Morgunblaðið - 23.03.1985, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 23.03.1985, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1985 Mikil aukning á AIDS í Evrópu AtiuU, Oor(fa, 22. mara. AP. TILVIKUM áunninnar ónæmis- bæklunar (AIDS) í Evrópu fjölgaói um helming á síðasta ári og hafa nú 376 manns látist þar af völdum sjúkdómsins, að því er bandaríska heilbrigðiseftirlitið í Atlanta greindi frá í gær. í Bandaríkjunum hafa 4.300 manns látist af völdum áunninnar ónæmisbæklunar, en samtals er vitað um 8.853 tilfelli sjúkdómsins þar. í skýrslunni, sem stofnunin i Atlanta sendi frá sér, segir að í lok síðasta árs hafi verið þekkt 762 tilfelli um áunna ónæmisbæklun í Evrópu, og hafi 417 þeirra komið fram á árinu 1984. Aukningin varð mest í Frakklandi, þar sem þrjú tilvik voru að meðaltali greind í viku hverri. Næst í röðinni voru Bretland og Vestur-Þýskaland, þar sem að meðaltali varð viku- lega vart tveggja nýrra tilvika. Samkvæmt upplýsingam Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hefur áunninnar ónæm- isbæklunar orðið vart í 15 Evrópu- löndum. Flest tilvik hafa greinst í Belgíu (65) og Danmörku (34). Þess er þó að geta, að 54 sjúkl- inganna 65 í Belgíu voru Afríku- menn, sem flestir smituðust áður en þeir komu til landsins. Veiðiþjófar helltu blásýru í Bolton, 20. aira AP. ÞRÍR veiðiþjófar hafa verið dæmd- ir í eins árs fangelsi hver eftir að hafa verið gómaðir við iðju sína í Dovey-ánni í Wales í ágúst á síð- asta ári. Mál þremenningana var að því leyti óvenjulegt og alvarlegt, að þjófarnir helltu hálfu kfló- grammi af blásýru í ána. Drápu þeir allt kvikt á löngum kafla ár- innar og voru gripnir af veiðivörð- um þar sem þeir voru að rogast burt með sekki fulla af laxi og sil- laxveiðiá ungi. Verknaðurinn var framinn nærri Dalgellau, en Dovey-áin er á þeim slóðum ein besta laxveiðiá Bretlands. 1,6 kílómetra kafli ár- innar var lagður gersamlega í eyði af eitrinu og mun það kosta áreigendur þúsundir punda að rækta ána upp á ný. Blásýran kæfði fiskinn í ánni, en skemmdi ekki kjöt hans. Var aflinn sem hald var lagt á verðmætur mjög. Skjöl könnuð til að finna Mengele WaahiiKton, 21.marz. AP. BANDARÍSKI landherinn mun á næstu mánuðum rannsaka rúmlega 300.000 skjöl, sem eru a.m.k. ein milljón blaðsíðna að lengd, til að ganga úr skugga um hvar stríðsglæpamaðurinn Josef Mengele er niðurkominn, að því er alríkisdómara í Washington, Thomas A. Flannery, var tjáð í dag. Darrell L. Peck, lögmaður land- hersins, sagði að þessi leit gæti tekið meira en 40.000 vinnustundir og kostnaðurinn yrði ekki undir 250.000 dollurum. Hann sagði að herinn hefði sett sérstaka nefnd á laggirnar til þess að hjálpa dómsmálaráðuneytinu við rannsókn málsins og taldi góð- Vestur-Þýskaland: Lögð fram ákæra á hendur þingmanni Baden Baden, Veatar-Þýakalandi, 20. mara AP. Saksóknarinn í Baden Baden lagði í dag fram ákæru á hendur Hans-Otto Scholl, þingmanni frjáls- ra demókrata, sem gefið er að sök að hafa rænt gimsteinum að verð- mæti milljónir marka og hafa lamið tvö vitni með byssu. Sholl, sem er 52 ára gamall, er ákærður fyrir rán og líkamsárás, samkvæmt upplýsingum saksókn- arans, Trutz Haehling. Scholl hefur verið í gæsluvarð- haldi frá þvi að hann var tekinn fastur 5. janúar sl. ar líkur á því að mikilvæg skjöl mundu finnast. Neal Sher, forstöðumaður rann- sóknardeildar dómsmálaráðu- neytisins, sagði að mikilvæg skjöl hefðu þegar fundizt. Hann telur að ekki eigi að skýra frá efni skjala, sem kunna að finn- ast um Mengele, fyrr en rannsókn- inni er lokið, eða hún verði komin á það stig að Ijóst sé að birting skialanna muni ekki skaða rann- sóknina. Lögð hafði verið fram krafa um að landherinn birti fleiri skjöl um Mengele, en Flannery dómari vís- aði henni frá þegar hann hafði kynnt sér röksemdir málsaðila. Lögfræðingar gyðingaprestsins Marvin Hier, forstöðumanns stofnunar í Los Angeles, er rann- sakar stríðsglæpi, mótmæltu ekki úrskurðinum. 