Morgunblaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984 35 Yfirleitt lítill verðmun- ur á timbri og iárni Verðlagsstofnun hefur kannað verðlag á bygginga- vörum í verslunum á höfuð- borgarsvæðinu og fór verð- athugun fram dagana 16. til 20. júlí sl. í frétt frá stofn- uninni segir að þrátt fyrir að könnunin nái ekki til allra vöruflokka, sem seldir eru í byggingavöruverzlun- um og ekki til allra verzl- ana á svæðinu verði að telja hana nægilega umfangs- mikla til þess að gefa vís- bendingu um allmikinn verðmun á einstökum vöru- tegundum. í úrvinnslu er könnuninni skipt niður í fjóra flokka: timb- ur, járn og fleira, efni til pípu- lagna, hreinlætis- og blöndunar- tæki og efni til raflagna. Helstu niðurstöður könnunar- innar eru eftirfarandi sam- kvæmt frétt Verðlagsstofnunar: 1) Verðmunur á grófari bygg- ingavörum eins og t.d. timbri og járni var í flestum tilvikum lít- ill. í öðrum vöruflokkum var verðmunurinn hins vegar í mörgum tilvikum verulegur. 2) Á efni til raflagna munaði oft verulega. Sem dæmi má nefna að verðmunur á Ioftdós var mestur 154,5% og á tenglum 150%. 3) Á efni til pípulagna munaði mestu á rennilokum eða 121,3%. 4) Á glerlistum munaði 105% á hæsta og lægsta verði. 5) í hreinlætistækjum var verð- munur á ákveðinni tegund af handlaug 23% og á klósetti 16,4%. „Leggja ber áherslu á að um mismunandi gæði getur verið að ræða á vörum, sem ekki eru seldar undir ákveðnum vöru- merkjum (t.d. timbur og rör). Þá er ekki raunhæft að bera saman verð á þeim vörumerkjum í hreinlætis- og blöndunar- tækjum sem í könnuninni eru þar sem um mismunandi gerðir getur verið að ræða. í þeim til- vikum felst gildi könnunarinnar í því að sýna að verð á nákvæm- lega sömu merkjavöru getur Allt að 154 % verðmunur á loftdósum og 121 % á efni til pípulagna verið mismunandi milli versl- ana,“ segir í fréttinni. Tilgangur með verðkönnunum er að vekja athygli neytenda á þeim mikla verðmun sem getur verið á milli verzlana og örva með því verðskyn neytenda. í frétt Verðlagsstofnunar segir að án öflugs aðhalds af hálfu neyt- enda fái virk samkeppni ekki notið sín. Það sé mikilvægt að neytendur geri sér ljóst að verð- kannanir og önnur verðgæzla af opinberri hálfu sé liður i barátt- unni við verðbólgu, en verðgæzla geti aldrei komið í staðinn fyrir vakandi eftirlit og dómgreind hins almenna kaupanda. Verðkynning Verðlagsstofn- unar liggur frammi fyrir al- menning hjá Verðlagsstofnun, Borgartúni 7, og hjá fulltrúum stofnunarinnar úti á landi. Þeir sem þess óska geta gerst áskrif- endur að Verðkynningu Verð- lagsstofnunar sér að kostnaðar- lausu. Efni til raflagna Ratmagnsror plast, 16 mm verft pr. stk Loftdosir 8 stutar 50-60 mm verð pr. stk. Rofa- og tengladós verð pr. stk. Vir 1,5 q verð pr. m Lagspennustrengur 8lina verðpr.m Tengi verð pr. stk. Klo. 10 amp. m. jörð verð pr. stk. Lekastaumsrofi