Morgunblaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984 Vænt er að kunna vel að fara „Við vitum frá æskunnar arni skal rísa sá eldur sem þjóðunum veginn má lýsa. Til fegurra framtíðarlands." (Tómas Guömundsson) Bokmenntir i grunnskóla Jenna Jensdóttir og Sigríður Ragna Sigurðardóttir Þau Herdís Egilsdóttir og séra Sigurður Sigurðarson svöruðu i síðasta þætti spurningum um skáldsöguna í kennslu. „Þær fræða betur en nokkuð annað um samskipti manna, átök iífsbar- áttunnar og mannlegra tilfinn- inga.“ Svör þeirra knýja á og hvetja til lifandi kennsluhátta umfram allt. Þeim er þakkað vel. En smásagan, getur hún hreykt sér af því að vera auð- veldari í meðferð og túlkun en ljóðið og skáldsagan. Þau dr. Guðrún P. Helgadóttir fyrrv. skólastjóri og Erlendur Jónsson bókmenntafræðingur og skáld svöruðu góðfúslega spurn- ingum er leituðu á aðstandendur þáttarins. Er smásagan auðveldari í kennslu en aðrar greinar fag- urbókmennta? Guðrún svarar: Ekki er auðvelt að skilgreina smásöguna og hún er afar marg- breytileg bæði hvað efni og form snertir. Þar eru margvíslegar sagnir allt frá sveitasæluróm- antík til raunsæisstefnu. Stund- um eru frásagnir hennar fast- mótaðar og henni lýkur oft í eins konar risi, sem afhjúpar og veit- ir innsýn í hugarheim persón- anna, sem oft eru færri en í löngum skáldsögum. En stund- um lýkur smásögunni með spurningu, sem lesandinn verður sjálfur að svara, og til eru ýmis önnur afbrigði. Tími kennara til bókmennta- kennslu er oft naumur og hver kennslustund er fljót að líða, þegar ræða á um byggingu skáldverks, aðferðir, sérkenni höfundar o.m.fl. En yfirleitt er smásagan stutt og veitir höfundi aðhald og afmarkað svið, bindur hann oft við einfalda frásögn og atburðarás, sem vekur oft og auðveldlega áhuga nemandans. Smásagan er því að þessu leyti auðveldari í kennslu en sumar aðrar greinar bókmennta. Erlendur svarar: Smásagan er ekki auðveldari i kennslu að öðru leyti en því að skemmri tíma tekur að fara yfir eina sögu en t.d. heila skáldsögu. Smásagan er viðkvæmt form og fíngert. Hún krefst því óskiptrar athygli af lesandanum. Stuttri Guðrún P. Helgadóttir sögu er oft svo þröngur stakkur skorinn að lesandinn verður að reyna verulega á eigin hug- kvæmni. Börn og unglinga skort- ir sjaldan fjörugt ímyndunarafl. En útskýringar á afstæðum hugmyndum vilja bögglast fyrir brjóstinu á þeim. Þá er mikið undir kennaranum komið sem verður að leiða nemendur um öngstígu hins hálfsagða. Sem stendur er smásagan lítt í sviðsljósinu. Almenn bók- menntaumræða snýst um ljóð, skáldsögur, leikrit og pólitík. Smásagan er hins vegar orðin fágæti sem sveimar einhvers Erlendur Jónsson staðar í óskilgreindri fjarlægð frá daglegri bókmenntaumfjöll- un. Nei, smásagan er ekki auð- veld þó hún sé smá að umfangi. Því stærra er inntak hennar, oft og tíðum. Gefur hún meira svigrúm til íhugunar og umræðu en skáldsagan og Ijóðið? Guðrún svarar: Skáldsögur og ljóð gefa vissu- lega tilefni til ihugunar og um- ræðu, en smásagan hefur yfir- leitt afmarkaðra svið og höfðar að því leyti til stærri lesenda- hóps. Taka má til samanburðar annars vegar Islendingasögur, sem veita kennurum og nemend- um ótal tækifæri til íhugunar og umræðu, og hins vegar íslend- ingaþætti, sem minna að sumu leyti á smásöguna. Þessar grein- ar bókmennta búa yfir fjöl- breytni í stíl og frásagnarlist, en þættirnir eru styttri og gefa því meira svigrúm til umræðu á takmörkuðum tíma. Svar mitt við þessari spurn- ingu er á þá leið, að smásagan nái til fleiri á skemmri tíma en flestar aðrar greinar bókmennta og því er rétt, að hún skipi sinn sess í kennslunni við hlið ann- arra bókmenntagreina. Erlendur svarar: Smásagan gefur ekki meira svigrúm til íhugunar og umræðu en ljóðið. Hins vegar veitir lest- ur tíu smásagna meiri fjöl- breytni og þar með fleiri íhugun- ar- og umræðuefni en lestur einnar skáldsögu 1 tíu köflum. Það fer þó eftir efnisvali og markmiðum þeim sem stefnt er að með náminu. Blómaskeið smásögunnar í íslenskum bók- menntum er liðið þótt enn komi út ein og ein bók með stuttum þáttum í söguformi. Smásagna- tímabilið var bókmenntasögu- lega og menningarsögulega merkilegt. Ef nemandinn á að öðlast yfirsýn og skilning á sam- hengi íslenskra bókmennta má síst hlaupa yfir það. Sé skólan- um hins vegar ætlað að stefna að pólitískri innrætingu gildir einu hvað stendur i námsskránni, hvort það er látið heita smásaga eða eitthvað annað. Hugtök eins og íhugun og umræða verða þá hvort eð er léttvæg — og er þá vægt til orða tekið! Aðalfundur MENOR: Lagt verði