Morgunblaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984 Athugasemd við afmælisgrein — eftir Hauk Eggertsson Það er rík hefð hér á landi, að góðra manna er getið á opinberum vettvangi, þegar merkis tímamót eru í lífi þeirra, eða er þeir hverfa frá þessu jarðlífi. Undantekn- ingarlaust eru siík tækifæri notuð til að draga fram ágæti þess, sem um er fjallað, afreka hans eða hennar og þá uppruna og ættar- tengsl. Ekki er nema gott um þetta að segja, þó fyrir komi, að nokkurs oflofs kunni að gæta. Annar er yfirleitt ekki boðskapur þess, sem frá sér er látið í slíku tilefni, og er það oftast í formi greina í dagbiöðunum. Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl. ritar afmælisgrein um vin sinn, Odd Sigurðsson, Flókagötu 69, í tilefni sjötugs afmæiis hans 1. ágúst sl. Birtist hún í Morgun- blaðinu þann sama dag. Honum verður á að bregða út af hinni gullnu regiu, að svo skuli einn lofa, að á annan verði ekki hallað, eða þótt ekki sé meira sagt, en að sú glansmynd, sem upp er dregin, sé gerð án þess að kasta rýrð á annan. Og þar sem réttu máli er hailað gagnvart mér, get ég ekki látið hjá líða að gera við það at- hugasemd. Guðmundur segir: „Árið 1958 réðst hann (Oddur) í að setja á stofn fyrirtækið Plastprent hf. í bílskúrnum heima hjá sér. Var þetta algjört brautryðjendastarf, ný framleiðsla sem ekki þekktist hérlendis. Framleiddi hann poka af ýmsum gerðum úr plasti. Þetta framtak hans ...“ Og svo áfram: „Eftir sex ár kom til starfa í fyrir- tækinu Haukur Eggertsson. Upp úr samstarfi Odds og Hauks slitn- aði 1973 og eftir að gengið hafði verið frá skiptuin þeirra á milli, sem fólu í sér að Haukur hélt fyrirtækinu, hófst Oddur handa um að stofna nýtt fyrirtæki í sömu grein." Og enn: „Við blasti algjört hrun alls þess sem Oddur hafði byggt upp og barist við að halda lífi í og efla.“ Og enn áfram: „er allt var um garð gengið og Oddur leit yfir vígvöllinn reyndi hann strax að finna eitthvað já- kvætt út úr þessu." Þetta er ægileg saga í afmælis- grein, enda hafa margir spurt mig, hvort það sé virkilega satt, að Oddur Sigurðsson einn hafi stofn- að Plastprent, og hvernig ég hafi svo getað náð fyrirtækinu af hon- um. Og Guðmundur Ingvi segir líka: „Oddur rekur og annað fyrir- tæki, Etnu hf., sem framleiðir flöskutappa." Nú neyðist ég til að segja sög- una, og mun vísvitandi ekki halla réttu máli: Það mun hafa verið ár- ið 1955, að við Oddur hófum sam- starf. Við vorum góðir kunningjar fyrir og treystum hvor öðrum. Ég var lítilsháttar byrjaður á inn- Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Hinir dauðu eru nöfn orti finnska skáldið Pentti Saarikoski eitt sinn. Ár er nú liðið frá því hann lést. Síðasta bók hans, Hamáran tanssit, er þriðji hluti svokallaðra Tjarnarljóða og er nú komin út í sænskri þýðingu ekkju skáldsins, Mia Berner, en að þýðingunni átti skáldið líka hlut. Bókinni lauk Saarikoski í desember 1982. Á sænsku nefnist hún Den dunkles danser, útg. Bonniers. Allt bendir tii þess að nafn Penti Saarikoskis muni lengi í minnum haft. Og hann verður ekki bara nafn því að ljóð hans flutningi, sérstakiega á sviði hluta í útvarpsviðtæki, og ætlaði mér f framleiðsiu á þeim vettvangi. Oddur var þá starfsmaður Elding Trading Company. Hann vekur máls á því við mig, hvort við ætt- um ekki að starfa saman að inn- flutningi. Það yrði að vera á mínu nafni, því að hann gat ekki staðið að því beint sjálfur, þar sem hann var í ábyrgðarstöðu hjá öðru fyrirtæki. Þetta var samþykkt af mér, þótt mér eins og honum fynd- ist það ekki alveg „fair“ gagnvart Elding Trading. Þróaðist þetta með ágætum, þótt í litlum mæli væri. Skömmu síðar spyr Oddur mig svo að því, hvort ég fengist ekki til að taka að mér að reka fyrirtækið Kötlu hf., sem hann og fleiri höfðu stofnað. Svo ræðst, að ég geri þetta, en með því skilyrði við alla eigendur, að við Oddur getum í einhverjum mæli haldið áfram okkar sameiginlega rekstri. Árið 1956 kemur svo upp hug- myndin um framleiðslu á plast- pokum. Vél var keypt og fram- ieiðsla hafin haustið 1957. Sam- eignarfyrirtæki undir nafninu Plastprent var svo skrásett 11. maí 1958 með jafnri aðild okkar beggja. Birtist tilkynning um það í Lögbirtingablaðinu 24. mai sama ár, svohljóðandi: „Við undirritaðir, Oddur Sig- urðsson, Flókagötu 69, Rvík, og Haukur Eggertsson, Barmahlíð 54, Rvík, rekum með ótakmarkaðri ábyrgð sameignarfélag undir nafninu Plastprent sf. Tilgangur félagsins er framleiðsla og prent- un á plastpoka og aðrar umbúðir auk hvers konar annarrar prent- unar. Einnig innflutnings- og heildverslun. Fyrirtækið ritum við hvor í sínu lagi þannig: Plastprent sf., Oddur Sigurðsson. Plastprent sf., Haukur Eggertsson, Reykjavík, 11. maí 1958. Oddur Sigurðsson, Haukur Eggertsson." í lok ársins 1965 var svo fyrir- tækinu breytt í hlutafélag, sbr. Lögbirtingabl. 31. des. 1965, með jafnri aðild beggja. Stjórn félags- ins var þá skipuð: Oddur Sigurðs- son, formaður, Haukur Eggerts- son og Lára Böðvarsdóttir, meðstj. Varastjórn: Guðfinna S. Björns- dóttir og Eggert Hauksson. Óbreytt var með rétt beggja, Odds og mín, að skuldbinda félagið. Samvinna okkar Odds var með ágætum, enda dafnaði fyrirtækið vel. Svo tilkynnir Oddur mér 2. febr. 1973, í viðurvist Sigurðar sonar síns og Eggerts sonar mins, að hann hafi ákveðið 6. jan. sl. (1973) að slíta öllum félagsskap við mig. Hans orð voru, að vegna breytta viðhorfs sín og sinnar fjöl- skyldu gagnvart mér og minni fjöl- skyldu, hefði hann ákveðið að slíta munu að öllum líkindum lifa. Fyrrnefnd Tjarnarljóð eru að vísu misjöfn að gæðum, en i heild sinni eru þau með þvi merkara sem eftir Saarikoski liggur. Fyrri bókanna hefur áður verið getið hér í blað- inu, en þær nefnast í sænskri þýð- ingu Dansgolvet pá berget og Spela upp til dans. Það sem einkennir Tjarnarljóð- in og reyndar fiest ljóð skáldsins er eins konar sambland af hvers- dagslegu tali, ljóðrænu og póli- tískum og heimspekilegum þönk- um. Saarikoski tileinkaði sér snemma opinn ljóðstíl, hann sagði frá og lýsti í staðinn fyrir að sýna. Ljóðin fjalla oftast um skáldið sjálft, umhverfi þess og vini. í Den dunkies danser stendur: Vissi ég ekki að ég bý í húsinu þarna hefði ég ímyndað mér / að þar byggi Haukur Eggertsson „Og hvers vegna þarf Guðmundur Ingvi að fara að gerast „hælbít- ur“ á mig? Mér vitan- lega er engin óvinátta á milli okkar.“ samstarfi. Hann sagðist vera búinn að ræða þetta við endurskoðanda fyrirtækisins og einnig lögfræð- ing, og allt væri i lagi. Kom með lista yfir vélar og tæki og sagði, að svona gætum við skipt þessu upp. Ég hafnaði þessum skiptum, það væri til þess að eyðileggja fyrir- tækið. Vélakostur er þannig upp- byggður, að ein véi tekur við af annarri, og að þá slitnaði hin eðli- lega framleiðslukeðja. Miklu skynsamlegra væri, að annar hvor keypti hlut hins. Við það var ekki komandi í fyrstu en svo kom fram tilboð um að selja mér hlut Odds, en verðið var svo fráleitt, að ég sagði strax, að hann gæti fengið minn á því verði. Það var ekki þeg- ið. Þá kom fram annað tilboð, en það fór á sömu leið. Loksins, eftir nær heils árs þjark keypti ég svo