Morgunblaðið - 03.12.1982, Síða 29

Morgunblaðið - 03.12.1982, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1982 29 Kristinn Árnason Minningarorð Fæddur 2. nóvember 1903 Dáinn 22. nóvember 1982 Hann fæddist á Bakkastíg 7 þann 2. nóvember 1903. Hann var sonur hjónanna Árna Árnasonar verkamanns og konu hans, Krist- ínar Ólafsdóttur. Árni var fæddur í .Breiðholti við Reykjavík, sonur Árna Guðmundssonar bónda þar og Kristbjargar konu hans. Krist- ín móðir Kristins var dóttir Ólafs Ólafssonar frá Vatnsenda og Guð- laugar Guðmundsdóttur konu hans, sem var ættuð úr Dalasýslu. Þau hjón Árni og Kristín áttu heima á Bakkastíg 7 um langan aldur í lágreistu húsi og áttu þar börnin sín 12. Tvær dætur dóu í bernsku en af þeim sem komust upp voru fjögur eldri en Kristinn þau Ólafía, Valdimar, Laufey og Guðrún og fimm yngri, þau Stef- anía, Margrét, Áslaug, Gunnhild- ur og Ólafur. Árni var verkamað- ur og stóð framarlega í verka- lýðsbaráttunni í byrjun aldarinn- ar. Hann var einn af stofnendum Dagsbrúnar. Kristinn átti lengi heima í húsi foreldra sinna á Bakkastígnum og kvæntist ekki. Athygli vakti hve myndarleg og dugleg þessi systkini voru. Má þó geta nærri að börnin urðu fljótt að fara að vinna fyrir sér til að þetta stóra heimili gæti komist af. Hef- ur eflaust þurft dugnað og hygg- indi til að næra þennan vinnandi barnahóp þannig að þar yrði hver öðrum glæsilegri að vexti og útliti eins og raunin varð á. Kristinn varð yfir 190 cm á hæð og hinn föngulegasti maður þegar hann var vaxinn. Hann var vand- aður maður, hreinskilinn og fals- laus með öllu. Umgengni hans var góð, og á vinnustöðum sínum hélt hann öllu í framúrskarandi röð og reglu. Skólaganga hans hófst og end- aði í Miðbæjarbarnaskólanum. Ef- laust hafði hann góða hæfileika til náms en efnahagur og ástæður leyfðu slíkt ekki. Hann stóð fast við hlið foreldra sinna við að vinna fyrir æskuheimilinu og var þá lítill tími til annars en að vinna. Fiskvinna og önnur verka- mannavinna urðu hans fyrsta hlutskipti á unglingsárunum og síðan lá leiðin á sjóinn. Eftir all- mörg ár á sjónum varð hann um tíma bílstjóri og ók vörubíl. Ekki veit ég hve lengi hann fékkst við bílstjórn en þegar ég kynntist Kristni var hann vél- gæslumaður í frystihúsi. Hann bar þó við um tíma að stjórna 12 tonna fiskibát. Nokkur ár var hann austur á Hvolsvelli við vél- gæslu í frystihúsi á sjöunda ára- tugnum. Síðustu árin gerðist Kristinn vinnulúinn. Hann átti þá heima uppi í Árbæjarhverfi. Þá var búið að rífa Bakkastíg 7, þar sem öll myndarlegu systkinin ólust upp í lágreista húsinu. Kristni var þungt í skapi þegar borgin keypti húsið og lét rífa það. Á Hvolsvelli hafði Kristinn eignast hest og eftir það voru hestar og sönn vinátta við þá mesta ánægjuefni hans í lífinu. Urðu margir í hópi hestamanna hér í borginni góðir vinir hans. Fyrir rúmu ári hafði heilsan brugðist honum svo illilega að hann varð að láta hestinn sinn og fara á dvalarheimili aldraðra sjó- manna í Hafnarfirði. Hann and- aðist á Landspítalanum 22. nóv- ember síðastliðinn. Fjórar systur