Morgunblaðið - 03.12.1982, Page 32

Morgunblaðið - 03.12.1982, Page 32
Demantur m æöstnr eöaisteina <£>tiU X; é>tifur I.augavegi 35 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1982 ,^\skriftar- síminn er83033 Eldborg komin með 160 lestir „l*AÐ má segja að veiðarnar hafi gengið bæði vel og illa. Veður hefur hamlað veiðunum talsvert, en þegar það er skaplegt ganga veiðarnar vel og vinnslan gengur vel. Kíðustu viku til 10 daga höfum við fengið 40 til 50 lestir, sem gera 11 til 14 lestir af frystum flökum,“ sagði Bjarni Gunnarsson, skipstjóri á Eldborg- inni, meðal annars er Morgunblaðið innti hann fregna af kolmunnaveið- unum. Bjarni sagði ennfremur, að tíð- arfarið vaeri leiðinlegt og mikil ótíð, oft á tíðum um 11 vindstig. Það virtist þó að þarna væri nokk- Æviminningar Kristjáns Sveinssonar söluhæstar FÉLAG íslenzkra bókaútgefenda hefur farið af stað með könnun á söluhæstu bókunum nú fyrir jólin og hyggst endurtaka slíka könnun vikulega til jóla. Fyrsta könnunin hefur verið gerð og kemur í Ijós að söluhæsta bókin nú er: Æviminn- uð af kolmunna enda veiddist vel þegar veður væri skaplegt. Sagði hann að nú væri búið að frysta um 160 lestir af kolmunnaflökum en skipið rúmaði rúmlega tvö hundr- uð lestir. Yrði veður skaplegt á næstu dögum væri hægt að ljúka túrnum, sem nú hefði staðið yfir síðan 30. október, á um fimm dög- um. Þetta gengi svona eins og ráð hefði verið gert fyrir, því upphaf- lega hefði verið búizt við að fyrsti túrinn tæki um einn og hálfan mánuð. Því byggjust þeir við að selja aflann í Englandi fyrir jól og halda þau síðan heima. Bjarni sagði ennfremur, að þeir væru fremur bjartsýnir. Ef veður yrði skaplegt eftir áramótin gæti fiskiríið aukizt eins og í fyrra og þá ætti að vera hægt að ljúka svona túr á 18 til 20 dögum. Ljósmynd Árni Sæberg Varðskipsmenn af Tý fara um borð í færeyska línubátinn Stapin frá Tóftum, þar sem hann var að veiðum út af Austfjörðum. Voru þeir að kanna hvort hluti smáfisks væri umfram leyfilegt magn, en svo reyndist ekki. Ríkisstjórnin samþykkir reglur um láglaunabætur: 1.100 kr. að meðaltali á einstakling fyrir jól ingar Kristjáns Sveinssonar, sem Gylfi Gröndal skráði. Birtur er listi yfir 10 söluhæstu bækurnar. í öðru sæti eru Jóla- lögin í léttum útsetningum fyrir píanó eftir Jón Þórarinsson, þá eru Riddarar hringstigans eftir Einar Má Guðmundsson. í fjórða sæti er „Ó það er dýrlegt að drottna" eftir Guðmund Sæ- mundsson og í 5. sæti er Dauða- fljótið eftir Alister MacLean. Þá er einnig birtur listi yfir 5 söluhæstu barnabækurnar og er þar Móri í efsta sæti, sem fjallar um Sval og félaga eftir Fournier. Sjá nánar um könnun Félags ís- lenzkra bókaúlgefenda á bls. 3. RÍKISSTJÓRNIN kom tvívegis saman til fundar í gær til umfjöllun- ar um láglaunabætur samkvæmt bráðabirgðalögum rikisstjórnarinn- ar. Á síðari fundinum i gærkvöldi voru, eftir langar umræður, sam- þykktar reglur um úthlutun bót- anna. 52 þúsund einstaklingar eiga að hljóta láglaunabætur, sem að meðaltali verða rúmlega 1.100 kr. á einstakling í descmbermánuði og svipaðar upphæðir tvívegis á næsta ári, þ. e. í marz og júli. Viðmiðunin er fyrst og fremst útsvarsskyldar tekjur á árinu 1981, en með ákveðn- um þrepum, þannig að bæturnar skerðast þegar launin komast yfir ákveðið mark og einnig skerðast þær ef hrein eign einstaklings í árs- lok 1981 nemur hærri fjárhæð en nú telst skattfrjáls eign.Fyrir einstakl- ing eru þessi mörk 326.250 kr., en fyrir hjón 652.500 kr. I desembermánuði koma til út- hlutunar 55 milljónir kr., en á næsta ári 125 milljónir króna, samkvæmt því sem fjárveitinga- frumvarpið fyrir árið 1983 gerir ráð fyrir. Meðaltalsgreiðsla á ein- stakling verður samtals um 3.400 kr. og kemur í þremur skömmtum, sá fyrsti væntanlega fyrir jól og hinir í marz og júlímánuðum á næsta ári. Bæturnar eiga sérstaklega að vera ætlaðar fólki sem hefur fyrr heimili að sjá og aðaláherslu á að leggja á bætur til þeirra sem voru á tekjubilinu 25.000 til 100.000 kr. á árinu 1981. Þá