Morgunblaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984 47 Frá Ólympíuleikunum: Islendingarnir stóðu sig með sóma — eftir Þórarinn Ragnarsson ÍSLENSKA Ótympíunefndin sendi stóran hóp œskufólks á leikana hér í Los Angeles. Oft hafa raddir verió uppi um þaö aö ekki eigi aö senda stóran hóp fólks á leikana, heldur ein- göngu þá sem eiga þaö fyllilega skíliö. En hverjir eiga skiliö aö fara? Hverjir eiga aö sitja eftir heima? Án nokkurs vafa á aó senda hóp œskufólks á Ólymp- íuleika sé þess nokkur kostur. íslenskt íþróttafólk hefur lagt hart að sér viö æfingar og keppni um margra ára skeið og þaö, eins og íþróttafólk annarra þjóöa, stefnir aö því ótrautt aö komast á hina stóru, miklu íþróttahátíö sem Ólympíuleikar eru, og þaö hlýtur aö virka sem hvati á fþróttafólklö, aö vita aö möguleiki er fyrir hendi aö kom- ast á slíka leika. Ef viö iítum á einkunnarorö Ólympíuleikanna þá segir: Á Ólympíuleikum er sigur ekki allt- af þaö mikilvægasta, heldur eins þátttakan, eins og sigurinn er í sjálfu sér ekki þaö mikilvægasta i lífinu heldur baráttan fyrir hon- um. Þaö mikilvægasta er ekki aö hafa sigraö heldur aö hafa staöiö sig vel. Þaö er mikilvægt fyrir íþróttafólk aö fá tækifæri til aö fara á Ólympíuleikana og berjast þar drengilegri keppni viö iþróttafólk annarra þjóöa. Þá er þaö líka sómi fyrir island aö geta sent frá sér hóp íþróttafólks eins og þaó geröi á Ólympíuleikana, fólk sem kom og stóö sig meö mjög miklum sóma. Á Ólympíuleikunum sem var aö Ijúka stóö íslenska íþrótta- fólkiö sig meö afbrigöum vel. Þaö er mikiö afrek, fyrir ekki stærri þjóö en island, aö eignast verölaunahafa á Ólympíuleikum, og margar þjóöir sem senda stærri hóp íþróttafólks mega sætta sig viö aö vinna ekki til neinna verölauna. Bjarni Friö- riksson júdómaöur vann þaö frækilega afrek aö vinna til bronzverölauna í sínum flokki og lagöi aö velli frækna júdómenn. Einar Viihjálmsson varö í 6. sæti í spjótkastskeppninni — glæsi- legt afrek, og íslenska landsliöiö í handknattleik náöi 6. sæti — geröi jafntefli viö landsliö Júgó- slava sem síöan fór heim meö Ólympíugullverölaunin, og ís- lenska liöið tryggöi sér rétt til þess aö taka þátt í A-heims- meistarakeppninni í Sviss 1986 og leika um sæti meöal bestu handknattleiksþjóöa heims. Sundfólkiö setti mörg ís- landsmet á leikunum og stóö sig þar af leiöandi betur en þaö haföi gert áöur. Aö vísu náöi sumt frjáls- íþróttafólkið ekki sínum besta árangri á þessum leikum og má segja aö þaö hafi valdiö nokkrum vonbrigöum. En hópurinn í heild stóö sig mjög vel og var sjálfum sér og landi sínu til mikils sóma. Ólympíuleikar veröa íþrótta- fólki alltaf minnisstæöir og þaö er stórt og mikið tækifæri sem íþróttafólkiö fær þegar þaö er sent á slíka leika. Þaö keppir viö íþróttafólk frá mörgum þjóöum án tillits til félagslegrar aöstööu, litarháttar eöa trúarskoöana, og víst er aö Ólympíuleikar eru einn af fáum vettvöngum heimsins í dag sem færir æskufólk alls heimsins saman á einn staö í friöi og þar sem fólk nýtur drengilegr- ar baráttu i drengilegum leik. Vonandi veröur um langa framtiö möguleiki á því aö senda keppendur frá islandi á slíka leika. Þórarinn Ragnarsson er einn af íþróttafréttariturum Morg- unblaðsins. Morgunblaðiö/Arnl Sæberg • Bjarni Friðriksson, hetja fslands á Ólympíuleikunum, hampar bronzverðlaunum sínum við komuna til Keflavíkur ( gærmorgun. Með honum é myndinni er frú Ragnhildur Helgadóttir, mennta- málaráöherra. Kristinn skor- aði tvívegis — er Njarðvíkingar lögðu Einherja UMFN — Einherji 3:0 NJARÐVÍKINGAR sigruðu Ein- herja 3:0 í 2. deildinni ( knatt- spyrnu á Njarðvíkurvelii ( g»r- kvöldi. Staöan í hálfleik var 2:0. Njarövíkingar byrjuöu af miklum krafti og héldu uppi miklum hraöa í leiknum, og á 9. mín. skoraöi Kristinn Guðbjartsson. Hann fékk góöa sendingu frá Jóni Halldórs- syni sem haföi leikiö á tvo Einherja og upp undir endamörk og gefiö vel fyrlr — Kristinn skoraöi meö föstu skoti rétt utan markteigs. Kristinn skoraöi aftur á 21. mín. meö skalla eftir hornspyrnu. Undir lok hálfleiksins jafnaöist leikurinn nokkuö — en í síöari hálfleik skipt- ust liöin á aö sækja en sóknarlotur Njarövíkinga voru mun hættulegri. Þeir áttu ótal tækifæri til aö skora og voru miklir klaufar aö skora ekki nema einu sinni í siöari hálf- leik. Á 78. mín. skoraöi Jón Hall- dórsson þriðja mark UMFN með góöu skoti skammt utan mark- teigshorns. Sigur Njarövíkinga heföi átt aö geta orðið mun stærri — eins og áöur sagöi fengu þeir mörg mark- tækifæri og geta aöeins sjálfum sér um kennt aö vinna ekki stærra. Páll Björnsson, Einherji, fékk gult spjald í leiknum — svo og Freyr Sverrisson, Njarövík. Dómari var Eyjólfur Ólafsson og dæmdi hann mjög vel. Guömundur Sighvatsson og Jón Halldórsson voru bestu menn UMFN en hjá • Jón Halldórsson. Einherja var markvöröurinn, Hreiö- ar Sigtryggsson, langbestur. — ÓT. Golfnámskeið ffyrir byrjendur GOLFNÁMSKEIÐ á vegum GR hefjast aftur næstkomandi mánu- dag á Grafarholtsvelli, en á þeim námskeiðum sem haldin voru ( júli var allt yfirfullt og því var ákveðið að halda önnur núna. Kennari á þessu móti veröur John Drummond og leiðbeinandi um golfreglur og golfsiöi veröur Þor- steinn Svörfuður Stefánsson. Kennt veröur þrisvar í viku, eina klukkustund í senn, í um tíu manna hópum. Uppiýsingar og skráning þátt- takenda fer fram i símum 82825 og 84735. Sýning/Fjölskykluhátíð Hefst í Laugardalshöll eftir DAGA Fullbúið hús í höllinni Stórt Tívolí - Lego ævintýraland Skemmtikraftar — Dirfskuatriði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.