hans eru enn á lífi og fylgja hon- um til grafar í dag. Kristinn átti enga afkomendur, en eins og nærri má geta er komin heil ætt út af Árna og Kristínu, foreldrum hans, sem áttu heima á Bakkastíg 7. Þorsteinn Þorsteinsson Gull og demantar L. Kjartan Asmundsson, gullsmíðav. Aðalstræl i S. Bjartmar Baldvinsson — Minningarorö Bjartmar Baldvinsson var fæddur 8. júlí 1912, hann lést síð- ari hluta sumars er leið. Hann var sannur vinur minn. Ég á marga vini, karla og konur, en enginn tók honum fram. Það tókst með okkur alveg sérstök vinátta og tókum við í spil, þrjú eða fjögur eftir ástæð- um. En það brást aldrei að þó við værum tvö eða þrjú, sem við hann spiluðum og myndum aldrei hvert okkar átti að gefa, þá mundi Bjartmar það undantekningar- laust. Konan hans, Guðný, gaf honum það dýrmætasta sem hon- um nokkrum sinnum var gefið. Hann var þess minnugur hverja stund. Á þeirra löngu búskapartíð birt- ust vitanlega skuggar. Þeir hurfu eins og dögg fyrir sólu, vegna vitsmuna þeirra og hins ham- ingjusama hjónabands þeirra og gagnkvæms trausts, hvors til ann- ars. Eins og ég sagði áður á ég mjög trygga og góða vini. Ég sakna þessa kæra vinar míns mjög. Ég er orðinn það fullorðinn að ég býst við að fundum okkar beri fljótlega saman, þó á öðrum vettvangi verði. Það mun örugg- lega kæta okkur báða. Bjartmar var dagfarsprúður maður, og allir sem kynntust hon- um sakna hans. Hann verður lengi í minnum þeirra sem kynntust honum. Guðný og börn þeirra og barna- börn þakka honum mikið ástríki sem aldrei brást. Ég þakka skap- aranum fyrir að hafa fengið að kynnast honum, því fáir eru hans líka á jarðríki. Ef við ættum marga hans líka, ættum við góðan heim. Dyggðum hlaðinn. Guð blessi Bjartmar og hafi hann hjartans þökk fyrir allt og allt. Heill og hamingja fylgi fjölskyldu hans. Sveinn E. Sveinsson Á myndinni eru Sigríður G. Benjamin, Einar llákonarson formaður stjórnar Kjarvalsstaða, Alfreð Guðmunds- son forstöðumaður og Þóra Kristjánsdóttir listráðunautur. Gaf Kjarvalsmálverk FRÚ Sigríður G. Benjamin hefur gefið Kjarvalsstöðum málverk eftir Jóhannes S. Kjarval til minningar um föður sinn Harald Guðberg. Hann var fæddur í Danmörku 1882, fluttist til ís- lands 1916 uk stofnsetti hér fyrstu reiðhjólaverslun landsins, Fálkann, og síðar Örninn, að því er segir í tilkynningu frá Kjarvalsstöðum. Málverkið er af Vífilsfelli, málað 1936, 105x150 sm. að stærð. Frá 1957 hefur málverkið hangið á heimili Sigríðar G. Benjamin í London. __Nýiu Pölaroid augnabliksmyndirnar eru hrókur alls fagnaðar Polaroid660myndavélin tryggir fallegri, litríkari og skarpari augnabliksmyndir ■ 660 vélin hefur sjálfvirka fjarlægðarstillingu frá 60 cm til óendanlegrar, 640 vélin er með fix focus og 650 vélin með fix focus og nærlinsu. Óþarft að kaupa flash og batteri því batteri er sampakkað filmunni. * J Notar nýju Polaroid 600 /4S/4 litmyndafilmuna, þá hröðustu í heimi! helmingi Ijósnæmari en aðrar sambærilegar filmur! Tökum gamlar vélar upp í nýjar Polaroid vélar!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.