Morgunblaðið - 23.03.1985, Síða 3

Morgunblaðið - 23.03.1985, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 3 Viöar Gunnarsson Söngkeppni sjón- varpsins annað kvöld: Hljómsveitina vantar nótur SÖNGVAKEPPNI sjónvarpsins veróur í beinni útsendingu ann- aó kvöld og eru sex þátttakend- ur skráóir til leiks. Keppendurn- ir syngja tvö lög við píanóundir- leik og eina aríu við undirleik Sinfóníuhljómsveitar íslands. Nóturnar sem Sinfóníuhljóm- sveitin leikur eftir eru pantaðar erlendis frá og eru nótur við aríu úr Macbeth eftir Verdi, sem Við- ar Gunnarsson hugðist syngja, ekki enn komnar til landsins. Keppendur héldu æflngu í gær með hljómsveitinni, en Viðar gat ekki tekið þátt í henni þar sem nóturnar voru ekki til staðar. Viðar hefur æft aríu úr óper- unni Macbeth eftir Verdi und- anfarið með það fyrir augum að syngja hana í úrslitakeppninni. „Ég tel að mistökin skrifist á sendandann," sagði Viðar í spjalli við blaðamann Mbl. í gærkvöldi. „Því nótur þessar voru sendar frá London fyrir viku, sem er of stuttur áætlaður tími.“ Aðrir þátttakendur í keppninni héldu æfingu í gær með hljómsveitinni, en Viðar gat að sjálfsögðu ekki fengið æfingu þar sem hljómsveitanót- urnar voru ekki til staðar. Vél frá Flugleiðum fer til London í kvöld og er stefnt að því að með henni komi til lands- ins hljómsveitanótur að aríunni „Simone boccanegra" sem Viðar söng í undaneppninni. „Ef nót- urnar að hvorugri aríunni kom- ast til landsins í tíma, veit ég ekki hvað ég geri. Annað hvort þurrka ég rykið af öðru verki sem hljómsveitin hefur nótur að, eða ég syng við píanóundir- leik. Svo getur það einnig gerst að ég hætti hreinlega við þátt- töku.“ Sjómannadeilan á ísafirði: Sáttafundur í næstu viku SÁTTAFUNDUR í sjómannadeil- unni á ísafirði verður ekki boðaður fyrr en í næstu viku, að því er Guð- laugur Þorvaldsson, ríkissáttasemj- ari, sagði í samtali við Mbl. í ger. Grundvallarmunurinn á kröfum Sjómannafélags Vestfjarða og þeim samningi er Llu og Sjó- mannasambandið gerðu á dögun- um er, að Vestfirðingarnir gera kröfur um aldursflokkahækkanir. Þeirri kröfu hafa útvegsmenn vestra vísað á bug, að sögn Sigurð- ar Ólafssonar, formanns sjó- mannafélagsins. H-moll-messa Bachs í Háskólabíói: Bezti flutningur sem ég hef heyrt yFLUTNINGUR Pólýfónkórsins og Sinfóníuhljómsveitar Islands á H-moll-messu Bachs er sá besti, sem ég hef heyrt hingað til en ég hef sungið þetta verk víða um heim,“ segir breska sópransöngkonan Jacquelyn Fugelle. „Meðlimir kórsins, hljófæraleikarar í Sinfóníuhljómsveitinni, að ógleymdum stjórnandanum, gera greinilega miklar kröfur og því verður útkoman svona góð.“ Hún kvaðst ekki hafa vitað hljómleikanna er gott og hve við hverju hefði mátt búast áð- ur en hún kom hingað, en land og þjóð komu henni vissulega á óvart. Tónlistarlífið væri ( miklum blóma, og stórkostlegt hvað hér væru haldnir margir tónleikar. Bernadette Manca di Nissa, ítalska altsöngkonan, tekur i sama streng. „Það sem hrífur mig mest er hvað allt skipulag flutningur hljómsveitar og kórs er góður,“ segir Bernadette „Ég er mjög ánægð með stjórnanda kórsins og ég fann strax að hugmyndir okkar fóru saman um hvernig á að flytja verkið." Bernadette hefur aðallega sungið á Ítalíu og í Þýskalandi, en hún syngur einkum barokk- tónlist og þá verk eftir Bach. i Bernadette Manca di Nissa, alt. Jacquelyn Fugelle, sópran. Hún sagðist ekki hafa haft tækifæri til að skoða sig um ennþá en það stæði til að bæta úr því. Hinsvegar kom það henni á óvart hvað hér væri hlýtt. Hún hefði búist við ís og snjó en hér væri hlýrra en í Róm þessa dagana. POLONEZ-UMBOÐIÐ Ármúla 23, s. 685870 — 81733. kominn á götuna meö ryövörn og fullum bens- íntanki og plássi í skut- inum,sem næstum dug- ar fyrir Skoda. KOMIÐ í POLONEZKAFFI í ALLAN DAG. HANN HREINLEGA RENNUR ÚT EINS OG HEITAR LUMMUR ENDA VERÐIÐ GIRNILEGT KR. 243.700 l

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.