hefði byrjað að vinna að verki þessu um 1940. Aðföngin í þetta bindi væru komin frá 175 aðilum í 225 handrit- um og 200 prentuðum ritum. Lang- flestir heimildarmanna væru látnir sumir fyrir mörgum árum. Margir hefðu unnið með honum að verkinu, en lengst hefði Bjarni Jónsson unnið með honum eða frá 1963 og hefði hann teiknað feiknarlega mikið í sambandi við verkið. Þá sagði Lúðvík að þetta væri mjög stórt verk og sjálfsagt væru í því einhverjar villur, en hann von- aðist til að í því væru engar kórvill- ur. Hvað framhaldið á útgáfu verks- ins varðaði sagði hann að nú væri búið að setja nálega helming þriðja bindis og væri áætlað að það kæmi út á næsta ári. I því væru til dæmis kaflar um Skinnklæði og fatnað, Uppsátur og uppsátursgjöld, Veið- arfæri, Hákarlaveiðar, Flyðru, Beitu og beitningu, Sjólag og Veið- arfæri. Hann væri nokkurn veginn búinn að viða að sér efni í allt verkið, en ætti eftir að skrifa fjórða bindið að undanskildum tveimur köflum og vonir stæðu til að það bindi gæti komið 1985. Það kom fram á blaðamannafund- inum að jákvæðar umsagnir um fyrsta bindi ritsins hafa birtst í er- lendum fræðitímaritum. Sagði Lúð- vík að sér væri ekki kunnugt um hliðstætt heildarverk hefði verið unnið á hinum Norðurlöndunum. Snúum stöðunni í sigur fyrir flokk og foringja eftir Björgu Einarsdóttur NIDURSTÖÐUR í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um seinustu helgi eru þess eðlis, að um þær snýst nú öll umræða, ekki aðeins í Reykjavík heldur um allt land. Menn sjá í skýru ljósi, að þeir hafa leikið af sér pólitískt. Þegar ríkisstjórnin riðar til falls vegna stefnuleysis í landsmálum og inn- byrðis sundurþykkju; þegar póli- tíkusar í öðrum flokkum stökkva út og suður, svo litlir flokkar verða enn minni flokkar; þegar miðflokkurinn daðrar pólitískt á bæði borð til að skara eld að sinni köku; þegar kommúnistar á ís- landi eiga raunverulega í vök að verjast vegna þess að hugmynda- fræðin hélt ekki þegar forkólf- arnir voru sestir við kjötkatlana — þegar allir þessir pólitísku að- stæður voru að renna saman í eitt og lag að myndast fyrir fram- gangi hugsjóna og stefnu sjálf- stæðismanna. Þá taka reykvískir kjósendur sig til, í skammsýni sinni, og stugga við formanni sín- um í prófkjöri. Mikil börn erum vér. Það sem var hugsað sem ein- hvers konar ábending til forystu- manns, varð að höggi sem næst- um hefur brotið þá grein sem við sitjum á. Einhuga sjálfstæðismenn var afl, sem raunveruleg ógn stóð af. Fylking að baki foringja til að takast á við andstæð öfl í kom- andi kosningum, var það sem prófkjörið snerist um en ekki for- ingjaskipti. Þau fara fram á landsfundi. Hvers vegna þetta fát nú, þegar síst skyldi. Höfuðverkefni Flokksráðs- fundarins, sem hefst í dag og verður framhaldið á morgun, er að snúa þeirri stöðu, sem nú hef- ur myndast, upp í sigur fyrir flokk og foringja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.