Morgunblaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984 • Ragnhildur Helgadóttir, menntamélaráóherra, ávarp- ar íslenska Ólympíuhópinn vió komuna til Keflavíkur í gærmorgun. Ráóherra færói þeim Gísla Halldórssyni, forseta Olympíunefndarinnar, Sveini Björnssyni, forseta ÍSÍ og Bjarna Friðrikssyni, bronzverðlaunahafa í júdó, blómvendi. Á litlu myndinni er Bjarni Frióriksson ásamt eiginkonu sinni. Morgunblaðið/Arnl Sæberg. ÍSLENSKI Ólympíuhópurinn kom til landsins frá Los Angeles snemma í gærmorgun. Viö kom- una til Keflavíkur tók frú Ragn- hildur Helgadóttir, menntamála- ráöherra, á móti hópnum og ávarpaöi hann. Þakkaöi hún íþróttafólkinu fyrir góö afrek á leikunum — og sér- staklega þakkaöi hún Bjarna Friö- rikssyni, og óskaöi honum til ham- ingju meö sitt góöa afrek — en hann hlaut bronzverölaun í 95 kg. flokki í júdó eins og margoft hefur komið fram í blaöinu. Þá færöi Ragnhildur Bjarna blómvönd — svo og þeim Gísla Halldórssyni, formanni íslensku ólympíunefndar- innar, en hann varö sjötugur meö- an á leikunum stóö, og Sveini Björnssyni, forseta íþróttasam- bands Islands. Skúli vann á Húsavík Opna Húsavíkurmótió í golfi var háð um helgina. Leiknar voru 36 holur meó og án forgjafar í karla-, kvenna-, og unglinga- flokki. Keppendur voru rúmlega 70 og rúmlega helmingur þeirra aðkomumenn, en þeim reyndist erfitt aö leika á hinum ágæta Kostar stoltiö Jó- hannes landsliðssæti? London, 9. ágúst. Fré Bob Hennossy, fréttamsnni Morgunblaösins. í nýjasta hefti blaðsins „Match' er sagt frá því aö Jóhannes Eö- valdsson, fyrrum fyrirliöi íslenska landsliósins í knattspyrnu, sá mjög stoltur — en stolt hans geti jafnvel kostað hann sæti í lands- liðinu í HM-leikjunum í haust. Blaöiö segir að búiö hafi veriö aö lofa honum (!!) sæti í landsliöinu í leikjum haustsins ef hann fyndi sér liö til aö leika meö í Skotlandi, en hann býr í Glasgow þar sem hann rekur „pöbb“, sem kunnugt er. „Þau lið sem ég hef leikið meö hingaö til — Celtic, Hannover, Tulsa Roughnecks og Motherwell, hafa allt veriö góö liö,“ sagöi Jó- hannes í samtali viö blaöiö, „og ég veit ekki hve langt „niður stigann“ ég er tilbúinn til aö fara til aö leika. Ég hef enn ekki fengiö neitt tilboö síöan ég hætti aö leika meö Moth- erwell. En ég er ákveöinn í því að fara ekki til liös á niöurleiö þó þaö kosti mig sæti í landsliöi islands á HM-leikunum í haust.“ Paisley fylgdist með McDonald Eins og Mbl. sagði frá fyrir nokkru hefur Liverpool áhuga á þvi aö kaupa miövallarleikmanninn skoska Kevin McDonald frá Lei- cester til aö taka stöðu Graeme Souness, sem seldur var til Italíu. Hann er 23 ára og Leicester keypti hann frá liöi í skosku hálandadeild- inni, Inverness Galey. McDonald lék frábærlega vel meö Leicester á síöasta keppnistímabili — var yfir- buröamaöur í liöinu. Bob Paisley, fyrrum framkvæmdastjóri Liver- pool, og nú einn stjórnarmanna fé- lagsins, fylgdist meö McDonald í leik Leicester og Rangers í Glas- gow í gærkvöldi. golfvelli Húsvíkinga og hirtu heimamenn flest verölaunin sem gefin voru af Volvo. Urslit uröu þau aö í meistara- flokki karla sigraöi Skúli Skúlason frá Húsavík, á 159 höggum, annar varö Þorkell Pálsson GA, á 161 höggi og Kristján Þorvaldsson GH, varö þriöji á sama höggafjölda. I keppninni meö forgjöf sigraöi Kristján Guöjónsson á 141 höggi, annar varö Gísli Vigfússon