Morgunblaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984 25 Darid Hnme hversu guðdómleg sem hún virft- ist vera, má skilja og skýra án tilvisunar til einhvers höfundar eða skipuleggjara alls sem er. Líka má nefna að sama hug- myndin er höfuðatriði í fræðum annars vinar Humes en Rousse- aus. Sá var Adam Smith, faðir hagfræðinnar. Metnaður hans var að lýsa atvinnulifi og við- skiptalífi sem samkomulagi án samninga, skipulagi án skipu- leggjara, þar sem hver maður rækti ekki annað en eiginhags- muni sína. Og væri þá sem huldu- hönd leiddi samfélagið til al- mennrar hagsældar. V Eftir siðfræði Humes er mann- legt siðferði einvörðungu reist á tilfinningum okkar mannanna, og svo á mannasetningum til að hefta þær ef þörf krefur. Jafnvel hin fornhelga skynsemi heim- spekinganna fær naumast að koma við sögu: skynsemin er að- eins og á að vera, segir Hume, ambátt mannlegrar ástríðu. Og víkur nú sögunni að þekkingar- fræði Humes þar sem veraldar- hyggja hans birtist i gervi raun- hyggju sem svo er nefnd. Raunhyggja er sú skoðun að mannleg þekking sé og eigi að vera reist á reynslu manna einni saman, og þessa skoðun þáði Hume i arf frá þeim Locke og Berkeley þótt hann lagaði hana mjög í hendi sér. Eitt af þvi sem ber þekkingarfræði Humes og eldri raunhyggju á milli er ein- mitt hugmyndin um sjálfvirkar mannasetningar. Þessa hugmynd virðist til dæmis mega nota til að gera grein fyrir stærðfræðilegri vitneskju eins og þeirri að fimm sinnum sjö eru þrjátiu og fimm. Þá er kannski sagt að stærð- fræðileg sannindi velti öll á skilgreiningum hugtaka sem aft- ur séu ekki annað en samkomu- lagsatriði eða viðteknar venjur. Og Hume beitti þessari hugmynd sinni lika — eöa að minnsta kosti náskyldri hugmynd — i þeirri kenningu sinni sem hefur kannski verið áhrifamest og jafn- framt umdeildust þeirra allra. Sú er að orsakalög málið sé einungis reynsluatriði og ekki sannanlegt með neinum öðrum hætti en af reynslu manna. Og þá nauósyn sem okkur virðist flestum vera á þvi að allt sem gerist eigi sér orsök, reynir hann svo að skýra með tilvisun til viðtekinnar venju manna og annars ekki. Raunar segir sagan að Hume hafi átján ára fengið mikla vitr- un sem hafði dýpstu áhrif á hann. Þá var hann búinn að sannfæra sjálfan sig um meginatriði hinn- ar veraldlegu siðfræði sinnar — siðfræði tilfinningalífs og mannasetninga — og vitraðist nú það að mannleg hugsun og mannlegt siðferði væru um allt sem mestu skiptir á sama báti, með þeim afleiðingum meðal annarra að mannleg þekking geti ekki talizt vitund traustari en siðferðið. VI Áður er sagt að sumar kenn- ingar Humes séu alltof almennar nú á dögum. Þeim hefur líka mörgum verið hnekkt. Til að mynda hefur Willard Quine, sem er mestur amerískra heimspek- inga á 20stu öld, hnekkt öllum mannasetningakenningum um rökfræði og stærðfræði í eitt skipti fyrir öll, að minnsta kosti að því leyti er ég fæ séð. Greining Humes á orsakalögmálinu virðist mér líka, eins og allmörgum öðr- um, einkar tortryggileg, þótt vant sé að vita hvað setja skal í stað- inn. Sambærilegar veilur má svo finna í siðfræðinni; Páll S. Árdal leiðir sumar þeirra í ljós í Siðferði og mannlegu eðli. í Ijósi þessa verður kannski enginn hissa á því að Ludwig Wittgenstein, sem er mestur allra heimspekinga á 20stu öld, sagðist ekki geta lesið staf eftir Hume því að hann yrði alltaf svo vondur yfir vitleysun- um. Helgi Hálfdanarson hatar Bach, og það er af því hvað þeir eru líkir. Því hefur verið haldið fram að sömu sögu sé að segja af þeim Hume og Wittgenstein. Ég held raunar að við sem leggjum stund á heimspeki á síðari hluta 20stu aldar líkjumst honum öll, eða ættum að líkjast. Ástæðan er ósköp einföld. Það var Hume sem