hlut Odds. Hann þvemeitaði að kaupa minn. Frá málum var geng- ið 12. jan. 1974 og samskiptum þá að fullu slitið. Megingreiðsla mín til Odds var húseign, er Plastprent átti, og svo hlutabréf mín í Etnu hf., sem við stofnuðum með öðrum árið 1960, og rákum sameiginlega. Oddur hafði þrjá lögfræðinga sér til halds og trausts i máli þessu, þá Guðmund Ingva Sigurðsson, hrl., Sveinbjörn Jónsson, hrl., og Svein Finnsson, hdl. Ég og mfn fjölskylda naut aðeins stuðnings Harðar E inarssonar, hrl., er formlega var gengið frá málum. Trúi því svo hver sem vili, að á Odd hafi verið hallað, þótt Guð- mundur Ingvi láti að þvi liggja. Pentti Saarikoski hamingjusamt fólk. Skáldið mat- reiðir sveppastöppu og rifjar upp fyrir sér að áður hafi verið mannmargt í húsinu, en nú sé fámennt og þá er eins og alit sé Guðmundur Ingvi minnist á í grein sinni, að Oddur Sigurðsson reki einnig annað fyrirtæki, Etnu hf. Hvað Etnu hf. varðar, þá átti Kristján heitinn Jóhann í Kassa- gerðinni hugmyndina um fram- leiðslu á flöskuhettum. Hann ræddi þetta við mig og vildi, að við stofnuðum fyrirtæki í þeim til- gangi. Það stóð ekki á mér, en ég vildi, að félagi minn, Oddur Sig- urðsson, yrði þar jafn aðili okkur. Það var auðfengið, enda Kristján ekki maður baktjaldamakks. Við stofnuðum því Etnu hf. ásamt Hjalta Bjarnfinnssyni, svila mín- um, en hann var þar verksmiðju- stjóri frá upphafi til hinsta dags. Lést 31. maí sl. Þetta er ekkert skemmtileg upp- talning, né tilefni hennar. Eg vildi, að mál hefðu þróast þannig, að ég hefði getað sent mínum gamla vini, Oddi Sigurðssyni, kveðju í tilefni afmælis hans. Ég hefði getað sagt margt gott um hann án þess að sniðganga sann- leikann, enda væri það hvorugum okkar til sóma. Ég hefði reynt að hafa þá kveðju í anda vísu, sem ég lærði, þegar ég var strákur. Hún mun vera upp runnin á heimaslóð- um Guðmundar Ingva, Eyjafirðin- um. Er hún svona, eftir minni: Dóma grundar, hvergi hann hallar réttu máli. Sóma stundar, aldrei ann örgu pretta táli. En þegar ég las afmæiisgrein Guðmundar Ingva, kom mér önn- ur vísa í hug, einnig af sömu slóð- um. Það skal þó tekið fram, að það hvarflar ekki að mér að heimfæra hana alfarið upp á jafn ágætan mann og Guðmund, þótt honum geti og hafi orðið á að halla réttu máli: Táli pretta örgu ann, aldrei stundar sóma. Máli réttu hallar hann, hvergi grundar dóma. Nú skal gera bragarbót; sýna fram á, að Guðmundur Ingvi getur líka sagt satt f máli þessu. Hann skrifaði Herði Einarssyni bréf dags. 2. jan. 1974; þar segir hann: „Plastprent hf. er skráð í Reykja- vík 16. des. 1965 (var þá breytt í hlutafélag HE) og Plastpokar hf. 4. febrúar 1966. Hluthafar eru Oddur Sigurðsson og Haukur Egg- ertsson og fjölskyldur þeirra. Hlutabréfaeignin er hnffjöfn milli fjölskyldnanna. Samvinna þeirra Odds og Hauks, sem báðir hafa stjórnað fyrirtækjunum frá upp- hafi, gekk vel fyrstu árin, en þar kom, að það kólnaði með þeim og upp úr slitnaði veturinn 1972—1973.“ Þessi frásögn er rétt, að öðru leyti en því, að reynt er að þröngt: En ekki var þetta lifandi fólk / heldur dáið fyrir iöngu, það sem ég talaði við / og ekki var það dauðinn sem aðskildi okkur heldur lífið sem skildi mig frá því. Den dunkles danser er fyrst og fremst bók um dauðann. Skáldinu mun hafa verið orðið ljóst hvert stefndi. Margra ára óregla og stormasamt líferni heimtaði bráð sfna. í Den dunkles danser yrkir skáldið um örlög sín: Ég tek eftir því sama og sá sem er langt [niðri bátnum sem hefur verið skilinn eftir á vatninu og fúnar þegar sá sem réri honum er dáinn hann dó