á 149 og Skúli Skúlason varö þriöji meö jafn mörg högg. Allir eru þessir kylfingar i GH. f kvennakeppninni sigraöi Sig- ríöur Birna Ölafsdóttir GH, meö yf- irburöum, hún notaöi aðeins 203 högg. Önnur varö Sólveig Skúla- dóttir GH, á 226 höggum og Pat Jonson GA, varö þriöja á 231 höggi. I keppninni meö forgjöf varö röö efstu stúlknanna sú sama. Unglingaflokkinn vann Ólafur Ingimarsson GH, á 192 höggum og Ragnar Þór Þórisson GH, varö annar meö sama högga fjölda. Þriöji varö Aöalbjörn Pálsson GA. I keppninni meö forgjöf sigraöi Ólafur einnig, en þeir Ragnar og Aöalbjörn skiptu um sæti þannig aö Aöalbjörn varð annar en Ragn- ar þriöji. Morgunblaðið/Bjarnl. Skaga„strákarnir“ meistarar úrslitum bikarkeppninnar, kvenna- lið félagsins á mikla möguleika á Islandsmeistaratitli svo og bæöi yngri kvennaliöin og þá voru Skagamenn meö alla yngri flokka sína í úrslitum. Myndin hér aö ofan var tekin eftir sigurinn á Víkingi í Kaplakrikanum í síöustu viku, og á henni eru, aftari röö frá vinstri: Hörður Jóhannesson, liösstjóri, Eyjólfur Haröarson, Matthías Hall- grímsson, Leó Jóhannesson, Þröstur Stefánsson, Einar Jóns- son, Björn Lárusson, Sigurvin Sig- urjónsson, Jón Gunnlaugsson, Sigurjón Skúlason. Fremri röö frá vinstri: Höröur Ragnarsson, Rúnar Hjálmarsson, Davíö Kristjánsson, Andrés Ólafsson og Guölaugur Þóröarson. Ólympíufararn- ir komnir heim SKAGAMENN uröu íslandsmeist- arar í „old-boys“-flokki í knatt- spyrnu í síðustu víku, eins og vió sögóum frá, er þeir sigruöu Vík- ing 1:0 í úrslitaleiknum sem fram fór á malarvellinum í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þrátt fyrir aö Víkingar væru meira meö knöttinn neituöu Skaga“strákarnir“ aö gefast upp og skoruöu eina mark leiksins í síöari hálfleik — íslandsmeistara- titillinn var þeirra. Árangur Víkinga er góöur þrátt fyrir tapiö, þeir léku þarna til úrslita þriöja áriö í röö — hafa sem sagt leikiö aila úrslita- leikina í þessum flokki eftir aö keppnin hófst á ný, og þeir urðu meistarar í fyrra. Sem kunnugt er hefur árangur meistaraflokks Akraness veriö glæsilegur í sumar — sem og í fyrra — þannig aö þaö lítur út fyrir mikiö „Skagaár" í knattspyrnunni, því auk þess aö vera nánast öruggir meö íslands- meistaratitilinn eru Skagamenn i Nýtt aðsókn- armet á ÓL Los Angele* 14. égútt. Fré Þórarni Ragnarssyni, blaðamanni Morgun- blaðsins. NÝTT met var sett hór á Ólympíuleikunum í Los Angel- es hvað varöar aósókn áhorf- enda. 5 milljónir 752 þúsund 111 greiddu aögang aó leikun- um, og er þaó meiri aðsókn en nokkru sinni fyrr. Fyrir utan þaö fylgdust hundruö þús- unda manna meó greinum sem fram fóru á götum úti, eina og hjólreiöakeppnunum og maraþonhlaupunum — svo og siglingakeppnunum. Vinsælasta íþróttagreinin á leikunum, ef dæmt er eftir aö- sókn áhorfenda, var knatt- spyrnan. Knattspyrnuleikir Ólympíuleikanna drógu aö 1.421.627 áhorfendur. Metaö- sókn var aö úrslitaleiknum milli Frakka og Brasilíumanna — 101.799 manns horföu á hann. Frjálsar íþróttir voru í ööru sæti, 1.129.465 horföu á frjáls- íþróttakeppni leikanna. Gunnar bætti árangur sinn GUNNAR Birgisson úr ÍR bætti persónulegan árangur sinn í 1500 og 800 metra hlaupum í Svíþjóð í síðustu viku. Gunnar hljóp 1.500 metrana á 4:02,94 mín. og tími hans í 800 metr- unum var 1:58,75 mín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.