fyrstur spurði margra mestu spurninga heimspekinnar á okkar dögum, og einkum þó spurningarinnar um stöðu mannsins í náttúrunni: / náttúr- unni en ekki utan hennar eða yfir henni. Sá sem spyr ræður oft miklu um svörin; I heimspeki ræður hann einatt mestu um þau. Við þetta veldi Humes bætast svo töfrar hans. Þar munar kannski mest um að hann kýs sér þann kost að lyktum, sem virðist mannlegastur þeirra sem bjóðast á mörkum mannlegrar reynslu og mannlegrar þekkingar: væga ör- væntingu með brosi á vör. Þorsteinn Gylfaaon er dósenl f beimspeki rið Háskóla íslands. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Punktar um fiskveiðar í Asíulöndum: Sjómenn eru annars flokks þegn- ar og illa borgaðir - í fæstum lönd- um er rekinn skipulagður útvegur UM LEIÐ og umræður um fæðuöflun, nýtingu auðlinda til lands og sjávar, hungursneyð og misskiptingu gæða, hafa aukizt, hafa ýmsir for- vígismenn Asíu — fjölmennustu álfunnar — farið að íhuga, hver sé staða fiskveiða í löndum þeirra. Á ýmsum miðum undan Asíu eru fengsæl flskimið, sem fram að þessu hafa hvorki verið rannsökuð vísindalega, né heldur stundaðar þar veiðar nema heldur handahófskenndar. Bátafloti Asíuríkja, að fáum undanskildum, er frumstæður, sjómenn eru annars flokks þegnar og búa við bág kjör. Tímaritið Far Eastern Economic Rewiew, sem er eitt virtasta rit Asíu, hefur nýverið gert úttekt á stöðu flskveiða í Asíu og komizt að þessari niðurstöðu sem að ofan getur. allra þjóða og stunda fiskveiðar, þótt við frumstæðan aðbúnað sé og flytja út fisk til annarra þjóða — að samtíma þessu skuli meirihluti þjóðarinnar vera van- nærður. Ýmsir hafa á orði að lönd í þessum heimshluta flytji í sumum tilfellum út fisk, í stað þess að setja hann á innan- landsmarkað. Og í stað þess að Að vísu skal það tekið fram að staða fiskveiða svo og skipulagning er mjög breytileg frá einu landi til annars og virð- ist þar umfram allt ráða vilji og hæfni stjórnvalda til að móta markvissa fiskveiðistefnu og fjármagn til að setja í þróun fiskveiða í Asíulöndum. Lang- flest lönd i Asíu sem sjósókn stunda í einhverjum mæli, búa engu að síður við bágust kjörin og stundum „undir fátækra- markinu". Stjórnvöld í flestum ríkjanna láta þessa iðngrein lönd og leið og hafa verið ófáan- leg og áhugalaus um að gera nokkrar breytingar sem gætu breytt núverandi ástandi, þó svo að í fljótu bragði ætti að liggja í augum uppi nauðsyn á sam- ræmdum og vísindalegum að- gerðum. Eftir því sem fram kemur í Far Eastern Economic Review eru mjög fáir fiskistofnar í hættu vegna ofveiði á miðum Asíulanda — enda væri það harla kyndugt þar sem sóknin er í lágmarki víðast hvar. Því er það ekki verndunarsjónarmiðið sem hefur valdið þessum doða stjórnvalda, öllu framar skeyt- ingarleysi og ein ástæðan kann að vera að dómi blaðsins, að stjórnarfar í mörgum þessara ríkja er á þann veg að stjórnvöld eru ekki föst í sessi og búa við stöðuga áreitni andstöðuhópa og kraftarnir fara i að halda völd- um og síöur skeytt um að móta nýjar atvinnugreinar né bæta hag þegnanna, nema i tak- mörkuðum mæli. Þrjú lönd, Singapore, Filipps- eyjar og Indland, eru dæmi um það að fiskveiðibæir hafa verið rifnir niður og veiðar aflagðar, til að koma fyrir í einu tilvika flugvelli, i öðru íbúðarhverfi og aðstöðu fyrir ferðamenn. I Malaysíu þar sem stuðningur stjórnvalda við fiskveiðar i strandhéruðunum er drýgri en viðast hvar, búa þó sjómenn við verstu kjör allra landsmanna — en almennt eru lifskjör í Mala- ysiu með þvi þokkalegra sem gerist i Suðaustur-Asíu. Stefna Afli á Kyrrahafsmiðum Asíu. II 1977 1978 1979 1980 1981 1982’ 1981-82 (% change) samulx í beimi 66,164 70,544 71,253 71,065 74,499 74,835 + 0.5 Asáa 19,025 18,891 18,492 18.667 