Morgunblaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984 33 Mótettukór Hallgrfmskirkju: í Kristskirkju í kvöld — til Þýskalands á laugardaginn Mótettukór Hallgrímskirkju býður til tónleika í Kristskirkju í Landakoti miðvikudaginn 15. ág- úst og hefjast þeir klukkan 20.30. Tilefni þessara sumartónleika er ferð kórsins til Þýskalands dagana 18. ágúst til 2. september og eru þeir lokaáfangi í undirbúningi ferðarinnar. Hörður Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju, er stjórnandi kórsins og var hann spurður um tilefni Þýskalands- ferðarinnar: — Eftir að ég kom heim frá námi í Dusseldorf hefur sú hug- mynd blundað með mér að gaman væri að heimsækja þessar slóðir þegar ég væri kominn með svo góðan kór að ég treysti honum til þess. Stafar það ekki síst af því að ég var sjálfur stjórnandi kórs þar úti eitt ár eftir námið. Það má kannski segja að við förum þessa ferð fyrr en eðlilegt má teljast þar sem kórinn er ekki nema tveggja ára gamall, en öðrum þræði er lagt útí þetta núna til að viðhalda kynnum við vini og kunningja sem eiga gott með að taka á móti svona hóp. Það sem ýtti okkur svo endan- lega út í þetta var boð íslendinga- félagsins í Dortmund. Inga Rós Ingólfsdóttir, konan mín, og ég vorum þar í hljómleikaferð í apríl 1983 og þegar þeir spurðu hvenær við kæmum aftur spurði ég hvort ég ætti ekki bara að koma með kórinn. Það varð úr um leið og Islendingafélagið var formlega stofnað á liðnu hausti að kórinn var beðinn að koma og taka þátt í Islandsviku nú í ágúst og er þetta fyrsta tiltæki þessa nýstofnaða ís- lendingafélags. Auk þessa félags hafa starfsbræður mínir í Duss- eldorf og Margrét Bóasdóttir, sem búsett er f Heidelberg, aðstoðað við að skipuleggja og undirbúa liðs við okkur. Hann mun leika þar Chaconnu Páls Isólfssonar og frumflutt verður verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem hann kallar kirkjusónötu. Hún er samin fyrir basetthorn, selló og orgel og eru flytjendur Kjartan Óskarsson og Inga Rós Ingólfsdóttir ásamt mér. Sérstakir kammertónleikar verða síðan í Dortmund. Þar flyt- ur Margrét Bóasdóttir íslensk sönglög, Hrefna Eggertsdóttir, Inga Rós og Kjartan flytja klarin- ettutríó eftir Brahms, þjóðlög í út- setningu Hafliða Hallgrímssonar og sónötu eftir Jón Þórarinsson. Heimsókn á Bach-námskeið Hörður Áskelsson upplýsti að fyrstu dagana hefði kórinn aðset- ur í Heidelberg og 19. ágúst verða fyrstu tónleikarnir í Speyer. Dag- inn eftir heimsækir kórinn Bach- -námskeið í Stuttgart, en því stjórnar Helmut Rilling, kunnur Bach-stjórnandi. Á þessum árlegu námskeiðum eru æfðar nokkrar kantötur, stjómendur, einleikarar og einsöngvarar njóta tilsagnar valinkur.nra leiðbeinenda og vinna að einni kantötu í dag sem þeir flytja ásamt atvinnukór á tónleik- um að kvöldi. Sagði Hörður það fróðlegt að geta litið við á nám- skeiði sem þessu, en hann tók þátt í stjórnendakennslunni þar á sl. sumri. Síðan eru tónleikar í Werdohl í Sauerland og í Kamen. I Dort- mund gistir kórinn hjá íslandsvin- um og Bach-kórnum í borginni. Þar syngur kórinn við opnun ís- landsvikunnar og síðan á sérstök- um hátíðartónleikum. Meðal ann- arra atriða á íslandsvikunni má nefna ræðu dr. Gylfa Þ. Gíslason- ar og fjallað verður um islenskan Mótettukór Hallgrímskirkju á æfingu í Kristskirkju ferðina, en alls verða tónleikarnir átta á 14 dögum. * Islensk og er- lend tónverk Ljóam. ól.K.M. Hvaða tónlist á að bjóða Þjóðverj- um að hlýða á? — Við erum eiginlega með tvær efnisskrár og notum eins konar blöndu úr þeim á hverjum