1 janúar sagði Hier að skjöl, sem hann hefði fengið aðgang að samkvæmt lögum um upplýsinga- frelsi, sýndu að bandaríski herafl- inn kynni að hafa handtekið Mengele I Austurríki 1947 og sleppt honum síðan. Mengele er 74 ára gamall, ef hann er enn á lifi. „Stríð, stríð, unz sigur vinnst" Þúsundir manna í Teheran tóku fyrir nokkrum dögum þátt í útflir 14 manna, sem fórust í sprengingunni miklu fyrr í vikunni. Við útförina voru hinir látnu lýstir píslarvottar fyrir málstað írana í styrjöldinni við fraka. Bar mannfjöldinn kistur hinna látnu til grafar og hrópaði: „Stríð, stríð, þar til sigur vinnst." Vilja stöðva kjarnorku- þreifingar Pakistana Wuhinfton, 21. mara AP. UNDIRNEFND f fulltrúadeild bandaríska þingsins sem fjallar um málefni Asíu og Kyrrahafslanda hefur mælt með því að Bandaríkin áskilji sér rétt til að hætta allri fjárhagsaðstoð við Pakistan ef stjórnvöld landsins freisti þess að afla sér kjarnorkusprengju, en Pakistanar eru skuldbundnir af sáttmála sem bannar þeim það. Pakistanskur ríkisborgari einn var handtekinn i Houston i Texas í fyrra er hann reyndi að koma höndum yfir tæki sem sprengir kjarnorkusprengjur. Viðurkenndi hann síðar að hafa starfað fyrir stjórnvöld í Pakist- an. Zia forseti Pakistans hefur ítrekað reynt að sannfæra aðrar þjóðir um að kjarnorkurann- sóknir Pakistana eigi ekkert skylt við sprengjusöfnun og vopnakapphlaup, heldur séu þær í þágu friðar. Hann hefur harð- neitað því sem ýmsar vestrænar leyniþjónustur hafa haldið fram, að Pakistan hafi reynt að næla sér í tól og tæki til kjarn- orkusprengjusmíði í Hollandi, Kanada, Sviss og víðar. Undirnefndin ræddi einnig fjárhagsaðstoð til Pakistan og mælti með því að hún minnkaði um 25 milljónir dollara, þannig að tillögur forsetans um 601,2 milljónir dollara til hernaðar- aðstoðar til ýmissra þjóða í fjár- lagatillögunum fyrir 1986 gætu betur staðist. Pakistan er helsta bandaríki Bandaríkjanna á þessum slóðum og þiggur hæstu styrkina til hernaðarútgjalda. Reyklaus dagur í Bretlandi: Miklar deilur um kosti og galla tóbaks Lundúnum, 21. mire. AP. SÉRSTAKUR „reyklaus dagur“ í Bretlandi leiddi af sér harðar deilur og sérkennilegar uppákomur. Dagur þessi var í dag og í tilefni hans slepptu aðilar að ellefu samtökum sem berjast gegn reykingum 12.000 svörtum blöðrum á loft, en það er einmitt áætlaður fjöldi Breta sem mun láta lífið af völdum reykinga I ár. Reykingasinnar slepptu á móti 5000 rauðum blöðrum með áletnininni: Látið það eftir ykkur, reykið ef þið viljið. Andreykingasamtökin stóðu fyrir skoðanakönnun sem náði til landsins alls og sögðu þeir niðurstöður hennar gefa til kynna að 3,9 milljónir Breta hefðu hætt að reykja þennan dag. Samtök með reykingum sem skammstafast „Forest“ lögðu fram niðurstðður sinnar eigin könnunar þar sem 84 pró- sent aðspurðra sem ekki reyktu sögðu að reykingafólki ætti að vera í sjálfsvald sett hvort það reykti eða ekki. „Forest“-menn sögðu einnig að fjöldi Breta hefði reykt meira í dag gagngert til að lítilsvirða reyklausa dag- inn og væri það vel. Andstæðingar reykinga gáfu upp símanúmer í 20 borgum og gátu reykingamenn hringt í þau og fengið leiðbeiningar um hvernig ætti að bera sig að því að hætta. „Forest“-menn sögðu á móti að andreykingamenn sáðu hræðslufrækornum og aldrei á árinu væri gerð jafn alvarleg at- laga að reykingamönnum og á umræddum árlegum reyklausum degi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.