19.724 19.755 + 0 2 Bangladesh 835 640 646 646t 687 691 + 0 6 Brunei 2 3 3 3t 3t 3t — Burma 519 541 565 565t 595 584 -17 China 4,463 4,394 4,054 4,135 4,377t 4,377t Hongkong 158 162 190 195 175 172 -15 India 2,312 2,306 2,343 2,305 2,415 2,400 -0 6 Indonesia 1,568 1,642 1,766 1,853 1,863 1.957 + 5 0 Japan 10,123 10.184 9,966 10,398 10,657 10,657t • —- North Korea 1,190 1,260 1,330 l,330t 1,500t 1,550t +3 3 South Korea 2,085 2,092 2,162 2,091 2,366 2.281 -3.6 Malaysia 619 685 696 737 764 679 -11.2 Maldives 26 26 28 34 35 35t —- Pakistan 270 293 300 300 318 300 -5 6 Philippines 1,509 1.495 1.475 1,557 1,687 1,781 + 5 6 Singapore Sri Lanka 15 16 17 17t 16 16t — 139 157 166 186 207 211 + 2.2 Thailand 2.188 2.095 1,716 1,650 1,650 1,650t — Others 1,127 1,084 1,035 1,063 1,068 1,068 — Oceania 66 106 98 96 117 117 — Australia 128 123 127 120 130 161 + 23 9 Cook lslands It 1 1 lt lt It — Fiji 8 9 20 19 24 24t — New Zealand 83 100 110 117 108 112 + 3 4 Papua New Guinea 26 53 30 30t 27 27t — Samoa 1 1 1 lt 3 3t — Solomon Islands 16 21 28 28t 27 27t — Tonga 1 1 2 2t 2t 2t — Others 13 20 16 15 32 32 Aætlað + upplýs. FAO Heimild FAO ríkisstjórnarinnar í þróun fisk- veiða hefur verið gagnrýnd á þeim forsendum, að það hrökkvi ekki nema skammt að setja pen- inga i atvinnugrein, ef ekki er fylgt eftir hvernig fjármagnið skiptist og ekkert er gert til að bæta tækni og aðbúnað sjó- manna. 1 Indlandi virftist engin skipu- leg fiskveiðistefna hafa verið mótuð og er það hörmulegra en tárum taki, vegna þess matar- skorts sem herjar á Indland og hefur gert svo áratugum skiptir. Væri söðlað yfir og þessi mál tekin föstum tökum af indversku stjórninni, er ekki nokkur vafi á því að bæta mætti ástandið i Indlandi á tiltölulega fáum ár- um. En ekki nóg með að ind- verska stjórnin sé skeytingar- laus hvað varðar eigin veiðar Indverja, heldur lætur hún einn- fg óátalið að erlend fiskiskip veiði í lögsögu landsins. Sú veiði er siðan flutt burt af svæðinu og til heimalands viðkomandi skipa og kemur Indverjum á engan hátt til góða. Það er kaldhæðni sem felst í því að samtímis því að Indverjar veiða mest af rækju kaupa fyrir hann næringarrikar fæðutegundir eru fluttur inn lúxus- og óþarfavarningur hinn mesti. Bent er á að sú spilling sem ríði húsum í mörgum þess- ara landa sé einn orsakavaldur- inn hvernig komið er. Um Japan þarf náttúrulega ekki að hafa mörg orð, þar sem Japanir veiða um 15% af öllum sjávarafurðum i heiminum og sömuieiðis flytja Japanir inn mest af netum og veiðarfærum allra þjóða, í langmestum mæli keypt af rikjum i Suftaustur- Asíu. Fiskveiðifloti Japana er svo auðvitað í samræmi við ann- að hjá þessari háþróuðu tækni- væddu þjóð, enda hefur sjávar- útvegur annað gildi þar í landi en flestum hinna Asíulandanna. í Far Eastern Economic Re- view segir að flestar Asíuþjóðir séu nú farnar að íhuga i meiri alvöru en nokkurn tima áður að bæta stöðu sína hvað varðar sjó- sókn og fiskveiðar. Eins og al- kunna er hafa mörg þessara landa notið aðstoðar við fisk- veiðar frá sérfræðingum erlend- is frá með milligöngu Samein uðu þjóðanna. En meðan at- vinnugreinin nýtur ekki virft- ingar eða sjómenn verðugra launa, stefnan er reikul og fjár- magn ekki lagt i vísindalegar rannsóknir og uppbyggingu, breytist lítið til batnaðar. Áróð- ur ýmissa sérfræðinga SÞ hefur þótt haft sitt að segja svo og að ríkisstjórnirnar eru sumar að átta sig á hversu mikilvægt kynni að vera að efla sjávarút- veginn, segir Far Eastern Econ omic Review. Því gæti svo farið að sjávarútvegur í Asíu yrfti haf- inn til þess vegs sem hann verð- skuldar og gæti jafnframt orðið milljónum manna björg á bágum tímum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.