skyndilega, því höfðu menn [búist við af því að lífsvenjur hans voru ekki til fyrirmyndar ... Og f sama ljóði: draga úr hinni góðu samvinnu okkar Odds með því að segja „gekk vel fyrstu árin“. Þó er mikill íæmunur á þessu og því sem sagt er í afmælisgreininni. Mér er satt að segja ómögulegt að skilja, hvers vegna Guðmundur Ingvi skrifar svona afmælisgrein; það getur ekki verið Oddi Sigurðs- syni geðfellt honum að sjálfráðu. Þá er hann annar Oddur en sá, er ég átti góða samvinnu við f 18 ár. Og hvers vegna þarf Guðmund- ur Ingvi að fara að gerast „hælbít- ur“ á mig? Mér vitanlega er engin óvinátta á milli okkar. Hvað Odd sjálfan varðar, þá lætur hann frá sér í ritinu „Is- lenskir samtíðarmenn", 3. bindi, bls. 206: „Verslunarfulltrúi hjá Elding Trading Co. í Rvík 1941—58, en síðan framkvæmda- stjóri Plastprents sf. og síðar einnig Etnu hf. Meðstjórnandi fyrirtækisins Kjöt og grænmeti 1947, Plastprents sf. ásamt Hauki Eggertssyni 1958, síðar breytt í hlutafélag, og með fleirum Etnu hf. 1960. Stjórnarformaður Kjöts og grænmetis 1947—50, í stjórn Kötlu hf. frá stofnun, og stjórn- • arformaður Plastprents hf. frá stofnun." Það sem Guðmundur Ingvi segir í afmælisgreininni, er í raun þetta: Oddur stofnadi Plastprent einn. Hann framleiddi poka af ýms- um gerðum úr plasti. Eftir sex ár kom Haukur Eggertsson inn í fyrir- tækið. Haukur náði fyrirtækinu af Oddi. Við blasti algjört hrun alls þess sem Oddur hafði byggt upp og barist við að halda lífi í og efla. Hann leit yfir vígvöllinn. Staðreyndin er þessi: Árið 1954 var ég byrjaður á innflutningi. Oddur Sigurðsson kemur þar inn i nokkru síðar og við vinnum þar saman (hann þá starfsmaður Eld- in Trading Co.). í framhaldi af þessu stofnum við Plastprent og stjórnum því saman, þótt Oddur yrði þar hinn raunverulegi fram- kvæmdastjóri fyrstu árin, þar sem ég var framkvstj. Kötlu hf. Höfð- um við dagleg samráð um rekstur beggja fyrirtækjanna, þar til ég kom til fullra starfa í Plastprent. Sama gilti um Etnu hf. Við höfðum frá byrjun sömu aðild og sömu völd í báðum fyrirtækjunum, þótt Oddur sæi um daglegan rekstur á meðan ég starfaði hjá Kötlu hf. Kristján Jó- hann Kristjánsson var stjórnar- formaður Etnu hf., þar til hann lést, þá tók ég við formennsku stjórnarinnar. Samvinna okkar Odds öll þessi ár var með hinum mestu ágætum. Það var einhliða ákvörðun Odds að slíta samstarfi. Það er staðreynd, að afmælis- greinar, eftirmæli og hvað eitt slíkt, sem látið er frá sér fara á opinberum vettvangi, verður síðar meir hiuti sögunnar; einstaklinga, fyrirtækja og þjóðarsögunnar í heild. Þess vegna má það ekki líð- ast, að röng mynd sé upp dregin, jafnvel þótt í besta tilgangi sé gert. Sú er ástæðan, að ég læt frá mér framangreindar athugasemd- ir. Haukur Eggertsson er forstjóri Plastprents hf. Ég verð að snúa heim, þegar maður [deyr ætti að leggja hann í bátinn hans sem er kona hans í veltjargaðan bát og síðan kveikja í honum í Ijósaskiptunum svo að sólin skíni [gegnum reykinn á þá sem þótti vænt um hinn látna ekki ætti að yfirgefa bát neins manns og láta hann fúna ... Það er mjög harmrænn tónn í Den dunkles danser. Athuganir skáldsins eru stundum beiskari en lesendur hans eiga að venjast, minna um glaðværð og skop. En oft er hann spámannlegur í um- fjöilun sinni, til dæmis þegar hann yrkir um Kenninguna með stórum staf. Den dunkles danser er verðug kveðja frá Pentti Saarikoski. Bók- in er í senn einföld og flókin. Margt í þessum ljóðum festist í minni. Hinir dauðu eru nöfn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.