tónleik- um. Af erlendri tónlist má nefna mótettur frá ýmsum tímum eftir Bruckner, Britten, Duruflé, Poul- enc, Mendelssohn og Bach, en eftir hann syngjum við Jesu, meine Freude, sömu mótettu og við flutt- um á íslensku á tónleikum í Kristskirkju nú í vor. íslensk tón- list er m.a. sálmalög og útsetn- ingar við texta Hailgríms Péturs- sonar. Einnig verður flutt verk sem ég samdi fyrir nokkru við 84. Davíðssálm fyrir kór og einsöngs- rödd. Margrét Bóasdóttir sópran- söngkona fer með einsöngshlut- verkið en hún verður með okkur í ferðinni. En auk kórsins höfum við aðra tónlistarmenn með í för, því bæði eru atvinnutónlistarmenn í kórn- um og fleiri slógust í hópinn. í Neanderkirkjunni í Dússeldorf göngum við inn í röð orgeltónleika sem þar eru i sumar þar sem Martein H. Friðriksson kemur til á íslandi. Einnig má nefna að við teljum okkur geta unnið landinu gagn ef vel tekst til. En er það ekkert bíræfið að syngja Jesu meine Freude á þýsku fyrir Þjóðverja og aðra kirkjutónlist sem þeir þekkja út og inn? — Vissulega má telja þetta nokkra ögrun, því efnisskráin er mikið byggð á mótettum, sem hliðstæðir erlendir kórar hafa til meðferðar. Það er kannski rangt metið, en þetta er að nokkru leyti gert til að læra af því, meta hvar við stöndum og til að fá ábend- ingar um hvort og hvar við getum bætt okkur til að ná meiri árangri. Og hvað úr efnisskránni verður flutt á tónleikunum í Kristskirkju? — Við munum flytja mótettur eftir Duruflé, Mendelssohn, Hassler, Scarlatti, Bruckner og Britten. Meðal íslenskra verka eru sálmalög, Kvöldbænir eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Sálmur 84, verkið sem ég samdi fyrir nokkru. Að lokum má taka fram að tón- leikar Mótettukórs Hallgríms- kirkju hefjast klukkan 20.30 í Kristskirkju. Það er ekki nóg að æfa tónlistina — vissara er að vera sómasamlega til fara og hér eru nokkrar kvennanna við saumaskapinn. (Karlarnir notuðu hins vegar herrabúðirnar.) skáldskap, auk sýninga o.fl. í Dortmund verða einnig kammer- tónleikarnir sem áður var minnst á en síðan er haldið til Dússeldorf og gist þar síðustu 6 dagana. Þar verða tvennir tónleikar og einn daginn verður sungið í St. Ap- osteln-basilikunni í Köln. Stolt eða minni- máttarkennd En næst er Hörður spurður af hverju farið er út í svona ferð: — Það er tvímælalaust mikils virði fyrir kórinn sem hljóðfæri að taka þátt í ferð sem þessari og öðlast þá reynslu að koma fram á svo mörgum tónleikum við mis- jafnar aðstæður. Félagslega er þetta einnig mikilvægt og þegar kórfélagar hafa sameinast í þessu mikla átaki er enginn vafi á að fram kemur samstæður kór sem hefur alla burði til að geta verið góður, þegar þessari persónulegu og félagslegu samstillingu hefur verið náð. Auðvitað er líka í þessu eitt- hvert stolt okkar — eða kannski minnimáttarkennd — það hefur alltaf þótt eftirsóknarvert að öðl- ast viðurkenningu erlendis og mér er það auðvitað metnaður að geta sýnt gömlum starfsbræðrum þarna úti hvers við erum megnug eftir að við fengum fflltD geislaofninn frá. RÖNNING segja hjónin Guðmundur Einarsson, rafvirki og Ólöf Sigurðardóttir, húsmóðir, sem hafa Frico geislaofninn í garðhúsinu sínu í Garðabæ. Þau kveikja iðulega á Frico geislaofninum þegar setið er meðal blómanna, enda kostar slíkur ylur ekki nema ca. kr. 20.00 í heila fjóra tíma. Frico geislaofninn er tilvalinn vermir á svalir, útiverustaði og garðhús þegar svalt er í veðri góðviðrisdögum á íslandi. LENGJUM SUMARIÐ MEÐ fflltD GEISLAOFNI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.