Morgunblaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 183. tbl. 71. irg. MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reagan í ólympíuliðið AP. Reagan, Bandaríkjaforseti, hafði í ger boð inni í Hvíta húsinu fyrir hetjurnar frá Los Angeles, bandaríska ólympíuliðið, og var þar svo sannarlega glatt á hjalla. Voru gestirnir allir í einkennisjakkanum sínum og þótti Reagan ótækt að vera að skera sig úr. Var þá fundinn jakki handa honum og fékk fimleikastjarnan Mary Lou Retton það hlutverk að færa forsetann í. Dómgreindin brást okkur“ — segir Prior, Norður-írlandsmálaráðherra London, 14. ágúst AP. JAMES Prior, Norður-írlandsmálaráðherra bresku stjórnarinnar, viðurkenndi í dag, að stjórninni hefðu orðið á alvarleg mistök þegar hún bannaði bandarískum stuðningsmanni IRA, írska lýðveldis- hersins, að koma tii Norður-írlands. Kvað hann sjálfan sig og stjórnina gangast við ábyrgð sinni á atburðunum á sunnudag en þá féll einn maður í árás lögreglunnar á mannfjölda. „Stundum er dómgreindin okkur fylgispök en stundum bregst hún okkur,“ sagði Prior á fréttamannafundi í London í dag. „Ég segi þetta vegna þeirra mis- taka, sem orðið hafa, og ég ber fulla ábyrgð á.“ Einn maður lést og 20 særðust þegar lögreglumenn skutu gúmmíkúlum á mótmæla- göngu 2.000 manna en það vakti fyrir lögreglunni að hafa hendur í hári bandarísks lögfræðings, Martins Galvins að nafni, sem var meðal göngumanna. Er hann for- maður samtaka i New York, Noraid, sem safnað hafa fé fyrir írska lýðveldisherinn. Þrátt fyrir eða kannski vegna árásar iögreglunnar slapp Galvin úr höndum hennar og er nú ekkert vitað hvar hann er niðurkominn. Ríkjasamband með Marokkó og Líbýu Rabat. Marokkó, 14. ágúst AP. TILKYNNT var í Marokkó og Líbýu í dag, að leiðtogar ríkjanna hefðu undirritað samning um ríkjasam- band, sem þeir sögðu fyrsta skrefið { átt til sameiningar allra ríkjanna á norðvesturströnd Afríku. Samningurinn um ríkjasam- bandið var undirritaður sl. mánu- dag af þeim Hassan II, konungi Marokkó, og Moammar Khadafy, Líbýuleiðtoga, og segir í tilkynn- Eistneski ráðherrann og kona hans: Flýðu vegna aukinnar kúgunar Sovétmanna ingu frá þeim, að fullgilding hans sé „háð samþykki almennings i löndunum báðum". Embættis- menn í Marokkó segja, að þar muni verða efnt til þjóðarat- kvæðagreiðslu um ríkjasambandið en óljóst er enn hvaða hátt Khadafy mun hafa á. Segja þeir þjóðarleiðtogarnir, að samningur- inn sé gerður i anda arabískrar einingar og stefnt sé að samein- ingu allra Maghreb-rikjanna en það eru Marokkó, Líbýa, Alsír og Túnis. Að lokinni undirritun samn- ingsins fór Khadafy til Alsírs og síðan til Túnis þar sem umræðu- efnið hefur vafalaust verið þessi nýju tíðindi. Libýumenn hafa áður sameinast eða reynt að sameinast öllum Arabaríkjunum í Afríku og Sýrlandi einnig en þær mægðir jafnan staðið stutt. Stokkhólmi, 14. ígúsL AP. SÆNSKA lögreglan staðfesti í dag, að Eistlendingurinn, sem beðist hefur hælis í Svíþjóð sem pólitískur flóttamaður, heiti Valdo Randpere og sé fyrrum aðstoðardómsmálaráðherra Eistlands. Er hann 26 ára gamall en kona hans 23 ára, Leila Miller, alkunn poppsöngkona í landi sínu. Talsmaður lögreglunnar segir, að beiðni þeirra hjóna um landvist sé nú til athugunar en Thord Palmlund, yfirmaður sænsku inn- flytjendaskrifstofunnar, segist telja liklegt, að þau fái hana. Sænsk yfirvöld vilja ekkert um flóttann segja að öðru leyti en vit- Sri Lanka: Átök harðna Anuradhapura. Sri Lanka, 14. ágúsL AP. ÓÖLDIN á Sri Lanka færist 1 auk- ana með degi hverjum og síðasta sólarhringinn hefur 21 skæruliði tamfla verið felldur. Að sögn stjórnvalda hafa rúmlega 170 skæruliðar fallið fyrir stjórnarhernum síðan hann hóf sókn gegn þeim á Norður-Sri Lanka fyrir 10 dögum og mörg þúsund manns eru heimilislaus og á flótta. að er, að hjónin komu til Sviþjóðar með ferju frá Finnlandi. Höfðu þau verið í eistneskri sendinefnd á menningardögum í Kotka, vinabæ Tallins, höfuðborgar Eistlands. Ants Kippar, formaður í sam- tökum eistneskra flóttamanna í Svíþjóð, segir, að Valdo Randpere og kona hans hafi ákveðið að flýja vegna nýrrar herferðar Sovét- manna gegn eistnesku þjóðerni. „Sovésk stjórnvöld reyna að koma i veg fyrir, að Eistlendingum tak- ist að varðveita menningu sína,“ sagði Kippar, „og þau líta sömu augum á allt, sem vestrænt er. Þess vegna hefur poppsöngvurum verið bannað að koma fram.“ Eftir erlend yfirráð um aldir voru Eist- lendingar sjálfstæðir um tveggja áratuga skeið en Sovétmenn her- námu landið og innlimuðu það á dögum síðari heimsstyrjaldar. Kippar segir, að Randpere hafi fyrir nokkru verið fluttur úr emb- ætti aðstoðardómsmálaráðherra Pressens Bild. Leila Miller er hér með eistnesku hljómsveitinni „Kontor“ en Leila var kunn söngkona í landi sínu. Hún hefur nú beðið um hæli í Svíþjóð ásamt manni sinum, fyrrum aðstoðardómsmálaráðherra Eistlands. og verið fengið sæti í miðstjórn Komsomol, æskulýðsfylkingar eistneska kommúnistaflokksins. Randpere og Leila skildu ársgam- alt bam eftir heima en ekki er ljóst hvort það er barn þeirra beggja. Þau hjónin eru enn i felum á heimili eistneskrar fjölskyldu í Stokkhólmi en í Sviþjóð búa sam- tals 10.000 Eistlendingar. Los Angeles: Sprengju- tilræðið sviðsett Lns Angeles, 14. ágúsL AP. LÖGREGLUMAÐUR, sem hafði verið hylltur sem hetja fyrir að finna sprengju í farangri tyrkn- esku ólympíufaranna þegar þeir voru að fara frá Los Angeles, hef- ur viðurkennt að hafa komið henni fyrir sjálfur. Grunur féll á lögreglumann- inn vegna ólíkindalegrar frá- sagnar hans af þvi hvernig hann gerði sprengjuna óvirka og nú hefur hann viðurkennt að hafa komið henni fyrir til að vekja á sér athygli. Hryðju- verkasamtök Armena, sem heitast við Tyrki, höfðu áður sagst bera ábyrgð á sprengj- unni en þar hafa þau verið full- fljót á sér. Sjá fréttir af sprengjunni á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.