Morgunblaðið - 03.12.1982, Síða 17

Morgunblaðið - 03.12.1982, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1982 17 Prófkjör sjálfslæöismanna í Noröurlandi vestra: Pálmi, Eyjólfur Konráð og Páll 1 efstu sætum TALNINGU atkvæða í prófkjöri Sjálfstærtisnokksins í Norðurlandskjördæmi vestra lauk í gær og endanleg úrslit eru þau að l’álmi Jónsson hlaut 1.138 atkvæði í 1. sæti, Eyjólfur Konráð Jónsson hlaut 807 í 1. og 2. sæti og Páll Dagbjartsson hlaut 900 atkvæði í 1.—3. sæti, en alls kusu 1.8500 í prófkjör- inu. 41 seðill var auður og ógildur og gild atkvæði því 1.809. Aðeins munaði 2 atkvæðum á röðun í 5. og 6. sæti. Morgunblaðið hafði í gær samband við frambjóðendurna og spurði þá álits á prófkjörinu og úrslitunum. Ekki náðist í Jón Isberg, en svör hinna birtast hér á síðunni. Hér er á eftir skipting atkvæða í 1.—6. sæti. 1. sæti 2. sæti 3. sæti4. sæti 5. sæti 6. sæti Alls 1. Pálmi Jónsson 1.138 187 71 66 9 44 1.515 2. Eyjólfur K. Jónsson 632 175 110 80 23 143 1.163 3. Páll Dagbjartsson 11 587 302 365 106 65 1.436 4. Ólafur B. Óskarsson 5 243 603 407 137 68 1.463 5. Jón Isberg 5 239 360 529 140 99 1.372 6. Jón Ásbergsson 18 382 363 348 160 35 1.306 Pálmi Jónsson: Verður að sýna sig hvort um fylgisaukningu er að ræða „ÉG er að sjálfsögðu mjög ánægður með úrslitin í prófkjör- inu og sérstaklega þakklátur fyrir þann mikla stuðning og traust sem ég fékk og ég fagna því að þátttakan skyldi verða svo mikil sem raun ber vitni, því prófkjör eru að mínu mati mjög heppileg til þess að ná til fólks- ins,“ sagði Pálmi Jónsson land- búnaðarráðherra um niðurstöð- ur prófkjörsins, en hann varð í fyrsta sæti. Pálmi var spurður, hvort hann teldi hina miklu þátttöku tákna verulega fylgisaukningu Sjálf- stæðisflokksins í kjördæminu. Hann svaraði: „Það verður að sýna sig í kosningunum og ekki hægt um það að segja. Því miður hefur fylgi flokksins verið að daia í undanförnum kosningum. Hann fékk rúm 1.600 atkvæði í síðustu kosningum og enn minna í kosningum 1978. En á það má benda að í kosningunum 1959, fyrstu kosningum eftir að núver- andi kjördæmaskipan var tekin upp þá var fylgi flokksins mun meira í kjördæminu. Hvort okkur tekst nú að nýta þann byr sem virðist vera í prófkjörinu í kosningunum sjálfum það verð- ur að koma í ljós, en ég vona að það verði.“ Eyjólfur Konráð Jónsson alþm.: Prófkjörið fór vel og heið- arlega fram víðast hvar í kjördæminu „Ég er þakklátur því Sjálf- stæðisfólki sem þátt tók í próf- kjörinu og stuðningi þess við mig,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, alþm. er Morgunblaðið ræddi við hann í gær um úrslit prófkjörsins í Norðurlands- kjördæmi vestra. „Prófkjörið fór vel og heiðar- lega fram víðast hvar í kjör- dæminu en því miður ekki alls staðar. Mér finnst það harmsefni, ef Pálmi Jónsson túlkar úrslitin, sem heimild sjálfstæðisfólks sér til handa til að framlengja líf ríkisstjórnarinnar lengur eða skemur og jafnvel áskorun eða stuðning við það sem hann kall- ar „málflutning" sinn. Besti maðurinn á listanum hafnaði í neðsta sæti.“ Páll Dagbjartsson: Betri útkoma en ég gerði mér vonir um „Ég er ánægður með mína út- komu, hún er betri en ég hafði gert mér vonir um,“ sagði Páll Dagbjartsson í samtali við Morgunblaðið, en hann hafnaði í þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Norðurlandskjör- dæmi vestra. „Þetta sýnir að Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra hefur mik- ið fylgi hér í kjördæminu og ég held að kosning um stjórn eða stjórnarandstöðu blandist ekki inn í þetta nema að mjög litlu leyti og tel ég að þetta sé per- sónufylgi Pálma," sagði Páll. „Jón Asbergsson fór úr þriðja sæti og niður í fyrsta og er það mjög slæmt að hann skyldi fara svo neðarlega, því Jón er góður drengur, en það verður að taka því. Ólafur Óskarsson hefur greinilega haft mikið fylgi Húnvetninga, en maður veit lítið „Til að skemmta skrattanum“ — segir séra Gunnar Gíslason um prófkjör ÞEGAR Morgunblaðið fékk upp- lýsingar hjá séra Gunnari Gísla- syni, formanni prófkjörsnefndar Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi vestra, um niður- stöðu í prófkjörinu, þá kvaðst hann vilja láta hafa það eftir sér, að hann teldi prófkjör „gjörð til þess að skemmta skrattanum". Séra Gunnar var formaður 12 manna prófkjörsstjórnar. um það hvaða atkvæði hafa komið fá hverjum stað, en ég geri ráð fyrir því að mitt fylgi hafi verið úr Skagafirði og Húnavatnssýslum, því ég er lítið þekktur á Siglufirði. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem mig studdu," sagði Páll Dagbjarts- son. Olafur B. Oskarsson: „Munum allir leggjast á eitt um að gera veg flokksins sem mestan“ „ÉG er ánægður með mína út- komu í þessu prófkjöri, tel að ég geti ágætlega við unað,“ sagði Ölafur B. Öskarsson í samtali við blaðamann Mbl. í gær, „ég óska Pálma sérstaklega til hamingju, en úrslitin eru greini- lega mikil traustsyfirlýsing við hann. Þá finnst mér athyglis- verður árangur Páls Dagbjarts- sonar, þar er nýr maður á ferð- inni og full ástæða til að óska honum til hamingju. Þegar þetta er afstaðið vona ég að þessi útkoma verði til góðs fyrir flokkinn og vænti góðs samstarfs við þessa félaga mína, áfram sem hingað til, ég veit að við munum allir leggjast á eitt um að gera veg flokksins sem mestan." Jón Asbergsson: Á fjórða hundr- að framsókn- ar og alþýðu- bandalags- menn tóku þátt „ÞETTA prófkjör hefur valdið mér miklum vonbrigðum, bæði það spark sem ég fæ og þó öllu meir þau vinnubrögð sem hinir svokölluðu „sigurverarar" not- uðu í prófkjörinu," sagði Jón Ásbergsson í samtali við Morg- unblaðið, en hann varð í 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra. „Það er staðreynd, að á fjórða hundrað framsóknarmenn og al- þýðubandalagsmenn í Húna- vatnssýslu létu hafa sig í að taka þátt í prófkjörinu, sem þó var eingöngu ætlað stuðnings- mönnum Sjálfstæðisflokksins. Sem betur fer urðu menn að skrifa nöfn sín á þátttökuseðla, sem verða geymdir sem flokks- gögn. Það er því vandalaust að rekja hverjir þessir menn voru úr öðrum flokkum, en allir mættu þeir til leiks með þá fyrirskipun að kjósa Pálma, en fella Eyjólf Konráð og Jón Ás- bergsson," sagði Jón. „Pálmi Jónsson og fylgifiskar hans eiga því sigur sinn að þakka framsóknarmönnum og kommum og það er ef til vill tím- anna tákn fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, að ráðherrann telur að sá stuðningur muni styrkja sig og sín sjónarmið mjög í starfi innan Sjálfstæðisflokksins," sagði Jón Ásbergsson. Helzta markmiðið að efla sam- vinnu og samstöðu háskólamanna - segir (liunnar G. Schram, nýkjörinn formaður BHM Ketur ekki gegnt hlutverki sínu á „Það er megin markmið Banda- lags háskólamanna að efla sam- vinnu og samstöðu meðal háskóla- manna hvar sem er á landinu, en innan bandalagsins eru 22 félög með yfir fimm þúsund félagsmönnum," sagði Gunnar G. Schram nýkjörinn formaður BHM í samtali við Morg- unblaðið. Gunnar var kjörinn for- maður handalagsins á þingi þess um helgina. „Hitt er ekki síöur mikilsvert að bandalagið leitar að og vill vinna að verkefnum sem geta gagnað ís- lenzku þjóðinni sem bezt í bráð og lengd. Menntun, hvort sem það er háskólamenntun eða önnur menntun, leggur mönnum nefni- lega skyldur á herðar. Þeir eiga ekki aðeins að nota hana til að draga fé í sitt eigið bú, heldur ekki síður til að gagnast þessari þjóð, sem hefur fóstrað þá og gert þeim kleift með ókeypis skólagöngu að öðlast þessa menntun. Þetta held ég að sé mergur málsins, og að því munum við vinna á næstu árum í góðri sam- vinnu við alla þá sem með okkur vilja starfa að þessu markmiði. Verkefnin eru raunar ærin. Eitt það brýnasta að mínu mati er að styrkja og efla Háskóla íslands sem nú stendur á tímamótum og næstu arum nema með gjör- breyttri stefnu stjórnvalda. Þá þarf að gera háskólamönnum kleift að endurmennta sig í grein- um sínum svo þeir geti komið að sem mestu gagni. Þetta á ekki sízt við á sviði raunvísinda þar sem nýjungar kollvarpa kannski göml- um sannleik nær einu sinni á ári. Kjara- og lífeyrissjóðamálin eru í hinum mesta ólestri og þar er þörf mikils átaks. Húsnæðismálin eru annar mikilvægur vettvangur. Þar þarf annað hvort að byggja leiguíbúðir fyrir yngri félagsmenn eða stofna eigið byggingarsam- vinnufélag innan BHM. Húsnæð- iskostnaður í landinu er orðinn Gunnar G. Sehram svo hrikalegur að allra leiða verð- ur að leita til úrbóta. Orlofshús munum við halda áfram að byggja víðs vegar um land félagsmönnum til ánægju og hressingar og við munum einnig gangast fyrir mjög ódýrum hópferðum til útlanda á vegum samtakanna, bæði til fræðslu og skemmtunar. Síðast en ekki sízt er ætlunin að stórefla blaðaútgáfu BHM og alla kynn- ingarstarfsemi, ekki sízt kynpingu á störfum háskólamanna og þætti þeirra í framförum og bættari lífskjörum á þessu landi. Það liggur nú ljóst fyrir, að við erum komnir að endimörkum vaxtar hvað ýmsar okkar helztu auðlindir snertir, aðrar en orkuna. En hugvitið sem í þjóðinni býr er enn að mestu leyti óbeizlað. Það er kannski stærsta auðlindin og mik- ilvægasta framtíðarhlutverkið að nýta hana skynsamlega. Að lokum vil ég færa Valdimar Kr. Jónssyni fyrrverandi for- manni BHM, stjórn hans og starfsliði beztu þakkir fyrir vel unnin störf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.