á að taka tillit til barnafjölda. Varðandi þá sem koma undir ákvæði um áætlaðar tekjur munu bætur til bædda koma til greiðslu nú í desember eins og til launþega, en til ann- arra, sem taka laun hjá sjálfum sér og geta fallið undir ákvæðin um áætlunartekjur, koma ekki greiðslur fyrr en eftir áramót. Verður það dæmi skoðað sérstak- lega á skattstofum í umdæmun- um. í þessum hópi eru, svo dæmi séu tekin, sjálfstæðir iðnaðar- menn, smábátaeigendur og aðrir, sem eru með sjálfstæðan atvinnu- rekstur. Bótagreiðslur verða reiknaðar út næstu daga samkvæmt álagn- ingarkerfi í tölvum og gert er ráð fyrir að fyrrgreindur hluti bóta til launþega og bænda komi til greiðslu með heimsendum ávísun- um fyrir jól. Með fyrrgreindum tekjumörkum kemur sjálfkrafa þak á bæturnar, þannig að hæstu greiðslur fara ekki upp fyrir 8—10 þúsund krónur í þessum þremur greiðslum. Ragnar Arnalds um prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandi vestra: Framsóknarmenn vildu tryggja einn lista, þó tvíhöfða yrði — Endanlega búið að ganga frá nokkru sem heitir prófkjör með vitleysu sem þessari, segir Ingólfur Guðnason þingmaður Framsóknar „ÉG HELD að það sé á allra vitorði að framsóknarmenn, sem eiga þrjá þingmenn í kjördæminu, voru ákaflega hræddir við að sjálfstæðismenn byðu fram í tvennu lagi í þessu kjördæmi, því það hefði fyrst og fremst komið niður á þeim. Þeir vildu tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn byði fram í heilu lagi, þó listinn yröi tvíhöfðaður," sagði Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra og þingmaður Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi vestra m.a., er Mbl. spurði hann hvort hann teldi að hin mikla þátttaka í prófkjöri Sjálfstæðisfiokksins í kjördæminu þýddi að Alþýðubandalagið væri að tapa þar fylgi. Ragnar sagði í upphafi að hann teldi að sjálfstæðismenn hefðu þarna fengið aðstoð manna úr ýmsum öðrum flokkum til að ganga frá framboðslistanum, en þeir hinir sömu myndu síðan taka afstöðu í kosningum alveg óháð þessu prófkjöri. Aðspurður hvort hann teldi þá fullvíst að þeir Al- þýðubandalagsmenn sem hugs- anlega hefðu tekið þátt í prófkjör- inu myndu skila sér í kosningun- um sagði hann: „Ég veit nú satt að segja ekki til þess að okkar menn hafi tekið þátt, þannig að ég get ekkert um það sagt. Ætli það hafi nú ekki frekar verið framsókn- armenn. Ég hef nú grun um það.“ Ingólfur Guðnason einn af þrem- ur þingmönnum Framsóknar- flokksins í kjördæminu sagði að- spurður um hina miklu þátttöku: „Það kunna nú víst fáir skýringar á því sem fylgi Sjálfstæðisflokks- ins.“ Þá sagðist Ingólfur sjálfur hafa orðið var við það fyrir norð- an að menn hvar í flokki sem þeir stæðu hefðu teki.< þátt í prófkjör- inu. Ingólfur sagði einnig að for- ystumenn Sjálfstæðisflokksins á Hvammstanga hefðu sagt að ekk- ert væri því til fyrirstöðu að hann tæki sjálfur þátt í prófkjörinu, „... en ég notaði mér nú ekki það ágæta boð“, sagði hann. Hann sagði síðan: „Ég veit ekk- ert um hvaöa árangur þetta hefur borið, en ef maður lítur á nýleg- ustu niðurstöður þá verða menn að álykta sem svo að þarna hafi góðviljaðir menn lagt hönd að.“ Aðspurður um hvað hann meinti með orðinu „góðviljaðir", sagði hann alla eiga sér kunningja án tillits til hvar þeir stæðu í flokk- um. Ingólfur var þá spurður, eins og Ragnar, hvort hann reiknaði með að þeir framsóknarmenn sem tek- ið hefðu þátt í prófkjörinu myndu skila sér í komandi kosningum. Hann svaraði: „Ég er ekki að segja að þeir hafi gert það, en við skulum bara líta á þetta eins og ég geri sem gamall bankamaður. Ég hef oft lánað fé og fengið það gjarnan til baka með skilum aft- ur. Hafi verið eitthvað um fram- sóknarmenn sem stutt hafa þarna að, þá verð ég nú endilega að vona það að þeir skili sér.“ Ingólfur sagði í lokin: „Ég tel nú að þarna sé endanlega búið að ganga frá nokkru sem heitir prófkjör með vitleysu sem þessari." Sjá úrslit í prófkjörinu og um- mæli frambjóðenda á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.