verð pr. stk. Brynja, Laugavegi 29, R. 5,00 35,00 BYKO, Kópavogi 5,50 34,20 20,30 4,00 22,00 Glóey, Ármula 28, R. 7,00 42,00 2,61 27,00 4,00 32,00 1203,00 Gos hf„ Kleppsvegi 152, R. 6,00 22,00 22,00 2,03 2,00 26,00 940,00 Haukur og Ólafur, Ármula 32, R. 7,00 32,00 34,00 4,00 5,00 31,00 1304,00 Húsasmiöjan, Súðavogi 3-5, R. 4,80 35,67 JL byggingavörur, Hringbraut 120, R. 7,00 56,00 28,00 2,95 4,50 30,00 Málmur, Reykjavíkurv. 50, Hafnarfiröi 29,00 Rafvörur, Laugarnesvegi 52, R. 7,00 39,00 31,00 2,70 32,00 4,50 32,00 1536,00 Segull, Nýlendugötu 26, R. 7,20 55,15 24,30 2,95 3,95 29,00 Smiðsbúö, Smiðsbúö 8, Garöabæ 4,00 28,00 Hæsta verð 7,20 56,00 34,00 4,00 32.00 5.00 35,67 1536,00 Uegsta verð 5,50 22,00 20,30 2.03 27,00 2,00 22,00 940.00 Mismunur á hæsta og lægsta verðí % 30,9% 154,5% 67,5% 97,0% 18,5% 150,0% 62,1% 63,4% Hreinlætis- og blöndunartæki Handlaug Gustavs- bergnr. 640 Handlaug Ifö nr. 2842 Klosett Gustavs- berg nr. 325 Klosett Ifó nr. 3260 Blöndunart. f. baðk. Grohe nr. 25112 Blönd.t. f. handl Grohenr. 21154 Blónd.t. t. handl. Damixa nr. 30011 Blönd.t. f. baðkar Damixa nr. 63100 BB byggingavörur, Suðurlandsbr. 4, R. 3329,00 6944,00 19%,50 2757,65 Burstafell, Bildshöfða 14, R. 3912,00 7551,00 Bygg.v.versl. K. Auðunss., Grensásv. 8, R. 3500,00 7300,00 1900,00 Bygg.v.versl. Kj. Jónss., Tryggvag. 6, R. 3350,00 6695,00 BYKO, Kópavogl 3890,00 3329,00 6624,00 6487,00 1797,00 2482,00 Húsasmlðjan, Suðavogi 3-5, R. 1780,85 2487,00 JL byggingavörur, Hringbraut 120, R. 3871,00 3180,00 6950,00 2069,00 2747,00 1781,00 2478,00 Parma, Reykjavíkurv. 64, Hafnarfirði 3329,00 6945,00 1980,00 2747,00 SfS, Suðurlandsbraut 32, R. 3998,00 7119,00 1780,90 2487,00 Hæsta verð 3998,00 3912,00 7119,00 7551,00 2069,00 2757,66 1900.00 2487,00 - Lægsta verð 3871,00 3180,00 6624,00 6487,00 1797.00 2757,65 1780,85 2478,00 Mismunur á hæsta og lægsta verði % 3,3% 23,0% 7,5% 16,4% 15,1% 11,1% 6,69% 0.4% Hópurinn sem hélt til Noregs í knattspyrnuferð. MorguablaAiA/Kiri Sauðárkrókur: Ungir knatt- spyrnumenn til Noregs SauAárkróki, júlí. FYRIR skömmu lagöi upp héöan fríður flokkur ungra knattspyrnumanna og er feröinni heitið til Noregs. Þetta er 4. flokkur Umf. Tindastóls, skipaöur 14 leikmönnum. f Osló taka þeir þátt í mikilli al- ' þjóðlegri keppni drengja og stúlkna 11—16 ára, svokallaðri Norwey Cup-keppni. Þátttakendur eru frá öllum heimshornum, alls 24.600 aðB tölu, sem skiptast i 1.370 knatt- spyrnulið. Á þeirri viku er mótið stendur yfir verða leiknir 3 þúsund leikir. íslendingar munu ekki áður hafa tekið þátt í þessari keppni. Að vonum ríkti mikil eftirvænting og tilhlökkun hjá strákunum, sem eru 13—14 ára. Fylgja þeim góðar óskir bæjarbúa. Fararstjórar eru Matthí- as Viktorsson, félagsmálastjóri og Pálmi Sighvats, þjálfari liðsins. Kári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.