sama mat á listsköpun um land allt Menningarsamtök Norðlendinga héldu aðalfund sinn á Blönduósi dagana 23. til 24. júni sl. Samtökin eru frjáls samtök áhugafélaga og áhugamanna um listir á Norðurlandi og markmið þeirra er að efla menn- ingarlíf og menningarsamskipti á Seyðisfjörður: „Skútau Seydwfiröi. SUNNUDAGINN 29. júlí sl. var sjó- sett á Seyðisfirði 32 feta löng trefja- plastskúta og var henni gefið nafnið „Skúta“. Eigandi skútunnar er Guð- mundur Sverrisson, héraðslæknir á Seyðisfirði. Smíði hennar hófs* Norðurlandi í samstarfí við Fjórð- ungssamband Norðlendinga. Menn- ingarsamtök Norðlendinga voru stofnuð fyrir tveimur árum og hafa þegar unnið nokkurt starf varðandi upplýsingamiðlun, ráðningu fyrirles- ara og leiðbeinenda og staðið fyrir sjósett haustið 1980 í Gautaborg í Svíþjóð og var hún flutt heim með Smyrli sumarið 1982. Guðmundur hefur unnið að smíði skútunnar í frí- stundum ásamt ýmsum góðum vinum. Óli Már myndlistarsýningum og tónlistar- dagskrám, að því er segir í frétt frá samtökunum. í tengslum við aðalfundinn voru, auk venjulegra aðalfund- arstarfa, eftirfarandi atriði: Myndlistarsýning þeirra Elíasar B. Halldórssonar, Maríu Hjalta- dóttur, Marínós Björnssonar og Örlygs Kristfinnssonar og bók- menntakynning þar sem Guð- mundur Halldórsson frá Bergs- stöðum las úr eigin verkum. Þá var kynning á lögum eftir Jón Stefánsson og Eyþór Stefánsson í flutningi söngvaranna Jóhanns Más Jóhannssonar og Svavars Jó- hannssonar við undirleik Guðjóns Pálssonar, píanóleikara. Flutt voru erindi og fram fóru umræður um list á landsbyggðinni undir fyrirsögninni „List á lands- byggðinni, heimalningsháttur eða listsköpun?". Framsögumaður var Tryggvi Gíslason skólameistari. Stjórn samtakanna var endur- kjörin, en þær breytingar gerðar innan hennar, að Atli Guðlaugs- son, sem verið hefur gjaldkeri, tekur við formannsstarfi af Kristni G. Jóhannssyni, en hann hefur verið formaður frá stofnun samtakanna. Telja tilverurétti tón- listarskólanna ógnað Meðal ályktana sem voru sam- þykktar á fundinum var ályktun frá tónlistarmönnum innan MN, þar sem varað var eindregið við þeirri uggvænlegu breytingu á rekstrarfyrirkomulagi tónlist- arskólanna, sem fundurinn taldi yfirvofandi, og þeim tilmælum beint til stjórnvalda, að tilveru- rétti skólanna verði ekki ógnað á þennan hátt. Jafnframt mótmælti fundurinn niðurfellingu á starfi námsstjóra, sem talið var, að þeg- ar hefði verið farið að skila árangri. Óánægja með leiklist- argagnrýni fjölmiðla Frá leiklistarhópnum komu tvær ályktanir. í þeirri fyrri var lýst yfir megnri óánægju með leiklistargagnrýni fjölmiðla og sagði ennfremur: „Mælast verður til þess, að sýningar áhugaleikfé- laga fái heiðarlega umfjöllun. Lagt verði sama mat á list, hvar á landinu sem hún er fram borin. Ekki má sætta sig við það, að sýn- ing sé afgreidd þannig að hún sé annaðhvort góð eða vond, „af því að það sé áhugaleikhús sem að henni stendur". Þá harmar aðalfundur MENOR það, að Þjóðleikhúsið, eða önnur atvinnuleikhús, skuli hafa lagt niður sýningarferðir út á lands- byggðina og skorar á viðkomandi að taka þessar ferðir upp að nýju.“ Starfsgnmdvöllur lista- manna og ráðstefna um listir í landinu í ályktun myndlistarmanna sagði: „Aðalfundur MENOR telur nauðsyniegt, að skapa myndlistar- mönnum viðunandi starfsskilyrði eins og öðrum starfsstéttum. Enn er Reykjavík eina sveitar- félagið sem veitir listamönnum starfslaun. Þess ber að vænta, að önnur sveitarfélög taki einnig upp slikt fyrirkomulag, sem lið í því að skapa listamönnum eðlilegan starfsgrundvöll og uppörvun. Fundurinn telur að efla verði listkennslu og listþjálfun í al- mennum skólum. Myndlistarskól- inn á Akureyri gegnir nú miklu hlutverki í menntunarmálum í myndlist í fjórðungnum. Fundur- inn leggur til, að komið verði á legg menningarmiðstöð, sem geti þjónað öllum fjórðungnum.“ Ályktun rithöfunda innan MN hljóðaði svo: „Aðalfundur Menn- ingarsamtaka Norðlendinga hald- inn á Blönduósi 24. júní 1984 legg- ur áherslu á að listgreinar í fjórð- ungnum einangrist ekki í listalífi í landinu. Þess vegna skorar hann á fjöl- miðla á Norðurlandi, svo og lands- fjölmiðla, að sýna listum í fjórð- ungnum verðugan áhuga og veita þeim heiðarlega gagnrýni. Aðalfundurinn vekur athygli á, að eftirtekt og viðurkenning sé verulega hvetjandi fyrir störf listamanna. Aðalfundurinn leggur því til við Bandalag íslenskra listamanna, að það gangist fyrir ráðstefnu um listir í landinu sem heild, jafnt jarðveg þeirra sem listsköpun.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.